Fréttablaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 6
6 16. janúar 2004 FÖSTUDAGURVeistusvarið? 1Hvað heitir sá frambjóðandi sem erefstur í skoðanakönnunum fyrir próf- kjör Demókrataflokksins í Bandaríkjun- um vegna forsetakosninganna í haust? 2Nýr samningur hefur tekist millilækna og Tryggingastofnunar. Hver var formaður samninganefndar ríkisins? 3Fyrrum landsliðsmarkvörður Eng-lands hefur lagt skóna á hilluna en hann lék lengst af með Arsenal. Hvað heitir kappinn? Svörin eru á bls. 46 Vildu hálfan Miðneskvótann Sandgerðingar vildu kaupa til baka helming þess kvóta sem þeir misstu þegar Miðnes í Sandgerði var sameinað HB. Einhugur var um aðkomu sveitarfélaga og fleiri að málinu og var fjármagn til kaupanna tryggt. VIÐSKIPTI „Þegar ljóst var að sjávar- útvegsfyrirtæki Brims væru til sölu, lögðum við fram okkar hug- myndir og vorum boðaðir til við- ræðna. Strax í upphafi var okkur gerð grein fyrir því að við yrðum að kaupa HB í heilu lagi og jafn- framt að reka fyrirtækið áfram á þeim stað sem það er í dag. Lands- bankamenn töldu að þeir hefðu ekki umboð til viðræðna á þessum nót- um en við lögðum áherslu á að þeir fengju það umboð. Því var hafnað,“ sagði Sigurður Valur Ásbjörnsson, bæjarstjóri í Sandgerði. Bæjarstjórn Sandgerðis ræddi söluna á Brimi á fundi sínum í fyrrakvöld og var ákveðið að aflétta trúnaði af samskiptum bæj- arins við Landsbankann vegna hugsanlegra kaupa á svokölluðum Miðneskvóta. Í vikunni var gengið frá sölu á HB á Akranesi til Granda Reykja- vík og ÚA var selt feðgunum sem eiga Tjald í Reykjavík og KG-fisk- verkun á Rifi. Bæjarstjórn Sandgerðis bar víurnar í hluta HB, vildi kaupa til baka helming þeirra aflaheimilda sem hurfu úr plássinu, þegar Mið- nes hf. var sameinað HB á Akranesi í upphafi árs 1997. Í kjölfarið hvarf um 4000 tonna botnfiskkvóti og 2000 tonna uppsjávarkvóti. „Þetta voru hamfarir. Þetta gjör- breytti afkomu íbúa og ekki síður hafnarinnar sem ekki hefur neina burði til þess að reka sig eftir að þessar tekjur hurfu út úr rekstrin- um. En þarna var tækifæri til að rétta okkar hlut. Það kom ekki til greina að kaupa HB í heilu lagi. Við vorum ekki að reyna að rýra HB á Akranesi eins og það var, við vorum að leita eftir því að fá til baka afla- heimildir sem Suðurnesjamenn höfðu áður,“ sagði bæjarstjóri Sandgerðisbæjar. Einhugur var meðal sveitarfé- laga á Suðurnesjum, Lífeyrissjóðs Suðurnesja og verkalýðsfélags um aðkomu að málinu og var fjármagn tryggt til kaupa á aflaheimildunum. Í bókun bæjarstjórnar eru mála- lokin hörmuð. Jafnramt eru stjórn og núverandi stjórnarformaður Eimskipa, sem jafnframt var stjórnarformaður HB, átalin fyrir að nota ekki tækifærið og leiðrétta þau loforð sem gefin voru fulltrúum Sandgerðisbæjar á sínum tíma, um aukna útgerð frá Sandgerðishöfn. the@frettabladid.is Vopnaður og dópaður: Þingmaður ákærður HELSINKI, AP Sjónvarpað verður frá réttarhöldunum yfir finnska þing- manninum Tony Halme sem ákærður er fyrir brot á vopnalög- um, eiturlyfjasmygl og ölvun- arakstur. Halme ætlar ekki láta af þing- mennsku nema hann verði dæmdur í fangelsi. „Ég þarf ekki að hafa neinar áhyggjur. Ef borin er virð- ing fyrir lögum í Finnlandi slepp ég með sektir,“ sagði Halme. Hann er sakaður um að hafa stofnað lífi konu sinnar í hættu þegar hann skaut af byssu á heimili sínu í júlí. Hann var þá ofurölvi og fluttur rænulaus á sjúkrahús. ■ KJÚKLINGAR URÐAÐIR Milljónir kjúklinga hafa orðið fuglaflensunni að bráð í Asíu. Fuglaflensan: Þrettán látn- ir í Víetnam VÍETNAM, AP Heilbrigðisyfirvöld í Víetnam tilkynntu í gær um fjög- ur ný óstaðfest fuglaflensutilfelli í mönnum og þar af væri einn lát- inn, en til þessa höfðu fjórtán til- felli verið staðfest í landinu og þar af tólf dauðsföll. Fuglaflensa hefur að undan- förnu greinst í fiðurfénaði í fjórum Asíulöndum, sem auk Víetnams eru Japan, Suður-Kórea og Taívan. Milljónir kjúklinga hafa þegar orðið flensunni að bráð. Í kjölfarið hafa Kínverjar bann- að allan