Fréttablaðið - 30.11.2003, Page 24
NNUDAGUR 30. nóvember 2003 23
Hrafn Gunnlaugsson segir hér frá tilurð myndar-
innar Opinberunar Hannesar. Þar kemur meðal
annars fram að höfnun Kvikmyndasjóðs í tvígang
varð til þess að tugir milljóna frá útlöndum töpuð-
ust úr framleiðslunni.
Milli Matthildar
og Óðalsins
Hrafn Gunnlaugsson segir hér frá langri og nokkuð strembinnimeðgöngu Opinberunar Hannesar:
„Upphaflega stóð til að þetta yrði sjónvarpsmynd. Lars Sätström
hjá sænska sjónvarpinu í Málmey spurði mig hvort það væri eitt-
hvað sem ég vildi vinna fyrir sjónvarp í Svíþjóð. Ég sagði honum að
þessum Vermalandsferðum mínum til útlanda væri lokið. Ég vildi
heldur vinna heima og hefði ekki mikið að segja Svíum. En sagði
honum að gamall æskuvinur
minn hefði gefið mér smá-
sagnasafn og þar væri saga
sem ég væri að velta því fyr-
ir mér að skrifa handrit upp
úr, en ekki komið í verk. Ég
hefði leyfi frá höfundinum til
að vinna algerlega frjálst
upp úr sögunni. Lars spurði
hvort ég gæti útvegað sér
söguna á ensku eða sænsku.
Þá var verið að þýða bókina
vegna þess að það átti að gefa
hana út í Þýskalandi. Ég
sendi honum þessa sögu:
Glæpur skekur Húsnæðis-
stofnun. Hann gerði í kjölfar-
ið samning við mig um að ég
skrifaði handritið fyrir
sænska sjónvarpið. Það er því borgað af sænska sjónvarpinu. Svo
fór hugmyndin að fá einhverja aðra vídd. Ég áttaði mig á að í tölv-
unni sem var stolið var gagnabanki. Hugmyndin vex eins og kóral-
rif. Handritið orðið stærra og meira en mig grunaði. Þetta er fyrir
fjórum árum. Loks þegar ég sendi Lars handritið segir hann: Þetta
er ekki sjónvarpsmynd. Þetta er bíómynd og ég skal hjálpa þér að
fjármagna hana sem slíka. Hann kynnir þetta fyrir hinum norrænu
sjónvarpstöðvunum, sem hoppuðu á þessa hugmynd. Ég var kominn
með um 80 milljónir erlends fjármagns í myndina. Þá sæki ég um til
Kvikmyndasjóðs, ekki um vilyrði eða þróunarstyrk eins og nú er í
tísku heldur það sem upp á vantaði, og ætlaði að fara beint í fram-
leiðslu. Þá var kostnaðaráætlun upp á rúmar 120 milljónir og til stóð
að skjóta í stúdíói og gera þetta að stórri og mikilli mynd. Þarna
höfðu dramatúrgar á fimm erlendum sjónvarpsstöðvum lesið hand-
ritið og gefið grænt ljós á það. En þegar það kom til umfjöllunar út-
hlutunarnefndar Kvikmyndasjóðs voru þar ofurhugar sem höfnuðu
handritinu. Ég fékk neitun í tvígang í röð. Þegar hér var komið sögu
höfðu orðið mannabreytingar á sjónvarpsstöðvunum og menn vita
hvernig það er þegar sami graut-
urinn er hitaður upp aftur og aft-
ur... fyrir bragðið missti ég út
bæði Dani og Norðmenn. En
Finnarnir héldu áfram að vera
með og Svíarnir að hluta til, sem
og íslenska sjónvarpið. Útilokað
var að gera þá mynd sem ég ætl-
aði mér upphaflega að gera. Nú
vil ég ekki gera neinum manni
upp að gæði ráði ekki ferðinni,
umfram einhverjar pólitískar
meiningar. En auðvitað veltir
maður því fyrir sér. Þegar er-
lendir aðilar meta söguna mjög frambærilegt verk óháð því hverjir
standa á bak við hana. Örugglega hefur það ekki hjálpað verkinu að
hugmyndin er byggð á smásögu eftir þennan æskuvin minn sem vill
til að varð síðar forsætisráðherra og er forsætisráðherra með mikl-
um glæsibrag. En þegar búið var að hafna þessu í tvígang stóð ég
frammi fyrir því að leggja þetta frá mér eða finna einhverja aðra
leið. Þetta er sennilega svona eins og að vera kominn langt fram yfir
eðlilegan meðgöngutíma gangi maður með barn. En það deilir eng-
inn við dómarann og maður reynir að taka þessu með jafnaðargeði.
