Fréttablaðið - 14.12.2003, Side 10
Það þykir góð regla í allri um-ræðu um siðferði að minnast
þess að enginn ætlast til að veg-
vísir fari þangað sem hann bendir.
Ef við hefðum þessa reglu ekki í
huga værum við í raun ófær um
að tjá okkur um siðferði nema
með því að hafna því alfarið. Ekk-
ert okkar stendur ætíð undir þeim
siðferðiskröfum sem við þó telj-
um eðlilegt að setja fram. Við
þurfum því ekki að fyllast heil-
agri vandlætingu þegar við bend-
um á veikan siðferðisgrundvöll
annarra. Í þeirri ábendingu felst
ekki yfirlýsing um að við stöndum
sjálf á traustari grunni. Það má
því ræða siðferði manna í við-
skiptum, stjórnmálum og hvaða
öðrum samfélagsgeira sem er án
þess að láta sem framferði manna
gangi gersamlega fram af okkur
og særi siðgæðisvitund okkar
djúpu sári.
Sál í háska
Það var því í sjálfu sér ekkert
að því að Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra véfengdi siðferðislegan
grunn þeirrar ákvörðunar banka-
ráðs Kaupþings Búnaðarbanka að
verðlauna stjórnendur bankans
fyrir hönd hluthafa með ríkuleg-
um kaupréttarsamningum. Ég
held að leikrænir tilburðir Davíðs
af þessu tilefni hafi hins vegar
verið óþarfir. Dramatíkin í orðum
hans og æði var svo uppþanin að
hann lét eins og hann væri við það
að missa lystina á lífinu; hjarta
hans var sært og hugur á barmi
örvilnunar. Flestum öðrum tókst
að efast um siðferðislegt réttmæti
þessara samninga á hófstilltari
hátt en komu samt hugsun sinni til
skila. Og ég man ekki eftir nein-
um öðrum en Davíð sem blandaði
eigin líðan, svefnvenjum eða hug-
arvíli inn í gagnrýni sína á starfs-
menn og stjórn bankans. Enda
voru fæstir að stilla upp eigin sið-
ferðisþrótti gagnvart bankamönn-
unum. Flestir létu sér nægja að
benda á brestina – en það var eins
og Davíð vildi ekki aðeins verða
siðferðislegur vegvísir heldur
halda því fram að hann færi ætíð
þangað sem hann benti.
Þessi staða virtist ganga nærri
Davíð; svo nærri að þótt rimmuna
tæki fljótt af þurfti hann að leita
sér huggunar í passíusálmalestri
að henni lokinni – sál í háska að
leita styrks í trúarfestu Hallgríms
Péturssonar. Og við hin – áhorf-
endur að leikritinu – sáum að inn-
tak verksins var ekki siðferðis-
grunnur ákvörðunar bankamanna
heldur sálarstríð forsætisráðherr-
ans.
Frumvarp um Davíð Odds-
son
Í ljósi þessarar forsögu skal
engan undra að þessi sami áhorf-
endaskari – fólkið í landinu – hafi
orðið undrandi þegar inn á Al-
þingi dettur frumvarp sem er
sniðið að þörfum Davíðs Oddsson-
ar og felur í sér eftirlaunagreiðsl-
ur upp á tugi ef ekki hundruð
milljóna. Þetta frumvarp er svo
sérhannað um Davíð að þótt yfir-
skrift þess sé „lagafrumvarp um
eftirlaun forseta Íslands, ráð-
herra, alþingismanna og hæsta-
réttardómara“ þá gæti það allt
eins kallast „lagafrumvarp um
Davíð Oddsson“.
Sem kunnugt er er ráðgert að
Davíð hætti sem forsætisráð-
herra 15. september á næsta ári.
