Fréttablaðið - 10.01.2004, Side 10

Fréttablaðið - 10.01.2004, Side 10
10 10. janúar 2004 LAUGARDAGUR Dollarinn á lægstu slóðum sínum í fimm ár: Krónan hækkar líklega áfram EFNAHAGSMÁL Gengi krónunnar gagnvart dollara hefur hækkað um tíu krónur á fjögurra mánaða tíma- bili og um rúmar 40 krónur ef miðað er við nóvember 2001 þegar krónan var hvað veikust gagnvart dollara. Líklegra er að krónan styrkist á næstunni en að hún veikist. Afleiðingar þessa eru margvís- legar. Skuldir í dollurum lækka, inn- flutningsverð vöru sem greitt er fyrir í dollurum er lægra og ódýr- ara er að fjárfesta í Bandaríkjun- um. Fyrri fjárfesting verðfellur hins vegar og útflytjendur sem fá greitt í dollurum verða fyrir búsifj- um. „Ég held að þetta sé leiðrétting ef við lítum aftur til þess tíma þegar dollarinn fór í 110 krónur í lok árs 2001. Það var klárlega yfirskot, dollarinn of sterkur og krónan of veik,“ segir Ingólfur Bender, for- stöðumaður Greiningar Íslandsbanka, og kveður stóran hluta gengisbreyt- ingarinnar vera leiðrétt- ingu. „Að vissu leyti er komin upp öfug staða nú ef maður lítur á stöðu krónunnar gagnvart öðrum mynt- um. Það er okkar mat að hún sé of- metin og komi til með að lækka.“ Ingólfur segir að það gerist þó ekki á næstu vikum og mánuðum heldur sé líklegt að krónan styrki sig á tímabili stóriðjuframkvæmda en lækki í kjölfarið. ■ Hér er bannað að hafa eiturlyfum hönd og við höfum aldrei selt áfengi. Þetta er bara fjölskyldu- klúbbur,“ segir Sverrir Þór Einars- son, húðflúrari og forseti vélhjóla- klúbbsins Ýmis í Kópavogi, sem bendlaður hefur verið við glæpa- samtökin Bandidos. Fréttablaðið heimsótti Sverri í klúbb hans á Skemmuvegi 22 í Kópavogi. Sverrir, sem reyndar er betur þekktur sem Sverrir Tattú, var á staðnum ásamt syni sínum Daða Geir, 20 ára, og Diljá Finn- bogadóttur, 18 ára sambýliskonu. Sverrir, sem er 43 ára, segir fjöl- skylduna einstak- lega samrýnda. Daði samsinnir því og segist kalla Diljá mömmu. Sverrir segist sjálfur búa í H a f n a r f i r ð i ásamt sambýliskonunni en Daði Geir býr í klúbbnum, sem jafnframt er húðflúrstofa og vinnustaður Sverris. Bar er á staðnum og svið fyrir uppákomur auk billjardborðs. Lítið verkstæði er þiljað af en þar eru tvö Harley Davidson-mótorhjól í eigu Sverris. Miklum sögum fer af samkvæm- um á staðnum seinasta árið og hefur lögreglan í Kópavogi haft staðinn undir eftirliti þar sem grunur er um að sala og neysla á eiturlyfjum hafi átt sér stað þar. Sverrir Tattú er þekktur fyrir að hafa verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir manndráp ásamt öðr- um á sínum tíma þegar maður lést eftir átök á veitingastaðnum Vegas. „Þetta mál fór seinna fyrir Mannréttindadómstólinn í Strass- burg þar sem í ljós kom að framið hafði verið á okkur réttarmorð og maðurinn dó úr sjúkdómi. Okkur voru dæmdar bætur,“ segir Sverrir. Hann segist hafa verið í óreglu á þeim tíma en nú snerti hann ekki eiturlyf og lifi heilbrigðu lífi. Félagi í Fáfni Sverrir var áður félagi í mótor- hjólaklúbbnum Fáfni, sem sótt hef- ur um inngöngu í Hells Angels, en hætti þar, til að stofna sinn eigin klúbb. Á sínum tíma þegar Hells Angels komu til Íslands, að sögn til að skoða Gullfoss og Geysi, var Sverrir Þór til andsvara í fjölmiðl- um ásamt Brynjólfi Þór Jónssyni, forseta Fáfnis. Sverrir segist enn vera