Fréttablaðið - 03.01.2004, Page 2

Fréttablaðið - 03.01.2004, Page 2
2 3. janúar 2004 LAUGARDAGUR „Gísli Rúnar var miklu betri ég en ég. Ég vona bara að mér verði skilað jakkafötunum.“ Björgólfur Guðmundsson var í lykilhlutverki í Áramótaskaupinu þar sem Gísli Rúnar Jónsson lék hann í teinóttu jakkafötunum sem sumir segja vörumerki Björgólfs og félaga. Spurningdagsins Björgólfur, varstu sáttur við þinn þátt? ■ Lögreglufréttir Óheppileg um- mæli ráðherra Lögmaður Jóns Ólafssonar efast um að lögregla geti rannsakað skattamál Jóns vandræðalaust vegna orða forsætisráðherra. Lögregla segir málið það stærsta sinnar tegundar. RANNSÓKN „Ég get ekki gert mér grein fyrir umfangi rannsóknar- innar nema að ætluð brot, miðað við rannsókn skattrannsókna- stjóra og sem sett eru fram, benda til þess að ekki hafi stærra skattamál komið til meðferðar hjá okkur,“ segir Jón H. Snorrason, yfirmaður efna- hagsbrotadeild- ar ríkislög- reglustjóra, um meint skatta- lagabrot Jóns Ólafssonar, sem hafa verið til rannsóknar hjá skattrannsókna- stjóra og send voru til efnahagsbrotadeildar til rannsóknar á gamlársdag. Jón H. Snorrason segir málið umfangsmikið og að um sé að ræða nokkuð mörg ætluð sakar- efni samkvæmt því sem lagt er fram í kæru ríkisskattstjóra. „Þetta eru álitaefni sem að snúa að skattalöggjöfinni, ýmis túlkun- aratriði eins og gengur og gerist. Það ræðir ekki um að einhverju hafi verið leynt heldur hvort að heimilt hafi verið að fara þær leið- ir sem að Jón fór,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Jóns. Ragnar segir sig hafa heyrt það í útvarpsfréttum í gærmorgun að málið hefði verið sent efnahags- brotadeild ríkilögreglustjóra því ekki hafi verið haft samband við hann vegna þessa. Hann viti ekki hvernig haga eigi rannsókninni né hver stjórni henni. „Á Íslandi er það venjan að málin eru kynnt fyrst í fjölmiðlum og síðan fyrir aðilum og lögmönnum þeirra.“ „Það er ekki vandræðalaust fyrir þetta lögregluembætti að annast rannsókn málsins af hlut- lægni með hliðsjón af því að leið- togi ríkisstjórnarinnar hefur tek- ið afstöðu til sektar og embættið heyrir jú undir ríkisstjórnina,“ segir Ragnar. Jón H. Snorrason segir ekki ljóst hvenær rannsókn hefjist. Þá segir hann of fljótt að segja til hvort þörf sé á skýrslutökum eða frekari gagnaöflunar af þeirra hálfu þar sem málið hafi komið inn á borð til þeirra fyrir fáum dögum. hrs@frettabladid.is Amfetamínverksmiðja í Kópavogi: Amfetamínið órannsakað RANNSÓKN „Við erum ekki byrjuð á rannsóknunum. Við þurfum að bíða þar til að við fáum formlega beiðni um rannsókn og hvernig eigi að standa að henni,“ segir Jakob Krist- insson, dósent í eiturefnafræði við Háskóla Íslands, aðspurður um rannsókn efnanna sem tekin voru í húsleit í vesturbæ Kópavogs þegar upp komst um framleiðslu amfetamíns í lok nóvember. Jakob segir slíkar rannsóknir vera mjög dýrar og umfangsmiklar því sé nauðsynlegt að vita hvað eigi að leggja fram í ákæru því annað verði ekki rannsakað. