Fréttablaðið - 10.01.2004, Side 45

Fréttablaðið - 10.01.2004, Side 45
LAUGARDAGUR 10. janúar 2003 Það er ekki bara Batman sem ætl-ar að renna sér á svellinu hér á klakanum í ár því nú hefur leik- stjórinn Garth Jennings tilkynnt að hluti kvikmyndar hans The Hitch- hiker's Guide to the Galaxy verði tekinn hér í apríl eða ágúst. Myndin er byggð á samnefndri bókaröð Douglas Adams. Tökur munu standa yfir í að minnsta kosti viku og fara fram á jöklum og hálendi. Þetta verður fyrsta kvikmynd Garth Jennings, þó svo að hann sé poppurum vel kunnugur. Hans stærstu afrek hingað til hafa verið að gera myndbönd fyrir tónlistar- menn á borð við Blur, Fatboy Slim, R.E.M. og Badly Drawn Boy. ■ Geimferðalangur skotinn á Íslandi DOUGLAS ADAMS Dó í maí árið 2001 eftir hjartaáfall. Hann var 49 ára gamall. Breskir aðilar standa að framleiðslu myndarinnar með stuðningi Disney-fyrirtækisins og tengiliður þeirra hér á landi mun vera Pétur H. Bjarnason sem nú hefur tekið við rekstri Labrador. TÍSKAN Í PÓLLANDI Þeim er greinilega ekkert sérstaklega kalt á veturna, stúlkunum í Póllandi, þrátt fyrir veðurfarið. Þessi flík var sýnd á fimmtudag á sýningu nema í fatahönnun í borginni Lodz í Póllandi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.