Fréttablaðið - 10.01.2004, Síða 20

Fréttablaðið - 10.01.2004, Síða 20
20 10. janúar 2004 LAUGARDAGUR Jónastríðið Þegar fimm sekúndur voru eftiraf Silfri Egils á gamlársdag vék stjórnandinn sér að mér og spurði hvort ég teldi rétt að setja lög gegn samþjöppun á fjölmiðla- markaði. Ég gaf mér tvær sekúndur til að hugsa málið áður en ég svaraði: „Ég veit það ekki. Þetta er erfitt mál. Það er að minnsta kosti dáldið „scary“ að hugsa til þess að sami aðilinn eigi Fréttablaðið, DV og Stöð tvö.“ Svo var þátturinn búinn. Síðan er runnið upp nýtt ár og manni hefur gefist meiri tími til að hugsa. Þetta er snúið mál. Og í því kristallast átökin um Ísland. Með Jón Ásgeir á heilanum Fyrir rúmu ári skrifaði ég grein um Bláu höndina þar sem ég ýjaði að því að forsætisráðherra hefði staðið fyrir innrás lögregl- unnar í Baug kvöldið áður en forsvarsmenn fyrirtækisins áttu að undirrita Arcadia-samningana úti í London. Þremur dögum eftir að greinin birtist var ég kallaður á fund niður í Stjórnarráð þar sem forsætisráðherra gaf sér rúman klukkutíma til að reyna að hrekja þá kenningu fyrir mér, en gerði þó meira í því að styrkja hana, með öllum þeim illu nöfnum sem hann valdi Baugsmönnum og þeirra fólki. Síðan þá hefur fátt merki- legra gerst í íslensku þjóðlífi annað en reglubundnar árásir for- sætisráðherra á Jón Ásgeir Jó- hannesson og fyrirtæki hans Baug: Allt frá heilaspuna um mútutilraunir til síðustu ásakana um misnotkun á „Baugstíðindum“. Ráðherrann virðist vera með Jón Ásgeir á heilanum. Segja má að það hafi verið aðalstarfi Davíðs Oddssonar undanfarið ár að sanna kenninguna um Bláu höndina. Og vil ég nota tækifærið hér til að þakka honum fyrir það. En hvers vegna er forsætisráð- herra með Jón Ásgeir á heilanum? Hugsanleg skýring: Jón Ásgeir er orðinn stærri en Sjálfstæðis- flokkurinn. Formaður Sjálfstæðisflokksins reis til metorða á þeim tíma þegar flokkurinn átti Ísland. Þeir sem þá áttu Ísland áttu flokkinn og for- manninn þar með. (Hér er ég þó alls ekki að segja að eigendurnir hafi misnotað formanninn dag- lega: það þótti einmitt einn helsti kostur Davíðs hve sjálfstæður hann var gagnvart flokkseigend- unum.) Smám saman misstu þeir hinsvegar landið út úr höndunum. Tími þeirra leið og annar kom í staðinn; fullur af útrásarmönnum og erlendu fé, viðskiptamönnum sem kunnu ensku og voru kannski ekki einu sinni Sjálfstæðismenn. Bónusfeðgar knébeygðu heild- salana – þessa gullstráandi greifa b e r n s k u minnar – og Björgólfur snæddi Kolkrabbann í einhverju hádeginu: Þar með hvarf allt þetta fólk sem enginn hafði nokkru sinni séð eða heyrt – huldufólkið við Ægissíðuna – sem átti okkur þó engu að síður og nærðist á öllum okkar athöfnum líkt og andlitslausar blóðsugur. Tíu árum eftir að Davíð tók við völdum vöknuðu menn upp við þá staðreynd að í fyrsta sinn síðan Gunnar heitinn á Hlíðarenda var og hét hafði komist á raunveru- legt einstaklingsfrelsi á Íslandi: Mönnum leyfðist að kaupa og selja að vild, bræða saman fyrir- tæki og græða sem best þeir gátu. Alveg óháð því hvar þeir stóðu í pólitík. Og athafnalífið blómstr- aði. Og sumir umfram aðra. Sá snjallasti var allt í einu orðinn margfalt stærri en sjálfur Kol- krabbinn var á sínum tíma. Í dag er Baugur líklega eina fyrirbærið á Íslandi sem er stærra en sjálfur yfirfaðir okkar allra, borgar og sveita, lands og ísa; sjálfur Sjálf- stæðisflokkurinn. Þess vegna er Davíð með Jón Ásgeir á heilanum. Hrópandinn á hliðarlínunni