á þeirri skoðun að ekki eigi að banna Englunum að koma til lands- ins sem ferðamenn. Leiðir hans og Fáfnis skildu nokkru síðar þegar hann stofnaði Ými. „Ég var til reynslu í nokkra mán- uði en leist ekki á þetta og fór,“ seg- ir Sverrir Tattú. Hann segist ekki eiga önnur fjárhagsleg samskipti við vél- hjólaklíkuna Bandidos en að hafa keypt af þeim mótor í Harley Davidson-hjól sitt. „Ég þekki sáralítið til Bandidos eða Hells Angels,“ segir Sverrir og bætir við að þar sé að finna menn sem stundi glæpi. Sverrir segist að- eins hafa kynnst einum félaga í Bandidos, Hjalta Kárasyni, sem komið hafi til Íslands á dögunum í frómum tilgangi. „Hann kom til landsins til að mæta í barnaafmæli og skoðaði hvernig Harley-menningin er á Ís- landi og fannst það mikið fyndið í samanburði við það sem gerist á Norðurlöndunum,“ segir Sverrir en það er skilyrði fyrir inngöngu fé- laga að þeir eigi Harley Davidson- mótorhjól. Sverrir segist vera eini fullgildi félaginn í Ými og að félags- skapurinn sé í raun óvirkur þar sem tveir félagar sem þar voru hafi hætt vegna þess að þeir gátu ekki komið sér upp hjólum. Víkingasveit á staðinn Lögreglan hefur fylgst grannt með klúbbnum að undanförnu. Sverrir segir að þeir hafi ekkert fundið þrátt fyrir að Víkingasveitin hafi verið kölluð út eftir að „nær- sýnn“ lögreglumaður hafi talið sig sjá byssuskefti í bifreið Daða. „Það kom fjöldi lögreglumanna að en niðurstaðan var sú að það sem lögreglumaðurinn sá var rúðu- skafa,“ segir Sverrir. Miklum sögum hefur farið af því að um jólin hafi verið standandi eiturlyfjapartí í klúbbi Sverris. Tölvupóstur sem inniheldur svæsn- ar lýsingar á því að „vélhjólaklíka“ hafi þar misnotað 14 ára stúlku hef- ur farið um sem logi yfir akur. Sverrir er nafngreindur þar og vís- að er til móður stúlkunnar í frásögn af því að stúlkan hafi verið misnot- uð. Meðal annars hefur tölvuskeytið komið inn á allar lögreglustöðvar á landinu. Sverrir segir að tölvupóst- urinn eigi uppruna sinn á spjallvef femin.is. Þetta sé gróf aðför að mannorði sínu því hann hafi öll jól- in verið heima hjá sér í Hafnarfirði. Daði sonur hans tekur í sama streng og segist hafa verið einn á staðnum um alla hátíðina. „Á annan í jólum vorum við í matarboði hjá mömmu. Ég kom hingað á aðfangadag en síðan ekki fyrr en á gamlárskvöld þegar ég skaut hér upp flugeldum ásamt börnunum mínum,“ segir Sverrir. Hann segir að eftir að hann hafi skotið upp flugeldum hafi hann far- ið í klúbb Fáfnis í Hafnarfirði til að skemmta sér í góðum félagsskap. „Það er af og frá að ég standi fyr- ir einhverju eiturlyfjasukki eða misnoti ungar stúlkur. Þetta er rakalaus óhróður í skjóli nafnleynd- ar,“ segir Sverrir, sem í gær kærði femin.is til lögreglunnar í Kópavogi og óskaði eftir rannsókn á sjálfum sér og klúbbnum. ■ Kröfur sérfræðilækna: Fari fyrir Alþingi HEILBRIGÐISMÁL „Einungis Alþingi get- ur tekið afstöðu til sumra krafna sér- fræðilækna því þær snúast um breytingu á grundvallarreglunni um jafnan aðgang allra að heilbrigðis- kerfinu, án tillits til efnahags. Þess vegna hefur Tryggingastofnun í reynd enga heimild til að semja um þær kröfur,“ segir Össur Skarphéð- insson um stöðuna í kjaradeilu sér- fræðilækna. Össur segir kröfurnar ekki síst snúast um það grundvallaratriði hvort menn geti borgað sig fram fyr- ir á biðlistum. Verið