Fréttablaðið - 16.01.2004, Blaðsíða 14
14 16. janúar 2004 FÖSTUDAGUR
■ Írak
RABIN AFHJÚPAÐUR
Yfir 1.000 manns voru viðstaddir þegar
rúmenski þjóðernissinninn Corneliu Vadim
Tudor afhjúpaði styttu af Yitzhak Rabin,
fyrrum forsætisráðherra Ísraels, í Brasov í
Rúmeníu. Tudor hefur verið sakaður um
fordóma í garð gyðinga og hafði ísraelska
sendiráðið í Búkarest gagnrýnt það harð-
lega að hann skyldi vera valinn til að af-
hjúpa styttuna.
Ástand loðnustofnsins:
Veiðibann í
hálfan mánuð
LOÐNUVEIÐAR Sjávarútvegsráð-
herra hefur, að tillögu Hafrann-
sóknastofnunarinnar, bannað all-
ar loðnuveiðar næstu tvær vikur,
til 29. janúar. Lokið er mælingum
stofnunarinnar á stærð loðnu-
stofnsins sem gerðar voru eftir að
tíu loðnuskip höfðu kannað hugs-
anlegt útbreiðslusvæði loðnunnar
í samvinnu við Hafrannsókna-
stofnunina dagana 3. til 5. janúar.
Enda þótt víða yrði vart við
loðnu úti af Norður- og Norðaust-
urlandi var hún mjög dreifð. Nið-
urstaða mælingarinnar var því
sú að stofninum gæti stafað
hætta af ef veiðunum yrði fram
haldið.
Hafrannsóknastofnunin lagði
því til við sjávarútvegsráðherra
að loðnuveiðar yrðu stöðvaðar í
tvær vikur, þangað til stærð
stofnsins hefði verið mæld á ný.
Hafrannsóknastofnunin mun á
grundvelli niðurstöðu væntan-
legra mælinga, gera frekari til-
lögur í þessum efnum.
Í tilkynningu sjávarútvegs-
ráðuneytisins segir, að hafi Haf-
rannsóknastofnunin lokið endur-
mati áður en veiðibanninu lýkur,
verði ákvörðunin endurskoðuð. ■
Bitnar á fiskvinnslu
en gagnast Flugleiðum
Veiking dollara gagnvart evru og krónu kemur fiskvinnslunni illa. Útgerðin er gengisvarin með
mikinn hluta kostnaðar í dollurum. Flugleiðir hagnast vegna tekna í evru og kostnaðar í
dollurum. Almenningur fær ódýrari raftæki, bandaríska bíla og neysluvörur.
GENGISÞRÓUN Bandaríkjadollari
kostar nú tæpar 70 krónur og hefur
lækkað ört að undanförnu. Fyrir ári
kostaði dollarinn um 80 krónur og
fyrir tveimur árum um 100 krónur.
„Gildin voru öfgakennd á því tíma-
bili þegar krónan var sem veikust
og dollarinn var sem sterkastur. Það
sama gæti verið uppi á teningnum
nú í öfugum hlutföllum,“ segir
Ingólfur Bender, forstöðumaður
greiningar Íslandsbanka. Hann seg-
ir langtímahorfur benda til þess að
dollarinn sé veikari en standist til
lengri tíma og
krónan sterkari.
„Til skamms tíma
er hins vegar allt
eins líklegt að
þessi þróun haldi
áfram og dollar-
inn lækki enn
frekar en orðið
er.“ Ingólfur tek-
ur fram að mjög
erfitt sé að spá
fyrir um gengis-
sveiflur til
skamms tíma.
„Ef maður lítur lengra aftur er gild-
ið milli dollarans og krónunnar
svipað nú og það var á árunum 1990
til 1996.“ Hann segir langvarandi
viðskiptahalla í Bandaríkjunum
helstu ástæðu gengisfallsins og
framleiðniaukning þar hafi ekki náð
að vega upp á móti hallanum.
