Fréttablaðið - 30.11.2003, Síða 41
LEIKIR
10.00 Keppni í 1. deild karla á Í
landsmótinu í innanhússfót-
bolta, úrslit í Laugardalshöll.
10.00 Keppni í 4. deild karla Ís-
landsmótinu í innanhússfót-
bolta hefst í Austurbergi.
11.40 Keppni í 1. deild kvenna
landsmótinu í innanhússfót-
bolta, úrslit í Laugardalshöll.
16.00 Ármann/Þróttur leikur vi
Þór Þorlákshöfn í Laugardalsh
í Bikarkeppni KKÍ&Lýsingar í
körfubolta karla.
17.00 Stjarnan og HK keppa í
Garðabæ í suðurriðli RE/MAX-
deildar karla í handbolta.
18.00 Þór Ak. keppir við Tindas
á Akureyri í Bikarkeppni KKÍ&Lý
ingar í körfubolta karla.
18.00 Selfoss mætir KFÍ á Selfo
í Bikarkeppni KKÍ&Lýsingar í
körfubolta karla.
19.15 Stjarnan leikur við Snæfe
Garðabæ í Bikarkeppni KKÍ&Lý
ingar í körfubolta karla.
19.15 Skallagrímur og Hamar
keppa í Borgarnesi í Bikarkepp
KKÍ&Lýsingar í körfubolta karla
SJÓNVARP
12.30 Boltinn með Guðna Berg
Sýn. Umræðuþáttur um enska
boltann.
12.40 Heimsmeistaramót ís-
lenska hestsins á RÚV. Þáttur
mótið sem fór fram í Danmörk
13.45 Enski boltinn á Sýn. Bein
útsending frá leik Arsenal og F
ham.
15.55 Enski boltinn á Sýn. Bein
sending frá leik Chelsea og M
Utd..
17.05 Markaregn á RÚV. Mörk
helgarinnar í þýska boltanum.
18.00 NFL á Sýn. Bein útsendin
frá leik St. Louis Rams og
Minnesota Vikings.
21.50 Helgarsportið á RÚV. Far
yfir helstu íþróttaviðburði helga
innar.
40 30. nóvember 2003 SUNNUDAG
MEIÐSLI Á MOULINEAUX
Kona slasaðist illa á andliti þegar hún fékk
flugeld í andlitið fyrir leik Wolves og
Newcastle á Moulineaux-leikvanginum í
Wolverhampton í gær. Fyrir leikinn fór
fram flugeldasýning og skaust einn flug-
eldanna upp í áhorfendapalla með þess-
um afleiðingum.
Knattspyrna
hvað?hvar?hvenær?
27 28 29 30 1 2
NÓVEMBER
Sunnudagur
Þýska knattspyrnan í gær:
Jafnt hjá fjórum efstu
FÓTBOLTI Stuttgart heldur enn
tveggja stiga forystu á Werder
Bremen á toppi þýsku 1. deildar-
innar í knattspyrnu þrátt fyrir
markalaust jafntefli gegn Boch-
um á útivelli í gær. Þrjú næstu lið
á eftir Stuttgart, Werder Bremen,
Bayer Leverkusen og Bayern
München, gerðu einnig jafntefli í
sínum leikjum.
Bæjarar gerðu óvænt jafntefli
gegn botnliði Kölnar, 2-2, á heima-
velli þar sem perúski framherjinn
Claudio Pizarro skoraði bæði
mörk liðsins.
Bayer Leverkusen komst í
hann krappan gegn 1860
München á heimavelli. Leverku-
sen lenti 2-0 undir en tókst að
jafna metin með mörkum frá
Brasilíumönnunum Robson og
Lucio. Eintracht Frankfurt lenti
einnig 2-0 undir gegn Wolfsburg
en tókst með mikilli seiglu að
jafna metin og komastsíðan yfir,
3-2, og tryggja sér þar með sigur
og þrjú dýrmæt stig í botnbarátt-
unni.
Staða fjögurra efstu liðanna
innbyrðis breyttist ekkert eins og
gefur að skilja. Stuttgart er efst
með 34 stig, Werder Bremen kem-
ur næst með 32 stig, Bayer
Leverkusen er í þriðja sæti með
31 stig og Bayern München í því
fjórða með 28 stig. ■
Loks vann Leeds
Bar sigurorð af Charlton á útivelli eftir fimm tapleiki í röð í deildinni.
