Fréttablaðið - 14.12.2003, Page 22
22 14. desember 2003 SUNNUDAGUR
Heitasta deiluefni dagsins erfrumvarp um eftirlaun
æðstu embættismanna ríkisins
en það er vægast sagt afar um-
deilt. Verkalýðshreyfingin hef-
ur brugðist illa við og frestað
kjaraviðræðum vegna málsins.
Guðni Ágústsson, landbúnaðar-
ráðherra og varaformaður
Framsóknarflokksins, styður
frumvarpið. „Að þessu frum-
varpi og þessari tillögu standa
allir þingflokkarnir og formenn
allra flokka urðu sammála um
þetta svona. Þetta er ekki tillaga
um að hækka laun þingmanna
enda heyrir það undir kjara-
dóm, aðeins að formenn stjórn-
málaflokka fái álag, einn og
hálfan hlut, hafa ekki skipstjór-
ar til dæmis 2 hluti og jafnvel 3
í tilfelli loðnuskipstjóra? Svo
snýr þetta mál mest að því að
hækka iðgjöld á alþingismenn
úr 2 prósentum í 3 prósent. Líf-
eyrisréttur maka skerðist veru-
lega, enginn ræðir um það,
þannig að þetta er aðeins öðru-
vísi en fram hefur komið. Ef við
lítum á forystumenn í íslensku
samfélagi, til dæmis bæjar-
stjóra og forstjóra, þá hafa al-
þingismenn og raunar einnig
ráðherrar verið hálfdrættingar
þessara manna. Kjör stjórn-
málamanna verða að vera
þannig að menn vilji taka að sér
þessi störf,“ segir Guðni. „Ég vil
segja við þá menn sem nú hafa
hæst og eru að segja sig úr Sam-
fylkingunni eða Vinstri grænum
vegna þessa frumvarps: Spyrjið
verkalýðsleiðtogana hvað þeir
hafa í laun og spyrjið líka hvaða
laun og ráðningarsamningar
gilda við framkvæmdastjóra líf-
eyrissjóða fólksins sem þeir
bera ábyrgð á.“
Erum frjálsir í stjórnarsam-
starfinu
Guðni segir engan bilbug á
Framsóknarflokknum í ríkis-
stjórnarsamstarfinu og það sé
fjarstæða að Framsóknarflokk-
urinn sé þar undir hælnum á
Sjálfstæðisflokknum. „Það er
röng ályktun,“ segir Guðni. „Við
framsóknarmenn höfum farið
fyrir mjög erfiðum málaflokk-
um á okkar forsendum. Við
komum inn í ríkisstjórn fyrir
níu árum með fyrirheit um að
skapa 12.000 störf til aldamóta.
Það ríkti mikið atvinnuleysi á
Íslandi. Erfiðasti tíminn sem ég
hef lifað í stjórnmálum var frá
1991-1995 þegar ég stóð frammi
fyrir atvinnulausu fólki. Þetta
var oft niðurbrotið fólk sem var
búið að tapa vinnu sem það
hafði haft í áratugi og var hrein-
lega að tapa öllu sínu. Þetta var
ungt fólk sem var að flytja úr
landi. Við lofuðum þessu fólki
atvinnu. Þess vegna var eðlilegt
að Framsóknarflokkurinn, sem
kom inn í þetta stjórnarsam-
starf, tæki á sig erfiðustu ráð-
herraembættin. Framsóknar-
flokkurinn kom til að skapa at-
vinnu, til að umbreyta Íslandi
þannig að hér hæfust stórfram-
kvæmdir og hjól atvinnulífsins
færu að snúast. Þetta hefur allt
gengið eftir og lífskjör hafa
batnað um 30-35 prósent, sem
eru óvéfengjanlegar tölur.
Það eru ósanngjarnar ásak-
anir stjórnarandstöðu að við
séum undir hælnum á Sjálf-
stæðisflokknum. Við erum
frjálsir í þessu samstarfi, við
höfum valið okkur það og höfum
aldrei viljað sleppa þeim ráð-
herraembættum sem hafa skap-
að mest í samstarfinu. Við
reyndum það ekki 1999 og við
reyndum það ekki nú í vor. Við
framsóknarmenn erum tilbúnir
til að taka á okkur mikla erfið-
leika til að halda áfram þessu
sóknarstarfi fyrir íslenska þjóð.
Við þorum. Var ekki til dæmis
Valgerður Sverrisdóttir valin
kona ársins? Það hefði einnig
getað verið Siv Friðleifsdóttir
fyrir að friða rjúpuna.“
Mun þetta stjórnarsamstarf
ekki að lokum verða Framsókn-
arflokknum of dýrkeypt?
„Nú blasir við að Halldór Ás-
grímsson mun eftir tæpt ár setj-
ast í stól forsætisráðherra, sem
er eðlilegt framhald af sam-
starfinu við Sjálfstæðisflokkinn
og sýnir jafnræðið á milli flokk-
anna. Hann mun leiða ríkis-
stjórn sem hefur lagt grundvöll
fyrir því að hér á Íslandi verði
mesti hagvöxtur í Evrópu. Við
þurfum auðvitað að verja stöð-
ugleika og passa að verðbólgu-
hjólið fari ekki að snúast. Ég er
bjartsýnn á framtíðina, bæði
fyrir þjóðina og Framsóknar-
flokkinn. Hins vegar búum við
við stjórnarandstöðu sem oft fer
mikinn og getur verið ómerki-
leg og óbilgjörn. Það er eins og
Samfylkingin hafi það fyrir sína
pólitísku tækni að segja aftur og
aftur að Framsóknarflokkurinn
sé að svíkja og pretta. Sannar-
lega er það svo að við getum far-
ið yfir öll okkar fyrirheit frá
1995 og séð að við höfum staðið
við þau lið fyrir lið. Það kemur
alltaf í bakið á mönnum að tala
með þessum hætti. Ég lærði það
sem ungur drengur og hef reynt
að fylgja því: „Þú átt að segja
satt. Þú átt ekki að tala illa um
fólk og þú átt að láta andstæð-
inga þína njóta sannmælis“.“
Iðrast ekki ummæla
Ýmis ummæli Guðna hafa
vakið athygli og stundum harða
gagnrýni. Það vakti mikla at-
hygli þegar hann í ræðustól á
Alþingi bað Guð að fyrirgefa
forsvarsmönnum öryrkja því
þeir vissu ekki hvað þeir væru
að gera. Guðni segist ekki sjá
eftir þeim ummælum.