sé að búa til eitt kerfi fyrir þá efnameiri sem eiga peninga og annað fyrir hina. ■ „Á annan í jólum vorum við í matar- boði hjá mömmu. Hugo Þórisson sálfræðingur Wilhelm Norðfjörð sálfræðingur Nýtt námskeið að hefjast Upplýsingar og skráning í s: 562 1132 og 562 6632 eftir kl. 16 og um helgar Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um: • Þroska barna, sjálfsmynd og samskipti. • Vandamál sem geta komið upp í samskiptum innan fjölskyldunnar. • Aðferð til þess að kenna börnum að taka ábyrgð. • Hvernig hægt er að tala við börn og tryggja að þau vilji hlusta. • Aðferðir til þess að kenna börnum tillitsemi og sjálfsaga. • Aðferðir til að komast út úr samskiptum þar sem eru sigurvegarar og taparar. • Hugmyndir um hvernig er hægt að hafa jákvæð áhrif á gildismat barna. www.samskipti.org Voðaskot: Komin af gjörgæslu SLYS Stúlkan sem varð fyrir voða- skoti á Hallormsstað á Héraði á mánudagskvöld er á batavegi. Að sögn vakthafandi læknis á gjör- gæsludeild Landspítala við Hring- braut var stúlkan flutt yfir á Barna- spítala Hringsins í fyrradag. Slysið varð þegar stúlkan, sem er níu ára, og þrettán ára systir hennar voru að leika sér með riffil. Skot hljóp úr honum og fór í stúlk- una. Stúlkan var flutt alvarlega slösuð á heilsugæslustöðina á Egils- stöðum og þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur. ■ GJAFMILDUR Silvio Berlusconi gaf undirmönnum sínum geisladisk með ljóðum eftir hann sjálfan. Óvænt nýársgjöf: Enn deilt á Berlusconi ÍTALÍA Silvio Berlusconi, forsætis- ráðherra Ítalíu, ákvað að gleðja 2.000 konur, sem starfa á skrifstof- um hins opinbera, með óvæntri nýársgjöf. Þegar konurnar mættu til vinnu eftir jólafrí lá pakki á borði þeirra með kveðju frá forsætisráðherran- um. Í pakkanum var geisladiskur tónlistarmannsins Mariano Apicella þar sem hann syngur frumsamin lög við ljóð eftir Berlusconi sjálfan. Uppátæki forsætisráðherrans hefur mælst misvel fyrir. Margir velta því fyrir sér hvers vegna karl- menn sem starfa hjá hinu opinbera fengu engar gjafir en aðrir vilja fá að vita hver borgaði brúsann. ■ 68,55 01/1997 68,47 10/1998 87,38 11/2000 104,61 06/2001 85,56 07/2002 72,96 05/2003 79,83 09/2003 69,91 01/2004 107,30 11/2001 98,48 08/2001 72,90 01/1998 74,50 07/1999 ÞRÓUN KRÓNU GAGNVART DOLLARA Miðgildi á verðmæti krónu gagnvart dollar miðað við meðalgengi í mánuði. FJÖLSKYLDAN Klúbbur sem kenndur hefur verið við vélhjólaklúbbinn Ými í Kópavogi hefur verið undir smásjá lögreglunnar. Eigandinn Sverrir Þór Jóns- son er hér ásamt sambýliskonunni Diljá Finnbogadóttur og syninum Daða Geir Sverrissyni. Fréttaskýring REYNIR TRAUSTASON ■ heimsótti höfuðstöðvar vélhjóla- klúbbsins Ýmis, sem bendlaður er við vélhjólaklíkuna Bandidos. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Svonaerum við HLUTFALL ÍSLENDINGA Í ÞJÓÐKIRKJUNNI 1996 80,48% 1997 89,94% 1998 89,37% 1999 88,71% 2000 87,83% 2001 87,08% 2002 86,56% 2003 86,08% HEIMILD: HAGSTOFAN. Forseti Ýmis segist reka fjölskylduklúbb Sverrir Þór Einarsson er eigandi umdeilds næturklúbbs í Kópavogi sem lögreglan vaktar. Hann er sakaður um það á Netinu að hafa misnotað unglingsstúlku og gefið henni eiturlyf. Hann segir það óhróður og hefur kært femin.is til lögreglu. Sver af sér tengsl við Bandidos.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.