Fréttablaðið - 14.12.2003, Page 33

Fréttablaðið - 14.12.2003, Page 33
Jólin fylgja alltaf einhverjumákveðnum hefðum. Guðrún Ásmundsdóttir missti móður sína þegar hún var þriggja ára og hélt jólin alltaf heima með föður sínum og bróður. „Kannski voru ekkert merkileg jól hjá okkur þegar pabbi var einn með okkur systkinin,“ seg- ir Guðrún. Hún bætir við að þau hafi þó verið stórkostleg á sinn hátt, þótt þau hafi kannski ekki þótt neitt sérstaklega glæsileg. Faðir hennar veiktist þegar hún var unglingur og í veikindum hans eyddi fjölskyldan í fyrsta skipti aðfangadagskvöldi að heiman. Guðrún segir jólin hafa verið með allt öðru sniði þetta árið, „Þá man ég eftir undarleg- um tómleika,“ segir hún. Þau komu heim til sín eftir kirkju og þá voru jólapakkarnir þeirra heima í stofunni. „Við vorum nú ekkert að fara að druslast með pakkana yfir á önnur heimili,“ segir hún en þau ákváðu að opna þá áður en farið var í jólaboðið. „Ég man alltaf eftir að það var eitthvað svo skrítið að rífa upp einhverja pakka,“ segir hún en það helgaðist af því hversu und- arlegt það var að fylgja ekki venjulegum hefðum. Eftir þetta fóru þau í matinn en að sögn Guðrúnar var hann áreiðanlega mikið betri en þau höfðu nokkurn tímann haft. Hún segir að þar hafi einnig verið mikið meira um dýrðir en hún var vön en samt vantaði eitt- hvað. „Dýrðin var einhvers stað- ar þarna í þessum gömlu jólum sem pabbi útbjó fyrir okkur.“ ■ 33SUNNUDAGUR 14. desember 2003 THE SECRET OF A WOMAN A NEW FRAGRANCE w w w .n a o m i- c a m p b e ll -p e r fu m e s .c o m Naomi Campell ilmvötnin fást í snyrtivöru- verslunum og apótekum um land allt MARKAÐSTORG KRINGLUNAR 3.HÆÐ Flauels jakkar fyrir konur 2.990.- Síð flauelspils 1.500.- Síðar ullarkápur st.12-20 12.990.- Úrval af svörtum og teinóttum buxum Verið velkomin. Markaðstorg Kringlunar s: 588 6565 Dýrðin í gömlu jólunum: Stórkostleg á sinn hátt GUÐRÚN ÁSMUNDSDÓTTIR Dýrðin var í gömlu jólunum sem faðir hennar útbjó. Mynd: Gunnar Karlsson fyrir Jólahefti Rauða krossins. Vísurnar eru eftir Jóhannes úr Kötlum og teknar upp úr bókinni Jólin koma sem gefin var út af Máli og menningu. Sstúfur hét sá þriðji, stubburinn sá. Hann krækti sér í pönnu, þegar kostur var á. Hann hljóp með hana í burtu og hirti agnirnar, sem brunnu stundum fastar við barminn hér og þar. Til byggða í nóttAðventustund: Unglinga- kórar í aðal- hlutverki Aðventuhátíð verður í Digra-neskirkju í kvöld og hefst kl. 20.30. Ung- lingakór Digra- neskirkju og kór Snælands- skóla sjá um tónlistarflutn- ing undir stjórn Heiðrúnar Há- k o n a r d ó t t u r. Einsöng syngur Kristján Jó- hannsson. Ræðumaður kvölds- ins er Rannveig Guðmundsdótt- ir alþingismaður. Fé sem safnast við kaffið á eftir rennur óskipt til Mæðra- styrksnefndar Kópavogs. Stjórnun og undirbúningur er í höndum foreldrafélags ung- lingakórsins. ■ Foreldrar - Sýnum ábyrgð Áfengi má ekki selja, veita eða afhenda ungmennum undir 20 ára aldri.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.