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir síðustu sendingar efnanna hafa farið til eiturefna- deildarinnar frá tæknideild lögregl- unnar á milli jóla og nýárs og því hljóti beiðnin að vera rétt ókomin til þeirra. Hann segir mikið af efnum hafa verið sent til eiturefnadeildar- innar og munu þeir vera beðnir um að rannsaka allt sem þeir hafa feng- ið. Með hluta efnanna hafi verið ljóst um hvað ræddi og því ekki ver- ið þörf á rannsókn. ■ Bensínlítrinn: Yfir hundrað krónurnar ELDSNEYTI Bensínlítrinn hækkaði í gær og fór yfir hundrað krónurnar hjá ESSO og Skeljungi. Verðið hjá báðum fyrirtækjum er nú 100,90 krónur á lítrann af 95 oktana bens- íni með fullri þjónustu en 95,70 krónur hjá ESSO og 96,90 krónur hjá Skeljungi ef viðskiptavinir dæla sjálfir. Dísillinn er ódýrastur ef keypt er á tveimur sjálfsafgreiðslustöðvum Atlantsolíu, 35 krónur. Hjá ESSO kostar lítrinn 40,60 krónur í sjálfs- afgreiðslu en 45,80 krónur með þjónustu. Sama verð er hjá Skelj- ungi en 41,80 krónur ef viðskipta- vinir dæla sjálfir á bíla sína. ■ BROTTFLUTNINGI FAGNAÐ Herlið var flutt brott frá Jenín í gær eftir stöðuga hersetu síðan í ágúst. Bætt öryggisástand: Herlið brott frá Jenín PALESTÍNA Ísraelsmenn hafa flutt allt herlið sitt frá bænum Jenín á Vesturbakkanum eftir stöðuga hersetu frá því í ágúst í fyrra. Að sögn íbúa bæjarins voru vega- tálmar rifnir niður og allar að- komuleiðir frá nágrannaþorpun- um opnaðar fyrir umferð. Talsmaður Ísraelshers sagði að brottflutningurinn hefði verið ákveðinn í kjölfar batnandi örygg- isástands á svæðinu en ísraelskar hersveitir réðust inn í bæinn í ágúst eftir að palestínskur sjálfs- morðsliði hafði sprengt sig í strætisvagni í Jerúsalem með þeim afleiðingum að 20 manns fórust og um 80 slösuðust. ■ Notuðu ekki bílbelti: Köstuðust út úr bílnum LÖGREGLAN Bíll valt eina veltu og hafnaði ofan í skurði á Suður- landsvegi rétt austan við Rauða- læk í Rangárvallasýslu. Þrír af fjórum í bílnum köstuðust út í veltunni þar sem þeir höfðu ekki spennt bílbeltin, einn þeirra lenti undir bílnum. Allir voru fluttir á slysadeild Landspítalans en reyndust ekki vera alvarlega slas- aðir. Bíllinn skemmdist næsta lítið þrátt fyrir veltuna. ■ Dómsmál: Raðtengdi myndlykla DÓMUR Rúmlega fimmtugur karl- maður var dæmdur, í Héraðsdómi Norðurlands eystra, til að greiða 40 þúsund krónur til ríkissjóðs fyrir að hafa sett upp tvo mynd- lykla í fjölbýlishúsi þannig að all- ir íbúar í stigaganginum höfðu að- gang að læstri dagskrá Stöðvar 2 í þrjá daga. Fimm daga fangelsi kemur í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. ■ Blaða- útburður FÆRÐ Snjóþyngsli hafa gert blað- burðarfólki Fréttablaðsins nokkuð erfitt fyrir, því oft er torfært að bréfalúgum húsa. Til þess að bæta úr þessu fer Fréttablaðið vinsam- lega fram á að fólk moki frá fyrir utan hjá sér og salti gangveginn. ■ AFLÝST TVISVAR Flugi til Washington í Bandaríkjunum var í gær aflýst annan daginn í röð. Hryðjuverkaóttinn: Flugi aflýst frá Bret- landi WASHINGTON, AP Breska