FÓTBOLTI Leeds, Aston Villa, Black-
burn og Leicester unnu öll mikil-
væga sigra í botnbaráttu ensku
úrvalsdeildarinnar í gær.
Leeds, sem hefur verið mikið í
fréttum undanfarið vegna slæmr-
ar fjárhagsstöðu og lélegrar spila-
mennsku, bar sigurorð af
Charlton, 1-0, og var það fyrsti
sigur liðsins í sex deildarleikjum
og jafnframt sá fyrsti undir stjórn
Eddie Gray. Táningurinn James
Milner skoraði sigurmarkið í upp-
hafi leiks og þótt Leeds sé enn á
botni deildarinnar þá gefur sigur-
inn félaginu byr undir báða
vængi.
Framherjinn Dion Dublin
tryggði Aston Villa afskaplega
mikilvægan sigur á Southampton
með marki rétt undir lok fyrri
hálfleiks. Með sigrinum tókst
Aston Villa að hífa sig af botni
deildarinnar um stundarsakir að
minnsta kosti en Southampton
hefur nú leikið fjóra leiki í röð án
þess að fara með sigur af hólmi.
Gott gengi Leicester heldur
áfram en liðið vann sinn þriðja
sigur í síðustu fjórum leikjum
þegar það bar sigurorð af
Portsmouth á útivelli, 2-0.
Leicester komst upp í tólfta sæti
deildarinnar með sigrinum.
Gamla brýnið Les Ferdinand
skoraði sitt fimmta mark í úrvals-
deildinni á þessu tímabili og fé-
lagi hans í framlínu Leicester,
Marcus Bent, skoraði síðara
markið.
Slóvakinn Vratislav Gresko
reyndist bjargvættur Blackburn
gegn Tottenham. Hann skoraði
sigurmark liðsins þegar tólf mín-
útur voru til leiksloka og er liðið
komið úr fallsæti í fyrsta sinn í
langan tíma.
Jóhannes Karl Guðjónsson var
næstum því búinn að tryggja
Wolves sigur gegn Newcastle en
aukaspyrna hans undir blálokin
hafnaði í utanverðri stöng
Newcastle-marksins. Þar með
endaði leikurinn með jafntefli og
geta leikmenn Wolves nagað sig í
handarbökin fyrir að fara illa með
góð færi í leiknum.
Dapurt gengi Everton heldur
áfram en liðið beið lægri hlut fyr-
ir Bolton, 2-0, á Reebok-leikvang-
inum. Leikmenn Everton sáu
aldrei til sólar í leiknum og var
sigur Bolton-liðsins í þessum leik
sanngjarn og fyllilega verðskuld-
aður. ■
Logi á leið til Þýskaland
Semur við
Lemgo
HANDBOLTI Það er loks orðið lj
að handknattleiksmaðurinn L
Geirsson, sem spilar með FH
RE/MAX-deildinni, leikur m
þýska stórliðinu Lemgo á næ
tímabili en forráðamenn félags
hafa haft Loga í sigtinu í lang
tíma.
Logi, sem er 21 árs, hitti f
ráðamenn félagsins fyrir helgi
fór með þriggja ára samning he
í farteskinu sem væntanle
verður skrifað undir í næstu vi
Logi mun klára tímabilið m
FH-ingum og halda utan næ
sumar þar sem hann hittir tilv
andi félaga sína. ■
LOGI GEIRSSON
Skrifar undir þriggja ára samning við
Lemgo í vikunni.
JAMES MILNER
Hinn ungi James Milner fagnar hér sigurmarki sínu fyrir Leeds gegn Charlton í ensku úr-
valsdeildinni í gær.
ENSKA ÚRVALSDEILDIN
Wolves-Newcastle 1-1
1-0 Nathan Blake (27.), 1-1 Alan Shearer
(31.).
Aston Villa-Southampton 1-0
1-0 Dion Dublin (45.).
Blackburn-Tottenham 1-0
1-0 Vratislav Gretsko (78.).
Bolton-Everton 2-0
1-0 Per Frandsen (26.), 2-0 Youri Djorka-
eff (46.).
Charlton-Everton 0-1
0-1 James Milner (9.).
Portsmouth-Leicester 0-2
0-1 Les Ferdinand (31.), 0-2 Marcus Bent
(59.).