Fréttablaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 2
2 31. janúar 2004 LAUGARDAGUR „Ég veit að það munu engir sauðir vinna þarna.“ Hreiðar Már Sigurðsson er forstjóri KB-banka en fyrirtækið flutti í nýjar höfuðstöðvar í Borgartúni í gær. Spurningdagsins Hreiðar Már, verða þetta miklir fjárflutningar? ■ Evrópa Biðlistar munu heyra sögunni til Biðlistar á skurðlækningasviði Landspítala-háskólasjúkrahúss hafa styst veru- lega á tveimur síðustu árum. Allt útlit er fyrir að eiginlegir biðlistar verði úr sögunni á næsta ári, að sögn Arons Björnssonar, læknis á Landspítalanum. HEILBRIGÐISMÁL „Skurðlækninga- sviðið hefur verið sameinað að mestu,“ sagði Aron Björnsson, sviðsstjóri lækninga á skurðlækn- ingasviði Landspítala-háskóla- sjúkrahúss, um s t y t t i n g u biðlista eftir skurðaðgerðum á spítalanum á tveimur síðast- liðnum árum. „Með þeirri hag- ræðingu sem fengist hefur með sameiningu sérgreina undir einu þaki í þess- um tveimur hús- um hefur okkur tekist að ná betri nýtingu á skurð- stofurnar okkar.“ Aron sagði það skipulag sem komið væri á núna leiddi til þess að starfsemin skilaði af sér allt annarri framleiðslu og miklu betri. „Við höldum áfram á þessari braut og getum vonandi bætt okk- ur enn frekar,“ sagði Aron. Hann sagði, að gert væri ráð fyrir 130 milljóna króna sparnaði á skurðsviðinu á sama tíma og af- köstin væru að aukast. Miðað við mikinn árangur í lok síðasta árs teldu menn sig vera komna á þá ferð með aðgerðaferli og skipu- lagi, að hægt ætti að vera að halda „þeim dampi“ sem sviðið væri á núna. Stefnt væri að ákveðnum markmiðum, sem fælu í sér að eig- inlegir biðlistar yrðu úr sögunni í byrjun næsta árs. „Við erum með heilaskurðdeild í Fossvogi, þar er enginn biðlisti. Við erum með háls,- nef- og eyrna- deild, þar sem er einungis vinnu- listi. Við erum með æðaskurð- deild, þar er biðlistinn horfinn. Sú deild var á tveimur stöðum áður, svo dæmi sé nefnt. Á bæklunar- deildinni sést umtalsverður bati. Áður voru þessar aðgerðir þungar og erfiðar hjá okkur. Það var sorg- legt að horfa upp á fólk bíða mán- uðum eða árum saman eftir nauð- synlegri aðgerð. Ég tel þessa biðlista algjöra tímaskekkju,“ sagði Aron. „Það verður miklu auðveldara að stjórna spítalanum og einstökum einingum þegar þeir verða úr sögunni.“ Aron sagði æskilegt að öll starfsemi sjúkrahússins væri á einum stað. Heilmikið myndi spar- ast við það en það væri „framtíð- armúsík“, enn sem komið væri. jss@frettabladid.is Réttlæting Íraks-stríðsins: Leynilegar upplýsingar hugsanlega rangar BANDARÍKIN, AP Condoleezza Rice, öryggismálaráðgjafi Bush Banda- ríkjaforseta, hefur að undanförnu gefið í skyn í viðtölum að hugsan- lega hafi leynilegar upplýsingar varðandi gereyðingarvopnaeign Íraka verið rangar. Þetta er í fyrsta skipti sem full- trúi bandarískra stjórnvalda við- urkennir slíkt en þar til nýlega hefur Bush Bandaríkjaforseti ít- rekað haldið því fram að gereyð- ingarvopn muni finnast í Írak. Rice gaf þetta í skyn eftir að David Kay, fyrrum yfirmaður bandaríska vopnaeftirlitsins í Írak, hafði kallað eftir óháðri