Fréttablaðið - 13.01.2004, Síða 26

Fréttablaðið - 13.01.2004, Síða 26
■ ■ KVIKMYNDIR  19.30 Bíó Reykjavík heldur nú Opið Bíó í húsakynnum MÍR við Vatns- stíg 10a. Sýndar verða myndir frá Frakk- landi, Bandaríkjunum, Japan, Make- dóníu, Spáni, Rúmeníu og Íslandi. ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Þriðjudagur 13. janúar kl. 20 Leikur að læra. Tónleikaröð kennara Tónlistarskóla Kópavogs í Salnum, Kópavogi. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Vegna fjölda áskorana verður aukasýning á verki Hávars Sigurjónsson- ar, Pabbastrák, á litla sviði Þjóðleik- hússins. Leikstjóri er Hilmar Jónsson ■ ■ FYRIRLESTRAR  11.00 Myndlistarmaðurinn Cel Crabeels frá Antwerpen flytur fyrirlestur í Listaháskóla Íslands, Laugarnesi, stofu 024. Fyrirlesturinn nefnist “In The Line of work” og er þar brugðið upp sýnishorn- um úr myndbandsverkum, innsetning- um og performönsum sem Cel hefur unnið á síðustu árum.  16.30 Kanadíski lögfræðingurinn Rachael Johnstone leitar svara við spurningunni “Gagnast mannréttindi konum?” á Lögfræðitorgi Háskólans á Akureyri, sem haldið verður í Þingvalla- stræti 23, stofu 24  20.00 Broddi Sigurðarson, upplýs- ingafulltrúi í Alþjóðahúsi, flytur erindi í húsakynnum ReykjavíkurAkademíunn- ar að Hringbraut 121 um átökin á Norð- ur Írlandi. Fyrirlesturinn er á vegum Mannfræðifélags Íslands. ■ ■ FUNDIR  20.00 Biblíuskólinn við Holtaveg stendur fyrir kynningarkvöldi á Alfa- námskeiðinu og framhaldsnámskeiðinu Alfa III í húsi KFUM og KFUK á horni Holtavegar og Sunnuvegar.  20.00 Öryggisráð Femínista- félagsins sér um fyrsta Hitt ársins sem verður haldið á 2. hæð á Kaffi Sólon, Bankastræti 7a. Þórólfur Árnason borg- arstjóri mætir. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. 26 13. janúar 2004 ÞRIÐJUDAGURhvað?hvar?hvenær? 10 11 12 13 14 15 16 JANÚAR Þriðjudagur Tónlistarskóli Kópavogs býr viðþá einstæðu aðstöðu að vera í sambúð við glæsilegasta tónlist- arhús landsins,“ segir Guðrún S. Birgisdóttir flautuleikari. Hún á þar við Salinn í Kópa- vogi, og þetta nábýli nýtist skólan- um vel því reglulega halda kenn- arar hans þar tónleika þar sem frítt er inn fyrir nemendur skól- ans. „Einn aðaltilgangurinn með þessari röð er að gefa nemendum tækifæri til að koma og hlusta á kennara sína og aðra starfsmenn skólans. Þetta á að vera partur af tónlistaruppeldi þeirra.“ Í kvöld kemur Guðrún fram á tónleikum í þessari röð í Salnum ásamt Kristni H. Árnasyni gítar- leikara sem eins og hún er kenn- ari við Tónlistarskóla Kópavogs. Efnisvalið á þessum tónleikum verður svolítið óvenjulegt, að minnsta kosti fyrir hlé, því þá leika þau eingöngu verk sem nem- endur skólans hafa verið að fást við. Þetta eru allt frekar einföld og lítil verk eftir Gossec, Atla Heimi Sveinsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Sor, Fauré o.fl. „Við ætlum að spila falleg lög úr námsefni krakkanna og þau koma til liðs við okkur í síðasta númerinu og spila með. Þá verða tíu gítarar og tíu flautur á sviðinu. Þessi verk eru hugsuð fyrir nem- endur og eru á því þyngdarstigi sem þau eru að fást við. Eftir hlé verður þetta hins vegar venju- legra.“ Þá ætla þau Guðrún og Krist- inn að glíma við erfiðari verkefni og flytja sónötu efir Guiliani og tvö stutt verk eftir Svein Lúðvík Björnsson, en í öðru þeirra leikur Guðrún á altflautu og bassaflautu, hljóðfæri sem skólanum áskot- naðist nýlega. „Sveinn Lúðvík Björnsson er ungur maður sem býr í Grafar- voginum,“ segir Guðrún. „Hann er hugkvæmt og mjög næmt tón- skáld og hefur samið fullt af verk- um. Við ætlum að flytja tvö mjög hnyttin smáverk eftir hann fyrir flautu og gítar.