Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.01.2004, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 10.01.2004, Qupperneq 6
6 10. janúar 2004 LAUGARDAGUR ■ Asía GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 70.38 0.59% Sterlingspund 127.53 0.40% Dönsk króna 11.89 -0.08% Evra 88.55 -0.09% Gengisvísitala krónu 122,06 0,22% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 430 Velta 9.548 milljónir ICEX-15 2.132 0,81% Mestu viðskiptin Kaupþing Búnaðarbanki hf. 616.990.318 Pharmaco hf. 99.657.886 Íslandsbanki hf. 90.161.863 Mesta hækkun Kaupþing Búnaðarbanki hf. 3,57% Landssími Íslands hf. 2,99% Opin Kerfi Group hf. 2,65% Mesta lækkun SÍF hf. -1,80% Össur hf. -1,41% Líf hf. -1,25% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.569,9 0,4% Nasdaq* 2.087,2 0,5% FTSE 4.494,2 0,5% DAX 4.045,4 1,0% NK50 1.383,6 0,6% S&P* 1.126,6 0,0% *Bandarískar vísitölur kl. 17. Veistusvarið? 1Hvað heitir helsti keppinauturHowards Dean í prófkjöri demókrata fyrir forsetakosningarnar vestanhafs? 2Hvað heitir skipstjórinn á BjarmaBA sem áfrýjað hefur brottkastsmáli? 3Hver sigraði áttunda áfangaParís–Dakar rallsins? Svörin eru á bls. 46 Bandaríkjaforseti kynnir nýja geimferðaáætlun: Mannað geimfar til Mars BANDARÍKIN George W. Bush Banda- ríkjaforseti ætlar í næstu viku að kynna áætlun um að senda mannað geimfar til reikistjörnunnar Mars og reisa rannsóknarstöð á tungl- inu, að sögn háttsettra bandarískra embættismanna. Markmiðið er að blása lífi í geimferðaáætlun Bandaríkjanna sem varð fyrir þungu áfalli þegar geimferjan Col- umbia sprakk í byrjun síðasta árs. Einnig er talið að Bush sé að reyna að afla sér stuðnings fyrir forseta- kosningarnar í nóvember. Heimildir herma að forsetinn ætli að dreifa kostnaðinum við framkvæmd áætlunarinnar og því sé ekki hægt að búast við því að mannað geimfar verið sent til Mars fyrr en eftir að minnsta kosti tíu ár. Sérfræðingar benda á að Bandaríkjamenn verði að hanna og byggja nýjar flaugar og það geti tekið nokkra áratugi. Faðir forset- ans, George Bush eldri, lagði ein- nig fram áætlun um að senda geimfara til Mars þegar hann sat í embætti forseta árið 1989. Ekkert varð úr þeim áformum vegna fjár- skorts. Þrjátíu ár eru liðin síðan Banda- ríkjamaður steig síðast á yfirborð tunglsins. Ferðin þangað tekur að- eins þrjá daga en það tekur að minnsta kosti hálft ár að fljúga til Mars. ■ Öryggi við Breið- holtslaug verður bætt Borgaryfirvöld hyggjast bregðast við þremur alvarlegum slysum við Breiðholtslaug. Aðstaða sundlaugarvarða bætt. Líklegt er að mynda- vélum verði komið fyrir á botni laugarinnar og hann lýstur. SLYSFARIR Íþrótta- og tómstundarráð hyggst bregðast við þeim slysum sem komið hafa upp í Breiðholts- laug á síðustu mánuðum með því að bæta aðstöðu starfsmanna. Anna Kristinsdóttir, formaður ráðsins, segir líklegt að myndavélum verði komið fyrir ofan í lauginni og hún lýst upp. Þrjú alvarleg slys hafa orðið í Breiðholtslaug á tæpum fimm mán- uðum. Það síðasta varð á miðviku- dagskvöld þegar maður var nærri drukknaður í lauginni. Sundlaugar- gestur kom auga hann á botni laug- arinnar sem varð til þess að sund- l a u g a r v ö r ð u r setti neyðaráætl- un í gang. Mann- inum er nú haldið sofandi á gjör- gæsludeild Land- spítalans. Þann 11. nóvember varð annað alvar- legt slys í laug- inni þegar 14 ára drengur fannst meðvitundarlaus á botni laugarinnar og 23. ágúst bjargaði sundlaugarvörður fimm ára stúlku frá drukknun. Bæði drengurinn og stúlkan hafa nú náð sér en drengurinn lá lengi þungt haldinn á gjörgæsludeild Land- spítalans. Erlingur Jóhannsson, íþróttafull- trúi hjá ÍTR, segist ekki eiga neinar skýringar á því hvers vegna þessi slys hafi öll orðið á þessu stutta tímabili í sömu sundlauginni. Farið hafi verið vandlega yfir atburða- rásina þegar slysin urðu og allt bendi til þess að um hreina tilviljun sé að ræða. Aðspurður hvort rekja megi slysin til þess að öryggismál séu í ólestri við laugina segist hann ekki telja að svo hafi verið í þessum tilfellum. Erlingur segir að eftir sem áður verði öryggisaðbúnaður við laugina skoðaður sérstaklega. Reyndar hafi hann verið tekinn út í desember samkvæmt fimm ára áætlun um út- tekt á sundstöðum borgarinnar. Sú athugun hafi leitt í ljós að aðstaða sundlaugarvarða í eftirlitsturninum við laugina sé ekki fullnægjandi. Til þess að hafa