Ástæðan er annað hvort sú að
hann tapaði kosningunum eða
samdi af sér í stjórnarmyndunar-
viðræðum við Halldór Ásgríms-
son, formann Framsóknarflokks-
ins. Frumvarpið felur í sér að ef
Davíð myndi kjósa að segja af sér
þingmennsku við þetta tækifæri
færi hann beint á eftirlaun en
þyrfti ekki að bíða til 2013. Ef
Davíð ætlaði sér að nota eftirlaun-
in til að geta lifað af ritstörfum
vill svo skemmtilega til að í frum-
varpinu er ákvæði sem segir að
þóknun vegna ritstarfa muni ekki
skerða eftirlaun Davíðs. Ef Davíð
væri áhugamaður um fluguhnýt-
ingar mætti því búast við að í
frumvarpinu væri sérstakt
ákvæði um tekjur af fluguhnýt-
ingum.
Það eru engin dæmi til um það
í Íslandssögunni að Alþingi hafi
með þessum hætti sérsniðið lög að
persónulegum þörfum eins manns
fyrir framfærslu, svo það er erfitt
að meta hver viðbrögð almenn-
ings, verkalýðshreyfingarinnar
eða annarra hefðu verið ef ekki
hefði komið til þessa undarlega
forleiks með kaupréttarsamninga
bankamannanna. Líklega hefðu
viðbrögðin orðið álíka sterk þótt
blærinn yfir þeim hefði orðið ann-
ar. Vandlætingartónninn sem
Davíð sló í bankamálinu hlaut að
snúast gegn honum.
Þú mátt ekki – en ég á það
skilið
Greinargerðin með frumvarp-
inu um framfærslu Davíðs er
ágætlega skrifuð varnarræða fyr-
ir þá Hreiðar Má og Sigurð í
Kaupþingi. Það eina sem vantar
upp á er að skipta út orðinu
„stjórnmálastörf“ fyrir „stjórn-
unarstörf í stórfyrirtækjum“.
Stjórnendur þeirra vinna lýjandi
störf, breytingar í þeirra um-
hverfi eru ekki síður örar en póli-
tíkinni, krafan um að yngra og
þróttmeira fólk taki við þeim eldri
ekki síður hávær og atgangur fjöl-
miðla síður en svo minni – og þan-
nig mætti lengi telja. Greinar-
gerðin með frumvarpinu um Dav-
íð er þannig varnarræða fyrir því
að þótt öll dýrin séu jöfn sé eðli-
legt að sum dýrin séu jafnari en
önnur. Davíð hefur sagt að það sé
„lýðræðisleg réttlætiskrafa“ að
koma þessu kerfi á. Þegar Sigurð-
ur í Kaupþingi hélt þessu fram
var hann púaður af sviðinu. Og
þegar hann vísaði til þess að hans
fyrirtæki starfaði á alþjóðamark-
aði og því eðlilegt að launakjör hjá
því tækju mið af því sem tíðkaðist
hjá alþjóðlegum fyrirtækjum hló
allur almenningur að þessum rök-
færslum og Davíð Oddsson hæst.
Nú segist hann hins vegar vera að
færa kjör stjórnmálamanna nær
því sem tíðkast hjá þjóðþingum
annarra landa. Þegar Sigurður
skilaði sínum samningi eftir
reiðiöldu almennings sagði Davíð
það spor í rétta átt. Þegar
stjórnarandstaðan gerir það sama
kallar Davíð hana ístöðulausa.
Davíð Oddsson hefur verið
gagnrýndur fyrir að taka afstöðu
til mála fremur eftir þeim ein-
staklingum sem tengjast þeim en
efnisatriðum máls. Samanburður
á málflutningi hans í málefnum
bankamannanna í Búnaðarbank-
anum Kaupþingi og varðandi eig-
in eftirlaunakjör dregur þennan
galla Davíðs sterklega fram. Hon-
um finnst það lýðræðisleg rétt-
lætiskrafa að hann verði leystur
frá störfum með veglegum eftir-
launum – og hafi aðgang að þeim
strax. Honum finnst hann eiga
það skilið. En hann ræður sér vart
fyrir hneykslan og vandlætingu
ef aðrir menn – og honum ekki vil-
hallir – semja um góð kjör við
stjórnir þeirra fyrirtækja sem
þeir starfa hjá.