rannsókn á vinnubrögðum leyni- þjónustunnar. Kay, sem sagði af sér í síðustu viku, segir það álit sitt að Írakar hafi ekki átt nein gereyðingarvopn fyrir stríðið. „Ég held það sé ljóst að það er misræmi á milli þeirra upplýs- inga sem við fengum áður en við fórum þangað og þess sem við höfum síðan fundið,“ sagði Rice í viðtali við CBS-sjónvarpsstöðina. Hún bætti við að Saddam Hussein hefði verið hættulegur maður í hættulegum heimshluta og þess vegna hefði verið kominn tími til þess að grípa til aðgerða gegn ógnvaldinum. ■ Sparisjóðir: Lækka vexti BANKAR Þrír sparisjóðir, SPRON, SPV og SPK, tilkynntu í gær að þeir hyggðust lækka vexti á bæði verðtryggðum og óverðtryggðum útlánum. Kjör- vextir verðtryggðra skulda- bréfalána lækka um 0,65 pró- sentustig og verða 5,5%. Vextir á óverðtryggðum lánum lækka minna, eða um 0,3 prósentu- stig, að því er fram kemur í fréttatilkynningunni. Í tilkynningunni kemur einnig fram að samhliða þessu hafi verið tekið upp breytt áhættumat á skuldabréfa- lánum. ■ Dæmdur í þriggja mánaða fangelsi: Maður með stelsýki DÓMUR Maður á fertugsaldri var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir þrjú þjófnaðarbrot. Maðurinn stal járnbindivél, heyrnartóli og rauðvínsflösku. Sam- anlagt verðmæti þýfisins var á þrið- ja hundrað þúsund. Hann hefur skil- að eða endurgreitt þá muni sem hann hefur stolið og hefur ekkert tjón hlotist af brotum hans. Í skýrsl- um sem lagðar voru fyrir dóminn kom fram að maðurinn væri hald- inn skyndihvöt til að stela verðmæt- um sem hann hefði enga þörf fyrir enda hefði hann ávallt haft nægilegt fé til að greiða fyrir þann varning sem hann hefði stolið. Dómnum þótti ljóst af sakaskrá mannsins að hann væri vana- afbrotamaður og þótti því ekki tækt að skilorðsbinda refsinguna. ■ Mikið magn fíkniefna: Þrennt handtekið LÖGREGLAN Tveir menn og ein stúlka voru handtekin eftir að rúmlega hálft kíló af meintu am- fetamíni og nokkrar e-töflur fund- ust við húsleit í Reykjanesbæ. Húsráðandinn er á þrítugsaldri en hin tvö undir tvítugu. Yfir- heyrslur yfir þeim stóðu fram eftir degi í gær og er málið upp- lýst. Þau yngri eru ekki talin tengjast málinu. ■ ABRAMOVICH Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich flýgur yfir Chukotka i Síberíu. Ríkisendurskoðun Rússlands: Rannsakar Abramovich RÚSSLAND Ríkisendurskoðun Rúss- lands ætlar að fara yfir fjármál auðkýfingsins Romans Abramo- vich sem gegnir embætti ríkis- stjóra í héraðinu Tjukotka í Síber- íu. Abramovich keypti á síðasta ári enska úrvalsdeildarliðið Chelsea. Ríkisendurskoðun segir að um sé að ræða reglubundið eftirlit sem tengist á engan hátt kaupun- um á Chelsea. Abramovich hefur sætt gagnrýni fyrir að eyða mikl- um fjármunum erlendis í stað þess að sinna aðkallandi vanda- málum heimafyrir. ■ Við gerum betur fyrir þig í janúar og febrúar AVIS Sími 5914000 avis@avis.is www.avis.is Við gerum betur kr. 2.300á dag Innif. 