Fréttablaðið - 13.12.2003, Side 1

Fréttablaðið - 13.12.2003, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 54 Leikhús 54 Myndlist 54 Íþróttir 50 Sjónvarp 56 LAUGARDAGUR HANDBOLTAVEISLA Átta leikir fara fram í RE/MAX-deildum karla og kvenna. Í kvennaflokki mætast Stjarnan og Fram, Fylkir/ÍR og Grótta/KR, FH-Valur og Víking- ur-Haukar. Stjarnan tekur á móti Breiða- bliki í karlaboltanum, HK á móti FH, Valur á móti Þór og ÍBV fær Selfoss í heimsókn. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG NAPURT OG STREKKINGUR Í BORGINNI Fremur svalt í veðri og lík- lega slydda í borginni. Enn kaldara á morg- un svo fólk verður að klæða sig vel við jólainnkaupin. Sjá síðu 6 13. desember 2003 – 311. tölublað – 3. árgangur RÆDDU VARN- ARSAMSTARF Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Douglas Feith, að- stoðarvarnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, ræddu varnarsamstarf ríkjanna í gær. Engin ákvörðun hefur verið tekin um framtíð varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli. Sjá síðu 6 BRIM VERÐUR SELT Stjórn Eimskipa- félagsins tók í gær ákvörðun um að selja sjávarútvegshluta fyrirtækisins, Brim. Margir hafa lýst áhuga á einstökum hlutum fyrir- tækisins en engin tilboð borist enn sem komið er. Sjá síðu 2 GENGU AF FUNDI Forystumenn út- vegsmanna og sjómanna gengu af fundi í sjávarútvegsnefnd þegar þeir komust að því að fulltrúar smábátaeigenda voru líka á fundinum. Þeir töldu sig ekki geta rætt málið við þær aðstæður. Sjá síðu 2 HEIMAMENN ÓSÁTTIR Bankastjórn Kaupþings Búnaðarbanka staðfesti kaup- samning sem gerður var við Stökur á Akur- eyri um sölu á sútunarverksmiðju Loðskinns á Sauðárkróki. Verkalýðsleiðtogi á Sauðár- króki segir söluna áfall en heimamenn geti sjálfum sér um kennt. Sjá síðu 4 Ríkisútvarpið: Ég fylgi rödd Guðmundur Andri Thorsson talar um tilurð þess að hann ákvað að skrifa um síðustu sósíalistana í bók sinni Náðarkraftur. SÍÐA 38 ▲ Bækur: Haukur Hauksson hættur VÍTISENGLAR Níu manna hópur Vít- isengla sem kom með flugi frá Osló, auk tveggja Íslendinga í vélhjólaklúbbnum Fáfni, var stöðvaður í Leifsstöð í gær. Að sögn Eyjólfs Kristjánssonar, hjá sýslumannsembættinu á Kefla- víkurflugvelli, eru Vítisenglarn- ir grunaðir um að reyna að koma á fót klúbbi hér á landi. Annar Íslendinganna var handtekinn og færður í fanga- geymslur í Keflavík eftir að hann neitaði með látum að sýna skilríki. Eyjólfur segir hann hugsanlega hafa nefbrotið einn lögreglumanninn. Skýrslur voru teknar af mönnunum fram eftir kvöldi sem voru síðan sendar Útlend- ingastofnun til úrskurðar. Fast- lega er gert ráð fyrir að stærst- um hluta hópsins verði vísað frá landi. ■ hver er hinn upprunalegi texti? Gísli Sigurðsson: ▲ SÍÐUR 22-23 Jólasveinar ganga um gólf tekur stundum lagið Addi Rokk: ▲ SÍÐA 62 Rokkaði fyrir Ringo Starr Opið til kl. 22 í kvöld dagar til jóla11 ÚRSAGNIR Þrátt fyrir kröftug mót- mæli verkalýðsforkólfa og hótanir um úrsagnir þeirra úr Samfylking- unni stendur Guðmundur Árni Stef- ánsson við frumvarp um breytingar á eftirlaunaréttindum æðstu ráða- manna ríkisins. Hann er eini þing- maður Samfylkingarinnar sem styð- ur málið. Búast má við átökum á þingflokksfundi í morgunsárið. „Ég er vanur því að fylgja þeim málum sem ég flyt allt til enda og ég geri það nú,“ segir Guðmundur Árni og segist hafa skilning á því að fé- lagar sínir þurfi meiri tíma til að kynna sér málið. Hann segir frum- varpið tryggja eðlilega endurnýjun á Alþingi og í ráðherrastóli auk þess að koma í veg fyrir að feitum emb- ættum sé skammtað til stjórnmála- manna sem séu að hætta á þingi. „Mikill er máttur minn ef svo er,“ segir hann aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af úrsögnum verkalýðsforkólfa úr Samfylking- unni vegna afstöðu sinnar. „Þeir verða að taka sínar ákvarðanir. Ef þeim finnst þetta mál vega svo þungt að það skipi þeim í pólitísk- ar fylkingar til frambúðar er það þeirra ákvörðun.