fullkomna yfirsýn yfir laugina verði verðirnir að halla sér fram á handriði sem þar sé og ljóst sé að sú staða sé þreytandi. Hann segir að þegar hafi verið ákveðið að bæta úr þessu. Þegar Fréttablaðið fjallaði um öryggismál Breiðholtslaugar eftir slysið í nóvember lýsti Gunnar Hauksson, forstöðumaður laugar- innar, því yfir að nauðsynlegt væri að koma eftirlitsmyndavélum fyrir ofan í lauginni og lýsa hana betur. trausti@frettabladid.is Trúfélagaskráning: Fleiri í fríkirkjur TRÚARBRÖGÐ 86,1% landsmanna eru í þjóðkirkjunni samkvæmt skrám Hagstofunnar. Fyrir áratug voru 92% skráð í þjóðkirkjuna en hlut- fallið hefur farið lækkandi ár frá ári undanfarin ár. Fríkirkjusöfnuðirnir, Fríkirkj- urnar í Reykjavík og Hafnarfirði auk Óháða söfnuðarins, hafa eflst á sama tíma. Nú eru 4,5% þjóðarinnar skráð í söfnuðina þrjá en voru 3,2% fyrir áratug síðan. Eitt trúfélag til viðbótar telur meira en eitt prósent þjóðarinnar til sóknarbarna sinna, það er kaþólska kirkjan. 2,4% eru utan trúfélaga en voru tæp tvö pró- sent 1996. ■ LÍKAN AF SPIRIT Könnunarfarið Spirit hefur tekið litmyndir af yfirborði Mars sem sendar hafa verið til jarðar. Verkfræðingar NASA brjóta heilann: Farið kemst ekki úr stað KALIFORNÍA, AP Verkfræðingar bandarísku geimferðastofnunar- innar, NASA, hafa unnið að því und- anfarna daga að reyna að færa loft- púða sem koma í veg fyrir að könn- unarfarið Spirit geti lagt af stað í leiðangur um plánetuna Mars. Loftpúðarnir voru notaðir til að hægja á ferð könnunarfarsins þegar því var varpað til jarðar og tryggja mjúka lendingu á Mars. Nú eru þeir fyrir farinu og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur verkfræðingum NASA ekki tekist að færa þá úr stað. Bandaríska geimferðastofnunin kannar nú aðrar leiðir til að koma könnunar- farinu niður af lendingarbúnaðin- um en ljóst er að þeim fylgir öll- um ákveðin áhætta. ■ Launakröfur VR: Klárar í næstu viku KJARAMÁL Verslunarmannafélag Reykjavíkur er nú að leggja loka- hönd á kröfugerð sína fyrir kom- andi kjarasamninga en samningar við atvinnurekendur eru lausir 1. mars næstkomandi. Verslunarmannafélag Reykja- víkur kynnti atvinnurekendum kjarakröfur sínar skömmu fyrir jól. Þar er áherslan lögð á stöðugleika og atvinnuöryggi. Krafa er gerð um viðunandi starfskjör fyrir hóflegan vinnutíma og sérstaka hækkun lægstu launa. Launakröfurnar verða endanlega ákveðnar á nýárs- fundi VR á fimmtudag. ■ Alltaf ód‡rast á netinu Breytanlegur farseðill! Verð á mann frá 19.500 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 22 35 0 1 0/ 20 03 AFTUR TIL TUNGLSINS Bandarískir embættismenn segja að George W. Bush forseti ætli að leggja fram áætlun um að reisa bandaríska rannsóknarstöð á tunglinu. Spr v OS flu us ja æ s 962, hafa örnu og h afa báðar þjóðir Hollen mistök l k- ra m- la- afa er ur- hafa ælli kíra borð aðir g sjö á Öryggismál í ólestri við Breiðho ltslaug Á skömmu m tíma haf a tvö alvarl eg slys orði ð við Breið holtslaugin a. Ungum dr eng er hald ið sofandi á gjörgæslu. Fyrrveran di starfsma ður gagnrýnir ö ryggismálin harðlega. Í þróttafulltr úi hyggst ka nna málið. SLYSFARIR Tvö alvar leg slys hafa orðið í B reiðholtsl aug á tæ pum þremur m ánuðum. Í síðustu viku fannst 14 ára dreng ur meðvit und- arlaus á b otni lauga rinnar og 23. ágúst bja rgaði sun dlaugarvö rður fimm ára stúlku f rá drukk nun. Drengnum er enn ha ldið sofan di á gjörgæslu deild Lan dspítalans við Hringbra ut. Fyrrvera ndi s tarfsmað ur sundlaug arinnar, sem ekk i vill láta nafns síns geti ð, segir s lysin undanfari ð endursp egla þá s tað- nd að ým is öryggis atriði séu í i a Til d æmis FRÉTTABLAÐIÐ 17. NÓVEMBER Eftir að 14 ára piltur fannst meðvitundarlaus á botni Breiðholtslaugar í nóvember fjallaði Fréttablaðið um öryggismál við laugina. Á miðvikudagskvöldið varð annað alvarlegt slys í lauginni. „Sú athug- un hafi leitt í ljós að að- staða sund- laugarvarða í eftirlitsturnin- um við laug- ina sé ekki fullnægjandi. SPRENGJUÁRÁS Á BÆNAHÚS Að minnsta kosti fimmtán manns særðust þegar handsprengja sprakk á þaki mosku í verslunar- hverfi Jammu í indverska hluta Kasmír. Bænastund var í mosk- unni þegar atvikið átti sér stað. Árásarmennirnir flúðu af vett- vangi eftir að hafa kastað sprengj- unni. Enginn hefur lýst ábyrgð á verknaðinum á hendur sér.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.