En hvernig gæti ég þrátt fyrir allt gert þessa mynd? Ég fór í að
skera verkið niður og breyta allri upptökunni. Prufa eitthvað alveg
nýtt. Oft getur verið gott fyrir listamann að neyðast til að endurnýja
sig. Ég ákvað að skjóta þetta ekkert ólíkt því hvernig dogmamynd-
irnar hafa verið skotnar. Þrátt fyrir það skorti mig fé. Bók Davíðs
Oddssonar, Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar, var að koma út í Þýska-
landi og hafði fengið mjög góða dóma. Ég leitaði því kaupanda að
Þýskalandsréttinum. Þar opnaðist möguleiki. Rétturinn á smásög-
unni var kominn í hendurnar á þessu nýja forlagi sem Björgólfur
Guðmundsson og hans menn
höfðu tekið yfir. Það eru ofsögur
að ég hafi verið styrktur af
Björgólfi heldur seldi ég honum
Þýskalandsréttinn fyrir fram og
vonandi á það eftir að skila sér
vel til hans. Þetta varð til að
sparka mér í gang. Ég fór ekkert
ólíka leið og ég gerði með Óðal
feðranna á sínum tíma. Ég valdi
leikara með tilliti til karakter-
anna í sögunni þannig að hægt
væri að vinna þetta án gerva,
sminks og búninga. Að vera með
óvana leikara þýddi miklar æf-
ingar. Sem hefur í för með sér
miklu meiri vinnu fyrir leikstjór-
ann. En ég var svo heppinn að
Viðar Víkingsson, sem er leikstjóri sjálfur, fer með aðalhlutverkið.
Og hann þekkir og hefur fullan skilning á vinnsluferlinu og það
hjálpaði mikið. Ég fór í grasrótina aftur. Vinnslan ekkert ólík Óðali
feðranna og andinn í handritinu af sama toga og í Útvarpi Matthildi
á sínum tíma. Sem passar vel því þarna eru saman komnir tveir
þriðju af Þórði Breiðfjörð, sem stóð á bak við Matthildi.“ ■
nski bréf þar sem þér er hótað
ægilegum aðgerðum stjórn-
da ef þú svarar ekki innan 15
ga. Svo getur þessi andlitslausa
fnun dregið það mánuðum
man að svara þér. Ég hef
yggjur af því að hér sé að vaxa
p vísir að alræðis- og eftirlits-
ðfélagi þar sem andlitslausar
fnanir ráðskast með líf okkar
meir.“
Hrafn segir þetta sjálfsprottið
mur en að hægt sé að benda á
stri eða hægri í pólitík. „Þetta
ðist koma innan úr kerfinu
lfu. Hér má kenna fréttamönn-
um að einhverju leyti. Varla
ist nokkuð án þess að þeir
rji: Er nóg eftirlit? Hefur hið
nbera brugðist? Vantar ekki
rari reglur? Þarf ekki að herða
gjöfina? Eru refsingar nógar
að hræða fólk til hlýðni? Það er
s og sé að vaxa upp andrúm
sem menn hafa oftrú á boðum
bönnum. Ég sá þetta frumvarp
vændi sem er í þinginu. Er
gt að setja löggjöf um mann-
a hegðun? Er hægt að stýra
nnlegu eðli með boðum og
num? Hvað er refsivert? Ef þú
ur konu út að borða og hún fer
heim með þér... er það vændi?
ar eru mörkin?
Ég held að það þurfi að vera
gu skýrt að harðar refsingar
viðhafðar gegn þriðja aðila,
umöngurum og þeim sem mis-
a aðra. En hvað tveir fullorðn-
einstaklingar gera og hvernig
þeir semja sín á milli um sín við-
skipti kemur ekki nokkrum manni
við og allra síst ríkinu eða stjórn-
valdinu.“
Menn verði að ganga með
trefil
Þessi tilhneiging gegnsýrir allt
þjóðfélagið, segir Hrafn. „Ég hef
verið að velta fyrir mér hvenær
við setjum lög um skyldunotkun
skjólfatnaðar. Ef við setjum slík
lög sem fjalla til dæmis um að við
4 stiga frost verði allir að ganga
með trefil. Lögreglunni verði
falið að stöðva vegfarendur og at-
huga hvort þeir séu með trefil.
Síðan myndi umræðan ekki fara
út í það hvort það sé rétt eða
rangt að hafa skyldunotkun
skjólfatnaðar, heldur hvort miða
beri við fjögurra eða fimm gráðu
frost. Sennilega myndi umræðan
enda þar.“
Hrafn segir að spurningin um
réttmæti þess að lögskylda fólk til
að nota skjólfatnað kæmi senni-
lega aldrei fram.
Varðsveit Björns Bjarnasonar
„Nákvæmlega eins og þegar
allt lögregluvald í landinu var
sameinað undir ríkislögreglu-
stjóra. Þó ég hafi ekki nema gott
eitt um hann að segja persónulega
þá er þetta spurning um hversu
mikla miðstýringu við ætlum að
gera á valdinu. Hvort við séum að
búa til vísi að alræðislögreglu?
