Fréttablaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 42
matur o.fl.
Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um mat og drykk
Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: matur@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is
Jólabókafló
ðið
er í Office 1
!
SKEIFUNNI
SMÁRALIND
AKUREYRI
EKKI BARA SUMAR
RAUÐ EÐA HVÍT JÓL?
Við þurfum ekki að hafa svo miklar áhyggjuraf deilum veðurfræðinganna, við ráðum því
sjálf hvort við höfum rauð jól eða hvít! Eðalvín
ehf. hafa nýverið sent frá sér jólabæklinginn
„Rauð og hvít jól“ sem hægt er að finna í sælkera-
búðum og kaffihúsum. Í honum eru góð ráð um
vín með flestum okkar algengustu hátíðarréttum,
svo og ráðleggingar og hugmyndir frá bestu
kokkum landsins um eldun hátíðarréttanna. Bæk-
linginn má einnig nálgast á nýrri heimasíðu fyrir-
tækisins, www.edalvin.is. ■
Stowells:
Með vín frá
10 löndum
Frá árinu 1878 hefurStowells sérhæft sig í því
að finna einstök vín sem end-
urspegla einkenni hvers vín-
gerðarlands en Stowells of
Chelsea er eitt öflugasta vín-
fyrirtæki heims og framleiðir
vín í 10 þjóðlöndum. Vín-
sérfræðingur Stowells velur
vínin með tilliti til einkenna
svæðisins og þrúgutegund-
anna og er hvert vín einstakt.
Áhersla er lögð á gæði og fjöl-
breytileika og iðulega nokk-
urra ára undirbúningur að því
að setja vínin á markað. Mikið
er lagt upp úr góðu sambandi
við vínbændurna og sjálfstæði
víngerðarteymisins þannig að
sem mestu sé náð út úr víninu.
Hér á landi fást fjölmargar
gerðir vína frá Stowells og
hafa kassavínin þeirra sér-
staklega verið vinsæl en hér
fást þrjár gerðir þeirra.
Stowells - Tempranillo
Vínið kemur frá hásléttu
Spánar, nánar tiltekið frá hér-
aðinu La Mancha. Stowells
Tempranillo hefur ágæta fyll-
ingu, rauðar plómur og jarðar-
ber eru áberandi en vínið
sjálft hefur kryddaðan ávöxt
og er sultukennt með safaríkt
eftirbragð. Hentar vel með
rauðu kjöti og ostum.
Verð í Vínbúðum 3.390 kr.
Stowells - Vin du Pays
du Gard
Þetta franska vín er Mið-
jarðarhafslegt í stíl með
þroskuðum og sólríkum ávöxt-
um. Létt og með mildri end-
ingu. Vínið þolir smá kælingu
og er tilvalið með léttari rétt-
um. Hentar vel með kjötrétt-
um, ostum og paté.
Verð í Vínbúðum 3.290 kr.
Stowells - Chenin Blanc
Suður Afríka
Tilvalið sem léttur for-
drykkur og hentar einnig afar
vel með léttum réttum eins úr
sjávarfangi, hvítu kjöti og
grænmeti. Vínið hefur örlitla
sætu og eru þroskuð epli og
melónur áberandi eiginleikar
vínsins. Ávaxtaríkt með góða
fyllingu.
Verð í Vínbúðum 3.390 kr. ■
Barþjónakeppni:
Á leið til Lapplands
á Finlandia Cup
Valtýr Bergmann, barþjónn íSjávarkjallaranum, er á leið til
Finnlands í dag en á morgun keppir
hann í einni helstu barþjónakeppni
heims, Finlandia Cup International.
Keppnin er haldin ár hvert og etja
kappi 15 barþjónar sem valdir eru
úr ýmsum þjóðlöndum eftir for-
keppni í heimalandinu.
Íslendingar hafa þrívegis áður
tekið þátt í keppninni með ágætis
árangri. Keppt er eftir alþjóðaregl-
um barþjóna, keppendur verða að
sýna fagleg vinnubrögð og útbúa
frumsamdar uppskriftir í þremur
flokkum; þurrum og sætum drykkj-
um þar sem annað áfengi er notað í
kokteilana og í flokki þar sem
blandað er í óáfengt.
Valtýr hefur undanfarið undir-
búið sig af miklum krafti og sett
saman þrjár uppskriftir sem því
miður er ekki heimilt að birta hér í
blaðinu fyrr en að keppninni lok-
inni. „Ég hlakka mikið til að kljást
við þessa kappa og tel mig eiga
nokkuð góða möguleika,“ segir Val-
týr. „Það er auðvitað dagsformið
sem ræður í þessu eins og öðru og
svo er þetta spurning um tísku,
hvort maður hittir á drykki sem
dómnefndinni líkar eða telur höfða
til almennings á hverjum tíma.
Maður þarf því að vera með fingur-
inn á púlsinum hjá fólki og ég er svo
lánsamur að vinna á lifandi stað þar
sem ég hitti fullt af fólki sem er til í
að prófa nýja drykki. Finlandia er
líka alveg afbragðs hráefni til að
vinna fjölbreytta drykki úr. Þetta er
hreinasta vodkað á markaðnum,
frískt og hressandi.“
Valtýr bar sigur úr býtum í for-
keppni sem haldin var meðal
bestu barþjóna landsins á veit-
ingastaðnum við Bláa lónið.
Úrslitavaldið höfðu þremenn-
ingarnir Margrét Gunnarsdóttir,
margfaldur Íslandsmeistari og
formaður Barþjónaklúbbsins,
Ingólfur Haraldsson, hótelstjó
Hótel Loftleiðum, sem unnið h
ur til fjölda verðlauna og yfirdó
arinn Óskar Magnússon en ha
heldur utan um allar uppskrift
barþjónakeppnum hérlendis
tryggir að þær séu frumsamd
■
Rjúpur hafa verið órjúfanlegur hluti jólanna:
Hvað kemur
í stað jólarjúpu?
