Fréttablaðið - 18.01.2004, Page 8
8 18. janúar 2004 SUNNUDAGUR
ÞETTA GRUNAÐI OKKUR LÍKA
„Einmitt það. Ég er ekki í elít-
unni. Satt best að segja hafði
mig innst inni grunað þetta. Nú
hefur hinn ógurlegi grunur verið
staðfestur. Ég er ekki í elítunni.“
Eiður Guðnason í Lesbók Mbl. 17. janúar.
...OG DAPUR, JAFNVEL
ÞUNGLYNDUR
„Nei , það er ekki erfitt að vera
skidsofren í þessu landslagi. Við
vitum alveg að það er nóg til af
peningum, það er bara spurning
um forgangsröðun, ekki satt?“
Elísabet Brekkan um niðurskurð á Landspítala-
háskólasjúkrahúsi í DV. 17. janúar.
EKKERT RÉTTLÆTI
„Líklega er þetta einn mesti
harmleikur samtímans, dæmið
um hvernig einstaklingar og
þjóðir læra ekki af reynslunni.
Þær sjá ekki það sem augað sér,
heyra ekki það sem eyrað heyr-
ir, kröfu um hlutlaust réttlæti.“
Guðbergur Bergsson um Ísrael og Palestínu í
Fréttablaðinu 17. janúar.
Orðrétt
VÍSINDI Yfirvofandi loftslagsbreyt-
ingar eru mun stærri ógn við íbúa
jarðarinnar en hryðjuverk, segir
aðalvísindaráðgjafi bresku ríkis-
stjórnarinnar.
Í viðtali við tímaritið Science
sakar Sir David King Bandaríkja-
menn um að hafa brugðist heims-
byggðinni með því að neita að taka
þátt í sameiginlegu átaki sem mið-
ar að því að draga úr losun eitur-
efna. Þó aðeins um 4% mannskyns
búi í Bandaríkjunum ber landið
ábyrgð á yfir 20% af heildar-
útstreymi gróðurhúsalofttegunda
í heiminum.
Bandaríkin hafa neitað að stað-
festa Kyoto-bókunina um tak-
mörkun á losun gróðurhúsaloft-
tegunda. George W. Bush
Bandaríkjaforseti segist ekki vera
tilbúinn að setja kvóta á iðnfyrir-
tæki fyrr en gerðar hafa verið
frekari rannsóknir.
„Við getum aðeins unnið bug á
þessum vanda ef við stöndum
saman. Við viljum að Bandaríkin
taki að sér forystuhlutverk í þessu
máli,“ segir King. Hann varar við
því að ef ekki verið brugðist við nú
þegar eigi flóð, þurrkar, hung-
ursneyð og sjúkdómar eftir að
herja á milljónir manna um heim
allan á næstu áratugum. ■
VÍSINDI Hlýnandi loftslag gæti
orðið þess valdandi að milljónir
dýra- og plöntutegunda dæju út
á næstu áratugum, samkvæmt
nýrri rannsókn sem fjallað er
um í tímaritinu Nature.
Vísindamennirnir sem standa
á bak við rannsóknina segja að
hugsanlegt sé að fjórðungur
allra landdýra og plantna á jörð-
inni verði útdauður fyrir árið
2050. Þeir benda á að eina leiðin
til að koma í veg fyrir þessa ógn-
vænlegu þróun sé að draga úr
útblæstri gróðurhúsaloft-
tegunda sem geti valdið óæski-
legum loftslagsbreytingum.
Vísindamennirnir tóku mið af
spám Sameinuðu þjóðanna um
loftslagsbreytingar en rann-
sóknin náði til 1.103 dýra- og
plöntutegunda á sex svæðum í
heiminum. Niðurstaðan var sú
að allt að 37% þessara tegunda
ættu ekki eftir að geta aðlagast
breyttum aðstæðum eða fært sig
um set og yrðu því útdauð innan
fimmtíu ára ef svartsýnustu
spár rættust. Af þessu var dreg-
in sú ályktun að á að minnsta
kosti ein milljón tegunda væri í
útrýmingarhættu um heim allan.
Vísindamennirnir segja að
með því að draga verulega úr
losun gróðurhúsalofttegunda í
heiminum verði hægt að bjarga
fjölda dýra og plantna. Þeir
ítreka þó að engin leið sé að
koma í veg fyrir að einhverjar
tegundir deyi út og tala í því
sambandi um fimmtán prósent
lífríkisins.
Klaus Töpfer, yfirmaður Um-
hverfisstofnunar Sameinuðu þjóð-
anna, bendir á að þessi þróun
muni einnig hafa umtalsverð
áhrif á mannfólkið. „Ef ein millj-
ón tegunda deyr út þá er það ekki
bara plöntu- og dýraríkið sem
mun láta á sjá,“ segir Töpfer.
„Stór hluti mannkyns mun þjást,
einkum í þróunarlöndunum þar
sem maðurinn er háður náttúr-
unni um nauðsynjar á borð við
mat, húsaskjól og lyf.“ ■
STÁTINN STEGGUR
Það er einkum fuglar sem eiga möguleika
á því að færa sig um set þegar skilyrði
verða þeim óhagstæð í þeirra upprunalegu
heimkynnum.
Loftslagsbreytingar
hér á landi:
Stórbætt
lífsskilyrði
VÍSINDI Snorri Baldursson, líffræð-
ingur og aðstoðarforstjóri Nátt-
úrufræðistofnunar, segir að
reiknað sé með því að meðalhiti
vetra á Íslandi muni hækka um
tvær til þrjár gráður á næstu
fimmtíu árum en sumarhitinn
heldur minna. „Þetta mun stór-
bæta skilyrði hér á landi fyrir
margar lífverutegundir. Það eru
þó helst þau kvikindi sem geta
flogið hingað sjálf sem eiga mögu-
leika á að setjast hér að,“ segir
Snorri. Hann bendir á að aðrar
tegundir geti borist hingað óvart
með mönnum eða vörum. Að-
spurður segir Snorri að ekki hafi
verið rætt um það af neinni alvöru
að flytja hingað tegundir sem ekki
geti lengur lifað í sínum uppruna-
legu heimkynnum. ■
Milljónir dýra og plant-
na í útrýmingarhættu
Hópur vísindamanna víðs vegar að úr heiminum hefur komist að þeirri niðurstöðu að allt að fjórð-
ungur allra dýra- og plöntutegunda á jörðinni muni deyja út á næstu fimmtíu árum vegna hlýn-
andi loftslags. Vísindamennirnir krefjast þess að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda.
SAMSPIL Í BLÓMA
Dýra- og plöntutegundir jarðar eiga misauðvelt með að aðlagast breyttum aðstæðum eða flytja sig um set.
Bandaríkin neita að draga úr losun
gróðurhúsaloftegunda:
Loftslagsbreytingar
mesta ógn heimsins
SEMENTSVERKSMIÐJAN
Íslendingar eru aðilar að Kyoto-bókuninni um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda.