Fréttablaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 6
6 31. janúar 2004 LAUGARDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 69.65 0.23% Sterlingspund 126.09 -0.63% Dönsk króna 11.6 -0.63% Evra 86.39 -0.66% Gengisvísitala krónu 119,50 0,25% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 496 Velta 8.371 milljónir ICEX-15 2.403 0,60% Mestu viðskiptin Nýherji hf. 458.450 Landsbanki Íslands hf. 430.566 Kaupþing Búnaðarbanki hf. 409.73 Mesta hækkun Guðmundur Runólfsson hf. 8,45% Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. 5,47% Nýherji hf. 3,41% Mesta lækkun Og fjarskipti hf. -0,92% Straumur Fjárfestingarbanki hf -0,82% Hlutabréfamarkaðurinn hf. -0,75% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.470,5 -0,4% Nasdaq* 2.066,4 -0,1% FTSE 4.390,7 -0,5% DAX 4.058,6 -0,9% NK50 1.380,9 -0,2% S&P* 1.130,2 -0,3% * Bandarískar vísitölur kl. 17. Veistusvarið? 1Hvað heitir útvarpsstjóri BBC semsagði af sér vegna aukinnar gagnrýni í kjölfar skýrslu Huttons lávarðar? 2Lokalota kjaraviðræðna Starfsgreina-sambandsins nálgast. Hvað heitir for- maður sambandsins? 3Hvaða heimsfrægi soul-söngvari varhandtekinn á miðvikudag vegna heimilisofbeldis? Svörin eru á bls. 46 RÉTTINDAMÁL „Vinna vélstjóranna um borð í þessum skipum breytist ekki og þær hæfniskröfur sem til þeirra eru gerðar eru þær sömu fyrir og eftir breytingu. Þetta var vitað þegar Sturla Böðvarsson setti reglugerðina sem öll ósköpin markast af. Allt sem ég sagði þessum einstaka ráðherra þá hefur ræst,“ segir Helgi Laxdal, for- maður Vélstjórafélags Íslands, á heimasíðu félags síns vegna þess að útgerðarfélög fjögurra fiskiskipa hafa óskað eftir því við Siglingastofn- un að afl aðalvéla fjögurra skipa verði fært niður. Helgi segir eina tilgang út- gerðanna vera þann að lækka laun vélstjóranna og slaka á réttindakröf- um og þar með öryggi sjómanna. Hann skellir skuldinni á samgöngu- ráðherra. „Að mínu mati er hér aðeins um byrjunina að ræða því um leið og út- gerðarmenn almennt átta sig á þess- um möguleikum munu þeir nýta sér þá til þess að lækka laun vélstjór- anna og draga úr réttindakröfum og um leið öryggi skipa. Það er þó með þetta eins og svo fjölmargt annað að fátt er svo með öllu illt að ei boði gott. Það góða er að með reglugerð- inni er búið að skapa Siglingastofnun ærin verkefni í stað þeirra sem er verið að færa frá stofnuninni, verk- efni sem felast í því að losa útgerðina undan lögbundnum og umsömdum skyldum sínum samkvæmt tilskipun frá Sturlu Böðvarssyni,“ segir Helgi Laxdal. ■ VEIÐAR „Það vantar rannsóknir á því hver áhrif þessa veiðarfæris eru í sjó,“ segir Sverrir Leósson, útgerðarmaður nótaskipsins Súl- unnar EA, um veiðar á loðnu og síld í flotvörpur. Raddir eru uppi um að veiðar með flotvörpu stórskaði loðnu- stofninn og síldarstofninn. Því er haldið fram að flotvörpurnar taki aðeins stærsta fiskinn en sá smærri sleppi í gegnum möskvana en hátt hlutfall drepist vegna hreisturskemmda. Þessu til stuðnings nefna menn að glöggt megi sjá af afla flottrollsskipanna þar sem vanti gjarnan smærri loðnuna. Sverrir segir að þetta sé mikið rætt manna á milli og sitt sýnist hverjum. Hann vill að fiski- fræðingar og veiðarfærasérfræð- ingar rannsaki málið og skili nið- urstöðum. „Það er hlutverk fræðinganna að skera úr um þetta mál. Menn hafa verið að kasta þessu á milli sín en það þarf að skoða þetta vandlega,“ segir Sverrir. Hann segir að gjörbreytt mynstur sé á veiðum á loðnu og síld frá því sem áður var þegar nótaveiðar voru allsráðandi. „Flotvörpurnar eru í sjó 24 tíma í sólarhring og stærstu skipin eru að í nánast öllum veðrum. Við meg- um ekki skemma fyrir okkur og því er nauðsynlegt að rannsaka málið,“ segir Sverrir. Hjálmar Vilhjálmsson, fiski- fræðingur og einn helsti sérfræð- ingur Hafrannsóknastofnunar hvað