Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.12.2003, Qupperneq 57

Fréttablaðið - 13.12.2003, Qupperneq 57
53LAUGARDAGUR 13. desember 2003 ÖRN ARNARSON Örn tvíbætti Íslandsmetið í 50 metra bak- sundi í Dublin í gær. EM í 25 metra laug: Tvíbætti Ís- landsmetið SUND Örn Arnarson, sundmaður úr ÍRB, varð í sjöunda sæti í 50 metra baksundi á Evrópumeist- aramótinu í 25 m laug sem fram fer í Dublin á Írlandi. Hann tví- bætti Íslandsmet sitt í gær og synti úrslitasundið á 24,47 sek- úndum sem er 23/100 úr sekúndu betri tími en Íslandsmet hans stóð í fyrir daginn. Það var Þjóðverj- inn Thomas Rupprath sem vann sundið með yfirburðum en hann er handhafi heims-, Evrópu- og mótsmetsins í þessu sundi. Rupp- rath synti úrslitasundið á 23,71 sekúndum, sem er 76/100 úr sekúndu betri tími en hjá Erni. Örn synti á 24,81 sekúndu í undan- rásum og var tíundi inn í milli- riðilinn þar sem hann synti á nýju glæsilegu Íslandsmet, 24,53 sek- úndur og bætti ársgamalt met sitt um 17/100 úr sekúndu. Örn varð sjöundi inn í úrslitin. Örn Arnar- son hefur þar með komist í úrslit í báðum greinunum sem hann hef- ur tekið þátt í á mótinu en hann varð fimmti í 200 metra baksundi í fyrradag. Örn keppni í 100 metra baksundi í dag. ■ Spenna í suðurriðli RE/MAX-deildar karla í handknattleik: Stjarnan stendur betur að vígi HANDBOLTI Lokaumferðin í norð- ur- og suðurriðli RE/MAX-deild- ar karla í handknattleik fer fram í dag. Fjögur lið, Valur, KA, Fram og Grótta/KR, hafa þegar tryggt sér sæti í efri deild úr norðurriðli en meiri spenna ríkir í suðurriðlinum. Þar hafa ÍR, Haukar og HK þegar tryggt sér sæti í efri deild en Stjarnan og FH berjast um fjórða sætið. Stjarnan tekur á móti Breiða- bliki í dag en FH sækir HK heim í Digranes. Stjörnumenn standa betur að vígi þar sem þeir hafa fimmtán stig í fjórða sætinu en FH er stigi á eftir í því fimmta. FH-ingar hafa hins vegar unnið báða innbyrðisleiki liðanna og enda í fjórða sætinu ef liðin verða jöfn á stigum. FH-ingar verða þó að treysta á að Breiðabliksmenn steli í það minnsta stigi af Stjörnumönn- um í Garðabænum til að eiga möguleika. Þá er þó ekki allt komið því að FH-ingar verða að vinna HK-menn, nokkuð sem er ekki hlaupið að þar sem HK hef- ur sýnt það í vetur að liðið er gríðarlega sterkt og nánast ósigrandi á heimavelli. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu/KR, sagði í samtali við Fréttablaðið að hann byggist fastlega við því að Stjarnan myndi halda fjórða sætinu. „Ég sé ekki að Breiðablik geti unnið Stjörnuna í Garðabæ. Þeir hafa bara ekki mannskapinn í það og því skiptir litlu máli hvernig leikur HK og FH fer. Ég hef reyndar ekki trú á því að FH-ingar nái stigi í Digranes- inu því HK-menn eru með mun öflugra lið,“ sagði Ágúst. ■ LOGI GEIRSSON Svo gæti farið að FH-ingurinn snjalli Logi Geirsson muni leika í neðri deildinni eftir jól. 6-57 (52-53)SPORT 12.12.2003 20:19 Page 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.