Fréttablaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 14
14 24. janúar 2004 LAUGARDAGUR ■ Andlát Eftir blóði drifinn morðferil semnáði frá Washington í norðvestri til Flórída í suðaustri, eltingarleiki við lögreglu, réttarhöld og áfrýjanir lauk viðskiptum bandaríska réttar- kerfisins og Theodore Robert Bundy, alræmdasta fjöldamorð- ingja síðustu aldar. Bundy hafði þá viðurkennt morð um 30 kvenna, sem flestar voru ungar, laglegar og skiptu hárinu í miðju. Dauðadóminn hafði hann fengið fyrir síðasta morð sitt árið 1978, á 12 ára stúlku, en Bundy kaus að verja sig sjálfur. Þrátt fyrir hroðalega glæpi sína naut Bundy mikillar kvenhylli fyrir og eftir réttarhöldin, og giftist meira að segja einum aðdáanda sínum og eignaðist með henni dóttur. Banda- ríkjamenn voru heillaðir af sögunni um myndarlega laganemann sem hafði breyst í blóðþyrst skrímsli, og árið 1986 var gerð ágæt sjónvarps- mynd um Bundy sem nefndist The Deliberate Stranger og skartaði Mark Harmon í aðalhlutverki. Í dögun var Bundy leiddur til aftöku og lauk ævi sinni í rafmagns- stólnum Old Sparky, Gneista gamla, í ríkisfangelsinu í Tallahassee í Flórída. Andstæðingar dauðarefs- inga mótmæltu, en þeir voru fleiri sem fögnuðu þegar sólin birtist og útvarpsplötusnúður á svæðinu steikti beikon í beinni útsendingu. ■ Ágústa Kristín Ágústsdóttir, Kirkjuvegi 11, Keflavík, lést þriðjudaginn 20. janúar. Ólafur Jónsson útvarpsvirkjameistari, Lynghaga 24, Reykjavík, er látinn. Súsanna Klemensína Pálmadóttir lést fimmtudaginn 22. janúar. Torfhildur Guðlaug Jóhannesdóttir, Hlíf 1, Ísafirði, lést þriðjudaginn 20. jan- úar. Tómas Þ. Guðmundsson, rafvirkjameist- ari frá Ólafsvík, Aflagranda 40, Reykjavík, lést miðvikudaginn 21. janúar. 13.30 Aðalheiður Eyjólfsdóttir frá Stokkseyri verður jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju. 13.30 Haukur Alfreð Gunnlaugsson, Ægisgrund 4, Skagaströnd, verður jarðsunginn frá Hólaneskirkju á Skagaströnd. 13.30 Kristinn Breiðfjörð Gíslason, Skólastíg 14a, Stykkishólmi, verð- ur jarðsunginn frá Stykkishólms- kirkju. 13.30 Kristján Þórhallsson frá Ásgarði, Svalbarðsströnd, Eiðsvallagötu 24, Akureyri, verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju. 13.30 Oddný Bergsdóttir verður jarð- sungin frá Sauðárkrókskirkju. 14.00 Arndís Björg Steingrímsdóttir, Nesi í Aðaldal, verður jarðsungin frá Nesi í Aðaldal. 14.00 Eysteinn Sigurðsson, Arnarvatni, verður jarðsunginn frá Skútu- staðakirkju. 14.00 Friðrik Björnsson, Suðurgötu 22, Sandgerði, verður jarðsunginn frá Safnaðarheimilinu Sandgerði. 14.00 Guðfinna J. Finnbogadóttir frá Tjarnarkoti, Innri-Njarðvík, verður jarðsungin frá Innri-Njarðvíkur- kirkju. 14.00 Óskar Gíslason, Ásabraut 13, Grindavík, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju. 14.00 Stefán Aðalsteinsson, Rjóðri, Djúpavogi, verður jarðsunginn frá Djúpavogskirkju. 