Fréttablaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 13
setinn ágætlega unað við einkunn-
ina sem hann fær hjá almenningi í
könnuninni. Að auki hafi enn ekki
orðið vart þeirrar reiði meðal
kjósenda sem leiddi til þess að
George Bush eldri tapaði forseta-
kosningunum 1992.
13MÁNUDAGUR 3. nóvember 2003
Kvótadómur:
Viðbragða
mátti vænta
STJÓRNMÁL Guðjón Arnar Kristjáns-
son, formaður Frjálslynda flokks-
ins, segir ekki hægt að mæla því
bót að menn brjóti lög á þann veg
sem fimm menn voru dæmdir fyr-
ir í Héraðsdómi Vesturlands.
„Þeir gerðu út í margar vikur
án þess að hafa heimildir, þannig
að miðað við okkar lög um kvóta-
kerfi mátti búast við að það yrðu
viðbrögð við því,“ segir Guðjón.
„Staðreyndin er auðvitað sú að
það er búið að læsa öllum tegund-
um í kvóta og þeir sem eru að
baksa við að koma sér fyrir í út-
gerð eiga sér varla viðreisnar
von,“ segir hann.
STJÓRNMÁL Össur Skarphéðinsson,
formaður Samfylkingarinnar, seg-
ist telja að það sé breiður vilji inn-
an flokksins að skoða hugmyndir
um að beita markaðslausnum til
þess að gera heilbrigðiskerfið skil-
virkara og hagkvæmara.
Í ræðu sinni við setningu
landsþings Samfylkingarinnar í
fyrradag sagði Össur að næsta
pólitíska stórverkefni Samfylk-
ingarinnar væri stefnumótun á
sviði heilbrigðismála. Nauðsyn-
legt væri að láta markaðslögmál-
in vinna í þágu markmiða jafnað-
arstefnunnar í þessum mála-
flokki.
„Ég er alveg viss um það að til
að byrja með verður ákveðinn ótti
við að ráðast í breytingar á heil-
brigðiskerfinu,“ segir Össur.
„Þetta er mjög viðkvæmt svið og
mikilvægt. Ég er að tala um hæg-
fara umbætur sem leiða að lokum
til þess að við gætum virkjað
markaðslausnir til að fá meira út
úr því fjármagni sem veitt er í
heilbrigðismál og til að geta veitt
þegnunum betri þjónustu.“
Aðspurður hvort hugmyndir um
að beita markaðslausnum í þessum
hluta velferðarkerfisins samræmd-
ist jafnréttishugsjóninni segir Öss-
ur: „Við erum ekki að tala um
einkavæðingu. Við erum markaðs-
sinnaður flokkur og þetta er eitt af
því sem er í umræðu mjög víða og
við Íslendingar verðum að hafa
kjark til þess að skoða þetta. Eng-
inn flokkur hefur haft þor til að
setja þetta mál á dagskrá með þess-
um hætti og við erum að stíga fram
fyrir skjöldu. Þetta eru auðvitað
djarfar og róttækar hugmyndir.“
HERMENN VIÐ BRAK ÞYRLUNNAR
Bandarískir hermenn sjást hér bera á brott
særðan eða látinn hermann úr braki þyrl-
unnar sem skotin var niður í gær.
L. PAUL BREMER
Degi eftir að L. Paul Bremer lýsti því yfir að
stefnt væri að því að afhenda Írökum völd-
in í landi sínu fyrr en ætlað hefði verið, átti
næstmannskæðasta árás á bandaríska her-
menn frá upphafi stríðsins sér stað.
ENN ÁTÖK Í BAGDAD
hersveita og Íraka í vesturhluta Bagdad tvisvar á
æðinu sögðu að átökin í gær hefðu hafist eftir að
yrirskipuðu fólki að fjarlægja trúarleg veggspjöld.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Samfylkingin ræðir markaðslausnir í heilbrigðiskerfinu:
Markaðsvæðing
ekki einkavæðing
ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Össur segist alveg viss um að til að byrja með verði ákveðinn ótti við að ráðast í breyting-
ar á heilbrigðiskerfinu.