Fréttablaðið - 13.12.2003, Qupperneq 16
16 13. desember 2003 LAUGARDAG
■ Þetta gerðist
1843 Jóladraumur eftir Charles Dick
ens kemur út.
1862 Um ellefu þúsund hermenn ú
norðri láta lífið eða særast við
Fredericksburg þegar samband
herinn er sigraður af her
uppreisnarmanna undir stjórn
Robert E. Lee.
1913 Yfirvöld í Flórens á Ítalíu tilkyn
að Móna Lísa sé komin aftur í
leitirnar. Verkinu var stolið á
Louvre-safninu í París tveimur
árum áður.
1989 F.W. de Klerk, forseti Suður-
Afríku, hittir Nelson Mandela í
fyrsta sinn á skrifstofu forsetan
Höfðaborg.
1991 Norður-Kórea og Suður-Kórea
skrifa undir friðarsáttmála.
1995 Wei Jingsheng, einn mesti bar
áttumaður fyrir lýðræði í Kína,
dæmdur í fjórtán ára fangelsi t
viðbótar við þau sextán ár sem
hann hafði þegar setið inni.
4. flokki 1992 – 40. útdráttur
4. flokki 1994 – 33. útdráttur
2. flokki 1995 – 31. útdráttur
1. og 2. flokki 1998 – 22. útdráttur
Frá og með 15. desember 2003 hefst innlausn á
útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum:
Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu
laugardaginn 13. desember.
Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum,
sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum.
Innlausn
húsbréfa
STEVE BUSCEMI
Leikarinn er fæddur þennan dag árið 1957.
Hollenski siglingafræðingurinnAbel Tasman varð fyrstur Evr-
ópubúa til að uppgötva eyjaklasa,
sem seinna fékk nafnið Nýja-Sjá-
land, þennan dag árið 1642.
Tasman gerði misheppnaða til-
raun til að stíga á land og létust
nokkrir úr áhöfn hans þegar eyjar-
skeggjar snérust til varnar. Eyjar-
skeggjar töldu að lúðrablástur af
skipi Tasman væri merki um árás
áhafnarinnar.
Nokkrum vikur áður hafði Tasm-
an uppgötvaði Tasmaníu, við suð-
austurströnd Ástralíu. Tasman nefn-
di eyjuna upphaflega Van Diemens
Land. En eins og Tasmaníuhaf, á
milli Nýja-Sjálands og Ástralíu, var
eyjunni gefið nafni Tasmanía til
heiðurs landkönnuðinum.
Nýja-Sjáland, sem var nefnt eft-
ir hollenska héraðinu Sjálandi,
laðaði ekki marga Evrópubúa til sín
fyrr en seint á átjándu öld þegar
skipstjórinn James Cook sigldi um
svæðið og skrifaði ítarlega grein
um eyjarnar. Trúboðar og menn í
viðskiptahugleiðingum komu í kjöl-
farið og árið 1840 innlimaði Bret-
land eyjarnar. ■
ABEL TASMAN
Uppgötvaði fyrstur Evrópumanna Tasman-
íu og Nýja-Sjáland.
Abel Tasman uppgötvar Nýja-Sjáland
TASMAN UPPGÖTVAR
NÝJA-SJÁLAND
■ Landkönnuðurinn Abel Tasman upp-
götvar Nýja-Sjáland fyrstur Evrópubúa.
13. desember
1642
13. desember
Pabbi vill sjá þig
um jólin
F é l a g á b y r g r a f e ð r a
F e ð r a h e i l l
Thymematernity
Verslun fyrir barnshafandi konur
Hlíðasmára 17, s. 575-4500
Opið mánudaga til
föstudaga frá kl. 11-18
Laugardaga frá kl. 11-16
Sendum í póstkröfu um allt land.
Áttu von á barni?
Jólasendingin
komin! Menntun er mikilvæg
Afmælið verður bara minni-háttar þetta árið, en það
verður fjölskylduafmæli,“ segir
Guðmundur Torfason, fyrrum
atvinnumaður og landsliðsmað-
ur í knattspyrnu og fótbolta-
þjálfari, sem er 42 ára í dag.
Hann er ekki sá eini í fjölskyld-
unni sem á afmæli um þessar
mundir, því sonur hans Nikulás
Torfi verður fimm ára eftir tvo
daga og dóttir hans Birna varð
níu ára 7. desember.
Það er mikið að gera hjá
Guðmundi því hann er í miðjum
prófum en hann er á öðru ári í
Viðskipta- og hagfræðideild HÍ.
Jafnframt rekur hann tvær
verslanir með konu sinni Jak-
obínu. Þess á milli sér hann svo
um fótboltalýsingar á Stöð 2 og
Sýn.
Guðmundur stundaði at-
vinnumennsku í fótbolta í rétt
tæpan áratug, í Belgíu, Austur-
ríki og Skotlandi, en mælir hann
með þessu fyrir unga knatt-
spyrnumenn? „Þetta er mjög
erfitt, en þetta er líka góður
skóli,“ svarar hann til. „Þetta er
orðinn allt annar heimur núna
en þegar ég var í þessu. Núna
fylgja fjölmiðlar hverju fótspori
þessara fótboltamanna.“ Að
spila fótbolta erlendis er greini-
lega ekki bara dans á rósum.
