Fréttablaðið - 13.12.2003, Side 57

Fréttablaðið - 13.12.2003, Side 57
53LAUGARDAGUR 13. desember 2003 ÖRN ARNARSON Örn tvíbætti Íslandsmetið í 50 metra bak- sundi í Dublin í gær. EM í 25 metra laug: Tvíbætti Ís- landsmetið SUND Örn Arnarson, sundmaður úr ÍRB, varð í sjöunda sæti í 50 metra baksundi á Evrópumeist- aramótinu í 25 m laug sem fram fer í Dublin á Írlandi. Hann tví- bætti Íslandsmet sitt í gær og synti úrslitasundið á 24,47 sek- úndum sem er 23/100 úr sekúndu betri tími en Íslandsmet hans stóð í fyrir daginn. Það var Þjóðverj- inn Thomas Rupprath sem vann sundið með yfirburðum en hann er handhafi heims-, Evrópu- og mótsmetsins í þessu sundi. Rupp- rath synti úrslitasundið á 23,71 sekúndum, sem er 76/100 úr sekúndu betri tími en hjá Erni. Örn synti á 24,81 sekúndu í undan- rásum og var tíundi inn í milli- riðilinn þar sem hann synti á nýju glæsilegu Íslandsmet, 24,53 sek- úndur og bætti ársgamalt met sitt um 17/100 úr sekúndu. Örn varð sjöundi inn í úrslitin. Örn Arnar- son hefur þar með komist í úrslit í báðum greinunum sem hann hef- ur tekið þátt í á mótinu en hann varð fimmti í 200 metra baksundi í fyrradag. Örn keppni í 100 metra baksundi í dag. ■ Spenna í suðurriðli RE/MAX-deildar karla í handknattleik: Stjarnan stendur betur að vígi HANDBOLTI Lokaumferðin í norð- ur- og suðurriðli RE/MAX-deild- ar karla í handknattleik fer fram í dag. Fjögur lið, Valur, KA, Fram og Grótta/KR, hafa þegar tryggt sér sæti í efri deild úr norðurriðli en meiri spenna ríkir í suðurriðlinum. Þar hafa ÍR, Haukar og HK þegar tryggt sér sæti í efri deild en Stjarnan og FH berjast um fjórða sætið. Stjarnan tekur á móti Breiða- bliki í dag en FH sækir HK heim í Digranes. Stjörnumenn standa betur að vígi þar sem þeir hafa fimmtán stig í fjórða sætinu en FH er stigi á eftir í því fimmta. FH-ingar hafa hins vegar unnið báða innbyrðisleiki liðanna og enda í fjórða sætinu ef liðin verða jöfn á stigum. FH-ingar verða þó að treysta á að Breiðabliksmenn steli í það minnsta stigi af Stjörnumönn- um í Garðabænum til að eiga möguleika. Þá er þó ekki allt komið því að FH-ingar verða að vinna HK-menn, nokkuð sem er ekki hlaupið að þar sem HK hef- ur sýnt það í vetur að liðið er gríðarlega sterkt og nánast ósigrandi á heimavelli. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu/KR, sagði í samtali við Fréttablaðið að hann byggist fastlega við því að Stjarnan myndi halda fjórða sætinu. „Ég sé ekki að Breiðablik geti unnið Stjörnuna í Garðabæ. Þeir hafa bara ekki mannskapinn í það og því skiptir litlu máli hvernig leikur HK og FH fer. Ég hef reyndar ekki trú á því að FH-ingar nái stigi í Digranes- inu því HK-menn eru með mun öflugra lið,“ sagði Ágúst. ■ LOGI GEIRSSON Svo gæti farið að FH-ingurinn snjalli Logi Geirsson muni leika í neðri deildinni eftir jól. 6-57 (52-53)SPORT 12.12.2003 20:19 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.