Sumir kunna að fagna þessu og segja: Loksins, loksins. Loksins kemur einhver sem getur leyst Ís- land úr álögum Sjálfstæðisflokks- ins. Aðrir hrópa: Þetta gengur bara ekki. Það verður að stoppa þessa menn! Ekki síst nú þegar þeir eru farnir að kaupa fjölmiðla. Nú blasir það við að Jón Ásgeir mun eiga stóran hlut í þremur stórum fjölmiðlum á Íslandi: Fréttablaðinu, DV og Stöð 2. En það blasir hinsvegar einnig við okkur að Sjálfstæðisflokkurinn á enn hina þrjá fjölmiðlana á Ís- landi: Ríkisútvarpið, Morgun- blaðið og Skjá Einn. (Og einn lítinn fugl á Útvarpi Sögu að auki.) Stað- an er 3-3. Skammt er hinsvegar síðan að staðan var 4-1 fyrir þeim bláklæddu – þegar flokkurinn átti enn DV og hinn Jóninn ríkti á Stöð 2. Við höfum flest séð svip- inn á þjálfara knattspyrnuliðs sem misst hefur yfirburðastöðu niður í jafntefli. Þannig líður Dav- íð. Og þannig talar hann og þannig lítur hann út. Alltaf pirraður. Og síhrópandi á dómarann: „Mútur! Misnotkun! Svindl! Víti! Útaf með manninn!“ Dómararnir í Hæstarétti kannast við tóninn og öryrkjarnir í áhorfenda- stúkunni líka. Kallað úr kjöltu Kol- krabbans Á undra- s k ö m m - um tíma h e f u r gamli sjálfstæðisaðallinn tapað nánast öllu sínu og ekkert fengið í stað- inn nema Gljúfrastein. (Sem var reyndar alveg ágætt. Vinstri elítan hafði ekki skrifað staf um HKL í tuttugu ár.) En þeir halda þó enn sínum fjölmiðlum. Þeir halda sínu hreðjataki á RÚV, eru með Moggann í gíslingu og hafa Skjáinn undir pilsfaldinum. Sá síðastnefndi kom rækilega út úr skápnum síðastliðið vor þegar Egill Helgason var flæmdur burt af stöðinni. Á dögunum ritaði Ásta Möller grein í og um Fréttablaðið þar sem hún sýndi fram á það í þremur dæmum hvernig blaðið hlýddi eigendum sínum með tákn- rænum þögnum um erfið mál, til- færslum af forsíðu o.s.frv. Dæmin voru fá og fátækleg en fyrir hendi engu að síður. Það var hinsvegar undarleg til- finning að heyra slíkar lýsingar frá barát tug laðr i sjálfstæðis- konu og h u g - heilli Moggamanneskju: Það er jú einmitt svona sem Mogginn hefur alltaf verið skrifaður. Það er einmitt svona sem við höfum þurft að lesa Moggann í hálfa öld. Við höfum alltaf þurft að fylla í eyðurnar. Það sem Mogginn kýs að segja ekki frá er alltaf stærri frétt en þær sem hann skrifar. Í seinni tíð hefur blaðið reynt að breiða yfir slagsíðuna með marglitum breiðsíðum þar sem Vinstri grænir og Samfylkingar- menn fá að skrifa saklausar greinar sem enginn les, en þegar á hólminn kemur stendur blaðið þó alltaf með sínum, hvort sem það er Árni Johnsen, Kristinn Björns- son olíuforstjóri eða Davíð Odds- son. Allt frá frægri samstöðu með sínum fallna þingmanni, samviskuhreinsunarviðtali þar sem samráðsforstjóri fékk að tjá sig um gang lögreglurannsóknar, til bolludagsumfjöllunar þar sem fyllerísbrandara forsætis- ráðherra var slegið upp í stríðsletri á forsíðu, (sjálfsagt einn af lágpunktum íslenskrar blaðasögu) hefur Morgunblaðið með reglubundum hætti minnt okkur á stöðu sína gagnvart eig- endum sínum; hinum engeygðu eignamönnum; máttarstólpum Sjálfstæðisflokksins. Ein af dap- urlegri uppákomum liðins árs varð þegar Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, reis upp sem sérlegur gestur á flokksþingi Samfylkingarinnar og varaði við því að viðskiptasamsteypur reki fjölmiðla; maðurinn sem setið hefur í kjöltu Kolkrabbans í fjöru- tíu ár. Ég er ekki að segja að flokkur- inn misnoti fjölmiðla sína daglega eins og forsætisráðherra