Fréttablaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 13. desember 2003 Starfs sín vegna liggur ÁsdísBenediktsdóttir, afgreiðslu- kona í Bókabúð Máls og menn- ingar, yfir jólabókunum. Hún er mjög ánægð með bók Arnaldar Indriðasonar, Bettý. „Þetta er saga sem gæti vel gerst í ís- lenskum raunveruleika. Vel unnin bók enda kann Arnaldur til verka. Þarna eru persónur sem er auðvelt að trúa á og bók- in er spennandi og kemur á óvart. Þótt bókin hafi fengið misjafna dóma þá láta aðdáend- ur Arnaldar það ekki á sig fá og bókin er að rokseljast,“ segir Ásdís. Hún nefnir fjölmargar aðrar bækur til sögu: „Bók Þrá- ins Bertelssonar, Einhvers kon- ar ég, finnst mér ákaflega falleg bók sem lífgar upp á tilveruna. Skáldsagan Stúlka með perlu- eyrnalokka eftir Tracy Chevali- er er unaðsleg lesning fyrir fjórtán ára og upp úr, reyndar meiri kvennabók en karlabók. Mjög læsileg og skemmtileg. Bók Sjóns, Skugga-Baldur, finnst mér sérlega góð og umhugsunarverð, ekki síst vegna þess að þar er verið að fjalla um örlög mongólíta. Fyrsta skáld- saga Sölva Björns Sig- urðssonar, Radíó Sel- foss, er skemmtileg bók. Sölvi er ungur og á ör- ugglega eftir að vaxa mjög sem rithöfundur og verða kraftmeiri. Ég er einnig ánægð með skáldsögu Sigurjóns Magnússonar, Borgir og eyði- merkur sem fjallar um Krist- mann Guðmundsson og lýsir því vel hvernig Kristmann var lagð- ur í hálfgert einelti.“ Ásdís er mikill ljóðaunnandi og segist hafa lesið nokkuð í ljóðabók Kristjáns Karlssonar, Kvæði 03, og sú bók hrífur hana. Hún er nýbúin að lesa skáldsögu Guðmundar Andra Thorssonar, Náðarkraftur. „Ég las hana á einu kvöldi í einni lotu af því að ég er þannig að ef mér finnst bók skemmtileg þá verð ég eins og alkarnir, get ekki hætt,“ segir Ásdís. „Guð- mundur Andri skrifar svo fal- lega um manneskjuna að það er sérstök upplifun að lesa þessa bók. Hún er hlý og manneskju- leg og stíllinn er fallegur og tær.“ ■ Sjaldgæft er að kirkjunnarmenn geri skáldverk, hvað þá nýútkomin, að umtalsefni í predikum sínum. Þetta gerðist þó á dögunum í sunnudagsmessu á Reynivöllum þegar séra Gunnar Kristjánsson gerði þrá mannsins eftir sambandi við Guð og spurn- ingar um tilvist hans að predikun- arefni. Í skemmtilegri, umhugs- unarverðri og óvenjulegri ræðu vitnaði hann máli sínu til stuðn- ings í nýútkomna íslenska skáld- sögu, auk erlendrar skáldsögu og Hamlet Shakespeares. Eftir hefbundin trúarleg upp- hafsorð: „Náð sé með yður og frið- ur,“ hófst predikunin á fyrstu setningunni í skáldsögu Hall- gríms Helgasonar, Herra Alheim- ur: „Guð var í símanum“. Eftir að hafa rakið söguþráð bókarinnar í nokkrum setningum vitnaði séra Gunnar enn í upp- hafsorð Herra Alheims: „Guð var í símanum“ og spurði: „Gæti það verið? Hvernig næst samband við Guð? Hvar er Guð? Hvernig get- um við talað um Guð? Aðventan er tími fyrir slíkar hugleiðingar, hún er tími til að hugleiða spurningar okkar um Guð... Guð er á dagskrá í umræðu dagsins.“ Séra Gunnar vék einnig talinu að skáldsögunni Sögunni af Pí eft- ir Yann Martel en sagt hefur ver- ið að það sé saga sem fái mann til að trúa á Guð. Séra Gunnar sagði meðal annars: „Skáldsagan um Pí er tilraun höfundar til að sýna hvernig trúin á Guð breytir lífi mannsins í reynd svo allt fær ann- an svip og verður innihaldsríkara, skynsamlegra og áhugaverðara. Skáldsaga, sem fær lesandann til að trúa á Guð, hlýtur að vera mögnuð, og kannski er þetta lof- orð ein ástæðan fyrir vinsældum hennar. En skyldi hún uppfylla þær væntingar?“ Loks vék séra Gunnar talinu að Hamlet Shakespeares sem hann sagði geyma sígilda lýsingu á við- horfum fólks til spurningarinnar um Guð í samtali tveggja varð- manna þar sem annar trúir á frumkraft heilagleikans en hinn sé efasemdarmaður. „Guð er á dagskrá nú eins og endranær,“ sagði séra Gunnar og bætti við: „Í því efni þurfum við hins vegar á myndbrjótum að halda sem hreinsa til í hugmynda- heimi okkar og orðræðu um Guð, þar geta bækur eins og Herra Al- heimur gegnt því hlutverki að brjóta niður táknmyndir og mynd- mál fyrri tíma sem á sér litlar for- sendur lengur í hugarheimi mannsins“. ■ Getur ekki hætt að lesa ÁSDÍS BENEDIKTSDÓTTIR Hún er öflugur lestrarhestur og er búin að lesa fjölmargar bækur fyrir þessi jól. SR. GUNNAR KRISTJÁNSSON Í predikun sagði séra Gunnar að bækur eins og Herra Alheimur eftir Hallgrím Helgason gætu gegnt því hlutverki að brjóta niður táknmyndir og myndmál fyrri tíma. Séra Gunnar Kristjánsson gerði skáldsögu Hallgríms Helgasonar og fleiri að umtalsefni í predikun sinni nýver- ið. Skáldskapurinn og Guð 8-39 (34-35)bækur 12.12.2003 14:51 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.