Fréttablaðið - 10.01.2004, Page 30
30 10. janúar 2004 LAUGARDAGUR
BÓK VIKUNNAR
Úrvalssögur eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson.
Fáir íslenskir rithöfundar skrif-
uðu betri smásögur á 20. öld en
Ólafur Jóhann Sigurðsson. Hann
var höfundur sem hafði fádæma
gott vald á stíl, eins og úrval
þessara sagna sannar. Þetta eru
tólf smásögur frá árunum 1939-
1950. Þær eru fjölbreyttar að efni
en hver um sig endurspeglar sér-
lega vel þann húmanisma sem
höfundurinn var fulltrúi fyrir.
■ Bækur
METSÖLULISTI
BÓKABÚÐA
EYMUNDSSONAR
ALLAR BÆKUR
1. Almanak Háskóla Íslands.
Háskóli Íslands
2. Þú getur hætt að reykja. Guðjón
Bergmann
3. Mýrin. Arnaldur Indriðason
4. Almanak Þjóðvinafélagsins. Sögufélagið
5. Í form á 10 vikum. Ágústa Johnson
6. Heilsudagbókin. Ritstjóri Ingvar
Jónsson
7. Líkami fyrir lífið. Bill Philips
8. Hlutabréf og eignastýring. Sigurður
B. Stefánsson
9. Supersex. Tracy Cox
10. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason
SKÁLDVERK
1. Mýrin. Arnaldur Indriðason
2. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason
3. Hvíta kanínan. Árni Þórarinsson
4. Röddin. Arnaldur Indriðason
5. Synir duftsins. Arnaldur Indriðason
6. Hringadrottinssaga. J.R.R. Tolkien
7. Mávahlátur. Kristín Marja Baldursdóttir
8. Kaldaljós. Vigdís Grímsdóttir
9. Sjálfstætt fólk. Halldór Laxness
10. Hálfbróðirinn. Lars Saabye
METSÖLUBÆKUR BÓKABÚÐA EYMUNDSSONAR
31. DESEMBER - 6. JANÚAR
METSÖLULISTI
BÓKABÚÐA MÁLS
OG MENNINGAR
ALLAR BÆKUR
1. Þú getur hætt að reykja. Guðjón
Bergmann
2. Almanak Háskóla Íslands. Háskóli
Íslands
3. Skattur á fyrirtæki. Ásmundur G.
Vilhjálmsson
4. Sporin í sandinum. Kristín Snæfells
5. Almanak Þjóðvinafélagsins. Sögufélagið
6. Sjálfstætt fólk. Halldór Laxness
7. Mýrin. Arnaldur Indriðason
8. Fiskar og menn. Ragnar Hólm Ragn-
arsson
9. Þúsund vísdóms spor. JPV
10. Saga Íslands VI. Hið íslenska bók-
menntafélag
SKÁLDVERK
1. Sjálfstætt fólk. Halldór Laxness
2. Mýrin. Arnaldur Indriðason
3. Röddin. Arnaldur Indriðason
4. Mávahlátur. Kristín Marja Baldursdóttir
5. Ár hérans. Arto Paasilinna
6. Napóleonsskjölin. Arnaldur Indriðason
7. Kaldaljós. Vigdís Grímsdóttir
8. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason
9. Hobbitinn. J.R.R. Tolkien
10. Hrapandi jörð - Tyrkjaránið. Úlfar
Þormóðsson
METSÖLUBÆKUR BÓKABÚÐA MÁLS OG MENNINGAR
31. DESEMBER - 6. JANÚAR
Nýlega kom út á Ítalíu bóksem geymir úrval mynda af
Benito Mussolini sem á sínum
tíma voru ekki taldar hæfar til
opinberar birtingar. Ítalska ein-
ræðisherranum var annt um
ímynd sína og skoðaði persónu-
lega allar myndir af sér áður en
hann leyfði birtingu þeirra. Á
valdatíma sínum lagði hann
bann við birtingu rúmlega 2000
mynda af sér. Á sumum mynd-
anna virtist hann meinleysisleg-
ur en á öðrum leit hann út eins
og geðsjúklingur.