14.00 Þórarinn Magnússon frá Hátún- um verður jarðsunginn frá Prest- bakkakirkju á Síðu. Inger Anna Aikman blaðamaður er 40 ára í dag. ÞORSTEINN BACHMANN Hæstiréttur sneri við dómi héraðsdóms í vikunni og úrskurðaði að Leikfélag Akur- eyrar hefði ekki brotið jafnréttislög með því að ráða hann sem leikhússtjóra. Þá lýsti hann því yfir að hann væri að hætta sem leikhússtjóri að eigin frumkvæði en í fullri sátt við leikhúsráð. Hann segist ætla að vinna áfram með LA fram til næstu áramóta og stefnir að fleiri leikstjórnar- verkefnum. ??? Hver? Ég er sá sem ég er. Allar tilraunir til að skilgreina mig nánar verða til þess að takmarka sjálfan mig. Ég geri mitt og aðrir fara sínu fram. ??? Hvar? Ég er staddur á Akureyri, höfuðstað Norðurlands. ??? Hvaðan? Er úr Reykjavík, á ættir að rekja vestur á Firði, til Danmerkur og Grænlands til formóður minnar Anniku Tannika Tannika. ??? Hvað? Hef mjög gaman af því að lesa vísinda- tímarit, eðlisfræði og að tengja listir vís- indi og heimspeki. ??? Hvernig? Með því að sýna áhorfendum fram á hversu heimskuleg dramatíkin geti ver- ið, eins og Grikkirnir lögðu upp í upp- hafi. Hvað það getur verið mikið hjóm sem við stöndum í dags daglega gagn- stætt eilífðinni og stærð alheimsins. ??? Hvers vegna? Lífið er mikill galdur og leiklistin hefur mjög sérstakt lag á að opinbera þann galdur. ??? Hvenær? Þegar ég var 12 ára lék ég mitt fyrsta hlutverk, Leppalúða í skólahlutverki. Á sama tíma var ég að lesa Houdini og galdrabók Baldurs og Konna. Maður ákveður þegar maður er 12 ára hvað maður ætlar að gera í lífinu. ■ Persónan MARY LOU RETTON Ólympíumeistari í fimleikum árið 1984 á afmæli í dag. Hún er fædd 1968. 24. janúar ■ Þetta gerðist 1848 James Marshall finnur gullmola í Sutter’s Mill í norður Kaliforníu og kemur þannig gullæðinu í San Francisco árið 1949 af stað. 1908 Robert Baden-Powell setur saman fyrstu skátasveitina. 1924 Nafni rússnesku borgarinnar Sankti Pétursborg er breytt í Leníngrad til að minnast byltingarleiðtogans. Því var seinna breytt aftur í St Péturs- borg. 1935 Fyrsti dósabjórinn er settur á mark- að hjá Krueger Brewing Company. 1965 Winston Churchill deyr í London níræður að aldri. 1978 Kjarnorkuknúinn rússneskur gervi- hnöttur liðast í sundur í gufuhvolf- inu og geislavirkt rusl dreifist yfir norðurhluta Kanada. 1985 Penny Harrington verður lögreglu- stjóri í Portland og er fyrsta konan til að gegna því starfi í bandarískri stórborg. 1986 Geimfarið Voyager II frá NASA fer fram hjá Úranusi í 50.679 mílna fjarlægð. TED BUNDY Laganeminn fyrrverandi myrti fjölda kvenna víða um Bandaríkin á hrottafeng- inn hátt en galt fyrir með lífi sínu þennan dag árið 1989. Bundy í rafmagnsstólinn BUNDY TEKINN AF LÍFI ■ Fjöldamorðinginn Ted Bundy endaði ævina í rafmagnsstól í Flórída. 24. janúar 1989 Rétt nær að komast í sparifötin Ingvar er kominn á staðinn meðbörnin og fólk er voðalega hresst. Þetta er auðvitað stórt kvöld og tilhlökkunin er mikil,“ sagði Hilmar Oddsson, leikstjóri Kaldaljóss, þar sem hann var staddur á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn á leið til Gauta- borgar en Kaldaljós opnaði kvik- myndahátíðina þar í gærkvöld. „Við förum nánast beint af flug- vellinum á hátíðina og ég rétt næ að skipta um föt.“ Hilmar segir að myndin hafi þegar vakið nokkra athygli í Sví- þjóð. „Sænskir fjölmiðlamenn eru þegar byrjaðir að falast eftir við- tölum og það er greinilegt að við fáum svo- lítið aukalega út úr því að vera með opn- unarmyndina. Það verður mikið af fyrir- mennum á f r u m s ý n i n g - unni og fjöldi b o ð s g e s t a . Þetta er mikill heiður og ég er a f s k a p l e g a glaður.