Ingólfur segir að þegar áhrifin
séu skoðuð verði að gera greinar-
mun á þróun dollarans gagnvart
helstu myntum annars vegar og
þróun krónunnar gagnvart helstu
myntum hins vegar. „Ef við skoðum
þróunina milli evru og dollara, þá er
innflutningur frá Bandaríkjunum
að lækka. Við sjáum auglýsingar
með ódýrum bandarískum pickup-
bifreiðum og sama á við um banda-
rísk matvæli.“
Hann segir að
samningar um
kaup á fatnaði og
raftækjum séu
oft í dollurum
þótt varan sé
framleidd annars
staðar. Sama gildi
um útflutninginn.
„Þetta er oft dá-
lítið flókið, þar
sem svokölluð
þriðju landa áhrif
koma inn. Það
gildir þegar
samningar eru í
dollurum þótt við-
skiptin séu á milli
landa með aðrar
myntir, jafnvel í
Evrópu.“
Almennt hafi
þróun gjaldmiðla að undanförnu
fremur lítil áhrif á útgerð, þar sem
kostnaður sé að miklu leyti í dollur-
um, meðan hún hafi mjög neikvæð
áhrif á fiskvinnsluna, sem hafi tekj-
ur í dollurum en kostnað í krónum.
Þróunin kemur líka mismunandi
niður í ferðaþjónustu. „Flugleiðir
eru klárlega dæmi um það að þróun
evru og dollara að undanförnu er
hagstæð. Þeir eru með mikinn
kostnað í dollurum og mikið af tekj-
um í evrum.“
Almennt talað bitnar þróunin á
þeim sem hafa tekjur í dollurum en
kostnað og skuldir í krónum eða
evru. „Einnig þeim sem eiga miklar
eignir í dollurum. Dæmi um það
gætu verið lífeyrissjóðir, sem hafa
verið að auka eign sína í dollurum.“
haflidi@frettabladid.is
„Við sjáum
auglýsingar
með ódýrum
bandarískum
pickup-bif-
reiðum og
sama á við
um bandarísk
matvæli.
Afleiðingar stríðsins í Írak:
Aukin tíðni sjálfsvíga
BANDARÍKIN Að sögn Williams
Winkenwerder, yfirmanns heilsu-
farssviðs bandaríska varnarmála-
ráðuneytisins í Pentagon, er
sjálfsmorðstíðni meðal banda-
rískra hermanna í Írak nær þriðj-
ungi hærri heldur en hún var á
friðartímum fyrir stríðið. Auk
þess bíði um 2.500 hermenn lækn-
ismeðferðar eftir að hafa snúið
heim frá Írak og fyrirséð að sú
tala eigi eftir að hækka til muna
þegar tugum þúsunda hermanna
verði skipt út fyrir nýja í vor.
Þetta kom fram á fréttamanna-
fundi í Pentagon í gær og sagði
Winkenwerder að vandamálið væri
litið svo alvarlegum augum innan
hersins að ákveðið hefði verið að
senda hóp ráðgjafa til Íraks í lok
síðasta árs til þess að meta hvort
eitthvað væri hægt að gera til þess
að koma í veg fyrir aukin sjálfsvíg.
Aðstoð heima fyrir hafi einnig verið
aukin eftir að nokkrir hermenn, ný-
komnir heim frá Írak, höfðu myrt
eiginkonur sínar áður en þeir
frömdu sjálfsmorð.
Winkenwerder sagði að á síð-
asta ári hefði 21 bandarískur her-
maður, sem þátt tóku í hernaðar-
aðgerðunum í Írak, framið sjálfs-
morð og hefðu átján þeirra verið
úr bardagasveitum. Það þýðir að
þrettán af hverjum 100.000 her-
mönnum fremji sjálfsmorð. ■
FIMM FÓRUST Í SJÁLFSMORÐS-
ÁRÁS Fimm íraskir borgarar létu
lífið og 29 slösuðust þegar sjálfs-
morðsliði sprengdi sig í bíl utan
við lögreglustöð í bænum
Baqouba í súnní-þríhyrningnum.
Sjónarvottur segist hafa séð bíl-
inn nálgast lögreglustöðina sek-
úndum áður en hann sprakk í um
50 metra fjarlægð frá bygging-
unni, sem skemmdist mikið í
sprengingunni.
