Fréttablaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 46
Hrósið 46 16. janúar 2004 FÖSTUDAGUR Samkvæmt upplýsingum semHagstofa Íslands birtir á vef sín- um hefur hlutfall Íslendinga skráð- um í þjóðkirkjuna lækkað verulega á undanförnum áratug. Árið 1993 voru um 92% landsmanna skráðir í þjóðkirkjuna, en nú eru það einung- is 86%. Mesta aukningin hefur ver- ið hjá þeim sem tilheyra öðrum ótil- greindum trúarbrögðum. Ásta Kjeldahl Þórsdóttir á mann- fjöldadeild Hagstofunnar segir að sú aukning skýrist á auknum fjölda innflytjenda sem tilgreini ekki hvaða trúarbrögðum þeir lúti. Það má þó einnig gera ráð fyrir að tísku- sveiflur ráði einhverju um þetta og sjálfsagt eru einhverjir utan trú- félaga sem beina sjónum sínum að þeim í neðra en lítið fer fyrir safnaðarstarfi á þeim bænum. Þá eru þeir líklega nokkrir sem telja sig vera Jedi-riddara en þau trúarbrögð eiga rætur sínar að rekja til Stjörnustríðsmyndanna og hafa notið vaxandi fylgis erlendis á undanförnum árum. Þeim sem telja sig utan allra trú- félaga hefur fjölgað á síðasta ára- tug og eru þeir nú eitt prósent þjóð- arinnar og fjöldi skráðra trúfélaga utan þjóðkirkju og fríkirkjusafnaða hefur tæplega tvöfaldast, úr 11 í 21. Flest þessara trúfélaga eru mjög fá- menn með innan við eitt prósent af landsmönnum, utan kaþólsku kirkj- unnar en í henni eru 1,8% lands- manna. ■ Trú ÍSLENDINGUM ■ sem tilheyra ótilgreindum trúarbrögð- um fer fjölgandi. Aukin fjöldi innflytjenda er talinn megin skýringin á þessu en lík- lega hafa tískustraumar og bíómenning einnig sitt að segja. ... fær Jóhanna Kristjónsdóttir fyrir að auka skilning Íslendinga á íslam og menningarheimi araba með námskeiðum sínum og hópferðum. Hræringar í trúmálum þjóðarinnar ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Howard Dean. Garðar Garðarsson hæstaréttarlögmaður. David Seaman. 1 5 6 7 8 13 14 16 17 15 18 2 3 11 9 1210 4 í dag Ljóskur í kvikmyndum Þjóðminjasafnið – botnlausar tafir og 100 millur framúr Vaktstjórinn nauðgaði henni Geðshrær- ing í beinni Þátturinn Idol Extra hefur gef-ið hörðustu aðdáendum Ídol stjörnuleitar tækifæri á að fylgj- ast með því sem gerist bak við tjöldin hjá keppendunum. Þátt- urinn verður í beinni útsendingu í kvöld á meðan þjóðaratkvæða- greiðslan fer fram þegar stjörnuefnin þrjú, sem eftir eru, hafa lokið sér af á sviðinu. Heiðar Austmann, stjórnandi þáttarins, ætlar að hafa auga með keppendunum á meðan þeir bíða í ofvæni eftir stóradómi áhorf- enda, sem ráða úrslitum um val ídolsins. Hann reiknar með æsispennandi lokaþætti fyrir þá sem tíma að sleppa Svínasúpunni og skipta yfir á Popptíví. ■ Leitin að gulldrengnum Það þótti saga til næsta bæjarað safnplata með ítalska söngvaranum Robertino skyldi seljast í tæplega 7.000 eintökum í fyrra. Robertino hefur ekki borist mikið á síðan hann kom fram sem undrabarn í söng á sínum tíma. Robertino rekur hestabúgarð og krá í Róm. Tónlistarmaðurinn Hörður Torfa hefur verið í góðu sam- bandi við Robertino og lét hann vita af útgáfu plötunnar hér á Ís- landi í fyrra. Robertino hefur þó ekki enn frétt af þessum góðu viðtökum og hefur því ekki hug- mynd um að hann er að slá í gegn á Íslandi. Platan var ein sú söluhæsta síðustu dagana fyrir jól, seldist í 1.500 eintökum frá 21. desember til jóla og náði gullplötusölu. Óttar Felix Hauksson í Sonet gaf plötuna út og honum finnst ómögulegt að Robertino skuli ekki fá að njóta ávaxta hennar í einhverju formi. „Ég hef aldrei hitt hann en við verðum að láta hann vita af þessu góða gengi. Ætli maður verði ekki að skella sér til Rómar á dögunum til þess að afhenda honum gullplötu?“ spyr Óttar sjálfan sig og mun líklega láta verða af þessu með vorinu. ■ Pældu í því að maður er búinn að hlakka til í marga mánuði að veðrið verði passlegt, kaupa grillgræjur, eyða klukkutíma í að undirbúa allt draslið, og hvað fær maður út úr því? Viðbrennda lufsu sem gæti eins verið sótugt, gamalt og seigt beikon með einhverju hálfvitalegu jurtakryddi! Lárétt: 1 ílát, 5 efni, 6 píla, 7 sólarguð, 8 hjúp, 9 loftferðalag, 10 tveir eins, 12 þræta, 13 stefna, 15 lofttegund mínus s, 16 stúlka, 18 fjöri. Lóðrétt: 1 auðmenn, 2 fæða, 3 tveir eins, 4 öl- gerðarmaður, 6 klár, 8 sunda, 11 ennþá, 14 veiðarfæri, 17 tangi. Lausn: Lárétt:1bali,5ull,6ör, 7ra,8áru,9 flug,10ee,12agg,13inn,15ga,16 snót,18tápi. Lóðrétt: 1burgeisa,2ala,3ll,4brugg- ari,6örugg,8ála,11enn,14nót,17tá. YODA Geimvitringurinn úr Stjörnustríði er andleg- ur leiðtogi þeirra sem telja sig til Jedi-ridd- ara en líklega eru nokkrir slíkir á Íslandi. Rocky ROBERTINO Íslenskur útgefandi þessa fornfræga undra- barns stefnir að því að fara til Rómar í vor og afhenda honum gullplötu fyrir hörku- góða sölu fyrir jólin. Gull ROBERTINO ■ kom skemmtilega á óvart í jólaplötu- flóðinu og landaði gullplötu. Hann hefur hins vegar ekki hugmynd um það enn. Útgefandi hans ætlar að ráða bót á því í vor og telur sig geta gengið að honum vísum á krá í Róm.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.