Fréttablaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 38
38 14. desember 2003 SUNNUDAGUR VILJI Ungverjinn Agnes Farkas sækir að marki Suður-Kóreumanna í undanúrslitum heimsmeistarakeppni kvenna í handbolta. Seong-Ok Oh er til varnar. Ungverjar sigr- uðu 40-38 og leika til úrslita í dag. Handbolti Haukar mæta Cretéil frá Frakklandi í dag: Ætlum að keyra á þá HANDBOLTI Haukar mæta franska liðinu Cretéil í Frakklandi í dag í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa í hand- knattleik. Haukar komust í þessa keppni þar sem þeir lentu í þriðja sæti í sínum riðli í meistaradeild- inni. Cretéil hefur verið eitt besta lið Frakklands undanfarin ár og með liðinu leikur meðal annnars fyrrum lærisveinn Alfreðs Gísla- sonar hjá Magdeburg, Gueric Kervadec, en hann er einn öflug- asti varnarmaður heims. Fréttablaðið setti sig í sam- band við Viggó Sigurðsson, þjálf- ara Hauka, og spurði hann út í leikinn. Viggó sagðist búast við mjög erfiðum leik en því færi þó fjarri að hann og hans menn væru smeykir við verkefnið sem biði þeirra. „Við erum búnir að spila við lið eins og Magdeburg og Barcelona í Meistaradeildinni þannig að lið eins og Cretéil skýt- ur okkur ekki skelk í bringu. Þetta er þó mjög öflugt lið eins og staðan í frönsku deildinni sýnir þar sem liðið er í öðru sæti. Styrk- leikur franska liðsins liggur í sterkum varnarleik, þeir skora ekki mikið af mörkum og því ætl- um við að keyra upp hraðann í leiknum, keyra á þá og keyra síð- an yfir þá,“ sagði Viggó Sigurðs- son í vígamóð. Varðandi markmið Haukanna í leiknum sagði Viggó að heimavöll- ur franska liðsins væri mjög sterkur. „Ég yrði mjög sáttur við allt minna en fjögurra marka tap en að sjálfsögðu munum við spila til sigurs. Við gerum það alltaf – hvar sem við spilum.“ ■ Stjarnan leikur í úrvalsdeildinni HANDBOLTI Stjarnan tryggði sér sæti í úrvalsdeild með 29-23 sigri á Breiðabliki í lokaumferð suður- riðils RE/MAX-deildar karla í handbolta. FH-ingar, sem kepptu við Garðbæingana um sæti í úr- valsdeildinni, töpuðu í gær 30-28 fyrir HK í Digranesi og leika því í 1. deild eftir áramót. Möguleikar FH-inga á sæti í úrvalsdeildinni fólust í sigri á HK og því að Blikar næðu að minnsta kosti jafntefli í Garðabænum. Leikur HK og FH var jafn allan tímann. HK byrjaði betur en FH- ingar náðu frumkvæðinu þegar leið á fyrri hálfleikinn og leiddu í hléi. HK byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og komst yfir að nýju á fyrstu tíu mínútunum. FH-ingar náðu að jafna stöðuna og komast yfir í tvígang en HK var sterkara á lokasprettinum og sigraði 30-28. Augustas Strazdas skoraði átta mörk fyrir HK, Andrius Rac- kauskas sjö og Haukur Sigurvins- son fimm. Logi Geirsson skoraði níu af mörkum FH-inga, horna- maðurinn Guðmundur Pedersen skoraði úr öllum fimm skotum sínum og Brynjar Geirsson setti fjögur mörk. Magnús Sigmunds- son varði nítján skot í marki FH. ÍR, Haukar, HK og Stjarnan keppa í úrvalsdeildinni eftir ára- mót en FH, ÍBV, Breiðablik og Sel- foss keppa í 1. deild. Sex efstu fé- lög úrvalsdeildar komast í úrslita- keppnina og tvö félög úr 1. deild. Valur vann Þór 35-29 að Hlíðar- enda og varð efst í norðurriðli. Markús Máni Michaelsson skor- aði sjö mörk fyrir Val en Páll Við- ar Gíslason var markahæstur gestanna með níu mörk. KA, Fram og Grótta/KR fylgja Val í úrvalsdeildina en Víkingur, Aftur- elding og Þór leika í 1. deild. Hinar vinsælu stál- og koparstyttur í miklu úrvali HALLI GULLSMIÐUR Skólavörðustíg 8 s. 551 8600 Farartæki Tónlist ÍþróttirStarfsstéttir Áletrun á flesta hluti Póstsendum VIGGÓ SIGURÐSSON Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, býst við mjög erfiðum leik gegn Cretéil. ÚRSLIT Í NORÐURRIÐLI RE/MAX-DEILDAR KARLA Valur - Þór Ak. 35-29 LOKASTAÐAN Í NORÐURRIÐLI Valur 12 8 2 2 331:287 18 KA 12 7 2 3 358:320 16 Fram 12 7 2 3 326:298 16 Grótta/KR 12 6 2 4 313:303 14 Víkingur 12 6 2 4 314:305 14 Afturelding 12 2 1 9 288:342 5 Þór 12 0 1 11 297:372 1 ÚRSLIT Í SUÐURRIÐLI RE/MAX-DEILDAR KARLA Stjarnan - Breiðablik 29-23 HK - FH 30-28 ÍBV - Selfoss 30-28 LOKASTAÐAN Í SUÐURRIÐLI ÍR 14 11 2 1 417:348 24 Haukar 14 10 1 3 433:371 21 HK 14 10 1 3 403:367 21 Stjarnan 14 8 1 5 375:371 17 FH 14 7 0 7 403:380 14 ÍBV 14 4 1 9 414:421 9 Breiðablik 14 2 0 12 353:460 4 Selfoss 14 1 0 13 369:449 2 HK VANN FH Brynjar Geirsson (FH) og Hörður Fannar Sigþórsson (HK) í leik félaganna í Digranesi í gær. HEIÐAR SKORAÐI Heiðar Helgu- son skoraði seinna mark Watford sem gerði 2-2 jafntefli við Sheffi- eld United á útivelli í ensku 1. deildinni. Heiðar var í byrjunar- liði Watford en var skipt út af korteri fyrir leikslok. FOREST TAPAÐI Brynjar Björn Gunnarsson lék síðustu átján mínúturnar þegar Nottingham Forest tapaði 1-0 fyrir Crystal Palace í ensku 1. deildinni. STOKE VANN READING Hollend- ingurinn Peter Hoekstra skoraði öll mörk Stoke, sem vann Read- ing 3-0 á heimavelli. Ívar Ingi- marsson lék allan leikinn með Reading. JAFNT HJÁ BARNSLEY Barnsley gerði jafntefli á heimavelli við Sheffield Wednesday í ensku 2. deildinni í gær. Barnsley er í fjórða sæti deildarinnar. ■ Fótbolti

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.