„Þessu fylgja miklar fórnir, því
maður er alltaf í burtu frá vin-
um og fjölskyldu. Það er líka
gífurleg samkeppni innan al
liða og því fylgir gífurlegt ála
segir afmælisbarnið.
Guðmundur segir að þe
hann hætti að þjálfa og sp
hafi hann sett fjölskylduna o
á oddinn en hann hefur ekki
veg skilið við boltann því e
sinni til tvisvar í viku hit
knattspyrnuhópurinn „til
hreyfa sig og sprikla aðein
eins og hann orðar það. ■
11.00 Jón Valgeir Ólafsson, áður Bú
arstíg, Eyrarbakka, verður jarð-
sunginn frá Eyrarbakkakirkju.
13.30 Helga Kristín Sigurðardóttir
verður jarðsungin frá Dalvíkur-
kirkju.
14.00 Magnús Helgi Þórðarson, loft
skeytamaður, frá Vík í Mýrdal,
verður jarðsunginn frá Víkurkir
14.00 Bára Jónsdóttir, frá Raftholti,
verður jarðsungin frá Mart-
einstungukirkju.
14.00 Gísli Helgason, Holtastíg 10, B
ungarvík, verður jarðsunginn fr
Hólskirkju í Bolungarvík.
14.00 Baldvin Grani Baldursson, fyr
verandi bóndi og oddviti, Rang
Köldukinn, verður jarðsunginn
Þóroddsstaðarkirkju.
14.00 Ólafía Sigurðardóttir (Lóa), á
Strembugötu 2, Vestmannaeyj
verður jarðsungin frá Landakir
í Vestmannaeyjum.
14.00 Hjalti Pétursson, fyrrum bónd
Snotranesi, verður jarðsunginn
Bakkagerðiskirkju.
Ein saman í fyrsta sinn
Ólöf Kolbrún Harðardóttirsópransöngkona og Jón Stef-
ánsson, organisti og kórstjóri, halda
tónleika í Langholtskirkju síðdegis í
dag í tónleikaröðinni Blómin í garð-
inum. Þetta mun vera í fyrsta sinn
sem þau tvö koma ein fram á tón-
leikum saman þótt þau hafi starfað
saman í Langholtskirkju í ein fjöru-
tíu ár.
„Já, við vorum allt í einu að upp-
götva þetta,“ segir Jón. „Við erum
búin að vinna rosalega mikið saman
en þetta er mjög merkilegt.“
Ólöf Kolbrún var aðeins fjórtán
ára þegar hún hóf að syngja í
Kirkjukór Langholtssafnaðar.
Nokkrum mánuðum síðar lék Jón
fyrst á orgelið í kirkjunni og var
svo fastráðinn þar stuttu síðar.
Á tónleikunum flytja þau verk
eftir Hugo Wolf, Bach og Peter
Cornelius, allt efni sem er tengt að-
ventu og jólum.
„Við höfum flutt sumt af þessu í
messum áður, en við erum búin að
ganga með það í maganum í mörg
ár að flytja nákvæmlega þetta pró-
gramm á tónleikum,“ segir Jón.
„Okkur finnst þetta svo falleg og
jólaleg tónlist, en þessi tónleikaröð
ýtti á eftir okkur að láta verða af
þessu núna.“
Tónleikaröðin „Blómin í garðin-
um“ er á vegum Kórs Langholts-
kirkju og er haldin í tilefni af 50 ára
afmæli kórsins nú í vetur. Allir
söngvarar í þessari tónleikaröð eiga
það sameiginlegt að hafa byrjað
sinn söngferil í kórnum. ■
■ Andlát
■ Jarðarfarir
■ Afmæli
Jóna Rúna Kvaran miðill, 51 árs.
Lísa Pálsdóttir útvarpskona, 50 ára.
Lárus H. Grímsson hljómsveitarstjór
49 ára.
Gestur Jónsson, frá Meltungu, lést
fimmtudaginn 27. nóvember.
Unnur Sigurlaug Gísladóttir lést mi
vikudaginn 10. desember.
Guðbjartur Ólafur Ólason, frá Bídlu
Skipholti 6, Reykjavík, lést miðvikuda
inn 10. desember.
Karen Jóhannsdóttir, frá Skjaldfönn
Blómvallagötu 13, lést mánudaginn
desember. Bálför fór fram í kyrrþey.
Björgvin Guðmundsson, Hlégerði 1
Kópavogi, lést þriðjudaginn 9. desem
ber.
GUÐMUNDUR TORFASON MEÐ BÖRNUM SÍNUM
Er kominn í háskólanám og rekur tvær verslanir með konu sinni Jakobínu
Afmæli
GUÐMUNDUR TORFASON
■ fyrrum fótboltakappi er 42 ára í dag.
Mælir með að strákar fari í atvinnu-
mennsku erlendis en varar við að því fylgi
gífurlegt álag.
Tímamót
ÓLÖF KOLBRÚN HARÐARDÓTTIR
■ sópran og Jón Stefánsson organisti
hafa starfað saman í fjörutíu ár en aldrei
komið ein saman fram á tónleikum –
fyrr en í dag.
ÓLÖF KOLBRÚN HARÐARDÓTTIR OG JÓN STEFÁNSSON
Þau ætla að flytja tónlist tengda aðventu og jólum í Langholtskirkju í dag.
Foreldrar
Verjum tíma með börnunum okkar
Hver stund er dýrmæt