Fréttablaðið - 10.01.2004, Síða 26
26 10. janúar 2004 LAUGARDAGUR
Vefforritun
Inngangur að vefforritun (PHP103). Sérkenni php-skriptmálsins skoðað og endað á smíði gagnvirks vefsvæðis.
Vefforritun 1 (VEF103). Markmiðið er að nemendur geti greint, hannað og útfært smærri vefkerfi.
með áherslu á starfstengt nám
Fjarnám
IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍKSkólavörðuholti • 101 Reykjavík • Sími 522 6500 • www.ir.is • ir@ir.is
Skoðaðu möguleikana og smelltu þér
á vefslóðina: http://fjarnam.ir.is
G
Ú
ST
A
Hrossakjöt verður sífellt sjald-gæfari réttur á borðum
landsmanna og hefur salan
minnkað statt og stöðugt síðustu
ár. Séu nýlegar kjötsölutölur frá
Bændasamtökunum teknar sam-
an og lagðar á borð í hundrað
manna matarveislu er niðurstað-
an sú að aðeins tveir kjósa
hrossakjöt á meðan til dæmis
fimmtán velja nautakjöt og þrjá-
tíu kindakjöt. Þekkt er að hesta-
menn geta ekki hugsað sér að
leggja sér hross til munns og hafa
auknar vinsældir hestasportsins
sjálfsagt fækkað hrossakjötslyst-
höfum um leið. Hákon Már Örv-
arsson, matreiðslumeistari á Vox,
segir folaldalundir vera afar gott
kjöt: „Þetta er dýrindismatur,
sérstaklega ef lundirnar eru vel
fituhreinsaðar. Það er tilvalið að
léttsteikja þær og krydda
með salti, pipar og jafnvel
timijan. Góð og kraftmikil
sósa er nauðsynleg með.“
Þrátt fyrir þetta býður Hákon
Már ekki upp á hrossakjöt á
staðnum sínum og segist ekki
hafa séð það á matseðli á ein-
um einasta veitingastað sem
hann hefur komið á í gjörvallri
Evrópu. „Það hefur heldur
aldrei verið beðið um hrossa-
kjöt á þeim stöðum sem ég hef
unnið á, og eru þeir nú nokkr-
ir,“ segir Hákon Már, sem
síðast eldaði folaldalundir
sjálfur fyrir nokkrum árum
og þá heima hjá sér. ■
Íris Edda Jónsdóttir er fertugþriggja barna móðir úr Kjósinni
sem margir hafa heyrt í án þess
að hafa hugmynd um það. Hún er
rödd heimilissíma Landssímans
og segir til dæmis „þetta númer
er á tali“ þegar svo ber undir. Hún
á það líka til að spyrja fólk spjör-
unum úr, hjá Gallup annast hún
nefnilega úthringingar í skoðana-
könnunum. En Íris lætur sér ekki
nægja að tala, hún er söngljón af
Guðs náð og hefur sungið frá því
að hún man eftir sér og það þó að
lítið hafi verið sungið í hennar
fjölskyldu. Reyndar ekki neitt.
„Ég hef verið í kórum og lært svo-
lítið að syngja og
líður eiginlega
aldrei betur en
þegar ég syng,“
segir Íris, sem
er 180 senti-
metrar á hæð en
kemur samt
aldrei fram
nema á háum
hælum. Hún hef-
ur sungið með snillingum á borð
við Hilmar Sverrisson og Johnny
King en starfar nú með rokk-
grúbbunni Tilþrifum sem einmitt
treður upp á Rauða ljóninu í kvöld.
„Við erum með Deep Purple og
Rolling Stones á dagskránni og
bara alls konar rokk,“ segir Íris en
sveitin hyggur á plötugerð í fram-
tíðinni þar sem eigið efni verður
allsráðandi. Þá fyrst kemur í ljós
hvað býr í Tilþrifum. „Ég tel mig
hafa allt sem þarf en þetta er erf-
iður bransi,“ segir söngkonan há-
vaxna að lokum, og hlakkar að
vonum til kvöldsins.
bjorn@frettabladid.is
Janúarbrekkan...