“ „Bréfið er farið, ég segi mig úr Samfylkingunni og um leið segi ég af mér öllum trúnaðarstörfum fyr- ir flokkinn,“ segir Halldór Björns- son, formaður Starfsgreinasam- bandsins. Halldór hefur tekið virk- an þátt í stjórnmálastarfi Samfylk- ingarinnar og setið á framboðslist- um fyrir flokkinn. „Þetta er pólitískt dómgreindar- leysi,“ sagði Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómanna- félags Keflavíkur, í gærkvöldi. Hann segist ekki eiga samleið með Samfylkingunni lengur þar sem einn þingmanna flokksins styðji frumvarpið umdeilda enn. „Ég segi mig því úr flokknum og læt af öllum trúnaðarstörfum fyrir hann, verði ekki breyting á,“ sagði Kristján, sem tók virkan þátt í stofnun flokksins. Fréttablaðinu er kunnugt um að Signý Jóhannesdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Vöku á Siglu- firði, hafi sent úrsagnarbréf. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að koma verði í ljós hvað hann gerir. Verkalýðsleiðtogar sem starfað hafa með stjórnarflokkunum voru langt í frá ánægðir með eftirlauna- frumvarpið en yfirlýsingar þeirra voru hógværar. „Ég hef ekki hugsað mér að segja mig úr flokknum, ekki að sinni. Ég er nýbúinn að standa í miklu stappi innan flokksins vegna skerðingar atvinnuleysisbóta og þar náðist ár- angur,“ sagði Björn Snæbjörnsson, formaður verkalýðsfélagsins Ein- ingar-Iðju og fulltrúi í miðstjórn Al- þýðusambands Íslands. Björn skip- aði sæti á framboðslista Framsókn- arflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir síðustu alþingiskosningar. the@frettabladid.is brynjolfur@frettabladid.is Sjá síðu 10 Fréttamaðurinn knái Haukur Hauksson er hættur á Rás 2. Ástæðan er ósamkomulag við yfirstjórnina. ▲ SÍÐA 18 Níu norskir Vítisenglar og tveir Íslendingar stöðvaðir: Slegist við löggur í Leifsstöð Afstaða Guðmundar Árna flokknum dýr Áhrifamenn úr verkalýðshreyfingunni hugsa sér til hreyfings úr Samfylkingunni vegna stuðn- ings eins þingmanna flokksins við breytingar á eftirlaunaréttindum æðstu ráðamanna ríkisins. Formaður Starfsgreinasambandsins hefur þegar sagt sig úr flokknum. M YN D /A P JÓLALJÓS Í AÞENU Grikkir eru farnir að huga að jólum og hafa tendrað jólaljós á Syntagma-torginu í miðborg Aþenu, fyrir framan þinghúsið. Þau hátíðahöld sem borgin stendur fyrir í tilefni jóla hófust formlega í gær. Meðallestur 25-49 Höfuðborgarsvæðið NOKKRAR STAÐREYNDIR UM Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í okt. ‘03 FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ 75% 56% barþjónakeppni í finnlandi ● krydd Hvað kemur í stað jólarjúpunnar matur o.fl. Sigmar B. Hauksson: ▲ SÍÐA 38 lúsíuhátíðin ● jólalestin Í jóla- gírinn jólin koma Gosi: ▲ SÍÐUR 40-43 Sænsk jólahefð: Kveiktu í jólageit SVÍÞJÓÐ, AP Skemmdarvargar kveiktu í jólageit í sænska bænum Gävle í gær og viðhéldu þar með áralangri hefð. Geitin er risastór, búin til úr stráum og komið fyrir í aðdrag- anda jóla. Þetta hefur verið gert í nær 40 ár og á öllum þeim tíma hafa aðeins tíu geitur enst fram yfir jól og áramót. Öll hin árin hef- ur verið kveikt í geitinni fyrir þann tíma. Síðasta geitin sem prýddi bæinn fram yfir jól án þess að vera brennd af skemmdarvörgum var sett upp fyrir jólin 1997. Fæstir skemmdarvarganna hafa náðst. 2001 varði 51 árs Bandaríkja- maður 18 dögum í fangelsi fyrir að kveikja í jólageitinni. ■ 1 12.12.2003 21:50 Page 1

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.