„Lífsmottó föður míns var:
Hlífðu þér aldrei ef þú sérð ná-
unga þinn beittan órétti. Hikaðu
þá aldrei við að ganga fram fyr-
ir skjöldu. Þessu hef ég reynt að
fylgja. Mér fannst að Samfylk-
ingunni væri að takast að ljúga
því að þjóðinni að hér ríkti ein-
tómur djöfulsskapur í garð ör-
yrkja, ekkert nema eilífar
skerðingar og svik. Mér ofbauð
þegar ég sá hinn öfluga baráttu-
mann Garðar Sverrisson halda
því einnig fram að fjárlögin
væru fjárlög skerðinga og
svika. Þá gekk ég fram með
sterkum hætti og greip til setn-
ingar sem var stundum notuð á
mig þegar ég var unglingur og
fór mikinn.
Þessi fjárlög, og það sam-
komulag sem sá heiðarlegi og
sannorði maður Jón Kristjáns-
son heilbrigðisráðherra gerði á
síðasta vetri, marka tímamót.
Við erum að bæta kjör yngstu
öryrkjanna, fólks sem ekki á
rétt í lífeyrissjóðum og fólks
sem er í námi og missir heils-
una. Fjárlögin staðfesta líka að
félagsmálaráðherrann, Árni
Magnússon, hefur tekið að sér
að gerast sérstakur baráttumað-
ur í því að bæta kjör fatlaðs
fólks. Þessi fjárlög eru þau
bestu sem Alþingi hefur sett í
garð þessa fólks og það er
fagnaðarefni að öryrkjar á aldr-
inum 18-29 ára fá 70-100 prósent
hækkun á grunnlífeyri.
Sem dæmi um hvað þessar
hækkanir hafa þýtt vil ég nefna
að 18 ára öryrki sem metinn er í
dag 75 prósent öryrki mun fá
frá með 1. janúar fá 126 þús
krónur á mánuði en hafði um 98
þúsund á mánuði ef allt er talið,
það er grunnlífeyrir, tekju-
trygging, tekjutryggingarauki
og heimilsuppbót. En þetta er
ekki í fyrsta né síðasta sinn sem
við bætum kjör öryrkja og ef
við höldum áfram með sams
konar dæmi voru kjörin árið
1995 krónur 54 þúsund á mánuði
og árið 2000 var þetta 73 þúsund
á mánuði. Kjörin hafa því hækk-
að 74 prósent frá árinu 2000 á
meðan verðlag samkvæmt vísi-
tölu neysluverðs hefur hækkað
um tæp 18 prósent. Hér er því
um raunverulega kjarabót fyrir
öryrkja að ræða. Og hugsið ykk-
ur að það voru 27 stjórnarþing-
menn á Alþingi í gær sem
greiddu þessu atkvæði sitt, en
stjórnarandstaðan sat öll hjá
eins og henni væri nákvæmlega
sama um málið. Nú er það
tryggt að öryrkjar fengu 2,8
milljarða í fjárlögum þessa árs
en fá 3,8 milljarða á næsta ári.
Þetta er stór sigur fyrir Garðar
Sverrisson og umbjóðendur
hans.“
Garðar Sverrisson svaraði á
Stöð 2 ummælum Guðna með
orðunum: „Það er umhugsunar-
efni að þessi mannvitsbrekka
skuli vera varaformaður Fram-
sóknarflokksins“. Þegar Guðni
er spurður um viðbrögð sín við
þeim ummælum segir hann: „Ég
minnist þess að þegar ég var að
byrja í pólitík sögðu margir lífs-
reyndir menn mér að ég skyldi
aldrei ráðast persónulega að ein-
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra vakti hörð viðbrögð öryrkja á dögunum
vegna ummæla sinna. Það er ekki í fyrsta skipti sem Guðni vekur hörð viðbrögð. Í
viðtali við Fréttablaðið talar hann um launakjör alþingismanna, öryrkjamálið, sinn
stíl í pólitík og stjórnarsamstarfið.
TEKUR STÖRF SÍN ALVARLEGA
„Ég tek störf mín mjög alvarlega en leyfi mér líka að gera að gamni mínu. Sá maður sem
leyfir sér að vera frjáls og lætur húmorinn leika um störf sín á yfirleitt góð samskipti við
þá menn sem hann hittir.“
Ég vil segja við þá
menn sem nú hafa
hæst og eru að segja sig úr
Samfylkingunni eða Vinstri
grænum vegna þessa frum-
varps: Spyrjið verkalýðsleið-
togana hvað þeir hafa í laun
og spyrjið líka hvaða laun og
ráðningasamningar gilda við
framkvæmdastjóra lífeyris-
sjóða fólksins sem þeir bera
ábyrgð á.
,,
Við höfum staðið
við öll okkar fyrirheit
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA