Fréttablaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 23
SUNNUDAGUR 18. janúar 2004 Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Glæsilegar páska- og vorfer›ir Benidorm 51.540 kr. stgr. Innifalið: Flug, gisting á íbúðahótelinu Halley, ferðir til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. Ef 2 ferðast saman: 70.930 kr. stgr. Portúgal 53.567 kr. stgr. Innifalið: Flug, gisting á íbúðahótelinu Sol Doiro, ferðir til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. Ef 2 ferðast saman: 68.855 kr. stgr. Kanarí 64.915 kr. stgr. Innifalið: Flug, gisting á íbúðahótelinu Aloe, ferðir til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. Ef 2 ferðast saman: 79.130 kr. stgr. Mallorca 49.942 kr. strg. Innifalið: Flug, gisting á íbúðahótelinu Pil Lari Playa, ferðir til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. Ef 2 ferðast saman: 63.330 kr. stgr. Dublin 44.280 kr. stgr. Innifalið: Flug, gisting á Ormond Quay í 4 nætur, morgunverður, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. Miðað er við 2 saman í herbergi. * Verð m.v. að tveir fullorðnir og tvö börn, 2ja - 11 ára, ferðist saman. * * * * 3. apríl - 17. apríl 4. - 16. apríl 2. - 15. apríl 8. - 12. apríl 3. - 14. apríl Allt verð miðast við að bókað sé á netinu, ef bókað í síma eða á skrifstofu bætist við 2.000 kr. þjónustugjald á mann. Pá sk ar- vor Glæsilegar vorfer›ir: Mallorca - ver› frá 56.530 kr. - gisting í stúdíói á Pil Lari Playa í 24 nætur. Benidorm - ver› frá 69.930 kr. - gisting í íbú› á Halley í 24 nætur. Krít - ver› frá 66.950 kr. - gisting í íbú› á Skala í 29 nætur. Innifalið: Flug, gisting, flugvallarskattar og 20.000 kr afsláttur fyrir eldri borgara. Miðað er við að tveir ferðist saman. VERÐ LÆKK UN Uppáhaldsborg Hilmars Arnar: Háður forn- bókabúðum í London Uppáhaldsborg Hilmars Arnar Hilmarssonar, tónlistarmanns og allsherjargoða, er London. „Það er allt af öllu þar. Svo er ég háður fornbókaverslununum sem eru þar,“ segir Hilmar Örn. „Síðan eru þarna indverskir veitingastaðir sem eru alveg æð- islegir. Þó er ég í svolitlu sjokki því það er búið að loka uppáhalds- veitingastaðnum mínum og líka einni af uppáhaldsbókabúðunum mínum. Það er allt í heiminum hverfult þannig að það getur ver- ið að London sé á leiðinni út.“ Ef Hilmar myndi velja aðra borg en London yrði það líklega París, hinum megin við Erma- sundið. Segist hann eiga sterkar taugar til borgarinnar. London hefur samt vinninginn enn sem komið er, enda bjó hann þar á tímabili og fór þangað þrisvar til fjórum sinnum á ári. „Ég býst við að fara þangað aftur mjög fljót- lega. Ég var þar síðast í október þannig að þessum ferðum er far- ið að fjölga aft- ur,“ segir hann að lokum. ■ Farseðill gildir í eitt ár! Verð á mann frá 19.500 kr. All taf ód‡rast á netinu Næturvörður í sænska Survivor: Yfirvann fælnina við skorkvikindi HILMAR ÖRN Er hrifinn af ind- versku veitinga- stöðunum í London. LONDON Í mestu uppáhaldi hjá Hilmari Erni. Marga Íslendinga hefur ef-laust dreymt um að upplifa ævintýri á borð við þau sem þátt- takendur í Survivor-sjónvarps- þáttunum ganga í gegnum. Edda Lúvísa Blöndal, nemi í sjúkra- þjálfun, hefur kynnst því hvernig gerð slíkra þátta fer fram en hún hefur tvisvar unnið við sænsku gerðina af Survivor í Malasíu. „Svíar voru fyrstir til að kaupa réttinn á bandarísku hug- myndinni að Survivor árið 1997 og kallast sænska útgáfan Expedition Robinson. Systir mín var að vinna við sjónvarpsþátt- inn og útvegaði mér vinnu sem aðstoðarmanneskja á aðaleyj- unni sem tökuliðið bjó. Árið 2000 bauðst mér svo að fara sem næturvörður í þáttum sem ein- nig voru teknir í Malasíu. Hlut- verk mitt var að vera til taks ef eitthvað gerðist á nóttunni, kalla á aðstoð ef eitthvað kæmi upp á og jafnvel veita fyrstu hjálp. Þetta gekk vel og var mjög skemmtilegt en fyrsta vikan var hrikaleg. Ég hafði ímyndað mér að við yrðum tvö og tvö á vakt en það kom í ljós að ég var ein á vaktinni frá sex á kvöldin til átta á morgnana. Mér var hent út í djúpu laugina þegar kom að því að yfirvinna fælni mína við skorkvikindi.“ ■ EDDA LÚVÍSA BLÖNDAL Var ein á vakt frá sex á kvöldin fram til átta á morgnana og þurfti að yfirvinna skordýrafælni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.