Fréttablaðið - 14.12.2003, Qupperneq 41
SUNNUDAGUR 14. desember 2003
hvað?hvar?hvenær?
11 12 13 14 15 16 17
DESEMBER
Sunnudagur
EM í körfubolta:
Í riðli með
Aserum
KÖRFUBOLTI Íslendingar leika í
riðli með Rúmenum, Dönum og
Aserum í A-riðli B-deildar Evr-
ópukeppninnar í körfuknattleik.
Leikið verður heima og heiman
og hefja Íslendingar keppni með
útileik gegn Dönum 11. septem-
ber 2004. Íslendingar leika við
Asera á heimavelli 14. september
og við Rúmena á heimavelli 18.
september. Síðari umferðin fer
fram í september 2005. Sigurveg-
ari A-riðils mætir sigurvegara B-
riðils í leikjum um laust sæti í A-
deildinni. Í B-riðli leika Írar,
Svisslendingar, Slóvakar og
Möltumenn. ■
■ ■ LEIKIR
14.00 KFÍ og Njarðvík keppa á Ísa-
firði í bikarkeppni KKÍ&Lýsingar í
kvennaflokki.
16.00 Reynir S. mætir Hamri í
Sandgerði í bikarkeppni KKÍ&Lýsingar í
karlaflokki.
16.30 Höttur leikur við Njarðvík á
Egilsstöðum í bikarkeppni KKÍ&Lýsingar í
karlaflokki.
19.15 Fjölnir mætir HK í Grafarvogi
í bikarkeppni KKÍ&Lýsingar í karlaflokki.
19.15 KFÍ keppir við Hauka á Ísa-
firði í bikarkeppni KKÍ&Lýsingar í karla-
flokki.
19.15 ÍR fær Grindavík í heim-
sókn í Seljaskóla í bikarkeppni KKÍ&Lýs-
ingar í karlaflokki.
19.15 Þór Þorl. og Keflavík keppa
í Þorlákshöfn í bikarkeppni KKÍ&Lýsingar
í karlaflokki.
■ ■ SJÓNVARP
12.30 Boltinn með Guðna Bergs
á Sýn. Enski boltinn frá ýmsum hliðum.
13.45 Enski boltinn á Sýn. Bein
útsending frá leik Arsenal og Blackburn
Rovers.
15.50 Enski boltinn á Sýn. Bein
útsending frá leik Leeds United og Ful-
ham.
17.00 Markaregn á RÚV. Sýndir
verða valdir kaflar úr leikjum 16. um-
ferðar í þýska fótboltanum.
17.50 Spænski boltinn á Sýn.
Bein útsending frá leik Real Madrid og
Deportivo La Coruna.
20.05 European PGA Tour 2003
á Sýn. Þáttur um Volvo Masters mótið.
21.00 Boltinn með Guðna Bergs
á Sýn. Enski boltinn frá ýmsum hliðum.
21.45 Helgarsportið á RÚV.
22.30 UEFA Champions League á
Sýn. Fréttaþáttur um Meistaradeild Evr-
ópu.
23.00 Hnefaleikar á Sýn. Útsend-
ing frá boxkeppni í Atlantic City þar sem
kepptu Ricardo Mayorga og Cory
Spinks, Bernard Hopkins og William
Joppy og Hasim Rahman og John Ruiz.
23.30 HM kvenna í handbolta á
RÚV. Sýndur verður úrslitaleikurinn í
heimsmeistarakeppni kvenna í hand-
bolta.
SUND Örn Arnarson fékk í gær
fimmta besta tímann í undanúr-
slitum í 100 metra baksundi á Evr-
ópumótinu í 25 metra laug. Örn
synti á 52,70 sekúndum og bætti
árangur sinn um 0,07 sekúndur
frá undarásunum.
Þjóðverjinn Thomas Rupprath
fékk besta tímann í undanúrslit-
um og synti á tímanum 51,35 sek-
úndum en landi hans Steffen
Driesen (52.24) varð annar, Rúss-
inn Arkady Vyatchanin (52.57)
varð þriðji og Ungverjinn Laszlo
Cseh (52,63) varð fjórði.
Örn náði einnig fimmta besta
tímanum í undarásum. Þá synti
hann á 52,77 sekúndum en Þjó-
verjinn Steffen Driesen náði
besta timanum og synti á 51,97
sekúndum en Rupprath synti á
52,13. Bretinn Gregor Tait varð
þriðji í undarásunum og Austur-
ríkismaðurinn Markus Rogan
fjórði en þeir keppa báðir í úr-
slitasundinu í dag. ■
ÖRN ARNARSON
Keppir í úrslitum í 100 metra baksundi í
dag.
EM í 25 metra laug:
Örn í úrslit