Fréttablaðið - 14.12.2003, Síða 40
FÓTBOLTI Manchester United komst
í efsta sæti ensku úrvalsdeildar-
innar með 3-1 sigri á nágrönnum
sínum í Manchester City í hádeg-
inu í gær. Chelsea tókst ekki að ná
efsta sætinu á ný en Arsenal, sem
leikur við Blackburn í dag, getur
skotist upp fyrir bæði félögin.
Paul Scholes skoraði tvö mörk
með skalla fyrir United, það fyrra
strax á sjöundu mínútu eftir send-
ingu frá Gary Neville af hægri
kanti og það seinna á 73. mínútu
eftir sendingu frá Kleberson,
einnig af hægri kantinum. Ruud
van Nistelrooy skoraði annað
mark United með skalla á 34. mín-
útu eftir sendingu frá Ryan
Giggs. Shaun Wright-Phillips
skoraði mark City snemma í
seinni hálfleik eftir einleik í gegn-
um vörn United.
Bolton vann Chelsea á Stam-
ford Bridge í fyrsta sinn í rúman
aldarfjórðung. Hernan Crespo
skoraði fyrir Chelsea um miðjan
fyrri hálfleik en Bruno N’Gotty
jafnaði fyrir gestina skömmu fyr-
ir hlé með skalla eftir aukaspyrnu
Youri Djorkaeff. Bolton skoraði
sigurmarkið á lokamínútunni þeg-
ar varnarmaðurinn John Terry
sendi boltann í eigið mark eftir
fasta sendingu Henrik Pedersen
inn í markteiginn.
Brett Ormerod skoraði strax á
annarri mínútu fyrir South-
ampton á Anfield Road eftir
stungusendingu Claus Lunde-
kvam. Michael Svensson setti
annað mark gestanna um miðjan
seinni hálfleik með hörkuskalla úr
miðjum teig en Emile Heskey
minnkaði muninn fyrir Liverpool
korteri fyrir leikslok.
Sigurmark Wayne Rooney
gegn Portsmouth færði Everton
fyrsta útisigurinn á leiktíðinni.
Rooney skoraði síðast í 2-2 jafn-
tefli gegn Charlton í lok ágúst.
Laurent Robert og Alan Shearer
skoruðu tvö mörk hvor þegar
Newcastle vann Tottenham 4-0.
Fyrra mark Shearers var 100.
mark hans á St. James’ Park. Her-
mann Hreiðarsson lék allan leik-
inn með Charlton, sem gerði
markalaust jafntefli við Middles-
brough. Hermann fékk gult spjald
skömmu fyrir leikslok.
40 14. desember 2003 SUNNUDAGUR
Á FLUGI
Eistlendingurinn Jens Salumae keppti í
skíðastökki í Titisee-Neustadt í suðurhluta
Þýskalands.
Skíðastökk
FÓTBOLTI Mark frá Hollendingnum
Roy Makaay færði meisturum
Bayern München sigur á Stutt-
gart í gær. Makaay skoraði eina
mark leiksins korteri fyrir leiks-
lok eftir langa markspyrnu frá
Oliver Kahn. Stuttgart féll niður í
annað sæti eftir tapið en Bayern
er komið í fjórða sætið.
Werder Bremen komst í efsta
sætið með góðum útisigri á
Bayer Leverkusen. Ailton og
Mladen Krstajic skoruðu fyrir
gestina skömmu fyrir leikhlé.
Um miðjan seinni hálfleik var Jo-
han Micoud hjá Werder rekinn af
velli og stuttu síðar minnkaði
Jens Nowotny muninn fyrir
Leverkusen. Nowotny var rekinn
af velli á lokamínútunni fyrir að
brjóta á Grikkjanum Angelos
Charisteas í vítateignum og skor-
aði Krisztian Lisztes úr vítinu
sem brotið gaf.
