Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.01.2004, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 10.01.2004, Qupperneq 31
LAUGARDAGUR 10. janúar 2004 ■ Sagt & skrifað ÚT- SALA hefst í dag laugardag 10. janúar MINNST 40% AFSLÁTTUR Opið: Laugard. kl. 10-18 Sunnud. kl. 13-17 Kringlunni 7, sími 588 4422 Tíska • Gæði • Betra verð Handhafar útgáfuréttar á verk-um Indriða G. Þorsteinssonar og Vaka-Helgafell hafa gert sam- komulag um að verk hans verði framvegis gefin út undir merkj- um fyrirtækisins. Fyrsta bók Ind- riða sem út kemur hjá Vöku- Helgafelli verður ný útgáfa á þekktustu verkum hans, 79 af stöðinni sem út kom 1955, Landi og sonum sem var gefin út 1963 og Norðan við stríð frá árinu 1971. Þetta verður í fyrsta sinn sem þær koma út í einu bindi og gaf Indriði, sem lést haustið 2000, þeim sjálfur nafnið Tímar í lífi þjóðar. Kristján B. Jónasson, sem er einn frískasti bókmenntafræð- ingurinn af yngri kynslóð, skrifar formála að verkinu. Þríleikurinn Tímar í lífi þjóðar lýsir einhverjum mestu breyting- um sem orðið hafa á íslensku sam- félagi – þjóðfélagsflutningunum miklu um miðja nýliðna öld þegar sveitirnar tæmdust og fólk færði sig í þéttbýlið. Indriða tekst afar vel að lýsa þessum umskiptum og hefur Kristján B. Jónasson meðal annars sagt að 79 af stöðinni sé lykilverk eftirstríðsáranna. „Eins- konar röntgenmynd af tilfinning- um kynslóðarinnar sem fluttist á mölina um og upp úr seinna stríði. Enn hefur henni ekki verið velt úr þeim sessi.“ Bækur Indriða G. Þorsteins- sonar hafa ekki verið aðgengileg- ar almenningi um lengri tíma en nú verður greinilega gerð bragar- bót þar á og finnst líklega mörg- um kominn tími til. ■ Síðasta bók sem ég lauk við varStormur eftir Einar Kárason, sem hefur strax verið sett í hóp bestu bóka Einars,“ segir lesandi vikunnar, Sigurður Valgeirsson. „Mér finnst hún mjög fín en ég held að næsta skáldsaga hans á undan, Óvinafagnaður, eigi ekki síður eftir að lifa lengi. Það er bók sem er svo slétt og felld og tilgerðarlaus að það getur farið framhjá fólki hve merkileg hún er. Annars hef ég verið að lesa Á villigötum eftir Henning Mankell og átti eftir hundrað síð- ur þegar ég sá að það átti að fara að sýna leikna þáttaröð byggða á henni í Sjónvarpinu. Samtíminn hampar sakamála- sögum heldur mikið, finnst mér. Þetta eru oft prýðisbækur en það er auðvitað fráleitt að þær verði sjálfkrafa einhver varanleg stór- virki þó að aðalpersónan sé frá- skilin, einmana og glími við vandræðaungling. Til viðbótar þessum bókum er ég um það bil hálfnaður með Ell- ing eftir Ingvar Ambjörnsen og sömuleiðis Norwegian Wood eft- ir Haruki Murakami. Af jólabók- unum ætla ég endilega að lesa Náðarkraft eftir Guðmund Andra. Þá gaf ég Guðna, yngsta syni mínum, seinna bindið af Don Kíkóta og Öxina og jörðina eftir Ólaf Gunn- arsson. Á bak við þá gjöf er, býst ég við, dálítið svipuð hugmynd og bindið sem ég gaf föður mín- um heitnum í jólagjöf á sínum tíma. Það passaði líka vel við jakkafötin mín.