Fréttablaðið - 14.12.2003, Qupperneq 46
46 14. desember 2003 SUNNUDAGUR
Ég beið mjög spennt eftir þess-ari helgi því komandi vika
verður alveg rosalega brjáluð,“
segir Auður Lilja úr Djúpu laug-
inni. Það er ekki bara jólastússið
sem verður stressandi í komandi
viku því síðasti þátturinn af
Djúpu lauginni fer í loftið á föstu-
dag og verður hann með all sér-
stöku sniði.
„Þetta verður jólaþáttur og
undirbúningurinn hefst strax á
mánudag. Við ætlum að vera með
ofsalega mikið af góðu og
skemmtilegu fólki. Ég vinn sem
söluráðgjafi í Aco Tæknival og
eyði meirihluta dagsins þar. Í því
starfi bíður mín líka mjög anna-
söm vika, það er ótrúlega mikið í
gangi. Svo þarf ég að sinna jóla-
stússinu, koma jólagjöfunum út á
land og út úr landi, skrifa jólakort
og fleira.“
Auður segist vera búin að
kaupa flestallar jólagjafirnar
og að hún eigi aðeins eftir að
pakka þeim inn. Vinnan á Skjá
einum verður líka óhefðbundin
þar sem lokaþátturinn verður
með allt öðru sniði en venju-
lega. Til dæmis verður enginn
stefnumótaleikur í honum og
þrjár hljómsveitir koma og
spila. „Við ætl-
um að vera með
uppákomur og
sýna úr gömlum
þáttum vetrar-
ins. Ætlum að at-
huga hvort við
finnum einhver
mistök eða önn-
ur atriði sem er
ekki æskilegt að
komi í beinni út-
sendingu en hef-
ur kannski
runnið upp úr
manni,“ segir
Auður Lilja sem
kveður sjón-
varpsskjáinn í
bili á föstudag. ■
Vikan sem verður
AUÐUR LILJA
■ Undirbýr að tæma vatnið úr Djúpu
lauginni og sinna jólaundirbúningnum.
Tekur tappann úr Djúpu lauginni
Á mánudögum:
Auglýsendur, hafið samband við Petrínu í síma 515 7584
eða Ester í síma 515 7517 og tryggið ykkur pláss.
Föðursvipting
= barnamisnotkun
F é l a g á b y r g r a f e ð r a
F e ð r a h e i l l
Samkvæmt samningum semStöð 2 gerði við keppendur í
Idol mega þeir ekki tjá sig við
aðra fjölmiðla. Þetta ákvæði
gildir þrátt fyrir að keppend-
urnir séu fallnir úr keppni og
þar til henni lýkur. Rannveig
Káradóttir, sem féll úr keppni á
föstudag, neitaði því að tala við
Fréttablaðið.
„Hún má ekki tala við þig
vegna þess að hún er samnings-
bundin í ákveðinn tíma,“ útskýr-
ir Vigdís Jóhannsdóttir, fjöl-
miðlafulltrúi Idol. „Það erum
við sem gefum grænt ljós á það
hvernig umfjöllun er út á við.
Öll fjölmiðlaumfjöllun fer í
gegnum okkur og við stýrum
umfjölluninni sem þau fara í.
Það á við viðtöl og annað.“
Vigdís segir stöðina þó ekki
vera að reyna að stjórna því
hvernig dagblöðin fjalli um
keppnina. Hún segir reglurnar
vera gerðar til þess að vernda
hag keppendanna, bæði þeirra
sem eru enn eftir og þeirra sem
hafa fallið úr. „Við erum ekki að
reyna að stýra því hvað stendur
í viðtölunum eða greinunum.
Þetta er gert af tveimur ástæð-
um. Til þess að verja þeirra hag.
Við getum aðstoðað þau því þau
eru svo ný í því að vera í sam-
skiptum við fjölmiðla. Þau eru
ekki vön því að fjölmiðlar sæk-
ist eftir því að tala við þau. Svo
er þetta gert til þess að vernda
þá keppendur sem eru enn eftir
í keppninni.“
Í síðustu viku talaði Jóhanna
Vala, sem datt úr keppninni þar-
síðast, við Fréttablaðið og tjáði
sig um þátttöku sína. Vigdís
segir það hafa valdið fjaðrafoki
innan stöðvarinnar. Jóhannaa
Vala hafði þó ekkert slæmt um
keppnina að segja. „Úti hefur
það komið fyrir að þeir kepp-
endur sem hafa dottið út hafa
talað illa um þá sem eru eftir.
Við erum bara að reyna að koma
í veg fyrir það. Þau sem eru í
keppninni verða öll að fá jafna
umfjöllun. Þau sem detta úr eru
því samningsbundin áfram svo
að það sé hægt að passa upp á
það að það fari ekki af stað nei-
kvæð umfjöllun. Svona geta
þeir sem eru dottnir út ekki
skaðað þá sem eru áfram í
keppninni,“ segir Vigdís að lok-
um.
biggi@frettabladid.is
PAVAROTTI GIFTIR SIG
Það var gleði dagur í lífi tenórsins Lucianos Pavarottis í gær þegar hann giftist kærustu
sinni til langs tíma. Hún heitir Nicoletta Mantovani og er framleiðandi. Hér sést óperu-
söngvarinn mæta í kirkjuna en athöfnin var víst full af söng og gleði. Hjónin eiga saman
eins árs gamla dóttur. Pavarotti er 68 ára og er því akkúrat helmingi eldri en eiginkonan.
AUÐUR LILJA
Lokaþáttur Djúpu
laugarinnar verður
jólaþáttur, það
verða þó engir jóla-
sveinar í biðilssæt-
unum. „Við ætlum
ekki að reyna að
koma Stekkjarstaur
út,“ segir Auður og
hlær. „Við leyfum
þeim bara að vera
einhleypum.“
Idol
RANNVEIG KÁRADOTTIR DATT ÚT
■ Þeir keppendur sem falla úr Idol eru
áfram í fjölmiðlabanni, þar til keppninni
lýkur. Talsmenn Stöðvar 2 segja þetta gert
til þess að vernda þátttakendur.
RANNVEIG KÁRADÓTTIR
Datt úr keppni á föstudag. Kaus að virða samning sinn við Stöð 2 og tjá sig ekki við
Fréttablaðið.
Fallnir keppendur
áfram í fjölmiðlabanni
Vefritið Kreml.is á þriggja áraafmæli um þessar mundir. At-
hygli hefur vakið að aðstandendur
þess munu ekki halda afmælis-
hátíð eins og gert hefur verið und-
anfarin ár. Gárungarnir segja að
það sé vegna þess að Jón Baldvin
Hannibalsson, verndari Kremlar,
er ekki staddur á landinu, en hann
hefur alltaf verið heiðursgestur á
þessum samkomum. Það sé því
ekki hægt að halda afmælishátíð
án hans. Ritstjórnin vill þó meina
að hátíðarhöldum hafi verið
frestað um stutta stund því miklar
breytingar séu í vændum og eðli-
legra sé að bjóða til veislu þegar
hið nýja vefrit verði kynnt. Þá á
bara eftir að sjá hvort Jón Baldvin
haldi áfram sem guðfaðir vefrits-
ins eða hvort einhver nýr taki við
með breyttum áherslum.
Fréttiraf fólki