Bochum vann Eintracht Frank-
furt 1-0 með marki Vahid
Heshemian um miðjan fyrri hálf-
leik. Þórður Guðjónsson var með-
al varamanna Bochum en kom
ekki við sögu í leiknum. ■
United efst
eftir sigur á City
Manchester United vann Manchester City 3-1 á Old Trafford
en Chelsea tapaði 2-1 á heimavelli fyrir Bolton.
Uppboð til styrktar
krabbameinssjúkum börnum
Sunnudaginn 14. desember kl. 16
verður haldið uppboð í Nikebúðinni
Laugavegi 6 á árituðum íþróttatreyjum.
Allur ágóði af uppboðinu mun renna til
Félags krabbameinssjúkra barna.
Þeir íþróttamenn sem m.a. hafa gefið
áritaða treyju eru:
Jóhannes K. Guðjónsson, Jay Jay Okocha,
Þórður Guðjónsson, Youri Djorkaeff,
Ólafur Ingi Skúlason, Ólafur Stefánsson o.m.f.
Laugavegi 6 • S: 562 3811
ÚRSLIT GÆRDAGSINS
Bayer Leverkusen - Werder Bremen 1-3
Nowotny (72.) - Ailton (42.), Krstajic
(44.), Lisztes, vsp. (90.)
Bayern München - Stuttgart 1-0
Makaay (75.)
Hamborg - Freiburg 4-1
Reihardt (7.), Barbarez (18.), Maltritz
(66.), Rahn (88.) - Antar (51.)
Hansa Rostock - Köln 1-1
Prica (64.) - Podolski (35.)
Hertha Berlin - 1860 München 1-1
A. Friedrich (53.) - Lauth (57.)
Kaiserslautern - Schalke 0-2
Asamoah (7.), Agali (85.)
Bochum - Eintracht Frankfurt 1-0
Heshemian (21.)
LEIKIR DAGSINS:
Wolfsburg - Hannover
Bor. Mönchengladbach - Borussia Dortmund
Þýska Búndeslígan:
Bayern stöðvaði Stuttgart
MAKAAY OG HILDEBRAND
Roy Makaay (Bayern München) í baráttu
við Timo Hildebrand, markvörð Stuttgart.
ÚRSLITIN Í GÆR:
Chelsea - Bolton 1-2
Crespo (22.) - N’Gotty (38.), Terry,
sjálfsm. (90.)
Leicester - Birmingham 0-2
Morrison (42.), Forssell (66.)
Liverpool - Southampton 1-2
Heskey (75.), Ormerod (2.), Svensson (62.)
Man. United - Man. City 3-1
Scholes (7., 73.), van Nistelrooy (34.) -
Wright-Phillips (52.)
Middlesbrough - Charlton 0-0
Newcastle - Tottenham 4-0
Robert (35., 55.), Shearer (59., 65.)
Portsmouth - Everton 1-2
Roberts (15.) - Carsley (27.), Rooney (42.)
LEIKIR DAGSINS
Arsenal - Blackburn
Aston Villa - Wolves
Leeds - Fulham
STAÐAN Í ÚRVALSDEILDINNI
Man. United 16 12 1 3 32:10 37
Chelsea 16 11 3 2 30:12 36
Arsenal 15 10 5 0 29:11 35
Fulham 15 7 4 4 26:19 25
Newcastle 16 6 6 4 25:20 24
Southampton 16 6 5 5 15:12 23
Charlton 16 6 5 5 22:20 23
Birmingham 16 6 5 5 14:18 23
Liverpool 16 6 4 6 23:18 22
Bolton 16 5 6 5 16:22 21
Middlesbrough 16 5 5 6 12:15 20
Man. City 16 5 4 7 23:22 19
Tottenham 16 5 3 8 18:24 18
Blackburn 15 5 2 8 23:24 17
Everton 16 4 5 7 17:20 17
Leicester 16 4 4 8 23:25 16
Portsmouth 16 4 4 8 18:22 16
Aston Villa 15 3 5 7 11:21 14
Leeds 15 3 3 9 13:34 12
Wolves 15 2 5 8 11:32 11
PAUL SCHOLES
Skoraði tvisvar í 3-1 sigri Manchester United á Manchester City.