Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.01.2004, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 16.01.2004, Qupperneq 20
Hin versta misgjörð sem menngera sig seka um í deilum er að brennimerkja andstæðinga sína sem vonda menn og siðspillta“. Svo hljóða orð Johns Stuarts Mill í bókinni Frelsið. Frelsið er einmitt umræðuefni forsætisráðherra um áramót en hann telur frelsisbarátt- una að þessu sinni snúast um að verja frelsið gagnvart okkur sjálf- um. Orð Johns Stuarts Mill eru mikilvæg áminning til þeirra sem vilja ranglega halda því fram að fullyrðingar forsætisráðherra, um grófa misnotkun á fjölmiðlun, eigi eitthvað skylt við siðlega rökræðu. Forsætisráðherra hefur brenni- merkt andstæðinga sína sem sið- spillta menn sem séu leynt og ljóst að ráðast gegn persónu sinni. Stór munur er á því að færa rök fyrir sínu máli og að uppnefna menn götustráka og lygara. Slíkar full- yrðingar færa engin sannindi fram í dagsljósið, sama hve margir kjósa að trúa og taka undir fullyrð- ingarnar. Einu sannindin sem dregin eru fram eru þau að forsæt- isráðherra hafi tilfinningar og líði illa. Rökræða stjórnmálanna Forsætisráðherra var beðinn í útvarpsþættinum Hrafnaþingi á Útvarpi Sögu um að nefna dæmi til að rökstyðja fullyrðingar sínar um misnotkun á Fréttablaðinu. Sagði hann enga þörf fyrir dæmi því misnotkunin blasi við fólki og líkti því við álíka sannindi og að jörðin væri ekki flöt heldur kringlótt. Rökin á bak við fullyrð- ingar hans voru sem sagt þau að hliðstæða væri milli þeirra sann- inda að jörðin væri kringlótt og að Fréttablaðið væri gróflega mis- notað af eigendum sínum. Jörðin er hins vegar ekki kringlótt held- ur hnattlaga og benda má á að rök forsætisráðherra eiga frekar hlið- stæðu í málflutningi þeirra sem töldu að jörðin væri flöt. Jú, þeir sögðu: Það blasir við. Misnotkun á Fréttablaðinu Nemandi í Háskóla Íslands gerði lokaverkefni sitt um hlut- leysi fjölmiðla í aðdraganda al- þingiskosninga árið 2003 og var niðurstaðan sú að Morgunblaðið og DV reyndust vera sérstaklega vilhöll Sjálfstæðisflokknum í fréttaflutningi en Fréttablaðið var nánast hlutlaust. Lokaverk- efni þetta byggði á viðurkenndum aðferðum við slíkar mælingar sem verður í það minnsta að telj- ast nokkuð betri aðferð en að beita tilfinningarökum. Ef meint misnotkun á fjölmiðli leiðir í raun til hlutleysis hlýtur maður að velta fyrir sér hvort ekki beri að gagnrýna frekar ábyrga stjórnun á fjölmiðlum, þ.e. ef hlutleysi er markmið í sjálfu sér. Handstýrt auglýsingaflæði Önnur fullyrðing forsætisráð- herra er að ekki sé rekstrarlegur grundvöllur fyrir Fréttablaðinu og því sé haldið uppi með handstýrðu flæði auglýsinga. Af því dregur forsætisráðherra þá ályktun að Fréttablaðið sé rekið með önnur sjónarmið í huga en að skila hagn- aði, þ.e. að koma núverandi forsæt- isráðherra eða stjórn frá völdum. Ef fullyrðing forsætisráðherra stæðist, þá þýddi það í raun að 66% af 50 stærstu auglýsendum í dag- blöðum væri handstýrt til að við- halda rógsherferð gegn forsætis- ráðherra, af þeirri ástæðu einni að þeir auglýsa meira í Fréttablaðinu en Morgunblaðinu. Athyglisvert er að Landssími Íslands, sem er í rík- iseigu, er á meðal þeirra aug- lýsenda og sé þeirra auglýsingum handstýrt til Fréttablaðsins má ætla að samsærið sé jafnvel víð- tækara en forsætisráðherra ætlar. Frelsið þarf gagnrýna um- ræðu Það er sorgleg staðreynd að næstæðsti ráðamaður þjóðarinnar skuli kjósa að brennimerkja and- stæðinga sína með þessum hætti. Ef eitthvað er mikilvægt til að verja frelsið fyrir okkur sjálfum þá er