100 km, vsk. og trygging (Lágmarksleiga 2 dagar) ALÞINGI Þingmenn Samfylkingar- innar hafa óskað eftir því að Davíð Oddsson forsætisráð- herra flytji skýrslu um fjárhags- legt og lagalegt umhverfi stjórn- málaflokka hér á landi og beri það saman við nágrannaþjóðirn- ar. Jafnframt að grein verði gerð fyrir því hvernig Ísland hefur framfylgt alþjóðlegum skuld- bindingum um eftirlit með fjár- málum stjórnmálaflokka. Markmiðið er að varpa ljósi á fjárhagslega umgjörð stjórn- málastarfseminnar og gera grein fyrir úthlutun á þeim framlögum sem Alþingi veitir á fjárlögum til flokkanna. Sam- fylkingin vill að forsætisráð- herra geri grein fyrir sérfræði- aðstoð þingflokkanna og styrkj- um til stjórnmálaflokkanna í samræmi við fjárlög og með hliðsjón af nýrri kjördæmaskip- an. Einnig að getið verði hvaða breytingar hafi orðið á þessum framlögum árlega síðastliðin fimm ár. ■ SKÝRSLUBEIÐNI Á ALÞINGI Samfylkingin hefur óskað eftir því að forsætisráðherra flytji skýrslu um fjárhagslegt og lagalegt umhverfi stjórnmálaflokka hér á landi. Þingflokkur Samfylkingarinnar: Vill upplýsingar um fjárframlög FLUGI AFLÝST Mikil röskun varð á flugi til og frá Svíþjóð í gær þegar 700 flugvallarstarfsmenn lögðu niður vinnu í fimm klukku- stundir. Flugfélagið SAS varð að aflýsa 88 ferðum vegna skyndi- verkfallsins. Kjaraviðræður milli stéttarfélags flugvallarstarfs- mannanna og yfirmanna flugvall- arins fóru út um þúfur fyrir nokkrum dögum. SCHRÖDER HITTIR BUSH Ger- hard Schröder, kanslari Þýska- lands, ætlar að hitta George W. Bush Bandaríkjaforseta í Was- hington í febrúar til að ræða upp- bygginguna í Írak og sambandið milli Bandaríkjanna og Evrópu. Schröder mun flytja fyrirlestur í Chicago 26. febrúar og hitta Bush í höfuðborginni daginn eftir. CONDOLEEZZA RICE Rice er fyrst bandarískra embættismanna til þess að viðurkenna að hugsanlega hafi leynilegar upplýsingar verið rangar. „Það var sorglegt að horfa upp á fólk bíða mánuðum eða árum saman eftir nauðsynlegri aðgerð. Biðlistar Biðlistar Markmið Biðlistar Markmið Janúar 2003 Janúar 2003 Janúar 2002 Janúar 2004 Janúar 2005 Janúar 2005 Janúar 2004 AÐGERÐIR Á AUGASTEINI Á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. AÐGERÐIR VEGNA BAKFLÆÐIS OG ÞINDARSLITS Á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. BÆKLUNARAÐGERÐIR Á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. 1.051 Bíða eftir aðgerð 1.190 Bíða eftir aðgerð 385 Bíða eftir aðgerð 843 Bíða eftir aðgerð Biðtími 12–24 mánuðir 627 Bíða eftir aðgerð Biðtími 6–12 mánuðir 399 Bíða eftir aðgerð Biðtími 3–6 mánuðir 120 198 Bíða eftir aðgerð 70–100 Janúar 2003 Janúar 2004 Vinnulisti Biðtími 0–3 mánuðir LANDSPÍTALINN Með aukinni hagræðingu hefur tekist að nýta skurðstofur sjúkrahússins betur. Gæslan sótti slasað barn: Brenndist illa SLYS Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug til Patreksfjarðar skömmu eftir klukkan 18 í gær og sótti þriggja ára gamalt barn sem hafði brennst illa. Að sögn lögreglunnar á Patreksfirði datt barnið ofan í sjóðandi heitt bað og brenndist illa. Þyrlan lenti með barnið á sjúkrahúsi í Reykjavíkur skömmu eftir klukkan 21. Ekki var ljóst í gærkvöldi hversu alvarleg sár barnsins voru. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.