Fréttablaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 17
17SUNNUDAGUR 7. desember 2003
er eftir flugleiðinni leggur við-
komandi flugfélag í þá fjárfest-
ingu að bæta við vélum til að
sinna verkefninu. Hafþór segir
að með þessu minnki þau áhættu
sína. Ef leiðin gangi ekki sé hún
einfaldlega lögð niður. Atlanta
hefur verið í slíkum verkefnum
frá upphafi. Hafþór segir form-
ið hafa breyst og starfsemin
orðið fjölþættari. „Stundum
erum við að bjóða vélar með
fullri áhöfn, en stundum eru
flugfélögin með sínar eigin flug-
freyjur.“ Hann segir það hafa
færst í aukana síðustu ár, eink-
um eftir atburðina 11. septem-
ber. Sá örlagadagur hafði miklar
breytingar í för með sér. Fáir
geirar viðskiptalífsins fundu
meira fyrir atburðunum en flug-
reksturinn. „Við sáum ákveðin
tækifæri í því eftir 11. septem-
ber að leigja fraktflugvélar á
hagstæðum kjörum. Markaður-
inn var í lægð og við fórum út í
það að taka áhættu með eigend-
um vélanna sem við leigðum.
Við náðum að byggja það upp á
síðasta ári með þeim árangri að
við náðum langtímasamningi í
Malasíu í kjölfarið.“ Nú eru
fjórar vélar í fraktflugi í
Malasíu og Hafþór segir Atlanta
munu bæta við þeirri fimmtu í
mars. Alls eru fraktvélarnar sjö
talsins og fer hratt fjölgandi.
Hafþór segir að hryðjuverkin
11. september hafi verið högg
fyrir félagið eins og alla aðra.
„Það skipti máli að bregðast
hratt við. Við gátum lagt níu
flugvélum á skömmum tíma,
vegna þess að við vorum með
svo sveigjanlega samninga um
leigu á vélunum. Við gátum
fækkað fólki mjög hratt þar sem
við vorum með stórann hluta af
mannskapnum í gegnum áhafn-
arleigur. Öðruvísi hefðum við
ekki getað gert það og róðurinn
hefði orðið okkur mjög þungur,
jafnvel ómögulegur.“
Umræða á villigötum
Starfsmannaleigur hafa verið
í umræðunni hér á landi og
Atlanta fengið sinn skerf af
gagnrýni á þær. „Það hafa allir
rétt á að gagnrýna,“ segir Haf-
þór en bætir því við að umræð-
an sem tengist félaginu sé á
villigötum. Félagið skipti við
fjórar áhafnaleigur sem allar
starfi í Evrópu. Félagið fari að
öllum lögum. „Ég vil gagnrýna á
móti að Félag íslenskra atvinnu-
flugmanna noti tækifærið þegar
umræða kemur upp um verk-
takafyrirtækið Impregilo. Þetta
er á engan hátt sambærilegt.
Við erum að borga laun miðað
við það sem gerist og gengur á
þeim markaðssvæðum sem við
störfum á. Þar sem við erum
með starfsemi allan ársins
hring, eins og í Bretlandi, erum
við að ráða fólk til starfa eftir
þeim samningum sem eru í
gildi. Það eru ekki jafn góð laun
og á Íslandi, en í fullu samræmi
við það sem önnur flugfélög eru
að borga.“ Hann segir að félagið
væri að öðrum kosti ekki
samkeppnishæft. Hafþór segir
annan anga umræðunnar á villi-
götum. Það sé krafan um að
íslenskt loftfar sé íslensk grund.
Að þeir sem þar starfi greiði
skatta og skyldur hér á landi.
„Hvernig í ósköpunum á það að
virka þegar við erum að fljúga
fyrir Virgin-flugfélagið með
þeirra flugfreyjur um borð?
Hvernig ætti það að ganga ef
allt þetta fólk þyrfti að sækja
um atvinnu- og dvalarleyfi á -
Íslandi?“ Hann segir að við
eigum að horfa til nágranna-
landanna til þess að leita að
fyrirmyndum. „Írar, sem eru
fullgildir aðilar að Evrópusam-
bandinu, eru með miklu sveigj-
anlegra og opnara umhverfi en
við í þessum efnum, þó ég sé
ekkert að fara fram á það að við
förum að opna það meira.“ Hann
nefnir að skattareglur refsi
þeim íslensku starfsmönnum fé-
lagsins sem starfi á þeirra veg-
um lengur en 21 dag í útlöndum.
„Þarna ættu stjórnvöld að horfa
til hinna Norðurlandanna, þar
sem er tekið mið af svona
starfsemi.“ Hann segir félagið
vilja gera sem best við sitt fólk.
„Við erum ekki fylgjandi því að
greidd séu laun undir
viðmiðunum þess svæðis sem
við vinnum á og erum þar af
leiðandi andvíg því að fólki sem
starfar hér á landi sé borgað
undir þeim samningum sem hér
eru í gildi.“ Atlanta rekur
dótturfélög í Bretlandi. Annað
er flugfélag með flugrekstrar-
leyfi þar í landi. „Íslenska leyfið
takmarkaði möguleika okkar á
ákveðnum flugleiðum eins og
milli Bretlands og Banda-
ríkjanna. Við stofnuðum því
dótturfélag sem er með fullt
flugrekstrarleyfi í Bretlandi.“ Í
Bretlandi á og rekur Atlanta
viðhaldsþjónustu og verkstæði
til viðgerðar á flugvélahlutum.
„Upphaflega þjónaði verkstæðið
okkar vélum, en starfsemin
hefur vaxið og nú eru um 40% af
starfseminni fyrir önnur félög.“
Samstarf við Íslandsflug
Magnús Þorsteinsson eigandi
Atlanta varð stjórnarformaður
annars flugfélags á dögunum,
Íslandsflugs. „Íslandsflug er í
nákvæmlega sömu starfsemi og
við. Hins vegar er flugfloti
þeirra öðruvísi en okkar. Þeir
eru með Airbus-vélar og smærri
vélar, en við erum bara með
Boeing og stærri vélar. Það er
ekkert leyndarmál að við kom-
um til með og erum farin að
vinna mjög náið saman að mark-
aðsmálum. Við kynnum okkar
viðskiptavinum allan þennan
flota.“ Hafþór leggur áherslu á
að hluthafar séu ekki þeir sömu
í félögunum og þau rekin aðskil-
in. Hins vegar sjái menn fyrir
sér hagræðingu í viðskiptum við
birgja og fleiri þáttum starf-
seminnar. Flugrekstur er
áhættusamur rekstur. Hafþór
segir að þrátt fyrir það séu flug-
félög í heiminum sem hafi verið
í góðum rekstri um langt skeið
og skilað eigendum sínum góðri
arðsemi. Flugfargjöld fara
lækkandi og ferðalangar njóta
góðs af. Það þýðir hins vegar að
þeir sem reka félögin þurfa sí-
fellt að leita leiða til hagræðing-
ar í rekstri. „Það er hægt að ná
góðum árangri í þessum rekstri
haldi maður vel á spöðunum,“
segir Hafþór Hafsteinsson, for-
stjóri Air Atlanta.
haflidi@frettabladid.is
Eig›u dásamleg jól á Kanaríeyjum. Ekkert jólastress heldur
endalaust gó›vi›ri, lífsins lystisemdir og fullkomin afslöppun.
Sta›greitt á mann m.v. tvo í íbú› á Teneguia í 10 nætur.
77.730 kr.*Ver›:
Sta›greitt á mann m.v. tvo í íbú› á Camelias í 11 nætur.
Sta›greitt á mann m.v. tvo í íbú› á Carolina í 14 nætur.
82.430 kr.*Ver›:
123.830 kr.*Ver›:
* Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting samkvæmt
ofangreindu, akstur til og frá flugvelli erlendis
og íslensk fararstjórn.
Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100
Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600
Selfossi: 482 1666 www.urvalutsyn.is
Úrval-Úts‡n
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
RV
2
31
60
12
/2
00
3
HRAÐI VIÐSKIPTANNA
„Hlutirnir breytast hratt og sífellt hraðar en
áður. Það gildir um öll viðskipti. Það er
mikilvægt fyrir okkur að vera sveigjanleg,
því við erum svo háð því hvernig viðskipta-
vinum okkar gengur og höfum sjálf ekki
allt of mikla stjórn á því.“