það að æðstu ráðamenn til- einki sér röklega og siðlega um- ræðu, því það eru þeir sem hafa valdið hverju sinni. Ef tilfinningar þeirra stjórna stjórnmálaumræðu- og ákvarðanatöku er frelsinu sann- arlega mikil hætta búin. Þegar for- sætisráðherra biður aðra um að vera frjálsa af sjálfum sér, líkt og hann gerði í áramótaþættinum Kryddsíld, hlýtur hann að gera sömu kröfur til sjálfs sín. Eitt er víst að frelsið verður aldrei varið af mönnum sem eru fjötraðir af til- finningahagsmunum og virðast ófærir um að bera virðingu fyrir röklegri umræðu. Það er jafn aug- ljóst og að jörðin er kringlótt. ■ Fyrir nokkrum dögum kynntiHagfræðistofnun Háskóla Ís- lands skýrslu um menntareikn- inga sem unnin var að frumkvæði Eflingar, Verslunarmannafélags Reykjavíkur og Starfsmennta- ráðs. Með menntareikningum er átt við að launþegi leggi fyrir ákveðna prósentu af launum sín- um og mótframlag komi frá at- vinnurekanda og ríkisvaldinu. Þetta yrði þá einhvers konar út- færsla á núverandi séreignalíf- eyrissparnaði. Bæði stéttarfélög- in ætla að fara fram með kröfu um menntareikninga í komandi kjarasamningum og ber að fagna því. Brottfall úr framhaldsskólum Á það er bent í skýrslunni að brottfall úr framhaldsskólum sé miklu hærra hér á landi en á hin- um Norðurlöndunum. Það eru því miklu fleiri hér á landi án fram- haldsskólamenntunar en þar. Einnig er í skýrslunni bent á að ríkisvaldið spari með því að þurfa ekki að greiða með fólki í fram- haldsskóla- og háskólanám, og nemur sú upphæð 440 þúsundum á hvern framhaldsskólanema og 590 þúsundum á ári á hvern há- skólanema. Ríkið ætti því að hafa skyldur gagnvart þessum hóp í samfélaginu. Gildi menntunar fyrir einstak- linginn er ótvírætt, hún eflir víð- sýni og eykur færni og er gefandi fyrir þann sem nýtur menntunar- innar. Í skýrslunni er talað um að launamunur faglærðra og ófag- lærðra sé að aukast og muni enn aukast með örari tækniframför- um. Vafalaust er það rétt ályktun en samt er rétt að staldra aðeins við. Fleiri konur en karlar út- skrifast Fyrir rúmum aldarfjórðungi var því statt og stöðugt haldið fram að misjöfn staða kynjanna á vinnumarkaði væri því að kenna að konur hefðu minni menntun en karlar. Konur drifu sig fyrir vikið í nám og í rúman hálfan annan ára- tug hafa fleiri konur en karlar út- skrifast úr framhaldsnámi. Mennt- un þeirra hefur þó hvorki fært þeim meiri frama á vinnumarkaði né launajafnrétti kynjanna. Að vísu hefur dregið saman með kynj- unum á allra síðustu árum. Með sömu þróun og verið hefur síðustu þrjú ár gæti tekist að útrýma launamuninum á mannsaldri. Í Noregi var þróunin í þessum efnum nokkuð á undan þróuninni hér en að öðru leyti svipuð. Hins vegar kemur fram í skýrslu sem norska alþýðusambandið lét gera á síðasta ári að aftur hefur dregið í sundur á síðasta áratug með kynj- unum hvað launamun varðar eftir að hann hafði minnkað áratugina á undan. Það er ekki útilokað að sama þróun geti orðið hér. Aukin menntun hefur heldur ekki skilað konum í fleiri ábyrgðarstöður og í þeim hræring- um sem á haustmánuðum urðu á fjármálamarkaði fjölgaði konum ekki í stjórnendastöðum. Komið hefur fram hjá jafn- réttisfulltrúa Háskóla Íslands að kynjaskipting í nemendahópi HÍ sé ekki jöfn nema í yngsta aldurs- hópnum, þeim sem kemur beint úr framhaldsskóla. Í öðrum aldurs- hópum eru konur í miklum meiri- hluta. Það bendir til þess að konur hafi farið af vinnumarkaði í há- skólanám. Þær hafi því tekið undir áskorunina um að bæta við sig þekkingu þó það hafi litlu skilað þeim í launum eða stöðuhækkun- um. Ekki alltaf horft í menntun