Fréttablaðið - 24.10.2003, Qupperneq 12
12 24. október 2003 FÖSTUDAGUR
SKILNAÐARBRÉFIÐ
Handritasérfræðingur hjá Christie’s í
London rýnir hér í bréf sem Hinrik VIII
Englandskonungur skrifaði vegna skilnaðar
við eiginkonu sína, Katrínu. Bréfið verður
selt á uppboði hjá Christie’s í byrjun des-
ember og vonast uppboðshaldarar til að fá
rúmar tvær milljónir króna fyrir það.
Kynþáttahatur innan bresku lögreglunnar:
Lögreglumaður með
Ku Klux Klan grímu
BRETLAND Einn lögreglumaður hef-
ur sagt af sér og sjö aðrir hafa
verið leystir tímabundið frá störf-
um í kjölfar nýrrar heimildar-
myndar sem sviptir hulunni af
kynþáttahatri innan bresku lög-
reglunnar.
Í myndinni, sem sýnd var í bres-
ka ríkissjónvarpinu BBC, sést vels-
ki lögreglumaðurinn Robert Pull-
ing með Ku Klux Klan hettu á höfði
í æfingabúðum lögreglunnar. Mark
Daly, blaðamaður BBC, sem var
með falda myndavél í búðunum,
fékk Pulling til að viðurkenna að
hann væri kynþáttahatari, styddi
breska þjóðernisflokkinn og að-
hylltist hugmyndir Aldolfs Hitlers.
Sjö aðrir lögreglumenn láta einnig
falla ósæmandi ummæli í mynd-
inni.
Lögregluyfirvöld í Bretlandi
hafa fordæmt hegðun mannanna
og heitið að beita sér fyrir því að
kynþáttahatri innan lögreglunnar
verði útrýmt. Daly hefur þó verið
gagnrýndur fyrir að hafa ekki
greint lögreglunni frá innihaldi
myndarinnar áður en hún var sýnd
almenningi.
David Blunkett, innanríkisráð-
herra Breta, sendi frá sér yfirlýs-
ingu eftir sýningu myndarinnar þar
sem hann sagði að kynþáttahatur
væri skelfilegt og lagði til að lög-
reglumenn yrðu þjálfaðir betur. ■
Fæ engan
rökstuðning
STJÓRNMÁL „Ég hef enn ekki feng-
ið rökstuðning fyrir því að grípa
til þessara aðgerða. Meðan svo er
þá get ég ekki fallist á þessar
breytingar á atvinnuleysibóta-
rétti,“ segir Krist-
inn H. Gunnars-
son, alþingismaður
Framsóknarflokks,
sem leggst að
óbreyttu gegn
nokkrum atriðum
fjárlagafrumvarpsins. Kristinn
hefur athugasemdir varðandi
skerðingu á réttindum til at-
vinnuleysisbóta og spurði fjár-
málaráðherra „í allri vinsemd“
um þau áform sem fram koma í
fjárlagafrumvarpinu.
„Eru menn að segja að fólk
sem er atvinnulaust sé að ofnota
kerfið? Er þetta sett á til þess að
koma í veg fyrir einhverja mis-
notkun? Ég hef engan heyrt tala
um það, hvorki úr stjórnarliðinu
né annars staðar að það væri ein-
hver misnotkun í gangi á at-
vinnuleysisbótum. Mér finnst að
menn geti ekki sett svona fram í
fjárlagafrumvarpi án þess að
færa fyrir því boðleg rök,“ sagði
Kristinn í þingræðu.
„Ég tala auðvitað sem félags-
hyggjumaður vegna þess að ég er
það og minn flokkur skilgreinir
sig sem félagshyggjuflokk. Ég
hef aldrei séð það fyrir mér að
félagshyggjuflokkur teldi það
vera eitt af brýnustu verkefnum
stjórnmála dagsins að taka af
mönnum rétt til atvinnuleysis-
bóta. Það er eitthvað nýtt sem ég
hef aldrei heyrt,“ sagði Kristinn.
Hann hefur líka athugasemdir
við áform um að lækka stofn til
vaxtabóta úr sjö prósentum niður
í 5,6 prósent og fellst ekki á þau
rök sem fram koma í fjárlaga-
frumvarpinu að þetta sé gert
vegna lækkunar raunvaxta.
„Hafi raunvextir lækkað kem-
ur það fram hjá ríkissjóði með
lægri vaxtabótum. En þeir sem
tóku skuldirnar sínar eins og hús-
bréf á sínum tíma sitja uppi með
sína raunvexti og þeir breytast
ekki,“ segir Kristinn.
„Hvað vakir fyrir mönnum að
hækka komugjöld á heilsu-
gæslustöðvar um hundraðkall
og ná þar fram nokkrum tugum
milljónum, kannski 40–50 millj-
ónum króna? Það er innan við
eitt prósent af kostnaði við að
reka heilsugæslustöðvarnar,“
segir Kristinn H.
Geir Haarde fjármálaráð-
herra vísaði á heilbrigðisráð-
herra og félagsmálaráðherra til
að svara þingmanninum, sem
reyndar er flokksbróðir þeirra
beggja. Kristinn segist enn ekki
hafa fengið nein svör og að
óbreyttu muni hann því leggjast
gegn þessum atriðum.
rt@frettabladid.is
■
Eru menn að
segja að fólk
sem er atvinnu-
laust sé að of-
nota kerfið?
BRESKIR LÖGREGLUMENN
Lögregluyfirvöld í Bretlandi heita því að uppræta kynþáttahatur innan lögreglunnar.
Kristinn H. Gunnarsson krefur fjármálaráð-
herra svara vegna hærri komugjalda og skerð-
ingu vaxtabóta og réttinda atvinnulausra.
KRISTINN H. GUNNARSSON
Lýsir andstöðu við einstaka liði fjárlagafrumvarpsins.
Litla-Hraun:
Hassmál í
rannsókn
FÍKNIEFNI Um 50 grömm af hassi
fundust í klefa refsifanga á Litla-
Hrauni í síðustu viku. „Við erum
búnir að yfirheyra fangann. Nú
bíðum við eftir niðurstöðum frá
tæknideild lögreglunnar í
Reykjavík um nákvæmt magn
efnisins,“ segir Jón Hlöðver
Hrafnsson hjá rannsóknardeild
lögreglunnar á Selfossi. Ætla má
að hassið hafi verið ætlað til sölu
og dreifingar miðað við það magn
sem fannst. Málið er enn í rann-
sókn. ■
VIÐSKIPTI Þórólfur Gíslason, kaup-
félagsstjóri Kaupfélags Skagfirð-
inga, eins helsta keppninauts
Ferskra afurða sem nú rambar á
barmi gjaldþrots, segist alls ekki
hafa beitt sér á nokkurn hátt gegn
fyrirtækinu.
Héraðsdómur Norðurlands ves-
tra féllst á þriðjudaginn á kröfu
Kaupþings-Búnaðarbanka um að
greiðslustöðvun Ferskra afurða
yrði ekki framlengd. Djúpstæður
ágreiningur er milli bankans og
fyrirtækisins og hefur verið ýjað
að því að Þórólfur, sem sat í banka-
ráði Búnaðarbankans um tíma,
hafi beitt sér eitthvað í málinu.
„Mér þykir mjög miður að
menn skuli leggjast svo lágt að
kenna einhverjum öðrum um sínar
ófarir,“ segir Þórólfur. „Ég hef
ekki neinn þátt í þessu máli.“ ■
Fjárhagsvandræði Ferskra afurða:
Þórólfur sver
af sér sakir