Höfundar hinnar nýju bókar
eru tveir, sagnfræðingurinn
Mimmo Franzinelli og Emanuele
Valerio Marino, sem í tvo ára-
tugi var safnvörður í áróðurs-
ráðuneyti Mussolinis. Marino
var einn fárra manna sem vissu
af myndunum sem varðveittar
voru í ráðuneytinu. Það hvarfl-
aði ekki að Mussolini að láta
eyðileggja myndirnar því hann
hafði ekki hugmyndaflug til að
ímynda sér að einhver myndi
birta þær án leyfis.
Með árunum varð Mussolini æ
vandlátari á myndbirtingar. Árið
1934 bannaði hann einungis birt-
ingu 78 mynda en fimm árum
seinna voru þær 486. Blátt bann
var lagt við því að birtar væru
myndir af Mussolini með nunnum
eða kirkjunnar mönnum því ein-
ræðisherrann taldi að það myndi
leiða til ógæfu. Meðal þeirra fjöl-
mörgu mynda sem Mussolini
bannaði birtingu á er ein sem sýn-
ir hann í fáránlegum flugbúningi,
önnur sýnir hann í Berlín árið
1937 þar sem hann horfir á Adolf
Hitler með greinilegri blíðu og á
þeirri þriðju er hann ber fyrir
ofan mitti og rembist við að halda
bumbunni inni meðan hann
heilsar bændum. ■
Mikill áhugi hefur vaknað áævi Sylviu Plath í kjölfar
kvikmyndar þar sem stórstjarnan
Gwyneth Paltrow fer með hlut-
verk skáldkonunnar og er sögð
sýna stjörnuleik. Dóttir Sylviu,
Frieda, sem var tveggja ára þegar
móðir hennar fyrirfór sér, neitaði
að veita aðstoð við gerð myndar-
innar og sagðist ekki vilja rifja
upp þennan hluta af æsku sinni.
Hún segist aldrei ætla að sjá
myndina og orti harðort ljóð gegn
myndinni og framleiðendum sem
birt var í tímaritinu Tatler.
Vinkona Sylviu, skáldkonan
Ruth Fainlight, skrifaði á dögun-
um grein þar sem hún lýsti kynn-
um þeirra. Þær hittust fyrst árið
1961 og Ruth segir að við fyrsta
fund hafi þeim verið ljóst að þær
væru sálufélagar. Þær voru á
svipuðum aldri, bandarískar kon-
ur í Bretlandi og giftar rithöfund-
um. Ruth var eiginkona Alan
Sillitoe og Sylvia var gift Ted
Hughes. Þeir voru þekktir fyrir
skáldskap sinn en eiginkonurnar
voru enn nær óþekktar. Sylvia
hafði þó gefið út eina ljóðabók,
The Colossus, sem hafði verið vel
tekið. Enn voru þrjú ár í að Ruth
sendi frá sér ljóðabók.
Vinátta skáldkvenna
Ruth segir að Sylvia hafi kom-
ið sér fyrir sjónir sem afar greind
kona sem hefði brennandi metn-
að. Hún hefði hins vegar reynt að
gefa mynd af sér sem venjulegri,
umhyggjusamri eiginkonu en það
hefði henni ekki tekist fyllilega.
Sylvia átti eitt barn, Friedu, og
von var á öðru og Ruth var einnig
barnshafandi en hafði þrisvar
misst fóstur. Ruth fannst Sylvia
mjög örugg í móðurhlutverkinu
en segir að hugsanlega hafi hún
látið blekkjast af þörf Sylviu fyrir
að láta líta svo út að hún réði jafn
vel við það hlutverk og allt annað
sem hún tók sér fyrir hendur í líf-
inu.
Skáldkonurnar áttu í bréfa-
skriftum og það tengdi þær sterk-
um böndum að eiga báðar von á
barni. Sylvia fæddi son sinn
Nicholas og Ruth soninn David
rúmum tveimur mánuðum seinna.
Mánuði eftir fæðingu Davids hitt-
ust þær í síðasta sinn þegar Ruth
og eiginmaður hennar heimsóttu
Sylviu og Ted á sveitabæ þeirra.
Þangað höfðu hjónin flutt vegna
þrábeiðni Teds en Sylvia vildi
allra helst búa í London. Meðan
Sylvia gaf syni sínum brjóst las
hún ljóð sín fyrir Ruth. Ruth tók
eftir því að Sylvia og Ted forðuð-
ust að horfa hvort á annað og töl-
uðu ekki saman nema um það allra
nauðsynlegasta. Nokkrum mánuð-
um síðar skrifaði Sylvia Ruth og
sagði henni að þau Ted væru að
skilja, skilnaðurinn gleddi sig og
sér liði eins og verið væri að færa
sér lífið á ný. Hún sagði Ruth að
viku eftir að hún var næstum dáin
úr inflúensu hefði Ted sagt henni
að hann hefði aldrei viljað eignast
börn og að heimili þeirra í sveit-
inni væri í reynd ekki drauma-
staðurinn hans.