ÁTTA SKOTNIR TIL BANA Banda-
rískir hermenn skutu átta grun-
aða skæruliða til bana vestur af
borginni Samarra á þriðjudaginn
eftir að skotið hafði verið á her-
mennina úr átta bílum sem óku
hjá. Hermennirnir svöruðu skot-
hríðinni og eyðilögðust tveir bíl-
anna en hinir sex voru eltir uppi.
Alls 26 manns voru handteknir.
FRÆNDUR AL-DOURIS HAND-
TEKNIR Bandarískar hersveitir
handtóku í fyrradag fjóra ætt-
ingja Izzats Ibrahim al-Douri,
fyrrum varaforseta Íraks, sem er
háttsettastur eftirlýstra stuðn-
ingsmanna Saddams, sem enn
ganga lausir. Mennirnir voru
handteknir við leit í tveimur hús-
um í Samarra og eru tveir þeirra
taldir nánir samstarfsmenn al-
Douris við skipulagningu skæru-
árása.
FLOKKSLEIÐTOGI HANDTEKINN
Bandaríska herstjórnin í Írak
hefur tilkynnt að Khamis Sirhan
al-Muhammad, sem var númer 54
á lista Bandaríkjamanna yfir eft-
irlýsta stuðningsmenn Saddams
Hussein, hafi verið handtekinn í
bænum Ramadi á sunnudaginn.
Al-Muhammad er fyrrum leiðtogi
Baath-flokksins í Karbala og tal-
inn aðalskipuleggjandi skæru-
árása í Anbar-héraði á Fallujah-
svæðinu.
LOÐNUBANN Í BILI
Sjávarútvegsráðherra bannaði í gær, að tillögu Hafrannsóknastofnunarinnar, veiðar á
loðnu til 29. janúar. Sjómenn á Beiti og öðrum loðnuskipum mega því bíða enn um sinn.
Á VARÐBERGI
Bandarískir hermenn í Írak eru undir miklu álagi og er sjálfsmorðstíðni þriðjungi hærri en
fyrir stríðið.
ÁHRIF LÆKKANDI BANDA-
RÍKJADOLLARA
Innflutningur sem lækkar:
fatnaður
raftæki
bandarískir bílar
bandarískar neysluvörur
Útflutningur sem lækkar:
ál
sjávarafurðir
iðnaðarvörur
Kostnaður sem lækkar:
olía
lán í dollurum
aðföng í dollurum
MISMUNANDI
ÁHRIF
Ingólfur Bender, for-
stöðumaður grein-
ingar Íslandsbanka,
telur stöðu dollar-
ans gagnvart krónu
nú ekki standast til
lengri tíma. Ólíklegt
sé að þróunin snú-
ist við í bráð.
14
.1
.2
0
0
2
15
.4
.2
0
0
2
14
.5
.2
0
0
2
14
.6
.2
0
0
2
15
.7
.2
0
0
2
16
.9
.2
0
0
2
14
.1
1
.2
0
0
2
15
.1
.2
0
0
3
14
.2
.2
0
0
3
14
.3
.2
0
0
3
14
.5
.2
0
0
3
14
.7
.2
0
0
3
14
.8
.2
0
0
3
14
.1
1
.2
0
0
3
12
.1
.2
0
0
4
101,9
97,35
91,74
89,4
85,3
87,56
85,37
80,01
77,42 78,11
72,96
77,29
79,68
75,48
69,11
ÞRÓUN DOLLARANS
Gagnvart krónu unanfarin tvö ár.
USD MIÐ
Aðrir
gjaldmiðlar
Aðrir
gjaldmiðlar
DollarDollar
Vægi dollara í utanríkisviðskiptum
Innflutningur Útflutningur
ELLEFU SLÖSUÐUST Að minnsta
kosti ellefu manns slösuðust þeg-
ar öflug sprengja sprakk nálægt
kirkju í borginni Karachi í
Pakistan í gær. Sprengjan sprakk
stuttu eftir að óþekktur maður
hringdi til lögreglunnar og til-
kynnti að sprengju hefði verið
komið fyrir við kirkjuna og er
þetta fyrsta árásin í meira en ár
sem beint er gegn minnihlutahópi
kristinna í Pakistan.
■ Asía