Þessi flokkadráttur Davíðs
hefur gert íslenskt samfélag hálf-
taugaveiklað mörg undanfarin ár
– einkum vegna þess hversu
margir hafa talið það skyldu sína
að elta dyntina í Davíð. Ofstjórn-
artilburðir hans eftir margra ára
valdasetu hafa leitt til þess að stór
hópur fólks í ólíklegustu geirum
samfélagsins er upptekinn af því
hvað Davíð finnst eða hvað hann
vill. Davíð sættir sig ekki við að
valdsvið hans sé bundið við
stjórnarráðið, ríkisvaldið og Sjálf-
stæðisflokkinn heldur er hann sí-
fellt að reyna að stjórna því
hvernig mál þróast á allt öðrum
básum samfélagsins.
Fýlan út í Fréttablaðið
Eitt dæmi þessa eru fjölmiðlar.
Í umræðum á þingi um frumvarp-
ið sitt á föstudaginn sagði Davíð
meðal annars: „Hann [Gylfi Arn-
björnsson] reiknaði þetta út og
málpípur tiltekins auðhrings hér
hafa flennt það upp í blöðum sín-
um að stórar upphæðir væru að
falla í skaut forsætisráðherra.“
Það var athyglisvert að Davíð
sagði Gylfa vera forstjóra Al-
þýðusambands Íslands fyrr í ræð-
unni. Einnig hversu Davíð er tamt
að tala um sjálfan sig í þriðju per-
sónu. Hann segir ekki „ég“ heldur
„forsætisráðherra“. Þegar við hin
segjum: „ég er svangur“ þá segir
Davíð „forsætisráðherra er
svangur“. Næsta skref hjá Davíð
væri að bæta við greini; „forsæt-
isráðherrann er svangur“.
En ég vil fyrst og fremst gera
athugasemdir við innihald setn-
ingarinnar. Þarna er Davíð enn
og aftur að halda því fram að rit-
stjórn Fréttablaðsins stundi ekki
hefðbundna blaðamennsku held-
ur að hún samanstandi af
leigupennum og öðru illþýði.
Honum hefur aldrei tekist að
finna þessari hugmynd sinni stoð
en vill samt halda í hana. Þess
vegna setur hann það fram sem
sönnun að Fréttablaðið hafi birt
frétt um útreikninga Alþýðusam-
bandsins á verðmæti hækkunar á
eftirlaunum forsætisráðherra.
Davíð finnst það enn ein sönnun-
in á að á Fréttablaðinu sé ekki
stuðst við eðlilegt fréttamat held-
ur að blaðinu sé ritstýrt af illum
hug í hans garð.
Vinum Davíðs fannst fyrir
skömmu það sama um yfirlýs-
ingu stjórnarformanns næst-
stærsta fyrirtækis á Íslandi að
Davíð legði sig í einelti.
Ekki veit ég hvers kyns blaða-
mennsku Davíð lærði á Moggan-
um á sínum tíma en þar sem ég
hef verið hefur það þótt fullgild
frétt að æðstu menn stærstu fyr-
irtækja segi forsætisráðherra
leggja sig í einelti og sömuleiðis
útreikningar Alþýðusambandsins
á kostnaði skattgreiðenda vegna
eftirlauna fáeinna manna – eða
jafnvel aðeins eins manns. Enda
snýst mat Davíðs ekki um þetta
heldur hitt að báðar þessar frétt-
ir eru þannig að hann hefði held-
ur viljað að þær birtust ekki.
Og þetta er líklega einmitt
skoðun Davíðs á blaðamennsku
og fréttum; þær skulu vera
þannig að þær komi honum vel.
Þess vegna hefur hann hlutast til
um að innleiða harðari ritskoðun
á Ríkisútvarpinu og þess vegna
sér hann ekkert athugavert við
sérstakt frumvarp um hækkun
eigin eftirlaunakjara. Þess vegna
þolir hann ekki fyrirtæki sem
þjóna honum ekki og þess vegna
þolir hann ekki Fréttablaðið né
aðra fjölmiðla sem segja ekki að-
eins fréttir sem koma honum vel.