innflutning á kjúklingum frá smitlöndunum og Alþjóða heil- brigðisstofnunin, WHO, hefur varað við hættu á faraldri. ■ LÍNUDANS FYRIR BYRJENDUR h a u s v e r k / 3 7 3 2 Frábær skemmtun! Góð leikfimi! Akoges salnum, Sóltúni 3, Reykjavík Innritun og upplýsingar: www.danssmidjan.is og í síma 862 4445 ...hjá Jóa dans og vinum hans! SANDGERÐISHÖFN Sandgerðingar vildu kaupa til baka helming Miðneskvótans sem hvarf úr plássinu þegar Miðnes var sameinað HB á Akranesi en fengu nei hjá Landsbankanum. Sandgerðingar misstu 4000 tonna botnfiskkvóta og 2000 tonna uppsjávarkvóta. SIGURÐUR VALUR ÁSBJÖRNSSON Bæjarstjórinn í Sandgerði átelur stjórn og nú- verandi stjórnarformann Eimskipa, sem jafn- framt var stjórnarformaður HB, að nota ekki tækifærið og leiðrétta þau loforð sem gefin voru fulltrúum Sandgerðisbæjar á sínum tíma um aukna útgerð frá Sandgerðishöfn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Sparisjóður Kópavogs: Ránsfengur finnst ekki RÁNSFENGUR Ránsfengurinn úr ráninu í Sparisjóði Kópavogs í maí á síðasta ári hefur ekki komið í leitirnar en ræninginn hefur ekki viljað upplýsa hver fékk hann í hendur. „Við komumst ekkert lengra með það,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi. Ákæra vegna ránsins var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í mánuðinum, en þar kom í ljós að búið var að borga bæði Sparisjóðnum og trygginga- félagi hans þá upphæð sem rænt var. ■ GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 69,66 -0,14% Sterlingspund 127,46 -0,54% Dönsk króna 11,84 -0,20% Evra 88,18 -0,23% Gengisvísitala krónu 121,04 -0,63% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 458 Velta 5.989 milljónir ICEX-15 2.246 -0,37% MESTU VIÐSKIPTIN Eimskipafélag Íslands hf. 976.226.301 Pharmaco hf. 218.549.058 Landsbanki Íslands hf. 196.958.477 Mesta hækkun Eimskipafélag Íslands hf. 7,24% Og fjarskipti hf. 4,07% Landsbanki Íslands hf. 2,46% Mesta lækkun Síldarvinnslan hf -1,46% Síf hf -1,01% Flugleiðir hf. -0,80% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.562,1 0,2% Nasdaq* 2.116,2 0,2% FTSE 4.456,1 -0,1% DAX 4.068,8 0,3% NK50 1.363,0 0,1% S&P* 1.133,2 0,2% *Bandarískar vísitölur kl. 17. ■ Asía VARA VIÐ UPPÞORNUN Vísindamenn hafa varað við hættunni á því að Balkhashvatn, annað stærsta stöðuvatn í Mið- Asíu, gæti hugsanlega þornað upp og valdið meiriháttar um- hverfisvanda á svæðinu. Bal- khash-vatn, sem er fjörutíu sinn- um stærra en Genfarvatn, er í austurhluta Kasakstan, um 400 kílómetra norður af iðnaðarborg- inni Almaty. Kærði árás á heimili sínu: Hefur fallið frá kæru LÖGREGLUMÁL „Hún viðurkennir að sakargiftir séu rangar og hefur fallið frá kæru,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögreglu- þjónn í Kópavogi, um konu sem lagði fram kæru þess efnis að þrír menn hefðu komið inn á heimili hennar og sambýlismanns hennar, vopnaðir hnífum og bareflum, ráðist á þau bæði og stolið far- tölvu. Einnig hafi þeir farið með hana nauðuga í hraðbanka þar sem hún var látin ná í peninga. Tvennt var handtekið í húsi í austurbæ Reykjavíkur og fannst fartölvan þar. „Hún segist hafa lánað öðru þeirra tölvuna,“ segir Friðrik. Hann segir það koma heim og saman við skýrslur sem teknar voru af fólkinu sem hand- tekið var. Sjálf sagði konan í sam- tali við Fréttablaðið að hún hefði verið þvinguð til að falla frá kær- um á lögreglustöðinni. Öskrað hefði verið á hana og hún ekki þorað annað en að gera eins og henni var sagt. Sambýlismaður- inn átti eftir að fara í skýrslutök- ur þegar blaðið ræddi við hann í gær. Hann segist hafa ætlað að falla frá kærum vegna ótta við hefndaraðgerðir en muni láta þær standa úr því sem komið er. Þá lýsir hann vonbrigðum með úr- vinnslu lögreglunnar í þessu máli. Hann hafi snúið baki við vafasöm- um lífsstíl og hafi ætlað að fara réttu leiðina og leita til lögregl- unnar en það farið svona. ■ SAMBÝLISMAÐURINN Lýsir vonbrigðum með úrvinnslu lögregl- unnar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.