flugfélag- ið, British Airways, aflýsti flugi frá Lundúnum til Washington í Bandaríkjunum í gær, annan dag- inn í röð. Að sögn talsmanns flug- félagsins var fluginu aflýst af ör- yggisástæðum að beiðni stjórn- valda eftir að leynilegar upplýs- ingar höfðu borist frá Bandaríkj- unum en bókun í flugið var hafin þegar ákveðið var að aflýsa því. „Upplýsingarnar vörðuðu flugið sjálft en ekki farþegana og það var eitthvað sem gerðist á síðustu stundu,“ sagði talsmaðurinn, en talið var að upplýsingar hefðu borist um hugsanlega árás á vél- ina. Sama flugi var aflýst af sömu ástæðum á nýársdag eftir að flug- vél félagsins hafði fengið fylgd orrustuþotna á sömu flugleið á gamlársdag. ■ Formaður Félags fasteignasala segir breytingar á húsnæðislánum jákvæðar: Skref að einfaldara kerfi HÚSNÆÐISLÁN Breytingarnar sem ríkisstjórnin ákvað á húsnæðis- lánakerfinu marka ekki tímamót fyrir fólk sem er að fara að kaupa húsnæði en eru jákvæðar þar sem þær leiða til einfaldara kerfis seg- ir Björn Þorri Viktorsson, formað- ur Félags fasteignasala. Björn Þorri segir hækkun há- markslána jákvæða enda hafi hún verið orðin löngu tímabær. Hann vill þó sjá hámarkslán og hlutfall lána af kaupverði húsnæðis hækka enn frekar og bindur vonir við að það gerist þegar Eftirlits- stofnun EFTA hefur skilað áliti sínu á hugmyndum stjórnvalda um frekari breytingar. Það segir hann að myndi einfalda málin fyr- ir lántakendur, sem gætu sótt stærstan hluta fjármagnsins á einn stað. Nokkuð sem þyrfti alls ekki að leiða til þenslu á þessum markaði. „Við upplifum þetta þannig að þeir sem þurfa 70, 80 eða 90% fjármögnun í dag útvega sér slíka fjármögnun þó það sé erfiðara og flóknara,“ segir hann og tiltekur að fólk þurfi oft að taka mörg lán fyrir húsnæði. Betra sé að fólk geti sótt sem stærstan hluta láns- ins á einn stað. Fagfjárfestar, bankar og lífeyrissjóðir, eigi frek- ar að koma að húsnæðislánunum í gegnum fjármögnun Íbúðalána- sjóðs en með lánum til einstak- linga. ■ SPRENGT INNANDYRA Bomba var sprengd inni í félagsheimilinu á Patreksfirði um klukkan tvö að- faranótt nýársdag. Enginn meiddist og litlar sem engar skemmdir urðu. Dyraverðirnir voru þó fljótir að henda þeim sprengjuglaða út. HAFNAÐI UTAN VEGAR Bíll hafn- aði utan vegar rétt norðan við Hvammstangaafleggjara á Norð- urlandsvegi í gærmorgun. Einn kenndi sér eymsla í öxl en bíllinn var fjarlægður kranabíl. FRAMLEIÐSLA AMFETAMÍNS Lögreglan stöðvaði framleiðslu amfetamíns og handtók tvo menn í framhaldinu. Megnið af efnunum sem tekin voru bíða rannsóknar. BJÖRN ÞORRI VIKTORSSON Jákvætt að sjá aukið framboð af hagstæð- um lánum frá bönkunum. SIGURÐUR G. GUÐJÓNSSON GENGUR INN Í HÚSAKYNNI NORÐURLJÓSA Hreggviður Jónsson, fyrrverandi forstjóri Norðurljósa, hætti störfum sama dag og starfs- menn skattrannsóknastjóra gerðu húsleit í fyrirtækinu. Sigurður G. Guðjónsson tók við stöðu forstjóra í kjölfarið. „Ekki stærra skattamál komið til meðferðar hjá okkur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.