Áundanförnum dögum hafa þrírmenn verið teknir við óleyfi-
legar veiðar á rjúpum. Þeir tveir
sem voru gripnir með dauðar rjúp-
ur báru því við að þeir hafi verið að
veiða í jólamatinn. Fyrir örlítinn
hluta landsmanna er rjúpa það
órjúfanlegur hluti jólanna að þeir
eru tilbúnir að brjóta lög til að við-
halda þessum sið. Stór meirihluti
skotveiðimanna eru þó löghlýðnir
borgarar og ef þeir vilja rjúpu
verður fryst eða erlend rjúpa fyrir
valinu. Samkvæmt skoðanakönnun
Gallups fyrr í þessum mánuði ætl-
uðu, þrátt fyrir rjúpnaveiðibannið,
rösklega sjö prósent landsmanna
að hafa rjúpu í matinn á aðfanga-
dagskvöld en það er einungis helm-
ingurinn af þeim sem ætluðu að
hafa rjúpu fyrir ári. Af því tilefni
fór Fréttablaðið á stúfana og spurði
nokkrar þekktar
rjúpnaætur hvað
yrði á borðum
þessi jól.
„Það verður
rjúpa í jólamat-
inn,“ segir Sig-
mar B. Hauksson,
matreiðslumaður
og formaður skot-
veiðifélags Ís-
lands. „Ég skaut
hana norður á
ströndum í fyrra.
Það verður líka
rjúpa á borðum
næstu jól, þó svo ég þurfi að fara til
Grænlands og skjóta hana þar.“
Fyrir hönd rjúpnaaðdáenda og skot-
veiðimanna vonast Sigmar þó til að
skotveiðibanninu verði aflétt að ári.
„Það er ekkert betra en rjúpa á
jólunum,“ svarar Jónas Haraldsson,
fyrrum aðstoðarritstjóri DV. „En ég
sætti mig við þetta veiðibann og bíð
bara þangað til veiðibanninu á
rjúpu verður aflétt. Það verður að
bjarga rjúpnastofninum.“ Í staðinn
verður hreindýrakjöt á borðum hjá
Jónasi og fjölskyldu hans. „Við ætl-
um að halda okkur við eitthvað villt.
Það er nú konan sem sér aðallega
um eldamennskuna en ég er aðstoð-
armaður í eldhúsinu.“
„Ég lofa að það verða ekki ís-
lenskar rjúpur á boðstólnum,“ segir
Dagný Jónsdóttir þingkona. „Í stað-
inn verðum við með skoskar rjúp-
ur.“ Dagný ætlar að borða með for-
eldrum sínum á aðfangadagskvöld
og þar hefur tíðkast að bjóða upp á
rjúpur. „Það verður einkennileg til-
finning að borða erlendan mat á að-
fangadagskvöld og hangikjötið
verður líklega til taks ef hitt
bregst.“ Sjálf hefur hún ekki áður
smakkað þær skosku, en það hafa
foreldrar hennar gert og þóttu góð-
ar. „Við skulum vona að þetta verði
bara í ár,“ segir Dagný en hún hefur
mótmælt rjúpnaveiðibanninu á
þingi.
svanborg@frettabladid.is
VALUR BERGMANN
Ætlar að þeysa á hundasleða og fleygja sér í næstu vök á Finnlandi.
JÓNAS
HARALDSSON
Býður upp á hrein-
dýrakjöt af dýri sem
hann skaut ekki
sjálfur.
SIGMAR B
HAUKSSON
Myndi ferðast til
Grænlands til að
skjóta sínar rjúpur.
DAGNÝ
JÓNSDÓTTIR
Borðar skoskar rjúp-
ur með foreldrum
sínum, en hangikjöt-
ið verður til vara.
RJÚPAN
Er vinsæl í jólamatinn, þó svo fáir fái að bragða hana í ár.
Ný kryddbúð:
Smakkað
í búðinni
Íkryddbúðinni La Vida á Laugavinum er heimilisleg stemning,
þar er gestum boðið að lykta af þ
kryddblöndum sem er í boði
smakka á vörunni. Kryddblöndur
koma frá matreiðslukonunni Tr
Foulkes í Suður-Afríku, en hún
framleiðslu á þeim árið 2000. H
er að nota kryddin á hefðbundin h
blanda þeim í olíu og nudda þeim
í kjöt eða fisk eða velta hráefn
upp úr blöndunni. Auk þess má
nokkurs konar ídýfur, þar sem h
um, fræjum og kryddi er blan
saman. Brauði vættu í matarolíu
dýft ofan í og er þá komið hið be
snarl.
„Þessi kryddbúð er hugmynd s
hefur blundað lengi með okkur,“ s
ir Helga Karlsdóttir verslunarst
en eigandi verslunarinnar er A
heiður Karlsdóttir. „Við erum bú
að vera að bera kryddin með ok
að utan undanfarin ár og fannst k
inn tími til að opna verslun.“
Í búðinni er einnig boðið up
fleiri vörur frá ýmsum löndum
segir Helga að hugmyndin sé sú
gera meira út á ákveðið þema í fr
tíðinni. „Það er til dæmis hægt
kaupa gjafakörfu með afrísku þe
geisladisk með afrískri tónlist, k
með tígrismunstri og afríska kry
blöndu.“ ■
HÆGT AÐ SMAKKA KRYDDIN
Í desember er einnig boðið upp á jó
drykk þannig að sælkerar gætu hægle
eytt stórum hluta úr degi þarna inn