Fréttablaðið - 13.12.2003, Síða 24

Fréttablaðið - 13.12.2003, Síða 24
24 13. desember 2003 LAUGARDAG s í m i 5 5 3 8 0 5 0 • w w w . e c c o . c o m Þ Ú Á T T Þ A Ð S K I L I Ð ! Nova 23754-101 Walkathon 24314-101 Vefsvæðið Ljóð.is hefur starfað í rúm tvö ár og þar hefur safnast saman fjöldi ljóða, bæði frá þjóð- og skúffuskáldum. Aðstandendur vefjarins hafa safnað sam- an 101 úrvalsljóði af vefnum og gefið þau út á bók. Sjö þúsund rafræn ljóð Þetta er þrælmassív ljóðabóksem gefur skemmtilegan þver- skurð af ljóðapælingum lands- manna,“ segir Davíð A. Stefáns- son, einn ritstjóra ljóðabókarinn- ar 101.ljóð.is. Öll ljóðin í bókinni hafa áður birst á vefnum www.ljod.is þar sem hverjum sem er gefst tækifæri til að gera kveð- skap sinn sýnilegan almenningi. Ljóðavefurinn er rétt rúmlega tveggja ára gamall og á þeim tíma hafa safnast þar saman um sjö þúsund ljóð. „Það eru 101 eitt ljóð, eftir jafnmörg skáld, í bókinni og þau hafa öll verið ljóð dagsins á vefn- um hjá okkur. Ljóðin áttu upphaf- lega að vera hundrað en svo vor- um við, hálfpartinn óvart, búin að fá leyfi hjá hundrað og einu skáldi þannig að það passaði bara mjög vel að bæta einu ljóði við. Þetta hljómar líka vel og svo er þetta dálítið miðbæjarlegt verkefni.“ En hvað varð til þess að Davíð og félagar hleyptu vefnum Ljóð.is af stokkunum? „Ég er ljóðskáld sjálfur og hef gefið út þrjár bæk- ur. Ég hef þvælst mikið í þessu og þetta er bara ein af þessum hug- myndum sem beið eftir að ein- hver framkvæmdi með því að koma ljóðinu á Netið. Pælingin var svolítið sú að fólk tollir rosa- lega illa við að lesa langan texta á skjánum og þess vegna passar svo vel að gefa því kost á að lesa stutt ljóð. Ljóðin á vefnum eru nú um 7000. Hluti þeirra er frá þjóð- skáldunum en meirihlutinn er frá fólki sem er eins og ég og þú, skrifar ljóð og setur þau þarna inn.“ Er ljóðið dautt? „Við vitum alveg að þó vefur- inn nái til margra þá nær hann aldrei til allra,“ segir Davíð þegar hann er spurður hvort það geti ekki talist afturför að flytja ljóð af vefnum yfir á bók. „Bókin hef- ur bara öðruvísi snertiflöt, fyrir utan það að það er gaman að geta sent frá sér áþreifanlega afurð, eitthvað sem lifir í heiminum. Það er auðvitað líka gaman fyrir höf- undana að komast með ljóð á bók.“ Undanfarin ár hafa borist tíðar fregnir af meintu andláti ljóðsins. Davíð gefur ekki mikið fyrir slík- ar vangaveltur og segist vera orð- inn langþreyttur á að svara spurn- ingunni um það hvort ljóðið sé dautt. „Þetta er orðið að klisju og það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því. Kannski er það vegna þess að ljóðabækur seljast ekki mikið þan- nig að fólk gengur út frá því að ljóð- ið sé dautt. Ég held því aftur á móti fram að ljóðið, sem slíkt, muni aldrei, aldrei, með mikilli áherslu á það orð, hætta að vera til. Þetta er á margan hátt eins og að teikna rosa- lega einfalda og frumstæða mynd og við munum alltaf hafa þörfina fyrir einfaldleikann og einhvern frumkraft óháð því hversu tækn- inni fleygir mikið fram á hinum ýmsu sviðum. Þetta er mikilvægur punktur að mínu mati.“ thorarinn@frettabladid.is DAVÍÐ A. STEFÁNSSON „Ef þú ert mjög praktískur þá kaupirðu ekki bókina og ferð bara og kíkir inn á ljóðin á Netinu. Annars seljum við hana bæði beint í gegnum vefinn og svo í bóka- búðum,“ segir Davíð. Jack Nicholson vill kvikmynda fjölskyldusögu sína, sem er vægast sagt full af dramatík. Allir svíkja alla JACK NICHOLSON Vill kvikmynda dramatíska sögu fjölskyldu sinnar, en hún er vægast sagt full af óvenju um staðreyndum. Leikarinn heimsþekkti JackNicholson á nú í viðræðum við kvikmyndaframleiðendur í Holly- wood um að kvikmynda sögu fjöl- skyldu sinnar. Hann segir að myndin muni fjalla um svik. Nicholson fæddist utan hjóna- bands, sonur hinnar 17 ára June Nicholson, sem alla tíð þóttist vera systir hans. Amma hans, Ethel, þóttist vera móðir hans. Eiginmaður Ethelar fór eitt sinn á barinn þegar Nicholson var hvít- voðungur og sneri aldrei aftur heim. Maður að nafni Don Rose, sem var skemmtikraftur, hélt því alla tíð fram að hann væri faðir- inn og var vanur að bíða eftir Nicholson við skólaútganginn þegar hann var barn en talaði aldrei við hann. June yfirgaf heimilið til að giftast flugmanni þegar Nicholson var sjö ára gam- all. Hann segir öryggisleysi í æsku og einkennilegt andrúms- loft á heimilinu hafa orðið til hann varð vandræðagemill fullur af niðurbældri reiði. Rei hefur fylgt honum alla tíð. Fy níu árum notaði hann golfkylfu að brjóta bílrúðu í bifreið en ö maðurinn hafði svínað fyrir ha Þegar Nicholson braut rúðu hrópaði hann: „Hér er Johnn fleyg orð úr hryllingsmynd h The Shining. Hann sagðist sein skammast sín fyrir athæfið. Nicholson komst ekki að fyrr en hann var 37 ára hei frægur leikari að konan sem ha hélt vera systur sín var í ra móðir hans. Móðir hans og am voru þá báðar látnar. Það blaðamaður sem sagði hon fréttirnar en Nicholson seg hafa ýtt upplýsingunum til hli en sé nú, 66 ára gamall, tilbúinn að horfast í augu við sannleika Nicholson segist hvorki ál móður sinni né ömmu. Hann h hins vegar oft velt því fyrir sér hverju konan sem hann hélt v systur sína hefði verið jafn ver andi gagnvart honum og hún æ var. Hann segir einnig að er asta lexía sem hann hafi lært miðbik ævinnar hafi verið sú allir svíkja alla. ■ Ég held því aftur á móti fram að ljóðið, sem slíkt, muni aldrei, aldrei, með mikilli áherslu á það orð, hætta að vera til. ,, FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.