Þrátt fyrir að menntun sé mik- ilsverð verður ekki framhjá því litið að aðrir þættir en menntun ráða miklu um stöðu á vinnumark- aði. Í mörgum fyrirtækjum er ekki horft á menntun þegar fólk er ráðið til starfa eða þegar fólk er fært til í starfi. Á því geta ver- ið margvíslegar skýringar og sjálfsagt flestar haldbærar. Það er því von mín að í framhaldi af skýrslunni um menntareikninga láti stéttarfélögin, sem að gerð hennar stóðu, kanna stöðu fólks á miðjum aldri sem hefur til dæmis lokið háskólaprófi og þá sjáist svart á hvítu hvert gildi menntun- ar er í raun og veru. ■ 20 16. janúar 2004 FÖSTUDAGUR Í glæpamálum liðinnar aldar og íupphafi þessarar rísa nokkrir aðilar hæst, sem grunaðir eru og dæmdir eða í meðferð opinberra stofnana. Keppni þessi er afar hörð enda þær upphæðir fjár- muna sem misfarið hafa með ein- um eða öðrum hætti stundum svimandi háar, jafnvel svo að al- menningur getur illa gert sér í hugarlund. Þær upphæðir sem um var rætt í málum grænmetisheild- verslananna voru hærri en áður höfðu verið nefndar í svikráðum gagnvart almenningi. Þær upp- hæðir eru þó nánast hjómið eitt miðað við þær tölur sem nefndar eru sem hugsanleg svikráð olíu- og tryggingafélaga. Skattsvik og þjófnaður Fyrrverandi sjónvarpseigandi er flúinn úr landi en tveggja millj- arða skattsvik eru sögð á eftir honum. Gjaldkeri er sagður hafa komið undan til vina sinna, einnig í sjónvarpsbransanum, um 200 milljónum af fé almennings. Al- þingismaður er dæmdur fyrir sjálftöku fjár og forstöðumaður helsta snobbhúss þjóðarinnar rek- inn fyrir svipaðar sakir. Forstjóri hjá símanum eignaðist trjálund til að fela sig í og löggiltur endur- skoðandi stelur 25 milljónum af skjólstæðingum. Lengi lengi mætti enn telja og svo er þetta ef til vill svipað og með aðra glæpi. Aðeins kemst upp um svona 10 prósent, „en þetta er nú svartsýni. Ráðherrar breiða hulu yfir glæp- ina og tala þá yfir á fyrirtækin með því að tala um skilning fyrir- tækja, eins og fyrirtæki hafi skilning, og eins að þau velti bara sektum af sér yfir á almenning,’’ sem er sennilega rétt. Samráð – umfangsmikil glæpaverk Hagræðing og samráð græn- metisforstjóranna varðandi verð- lag grænmetis er staðreynd sem kostaði heimilin í landinu hundruð milljóna króna. Hugsanleg en enn ósönnuð hagræðing olíu- og trygg- ingaforstjóranna hefur ef svo sannast, án efa kostað heimili landsmanna milljarða. Þessi sam- ráð væru þá umfangsmestu glæpaverk um liðin þúsaldarmót. Grænmetis-, olíu- og trygginga- forstjórarnir, framkvæmdastjórar þeirra og stjórnir félaga þeirra eru Íslandsmeistarar glæpamanna á landi voru og smánarblettur ef þeir verða látnir ganga lausir þeg- ar öll þessi mál verða gerð upp. Fé- lögin hins vegar saklaus, því félög gera sjálf ekkert, aðeins þeir menn, sem stjórna þeim. ■ Gildi menntunar Til varnar frelsinu Bensínið búið „Okkur þykir þetta ekki skemmtileg staða en við þessu er ekkert að gera. Viðtökur voru slíkar að þetta var ævin- týri líkast. Við eigum von á nýjum bensínbirgðum síðar í mánuðinum.“ –––––––––––––––––––––– Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri hjá Atl- antsolíu. Atlantsolía hóf að selja 95 okt- ana bensín í síðustu viku. Á miðvikudag voru bensínbirgðir olíufélagsins búnar. Bætiflákar KRISTINN SNÆLANDS ■ leigubílastjóri skrifar um samráð fyrirtækja. Umræðan SIGURBJÖRG ÁSGEIRS- DÓTTIR ■ bensínafgreiðslu- maður skrifar um gildi menntunar. Umræðan HINRIK MÁR ÁSGEIRSSON ■ skrifar um hlutleysi fjölmiðla. Umræðan Íslandsmeistarar glæpamenningar

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.