“ Hilmar vill ekki spá neinu um hvernig Kaldaljós leggist í Svíann en er bjartsýnn. „Maður veit auðvitað ekkert og þetta er ákveðinn prófsteinn á það hvernig myndin gerir sig erlendis en þetta er fyrsta formlega sýningin á er- lendri grundu. Fólkið frá hátíðinni sá myndina í Reykjavík og eintak- ið var meira að segja gallað en það dugði samt til þess að þau væru nógu hrifin til þess að bjóða okkur. Við erum öll mjög ánægð og ætlum fyrst og fremst að hafa gaman af þessu.“ ■ Verður í hesthúsinu Dagurinn í dag er nokkuð velskipulagður hjá afmælisbarni dagsins, Hilmi Snæ Guðnasyni leikara, sem er 35 ára í dag. Eftir að hafa fengið að sofa svolítið út ætlar hann að byrja á því að sinna hestunum sínum en hann segist vera mikill hestamaður. „Ég er búinn að fá sértakt leyfi hjá fjöl- skyldunni til að vera svolítið lengi upp í hesthúsi. Ætli ég eyði ekki megninu af deginum þar og ríði svolítið út.“ Þegar hesthúsferð er lokið verður stefnan tekin á útskriftar- veislu hjá Kristjáni, mági hans. „Svo reikna ég með að eyða kvöld- inu heima í rólegheitum. Fæ mér kannski rauðvínsglas.“ Það er greinilegt þegar rætt er við Hilmi að hann er ekki mikið afmælisbarn. „Ég ætla ekki að gera mikið í afmælismálum í ár,“ segir hann. „Ætli ég geymi það ekki í fimm ár í viðbót og haldi þá svaka veislu.“ Gömul afmæli eru honum einnig lítt eftirminnileg enda segir hann að hann hafi eig- inlega aldrei haldið upp á þetta, nema að mesta lagi farið út að borða. „Í janúar er það einhvern veginn alltaf svoleiðis að það eru allir á kafi og ég fastur í vinnu og fólk er bara að nota tímann til að hvíla sig.“ Hilmir hefur farið með aðal- hlutverkið í Ríkharði þriðja í Þjóðleikhúsinu, en sýningum á því verki lauk í gærkveldi. Æfingar á næsta verki, Sorgin klæðir El- ektru, voru að hefjast og því segir Hilmir að það verði bara tiltölu- lega rólegt næstu tvo mánuðina. „Þetta verk er mikið fjölskyldu- drama og spennandi verk og gam- an að fást við það. Þetta er þríleik- ur sem við erum að rembast við að stytta svo þetta verði ekki tveggja daga sýning. Það verður kannski erfitt að stytta rétt, en það hefst nú á endanum.“ ■ ■ Jarðarfarir ■ Afmæli Heimsfrumsýning ■ Kaldaljós var heimsfrumsýnd í út- löndum þegar hún opnaði kvikmynda- hátíðina í Gautaborg í gærkvöld. Að- standendur myndarinnar fylgdu henni út og voru í miklu stuði fyrir sýninguna. Afmæli HILMIR SNÆR GUÐNASON ■ er 35 ára. Fær sérstakt leyfi til að vera lengi upp í hesthúsi á afmælisdaginn. HILMAR ODDSSON Er bjartsýnn á gengi Kaldaljóss erlendis og er að vonum himinlifandi með þær viðtökur sem myndin hefur fengið hér heima. „Það ánægjulegasta er að mynd sem gerir ekki út á stærsta áhorfenda- hópinn og er „fullorðinsmynd innan gæsalappa“ skuli fá jafn góðar viðtökur.“ HILMIR SNÆR GUÐNASON Búinn að sleppa hendinni af Ríkharði þriðja en byrjaður að æfa Sorgin klæðir Elektru. JOHN BELUSHI Gamanleikarinn og feiti blúsbróðirinn fæddist á þessum degi árið 1949 og hefði orðið 55 ára í dag ef hann hefði ekki dáið úr ofneyslu eiturlyfja.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.