Fréttablaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 30
börn o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur börnum Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: born@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is Það er ljóst að þróun samfélags-ins hefur haft áhrif á hreyf- ingu barna,“ segir Arngrímur Við- ar Ásgeirsson, formaður Íþrótta- kennarafélags Íslands. „Sum börn hafa tækifæri til að leika sér úti en það sem tilheyrir inniveru hef- ur aukist til muna. Fleiri börn stunda íþróttaiðkan- ir reglubundið. En allar rannsókn- ir benda þó til þess að fjöldi þeirra barna sem hreyfir sig ekki hafi aukist. Kyrrseta er skaðvaldur og heilbrigðisyfirvöld segja að bætt mataræði og hreyfing sé for- gangsmál í samfélaginu. Nú er komið að framkvæmdastiginu. Eitt af markmiðum íþrótta- kennarafélagsins er að stuðla að betri heilsu almennings, ekki síst barna og unglinga. Ef heilsu- ástand barna á ekki að versna þurfa þau að hreyfa sig reglulega. Ef skólarnir byðu upp á daglega hreyfingu værum við að ala upp kynslóð sem væri vön því að hreyfa sig reglulega. Það myndi skila sér þegar fram líða stundir fyrir utan að hafa áhrif á heilsu þeirra í dag. Þessu geta íþrótta- kennarar unnið að, en skólarnir þurfa ekki að vera með fimm íþróttatíma á viku. Þarna getur komið inn dans eða útivera af ein- hverju tagi. Opinberir aðilar geta þannig gert sitt en börnin eru um 175 daga af 365 í skólanum. Þess vegna þarf einnig að bæta aðstöðu einstaklinga og fjölskyldna til að stunda hreyfingu utan þessa tíma. Foreldrar geta sýnt gott for- dæmi og gera það margir, til dæmis með því að hreyfa sig og taka börnin með. Fólk getur stundað fjölskyldusport, til dæm- is gönguferðir, skíði, sund, keilu og almenna útiveru. Þannig er hægt að fá heilbrigða samveru- stund og hreyfingu. Leikfimikennarar taka eftir því að færni þeirra sem byrja snemma að æfa hjá íþróttafélög- um er meiri hvað varðar hreyf- ingar, meðferð bolta og slíkt. Þarna erum við í raun komin með tvo hópa. Útfærslan er erfið og eitt af því sem við þörfnumst er meiri sérkennsla í íþróttum. En þetta er háð vilja skólayfirvalda á hverjum stað. Við viljum að barnið komi út sem heilbrigður einstaklingur sem hefur áhuga á að stunda íþróttir, ekki bara í dag heldur alla ævi. Þar kemur til kasta for- eldra, skóla og íþróttafélaga. Að gefa börnum kost á að stunda íþróttir sem heilsurækt auk þess að sinna afreksfólki.“ ■ Íþróttakennsla í grunnskólum: Börn fái daglega hreyfingu Opið laugardag frá kl 13-16 ÚTSALA Síðustu 3 dagar af útsölu Enn meiri afsláttur á laugardag Laugavegi 72 • sími 551 0231 50% afsláttur TENNISNÁMSKEIÐ AÐ HEFJAST Í SPORTHÚSINU! Byrjendanámskeið fyrir fullorðna. Verð frá 7500 kr. Tennisnámskeið fyrir börn 7-10 ára á sunnudögum. Litli Tennisskólinn fyrir 4-6 ára kl. 12:00 á sunnudögum. Eigum einnig nokkra lausa áskriftartíma í tennis í vetur. Skráning og upplýsingar í síma 564 4030. ÚTILEGUMAÐURINN FUNDINN! Þessi leikur er ætlaður börnum frá fimm ára aldri. Einn er útilegumaður. Hinir eru á grúfu upp við vegg. Útilegumað- urinn felur sig og hinir telja upp að fimmtíu á meðan. Síðan fara allir að leita að útilegumanninum. Þegar hann finnst er sagt „Úti- legumaður fundinn“ og útilegu- maðurinn má þá elta hina og klukka þá. Þeir sem nást verða útilegumenn. Leikurinn er endur- tekinn þangað til að allir eru orðnir útilegumenn. Slett úr klaufunum Hér er leikur sem miðast við sex til sjö ára aldurinn og er ætl-að að þjálfa jafnvægi og hreyfingar. Aðeins þarf til blöðrur, bolta eða eldhúsrúllur. Hópnum er skipt í tvö lið. Hvort lið velur sér leiðtoga sem síðan velja einn úr sínu liði til að keppa. Kepp- endur fá gögnin (blöðrur, bolta og eldhúsrúllur) og eiga að setja þau á milli hnjánna. Nú eiga þeir að glíma, reyna að fella hvorn annan án þess að missa eða sprengja það sem þeir hafa á milli hnjánna. Sá sem vinnur fer í undanúrslit og næstu tveir taka við (valdir af leiðtogunum). Þannig heldur leikurinn áfram þangað til einn stendur eftir og þá er hann kjörinn glímukóngur. Leikurinn er úr bókinni Ég á afmæli í dag eftir Björgu Árna- dóttur. Útgefandi Mál og menning. ■ LEIKFIMI „Eitt af því sem við þörfnumst er meiri sérkennsla í íþróttum. Við viljum að barnið komi út sem heilbrigður einstaklingur sem hefur áhuga á að stunda íþróttir, ekki bara í dag heldur alla ævi.“ Myndin er úr leikfimitíma í Ísaksskóla. ARNGRÍMUR VIÐAR ÁSGEIRSSON „Kyrrseta er skaðvaldur. Með daglegri hreyfingu í skólum værum við að ala upp kynslóð sem væri vön því að hreyfa sig reglulega.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA 1.6 999Hver leikur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.