Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.01.2004, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 10.01.2004, Qupperneq 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 23 12 4 12 .2 00 3 © In te r IK EA S ys te m s B. V. 2 00 3 Rýmum fyrir nýju ári 27/12 - 18/01 Útsala Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 | www.ikea.is Bakþankar REYNIS TRAUSTASONAR Smalinn Maður gerir ekki mannamun ogþá heldur ekki flokkamun,“ sagði maður á miðjum aldri við kunningja sem hann reyndi ákaft að fá til þess að ganga til liðs við Framsóknarflokkinn um stundar- sakir til að bjarga stjórnmálamanni frá falli. Kunninginn lét sannfærast á þriðja bjór og gekk í Framsókn en gegn loforði um að verða skrifaður út strax eftir prófkjör. MAÐURINN sem þarna kom til bjargar flokknum með dreifbýlis- ræturnar hafði fengið viðurnefnið Smali þótt hann héti Guðmundur eða eitthvað viðlíka látlaust. Um árabil hafði hann fylgt jafnaðar- mönnum að málum og var þá gjarn- an að tjaldabaki og plottaði menn inn og út af þingi eða sveitarstjórn. Á endanum varð hann svo klókur að eftir var tekið. Pólitískur frami var rakinn beinlínis til Smala, sem plægði sveitarfélög og kjördæmi í þágu þeirra sem hann vildi setja á stall. Framan af hafði Smali haldið sig við sinn krataflokk en krafta- verk hans í þessari grein smala- mennsku spurðust út og aðrir flokkar tóku að gera honum tilboð. Fyrst gerðist hann verktaki hjá Framsókn og orðstírinn óx eftir að hann smalaði saman hjörð kjósenda til bjargar umdeildum borgarfull- trúa sem tekinn var að lifa sjálfan sig í pólitík. FYRIR KOSNINGARNAR í vor var Smali ráðinn til Sjálfstæðis- flokksins sem verktaki í kjördæmi ráðherra sem átti undir högg að sækja vegna asnaprika. Smali tók að sér að bjarga þeim sem á eftir ráðherranum komu á listanum. Þrátt fyrir að bjargvætturinn segði hlæjandi að hann væri smali með asnaprik varð árangurinn góður varnarsigur í kjördæminu. Næst var komið að öðrum ráðherra sem með sólarhringsfyrirvara kallaði Smala til fundar. Þá fór hann í spariföt og setti á sig bindi en varð að gefast upp. Sólarhringur dugði honum ekki til að koma öllu fólki sínu úr Framsóknarflokknum og inn í Sjálfstæðisflokkinn. Ráðherr- ann féll. Á KJÖRDAG var að vanda fagn- aður hjá hinum ýmsu flokkum. Smali var hálfringlaður á rápi sínu á milli kosningaskrifstofa. Hann átti alls staðar erindi vegna um- bjóðenda sinna. Þennan dag fór fyr- ir honum eins og fálkanum sem skynjaði skyldleika sinn við rjúp- una um það bil sem hann goggaði í hjarta hennar. Smalinn hafði í verk- töku sinni gengið svo vasklega fram að gamli flokkurinn hans var dæmdur til þess að sitja áfram í stjórnarandstöðu. Hann fékk sér vinnu á vörubíl. ■ www. .is Taktu þátt í spjallinu á ...

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.