Hvaða tryggingu höfum við fyrir
því að yfirmaður þarna verði
alltaf líkur þeim ágæta manni
sem er þar í dag?“
Og hugmyndir Björns Bjarna-
sonar um þjóðvarðlið hugnast
Hrafni illa. „Hvað gerist einn
daginn ef þetta þjóðvarðlið lendir
undir stjórn manns sem ekki
kann fótum sínum forráð og fer
að beita því á okkur sjálf? Og
hvað gerist svo ef við ætlum að
leggja það niður einn daginn?
Hverjir missa þá atvinnuna?
Hvaða stofnun erum við búin að
búa til? Þess vegna er svo hættu-
legt að búa til einhverjar stofnan-
ir sem fara síðan að lifa sínu eig-
in lífi og taka völdin. Við sjáum
bara í skáldsögunni Félaga Napól-
eon eftir Orwell að um leið og
búin er til lítil hundavarðsveit
koma alltaf upp hugmyndir um
meira og meira sem endar með
því að hundavarðsveitin tekur
yfir.“
Að eltast við borgunarmenn
Eitt atvik sem myndin sækir
yrkisefni í er að brotist var ítrekað
inn í sumarbústað foreldra Hrafns.
„Slag í slag, árum saman, var þar
allt lagt í rúst. Í þrígang fengum
við lögreglu á staðinn, það voru
gerðar skýrslur og eitthvað reynt
að gera í málinu. Eitt sinn stóð
ágætur lögreglumaður inni á
miðju gólfi og sagði við mig: Ann-
ars er nú lítið gagn í að hafa uppi á
þessum mönnum því sjaldnast eru
þeir borgunarmenn fyrir þeim
skaða sem þeir valda. Þetta hefur
ekki upplýstst og ég hef á tilfinn-
ingunni að lítið hafi verið gert í
málinu. Á sama tíma er verið að
stoppa okkur smáborgarana fyrir
að keyra 10 km of hratt og orkunni
eytt í það. Ég vona að það sé ekki
bara vegna þess að við erum borg-
unarmenn fyrir sektinni.“
Hrafn hyggur nú í auknum
mæli á að snúa sér að skriftum og
læra kínversku. Hann ætlar til
Kína og hyggst dvelja þar í eitt ár
við kínverskunám. Jafnvel skrifa
handrit fyrir aðra leikstjóra.
Hann segir svo gríðarlegt fyrir-
tæki að ræsa þá miklu maskínu
sem kvikmyndaupptökur eru.
Hrafn óar við því og segir það
nánast handverk þegar hugmynd-
in liggur fyrir. „Ég á reyndar eft-
ir að gera unglingamynd. Jú, ætli
það séu ekki einhverjar einar
þrjár myndir einhvers staðar inni
í hausnum á mér.“
jakob@frettabladid.is
Á LAUGARNESTANGA
Heimili hans á Laugarnestanga hefur
verið líkt við laup hrafnsins. Hrafn
stefnir nú til Kína, hyggur á árs dvöl
og vill nema kínversku.
Örugglega hefur það
ekki hjálpað verkinu
að hugmyndin er byggð á
smásögu eftir þennan
æskuvin minn sem vill til að
varð forsætisráðherra og er
forsætisráðherra með
miklum glæsibrag.
,,
Óðal feðranna
verður til af því að
hafði verið sjálfur í sveit.
sýn byggir á reynslu
nni. Ég sá hvernig menn
ru að flosna upp og
ernig menn bjuggu enn á
yggilegum stöðum miðað
nútíma tækni.
gmyndin er sótt í svipaða
ynslu. Ég hef sjálfur lent í
su í samskiptum við
rfið og oft hugsað: Þetta
ta ég í bíómynd einn
ginn.
,,
HRAFN GUNNLAUGSSON
Hefur verið forspár og sér nú fyrir sér fram-
tíðarríki í viðjum eftirlits og leyfisveitinga í
nýjustu mynd sinni. Andlitslausar stofnanir
ráðskast með líf okkar, segir hann.
DAVÍÐ ODDSSON
Höfundur sögunnar Glæpur skekur húsnæð-
isstofnun, en Hrafn byggir á henni í Opinber-
un Hannesar. Hrafn staðsetur mynd sína í
höfundarverkinu einhvers staðar milli Óðals
feðranna og útvarpsþáttanna Matthildar.
FILMÓGRAFÍA HRAFNS
1. Lilja (1976)
2. Blóðrautt sólarlag (1978)
3. Vandarhögg (1980)
4. Óðal feðranna (1981)
5. Okkar á milli (1982)
6. Hrafninn flýgur (1984)
7. Í skugga hrafnsins (1988)
8. Hvíti víkingurinn (1991)
9. Hin helgu vé (1993)
10.Allt gott (1994)
mynd eftir sögu Davíðs Oddssonar
11.Þegar það gerist (1998) (Sjónvarp)
12.Myrkrahöfðinginn (2000)
13.Reykjavík í öðru ljósi (2000)
14. Ísland í öðru ljósi (2003)
15.Opinberun Hannesar (2003)