sakar þá Baugsmenn um, en þó gerðist það um hátíðarnar að flokksmiðlarnir voru misnotaðir tvo daga í röð: Á nýársdagskvöld var frumsýnd í Ríkissjónvarpinu kvikmyndin Opinberun Hannesar og daginn eftir hafði þeim á Mogganum tekist að finna mann sem var til- búinn að fórna mannorði sínu og gefa myndinni þrjár stjörnur. Fjörbrot deyjandi valds Það er sannarlega „scary“ þegar margir fjölmiðlar komast á eina hönd. En kannski er það óhjá- kvæmilegt. Í Bretlandi á Rupert Murdoch þriðjung af dagblöðum landsins (The Sun, The Times, Sunday Times o.fl.) sem og sjón- varpsstöðvarnar Sky og hina am- erísku Fox sem í þessum mánuði mun einnig hefja útsendingar frá London. Fyrir sitt alþjóðlega fjöl- miðlaveldi hefur hann orðið einn af hötuðustu mönnum heimsins og á það ef til vill skilið. Ég þekki það ekki svo vel. En líklega er það svo að sambúð fjölmiðla við eigendur sína getur aldrei orðið annað en vandræðaleg. Það er auðvitað engin óska- staða að sami aðilinn eigi Frétta- blaðið, DV og Stöð 2, en á móti kemur að enginn annar en Jón Ás- geir virtist hafa haft áhuga (eða bolmagn?) til að taka við þessum miðlum. Reyndar bar Mogginn víurnar í DV en Landsbankinn vantreysti skiljanlega mönnum sem ekki höfðu gert nein viðskipti frá því að gemsarnir komu til sögunnar og ætluðu að gera þetta allt í gegnum gamla góða Póstinn. Sjálfur heldur Jón Ásgeir því fram í grein í Morgunblaðinu að þessir fjölmiðlar væru vart lengur til hefði hann ekki sýnt þeim áhuga. En Sjálfstæðismenn sýndu þeim sannarlega áhuga. Þá lang- aði í DV. Alveg eins og þá langaði til að stofna Stöð 3 á sínum tíma, til að klekkja á Stöð 2 og hefna sín á Jóni Ólafssyni. Um líkt leyti var sett á laggirnar nefnd sem átti einmitt að skoða samþjöppun á Þjóðfélagið HALLGRÍMUR HELGASON ■ rithöfundur skrifar um átökin um Ísland. JÓN BALDVIN HANNIBALDSSON „Fyrst var það Jón Baldvin: Maðurinn sem gerði Davíð að forsætisráðherra og bjó það til handa honum sem best hann hefur gert (EES-samninginn). Frá því að Davíð sveik Jón Baldvin fyrir kvótakurfana í Fram- sókn hefur Jóninn sá og minningin um störf hans truflað forsætisráðherrann.“ JÓN ÓLAFSSON „Þá kom Jón Ólafsson. Stórathafnamaður sem ekki var í flokknum. Hinn svarti sonur einstaklingsframtaksins sem aldrei lét að stjórn en náði samt að eignast sjónvarps- stöð. Óþolandi. En hann gróf sína eigin gröf; borgaði aldrei meira en vinnukonu- skatt og með aðstoð skattrannsóknarstjóra var því fremur auðvelt að flæma Jón II af landi brott.“ JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON „En þá var kominn Jón hinn þriðji. Jón Ásgeir. Og þriðji hluti Jónastríðsins var hafinn. Og því mun ekki ljúka fyrr en Davíð hættir eða honum hefur tekist að flæma Jón Ásgeir úr landi eins og fyrri Jónana tvo. Á sex mánaða fresti hljómar herkvaðningin úr Stjórnarráðinu: „Okur á vínberjum! Þrjú hundruð milljónir! Götustrákar! Samsæri! Flop Shop! Þýfi! Baugstíðindi!““ Á undraskömmum tíma hefur gamli sjálfstæðisaðallinn tapað nánast öllu sínu og ekkert fengið í staðinn nema Gljúfrastein. (Sem var reyndar alveg ágætt. Vinstri elítan hafði ekki skrifað staf um HKL í tuttugu ár.) En þeir halda þó enn sín- um fjölmiðlum. Þeir halda sínu hreðjataki á RÚV, eru með Moggann í gíslingu og hafa Skjáinn undir pilsfaldinum. Sá síðast- nefndi kom rækilega út úr skápnum síðastliðið vor þegar Egill Helga- son var flæmdur burt af stöð- inni. ,,

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.