Það er leiðinlegt að segja það –
en svona er þetta nú samt. Þjóðin
sem sótti Davíð inn í mennta-
skóla og hefur borið hann á gull-
stól gegnum lífið er orðin þjökuð
af ráðríki hans, flokkadrætti og
illum hug hans gagnvart þeim
sem ekki falla fram og tilbiðja
hann. ■
Landsmálapólitíkin er flókinnkappleikur sem tekur verulega
á sál og líkama. Launagreiðslur al-
þingismanna eru meira að segja
stöðugt að færast nær knatt-
spyrnutöxtum með tilheyrandi
bónusum til liprustu marka-
hrókanna á þingvellinum. Fyrir-
huguð taxtahækkun aðalleik-
mannanna hefur vakið hörð við-
brögð hjá bullunum á áhorf-
endapöllunum og þykir það sæta
nokkrum tíðindum að reyndir
spilamenn skuli ergja stuðnings-
menn sína með þessu uppátæki.
Ef þeir gömlu eru svona taktlausir
skyldi engan undra að ungum
þingmönnum verði fótaskortur á
fyrstu metrunum og því ómaklegt
af áhorfendum að gagnrýna fram-
sóknarmaddömuna Dagnýju Jóns-
dóttur, á dögunum, fyrir að missa
það út úr sér að hún sé í Fram-
sóknarliðinu og fylgi sannfæringu
flokksins frekar en sinni eigin.
Þetta getur varla talist meiri-
háttar afhjúpun þar sem það eina
sem greinir pólitíkina virkilega
frá fótboltanum er sú undarlega
staðreynd að þó fólk skipi sér í
ákveðin lið eru liðsmennirnir
flestir álíka uppteknir við að
klekkja á samherjum sínum og
andstæðingunum. Það er sérstak-
lega vinsælt að reyna að ná sæti
fyrirliða með bolabrögðum og
tudda á gömlum jöxlum sem eru
farnir að mæðast á hlaupunum.
Þegar í harðbakkann slær og
toppsætin eru í húfi þjappa liðin
sér vitaskuld saman og spila þá
eftir sama leikkerfi og eftir einni
og sömu sannfæringunni. Sá sem
er ekki með grundvallarreglurnar
í því ati á hreinu getur ekki enst
lengi á vellinum. Þetta hefur Dag-
ný auðvitað lært í þjálfunarbúð-
um fyrir efnileg framsóknarbörn
og finnst þetta auðvitað svo sjálf-
sagt og eðlilegt að það hljóti að
mega tala um það.
Þá má einnig benda á það
framsóknarnýliðanum til varnar
að vinstrimenn eiga yfirleitt líka
einhverja sameiginlega sannfær-
ingu sem þeir berjast fyrir allir
sem einn. Þeir eru að vísu gjarn-
ari á að gerast liðhlaupar og æða
þá út og suður áður en þeir fara
aftur í gamla vaðmáls liðsbúning-
inn. Liðsmenn allra flokka hafa að
vísu nú fengið gullið tækifæri til
þess að sanna það fyrir alþjóð að
þeir geti fylgt eigin sannfæringu.
Það eina sem þeir þurfa að gera
er að hafna hugmyndum um lang-
hlaupa bónusgreiðslur til þeirra
sem eru orðnir leiðir á atinu. Þá
komum við aftur að peningalög-
málum fótboltans sem efla liðs-
andann. Nýliðarnir vita nefnilega
að þeir munu sjóast í leiknum og
verða betri og betri og þá getur
verið gott að vita af árangurs-
tengdu bónusgreiðslunum. Getur
það nokkurn tíma borgað sig að
gera sjálfsmark? ■
10 14. desember 2003 SUNNUDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason
og Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Rafpóstur auglýsingadeildar:
auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands-
byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Sjálfsmark! Smáa letriðÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
■ veltir fyrir sér liðsanda og peninga-
málum á þingvellinum.
Sunnudagsbréf
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
■ skrifar um meintan starfsloka-
samning Davíðs Oddssonar
og átökin vegna hans.
Frumvarp um Davíð Oddsson