“ ■ ÞRÍLEIKUR PULLMANS FÆR GÓÐA DÓMA Leikrit eftir þríleik Philips Pullmans, His Dark Material (Gyllti áttavitinn og framhalds- bækur), var frumsýnt í National Theatre í London um áramótin. Sýningin er í tveimur hlutum sem hver um sig tekur þrjá tíma í sýningu. Fyrir frumsýningu var í gangi orðrómur um að þarna væri á ferð fantagóð sýning. Dómar gagnrýnenda hafa verið jákvæðir en samanstanda samt ekki af húrrahróp- um. Gagnrýnandi The Guardian gefur sýningunni þrjár stjörnur af fimm mögulegum en segist hafa efasemdir um að það sé hægt að koma 1.300 blaðsíðna verki Pullm- ans til skila, hvort sem er á leik- sviði, í útvarpi eða í kvikmynd. Hann segir sýninguna á köflum þunglamalega en hún taki svo við sér og verði hrífandi undir lokin. Aðalpersónurnar Lýra og Will eru tólf ára í verkinu, en eru leiknar af leikurum sem eru komnir yfir tví- tugt. 30 leikarar taka þátt í sýning- unni, sem er gríðarlega viðamikil og flókin enda gerist hún í nokkrum ólíkum heimum og þar koma fyrir alls kyns furðuverur. Mikið reynir því á búningameist- ara og tæknimenn, sem þykja leysa verkefni sitt framúrskarandi vel. Sýningin verður á fjölunum til 20. mars. Salurinn tekur 1.100 manns í sæti og í þau er þegar uppselt allan sýningartímann en selt verður í 30 aukasæti fyrir hverja sýningu og nokkur stæði. SIGURÐUR VALGEIRSSON „Samtíminn hampar sakamálasögum heldur mikið, finnst mér. Þetta eru oft prýðisbækur en það er auðvitað fráleitt að þær verði sjálfkrafa einhver varanleg stórvirki þó að aðalpersónan sé fráskilin, einmana og glími við vandræðaungling.“ Síðasta bók sem ég lauk við var Stormur eftir Einar Kárason, sem hef- ur strax verið sett í hóp bestu bóka Einars. Mér finnst hún mjög fín en ég held að næsta skáldsaga hans á undan, Óvinafagnað- ur, eigi ekki síður eftir að lifa lengi. Það er bók sem er svo slétt og felld og tilgerðarlaus að það getur farið framhjá fólki hve merkileg hún er. ,,Merkilegur Óvinafagnaður INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON Vaka-Helgafell hyggst endurútgefa helstu verk hans. Indriði G. Þorsteinsson verður gefinn út hjá Vöku-Helgafelli: Lykilverk eftirstríðsáranna PHILIP PULLMAN Leikrit eftir bókum hans er komið á fjalirnar í London. DÍANA PRINSESSA Bók Pauls Burrell um hana hefur gert það að verkum að opinber ævisagnaritari drottningarmóðurinnar hefur ákveðið að skipta um útgáfu. Opinber ævisagnaritari breskudrottningarmóðurinnar, Willi- am Shawcross, hefur sagt skilið við Penguin-útgáfuna sem hugðist gefa út bók hans. Ástæðan er sú að Penguin er útgefandi nýlegrar metsölubókar sem Paul Burrell skrifaði um Díönu prinsessu. Það var Elísabet Bretadrottning sem réð Shawcross til að skrifa ævi- sögu móður sinnar, sem lést fyrir ári, rúmlega hundrað ára gömul. Shawcross er náinn vinur Camillu Parker Bowles, ástkonu Karls Bretaprins. Shawcross segir að eftir að Penguin gaf út minningar Burrells um Díönu hafi hann ákveðið að hann gæti ekki gefið út hjá forlaginu en það hafði keypt réttinn að bókinni fyrir eina millj- ón punda. Blaðafulltrúi konungs- fjölskyldunnar þvertekur fyrir að drottningin eða aðrir meðlimir konungsfjölskyldunnar hafi beitt Shawcross þrýstingi. Höfundur- inn mun ætla sér góðan tíma til verksins en ævisagan kemur út árið 2007 hjá Macmillan. ■ Ágreiningur vegna Díönubókar

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.