“ Tónleikarnir bera yfirskriftina „Það er leikur að læra“ og eru opnir hverjum sem er. ■ ■ FUNDUR Tíu gítarar og tíu flautur KJARTAN ÓLAFSSON Hljóðfærið mitt er fiðlubassisem heitir Teisco sem ég eign- aðist þegar ég var mjög mikill unglingur. Ég er búinn að eiga hann í eitthvað um þrjátíu ár. Hann hljómar betur en Hoffner- bassi Pauls McCartney en er ekki eins frægur. Ég spila á hann enn- þá með Pjetri og úlfunum þegar okkar gömlu kunningjar úr MH kalla okkur saman. Ég spila á hann eitt lag frá Bítlatímanum á plötunni Dokaðu við. Annars er hann aðallega hér í vinnuherberg- inu mínu mér til halds og trausts við tónsmíðar.“ Hljóðfæriðmitt TRÚÐUR EÐA PABBI Valdimar Örn Flygenring í hlutverki sínu í Pabbastrák. Hommar og ekki hommar LEIKSÝNING Vegna fjölda áskorana verður aukasýning í kvöld á leik- riti Hávars Sigurjónssonar, Pabbastrák, á Litla sviði Þjóðleik- hússins. Þegar hafa verið sýndar rúmlega 20 sýningar fyrir fullu húsi á Pabbastrák sem er ögrandi og óvenjulegt verk um fjölskyld- ur, fordóma og ást. Einkasonurinn fer aðra leið í lífi sínu en foreldrarnir höfðu séð fyrir sér. Hann elskar annan karl- mann, vill búa með honum og njóta hans. Hvernig á að taka þessu? Af opnum huga, auðvitað! Sýna um- burðarlyndi og samkennd. Samt spyrja foreldrarnir bæði upphátt og í hljóði: Af hverju þarf sonur minn endilega að vera hommi? Er þetta kannski mér að kenna? Og hvað er ég þá? Hver er ég? Leikstjóri er Hilmar Jónsson, sem einnig leikstýrði fyrsta frumsamda leikriti Hávars fyrir svið, Englabörnum, sem Hafnar- fjarðarleikhúsið frumsýndi haustið 2001. Hilmar er einnig leikstjóri Meistarans og Margarítu sem frumsýnt var í Hafnarfjarðar- leikhúsinu í síðustu viku. ■ Þeir Þórólfur Árnason borgar-stjóri og Jónas Hallsson að- stoðaryfirlögregluþjónn ætla að mæta í kvöld á fundi hjá Femínistafélagi Íslands, á svo- nefndu Hitti, eins og félagið nefn- ir mánaðarlega umræðufundi sína á Sólon. „Við ætlum að láta þá standa fyrir máli sínu,“ segir Hildur Fjóla Antonsdóttir. Hún er ráðs- kona öryggisráðs Femínista- félagsins, sem er ofbeldisvarnar- hópur félagsins og berst gegn vændi, mansali, klámi og ofbeldi gegn konum og börnum. Starfs- hópar félagsins skiptast á um að sjá um Hittin á Sólon, og að þessu sinni kemur það í hlut öryggis- ráðsins. „Tilefnið er tvennt. Annars vegar yfirlýsingar eiganda Gold- finger fyrir jól um að hann ætli að opna nýjan stað í Reykjavík og vera þar með „peep show“. Við höfum áhyggjur af því að með þessu sé verið að fara í kringum lögreglusamþykkt Reykjavíkur. Hins vegar skýrslan „Kynlífs- markaður í mótun“ þar sem fram kemur að viðskiptavinum nektar- dansstaða í Reykjavík standi enn einkadans til boða.“ Hildur Fjóla tekur samt fram að það sé mikill misskilningur að barátta femínista gegn kláminu byggist á teprulegum siðferðis- hugmyndum um kynlíf. „Við erum engir siðferðis- postular sem vilja skipta sér af kynlífi heima hjá fólki eða hafa skoðanir á því hvað fólki finnst sexí. Í kláminu kemur fram hug- mynd um konuna sem viljalaust verkfæri sem alltaf er til staðar að þjóna karlinum kynferðislega, alltaf brosandi og alltaf ung. Það er þessi hugmynd sem okkur finnst ganga gegn hugmyndum um jafnrétti kynjanna.“ ■ GUÐRÚN S. BIRGISDÓTTIR OG KRISTINN H. ÁRNASON Þau kenna bæði við Tónlistarskóla Kópavogs og verða með tónleika í Salnum í kvöld þar sem þau flytja meðal annars úrval úr námsefni nemenda sinna. Engir siðapostular ÞÓRÓLFUR ÁRNASON Borgarstjórinn mætir ásamt aðstoðaryfirlögregluþjóni á mánaðarlegt Hitt Femínistafélags Íslands á Kaffi Sólon í kvöld. ■ TÓNLEIKAR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.