Dauði Sylviu og Assiu
Síðasta bréf Sylviu til Ruthar
var skrifað eftir jólin 1962. Þar
sagði hún jólin hafa verið erfið og
hvatti Ruth til að koma í heim-
sókn. Ruth komst þó aldrei í þá
heimsókn. Hún var á öðru ferða-
lagi þegar hún las í bresku blaði
að Sylvia hefði fyrirfarið sér með
því að stinga höfði sínu inn í
gasofn. Hún las fréttina þrisvar
áður en hún skildi hana en brast
þá í sáran grát. Hún hitti Ted
Hughes nokkrum dögum seinna
ásamt ástkonu hans, Assiu Wevill,
en henni var kennt um skilnað
Sylviu og Teds. Assia var gull-
falleg en Ruth fylltist samstundis
andúð á henni en fann til sam-
blands af samúð og reiði í garð
Teds. Ruth fann að Ted og Assisa
voru þjökuð af sektarkennd
vegna dauða Sylviu og segir að
þau hafi minnt sig á Adam og Evu
eftir að þau voru rekin úr Para-
dís. Ted og Assia fluttu inn á
heimili Sylviu til að sjá um börn
hennar og Teds. Sonurinn, sem
var rúmlega árs gamall, vældi
vansældarlega og ung dóttir
þeirra ríghélt í föður sinn og vildi
ekki sleppa honum.
Ruth dreymdi Sylviu í nokkra
mánuði eftir dauða hennar.
Nokkrir draumanna voru
martraðir þar sem Sylvia reyndi
að draga Ruth með sér niður í
gröfina. Með tímanum vingaðist
Ruth við Assiu og fór að þykja
afar vænt um hana. Assia sagði
henni seinna að Ruth hefði með
vinsemd sinni komið í veg fyrir að
hún fyrirfæri sér. Sjö árum eftir
dauða Sylviu örvinglaðist Assia
og svipti sig lífi á sama hátt. Ruth
gefur í skyn að kaldlyndi Teds
hafi þar átt stóran hlut að máli,
þótt einhverjir vilji líta svo á að
vofa Sylviu hafi ásótt Assiu. Assia
gaf sjálfri sér og þriggja ára dótt-
ur þeirra Teds róandi lyf og inn-
siglaði dyr og glugga. Þær mæðg-
ur lögðust síðan á eldhúsgólfið
eftir að Assia hafði opnað fyrir
gasið á eldavélinni. Seinna lýsti
Ted Assiu sem konunni sem hefði
tælt hann frá Sylviu.
kolla@frettabladid.is
BENITO MUSSOLINI
Einræðisherrann er ekki beinlínis
tignarlegur í flugbúningi. Það var honum
sjálfum ljóst og hann bannaði því birtingu
myndarinnar.
Á sumum myndanna
virtist hann meinleys-
islegur en á öðrum leit hann
út eins og geðsjúklingur.
,,
Ný bók um Mussolini er komin út á Ítalíu. Hún geymir fjölda mynda sem einræðisherrann bannaði.
Sá Mussolini sem ekki mátti sýna
SYLVIA PLATH
Hún var þrítug þegar hún fyrirfór sér en er
hér á góðri stundu með börnum sínum
Friedu og Nicholas.
Skáldkonan Ruth Fainlight minnist þessa dagana vinkonu sinnar Sylviu Plath, en mikill áhugi hefur vaknað á
ævi Plath í kjölfar kvikmyndar um hana, þar sem Gwyneth Paltrow fer með aðalhlutverkið.
Minningar um
skáldkonu
Síðasta bréf Sylviu til
Ruth var skrifað eftir
jólin 1962. Þar sagði hún jól-
in hafa verið erfið og hvatti
Ruth til að koma í heimsókn.
Ruth komst þó aldrei í þá
heimsókn. Hún var á öðru
ferðalagi þegar hún las í
bresku blaði að Sylvia hefði
fyrirfarið sér með því að
stinga höfði sínu inn í
gasofn.
,,