Margur Spánverjinn dragnastnú másandi og blásandi upp
janúarbrekkuna, þennan örðugasta
hjalla ársins, þessa bröttubrekku
sem er jafnerfið uppgöngu og þrí-
tugur hamarinn. Ekki vegna þess
að skammdegismyrkur dragi menn
niðrí geðlægðir og aðrar gjótur og
holur sálarinnar sem snúið er að
krafla sig uppúr aftur heldur
dimmir að af öðru. Janúarbrekkan,
la cuesta de enero í munni Spán-
verja, – þetta skáldlega harmræna
minni sem þeir sækja í landslag
eða kannski vegagerð – er einskon-
ar heildarnafn og sjúkdómsheiti
þeirra á heilkenni sem grasserar
einsog flensa í upphafi hvers árs og
herjar á peningabudduna, sálar-
skjóðuna og skrokksgopann. En
þeir mega sjálfum sér um kenna
því að hér er um að ræða beina af-
leiðingu þeirrar ofneyslu/ofeyðslu
sem þeir hella sér flestir útí um jól
og áramót og frammá vitringadag-
inn, sjötta janúar. Janúarbrekkan
verður á vegi þeirra þegar þeir
taka að súpa seyðið
af ókristilegu ofáti
sínu og Bakkusar-
blóti þessa daga,
súpa seyðið af jóla-
lambinu, af gull-
flekknum eða
k ó l g u f l e k k n u m
(þeim ágætu fisk-
um), af hænsnfugl-
inum kalkúni, skel-
fiski ýmiskonar,
á l a s e i ð u n u m ,
márískum möndlu-
sætindum... eða
hvað það var nú sem þeir höfðu á
borðum hjá sér. Og sem þeir skol-
uðu niður ótæpilega með hvítvíni,
rósavíni, kampavíni og náttúrlega
hinum rauða „þrúgunnar dreyra“
sem slær eldi í hvert orð,/ gefur
augans kasti hvassari odd/ og
vængjar hvern hug við veighöfug
borð, svo að vitnað sé Einar Ben.,
búinn að súpa Spánarvín. En nú
eru hin veighöfgu borð hroðin,
þrúgunnar dreyri á þrotum og úr-
kostir ekki aðrir en að horfast í
augu við að borga brúsann eftir að
hafa þannig kastað húsinu útum
gluggann, einsog Spánverjar taka
til orða þegar þeir horfa ekki í út-
gjöld. Nú reyna þeir, semsagt, að
tína húsbrotin innum rúðulausan
gluggann aftur, tjasla uppí
dreyrrautt gatið á bankareikning-
um og bráðnað plastið í greiðslu-
kortum. Og til að bæta gráu ofaná
svart gerist þæfingurinn upp
þessa illfæru janúarbrekku enn
þyngri vegna allra aukakílóanna
sem bæst hafa á búk og limi. Þess-
vegna hafa spænskir fjölmiðlar
verið ólatir við það undanfarið að
beina mönnum inná mjóa veginn
aftur með ýmiskonar heilræðum í
mataræði til þess að koma vinnslu
og vessum líkamans í rétt horf á
ný, hinu veika holdi í réttar skorð-
ur. Og þessi holdsveiki speglast
síðan einnig í því að menn æða útí
megrun og annað harðlífi fyrir lín-
una. Allskonar megrunarupp-
skriftir ganga manna á millum,
munn frá munni, maga úr maga:
geimfarakúrinn, eplakúrinn, súpu-
kúrinn, gulrótarkúrinn, kálkúr-
inn... Og líkamsræktarstöðvar fyll-
ast fólki með böggum hildar og
holds, tilbúnu að iða hvoratveggju
af sér í sveita síns andlitis: bæta
fyrir syndir sínar af jafnmikilli
trúarsannfæringu og meinlæta-
maður hreinsar sig með sjálfspísl-
um í helgigöngu í dymbilviku.
Nema bara skrattinn kemst oftast í
spilið, eða trimmið, svo að flestir
missa móðinn fljótlega, gefast
uppá að krossfesta sjálfa sig dag
eftir dag og þurfa í þokkabót að
borga fyrir þá passíu. Þartil líður
að annarri kirkjunnar hátíð, þ.e.
páskum, og sólbaðsstrendur eru í
sjónmáli. Þá hefst krossganga
kroppsins aftur.
Útsölur létta sporin
Það eina sem léttir þessi þungu
spor Spanjóla upp janúarbrekkuna
er að hún er líka tími útsalna sem
hófust núna áttunda mánaðarins.
En þær gera í raun ekkert annað
en að lengja janúarbrekkuna langt
frammí febrúar því að kostakjörin
kosta líka sitt: Spánverjar (eða
ætti maður að þora að segja Spán-
verjur?) munu eyða að meðaltali
150 evrum í þær núna, hvort sem
það er í búðinni á horninu, stærstu
vöruhúsunum eða í öllum fínu og
fáguðu merkjavöruverslununum
þar sem menn eru auðvitað svo
fínir í taui og túla að nota ekki
óheflað orðbragð á borð við reba-
jas, eiginlega endurlækkanir, en
svo kalla hvunndagslegir
spænskumælendur útsölur: þeir
fínu tala auðvitað um precios
especiales: sérverð. ■
KRISTINN R. ÓLAFSSON
skrifar frá Madríd.
■ Skámánifrá Spáni
HROSS
Hrossakjöt er núna
komið niður í 2% af
heildarkjötsölu þjóðarinnar.
„Ég tel mig
hafa allt sem
þarf en þetta
er erfiður
bransi.
Nýjar tölur sýna að landsmenn hafa al-
mennt litla lyst á hrossakjöti:
Fjölgar í högum –
fækkar á diskum
■
Og til að bæta
gráu ofaná
svart gerist
þæfingurinn
upp þessa
illfæru janúar-
brekku enn
þyngri vegna
allra auka-
kílóanna sem
bæst hafa á
búk og limi.
Rokktónleikar á Rauða ljóninu í kvöld:
Rödd símans syngur
ÍRIS EDDA JÓNSDÓTTIR
Fertug þriggja barna móðir og söngkona
hljómsveitarinnar Tilþrifa. Hljómsveitin
treður upp á Rauða ljóninu í kvöld.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T