loðnu varðar, segist „per- sónulega hafa efasemdir um veið- ar á uppsjávarfiski í flotvörpu“. Hann segir ljóst að flotvarpan kljúfi loðnutorfur og valdi usla. „Flottrollið er nýjung í uppsjáv- arveiðum. Það vinnur allt öðruvísi en nótin og menn eru að draga veið- arfærið fram og aftur í gegnum torfurnar og fiskurinn hlýtur að stressast miklu meira sem er eng- um fiski hollt,“ segir Hjálmar. Hann segir að ljóst sé að nótin komi í flestum tilvikum upp með þann fisk sem lokast inn. „Réttarkerfið segir að menn teljist saklausir uns sekt er sönn- uð. Það hefur ekkert sannast varðandi flot- vörpuna og þyrfti að rann- saka þetta frek- ar með infra- rauðri mynda- vél. Þegar við mynduðum þetta seinast var ekki hægt að skera úr um það hvort ljósið á mynda- vélinni olli uslanum eða sjálft veið- arfærið,“ segir Hjálmar. rt@frettabladid.is Dómsmálaráðherra: Skipar tvo dómara DÓMSMÁL Björn Bjarnason dóms- málaráðherra hefur skipað Skúla Magnússon, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, og Símon Sig- valdason, skrifstofustjóra Hæsta- réttar, í embætti héraðsdómara. Skúli verður héraðsdómari í Reykjavík en Símon mun fyrst um sinn ekki eiga fast sæti við tiltek- inn dómstól. Sjö sóttu um stöðurnar tvær, aðrir umsækjendur voru Arnfríð- ur Einarsdóttir, Ásgeir Magnús- son, Friðjón Örn Friðjónsson, Ind- riði Þorkelsson og Sigrún Guð- mundsdóttir. ■ FJÓRTÁN FÓRUST Í AURSKRIÐU Fjórtán manns létust þegar aur- skriða féll á þorp á eynni Java í Indónesíu. Þrjú hús grófust undir aurnum. Flestir þorpsbúarnir voru í fastasvefni þegar skriðan féll. ELDGOS Í INDÓNESÍU Einn maður lést og um tuttugu slösuðust þeg- ar eldgos hófst skyndilega í Ego- fjalli á eynni Flores í Indónesíu. Dökk aska mettaði loftið yfir eynni og voru um 4000 manns fluttir á brott frá heimilum sínum í nágrenni fjallsins. EFNAFRÆÐINGUR DÆMDUR TIL DAUÐA Japanskur efnafræðingur hefur verið dæmdur til dauða fyrir að hafa haft yfirumsjón með þróun taugagass sem notað var í árás á neðanjarðarlestakerfi Tókíó árið 1995. Alls hafa ellefu meðlimir trúarreglunnar Aum Shinrikyo verið dæmdir fyrir aild að árásinni sem kostaði tólf manns lífið.Aldarafmæli heima- stjórnarinnar: Flaggað á morgun FÁNADAGAR Davíð Oddsson forsæt- isráðherra hefur með skírskotun til forsetaúrskurðar um fánadaga og fánatíma, ákveðið að flaggað skuli við opinberar stofnanir þeg- ar 100 ár verða liðin frá stofnun heimastjórnar á Íslandi, á morg- un, sunnudaginn 1. febrúar. Forsætisráðherra hvetur al- menning til þess að minnast þess- ara tímamóta á sama hátt. ■ HELGI LAXDAL Telur að samgönguráðherra hafi staðið fyrir lækkun launa vélstjóra og minna öryggi fiskiskipa. Formaður Vélstjórafélagsins harðorður: Reglugerð Sturlu vinnur gegn öryggi LOÐNUVEIÐAR Ekki er deilt um loðnuveiðar í nót en efasemdir eru uppi um flottrollið. Fræðimaður efast um flotvörpu Útgerðarmaður nótaskips vill rannsóknir á meintri skaðsemi flotvörpu við veiðar á loðnu og síld. Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur tekur undir með honum en segir að sanna verði sekt. ■ Asía „Flotvörp- urnar eru í sjó 24 tíma í sólarhring og stærstu skipin eru að í nán- ast öllum veðrum. SVERRIR LEÓSSON Vill láta rannsaka áhrif flotvörpu. HJÁLMAR VILHJÁLMSSON Hefur efasemdir við flotvörpuna en segir að sanna verði sekt. ■ Lögreglufréttir FÁNI FASTUR Í FÁNASTÖNG Vaskir slökkviliðsmenn fóru til að aðstoða fólk við að ná fána niður úr fánastöng í gærmorgun. Til stóð að draga fánann í hálfa stöng en hann var dreginn alla leið og ekki tókst að ná honum niður fyrr en aðstoð slökkviliðs- mannanna barst. STAL SKJÁVARPA Brotist var í Iðntæknistofnun í Keldnaholti í gærmorgun og þaðan stolið skjávarpa. Þjófurinn braut rúðu til að komast inn. Málið er í rann- sókn lögreglu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.