Fréttablaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 41
41FÖSTUDAGUR 16. janúar 2004 MÖRK ÍSLANDS Ólafur Stefánsson 9 Guðjón Valur Sigurðsson 6 Sigfús Sigurðsson 5 Snorri Steinn Guðjónsson 4 Einar Örn Jónsson 3 Patrekur Jóhannesson 3 Róbert Gunnarsson 2 Jaliesky Garcia 1 VARIN SKOT Reynir Þór Reynisson 11 Guðmundur Hrafnkelsson 7 Intersport-deildin í körfuknattleik: KR vann Njarðvík KÖRFUBOLTI Þrír leikir fóru fram í Intersport-deild karla í körfu- knattleik í kvöld. KR lagði Njarðvík, 94-89, í DHL-höllinni og var þetta fyrsti sigur KR á Njarðvík í átta leikjum. KR-ing- ar voru komnir með 22 stiga for- ystu, 88-66, þegar rúmar fjórar mínútur voru til leiksloka en voru næstum búnir að missa sig- urinn úr höndunum. Josh Murray átti stórleik í liði KR, skoraði 44 stig og tók 18 fráköst, Trevor Diggs skoraði 14 stig og Ólafur Már Ægisson skoraði 10 stig og gaf 6 stoðsendingar. Brandon Woudstra var stigahæstur hjá Njarðvík með 24 stig og gaf 9 stoðsendingar, Friðrik Stefáns- son skoraði 20 stig og tók 11 fráköst, Páll Kristinsson skoraði 16 stig og tók 10 fráköst og Brenton Birmingham skoraði 14 stig. Haukar unnu góðan sigur á Hamarsmönnum, 84-78, í Hvera- gerði. Chris Sade var stigahæst- ur hjá Hamri og skoraði 18 stig, Faheem Nelson skoraði 16 stig og Marvin Valdimarsson gerði 14 stig. Michael Manciel skoraði 31 stig fyrir Hauka og Sigurður Einarsson skoraði 16 stig. Keflvíkingar rúlluðu yfir ÍR- inga, 111-79, í Keflavík. Derrick Allen var stigahæstur hjá Kefla- vík með 20 stig, Gunnar Einarsson skoraði 18 stig, Nick Bradford skoraði 14 stig og Fannar Ólafs- son skoraði 14 stig. Eugene Christopher var atkvæðamestur ÍR-inga með 22 stig og Eiríkur Önundarson skoraði 12 stig. ■ Íslenska handknattleikslandsliðið: Góður sigur á Dönum HANDBOLTI Íslenska landsliðið í handknattleik fékk flugstart á fjögurra leikja æfingamóti sem fram fer í Danmörku og Svíþjóð. Liðið spilaði sinn fyrsta leik í gær gegn Dönum. Fyrri hálf- leikur einkenndist af leiftrandi sóknarleik beggja liða en lítið var um góðan varnarleik. Þegar flautað var til leikhlés höfðu Danir eins marks forystu, 18-17. Í síðari hálfleik small vörnin saman hjá íslenska liðinu og Reynir Þór Reynisson, sem leysti Guðmund Hrafnkelsson af hólmi í síðari hálfleiknum, var í miklum ham á milli stang- anna. Íslendingar náðu fyrir vikið fljótlega fjögurra marka forystu en mest náðu þeir átta marka forystu. Danir klóruðu örlítið í bakkann en Íslendingar fóru með öruggan sigur af hólmi, 33-28. Sigfús Sigurðsson hristi af sér meiðslin og skoraði fimm mörk í fyrri hálfleik en lék ekk- ert í þeim síðari þar sem hann fékk rautt spjald í fyrri hálfleik vegna þriggja brottvísanna. Hann kenndi sér einskis meins í bakinu og verður með í kvöld er Ísland mætir Svíum. Sextán leikmenn voru á leikskýrslu að þessu sinni og því hvíldu tveir leikmenn en það kom í hlut Dags Sigurðssonar og Björgvins Páls Gústavssonar. ■ Foreldrar Stöndum saman Styðjum börnin okkar í að afþakka áfengi og önnur vímuefni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.