Fréttablaðið - 31.01.2004, Page 30

Fréttablaðið - 31.01.2004, Page 30
30 31. janúar 2004 LAUGARDAGUR BÓK VIKUNNAR Norwegian Wood eftir Haruki Murakami Sagt er að í Japan, heimalandi höfundar, hafi hvert mannsbarn sem komið er til vits og ára les- ið þessa bók. Bókin gerði Murakami að súperstjörnu þar í landi, sem leiddi til þess að hann flúði land og sneri ekki aftur fyrr en nokkrum árum seinna. Aðalpersónan rifjar upp kynni sín af tveimur ólíkum konum. Val hans stendur milli fortíðar og framtíðar. Bók sem er á sinn hljóðláta hátt rík af fegurð, húmor og trega. Einstak- lega eftirminnileg. ■ Bókatíðindi ■ Bækur Metsölulisti Bókabúða Máls og menningar, Eymundssonar og Pennans ALLAR BÆKUR 1. Öxin og jörðin - til- boðsverð. Ólafur Gunn- arsson 2. Einhvers konar ég - útsölubók. Þráinn Ber- telsson 3. Bókin um viskuna - útsölubók. Dalai Lama 4. Kaldaljós - tilboðsverð. Vigdís Gríms- dóttir 5. Ruth Reginalds - tilboðsverð. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir 6. Lífshættir fugla - útsölubók. David Attenborough 7. Mýrin. Arnaldur Indriðason 8. Sonja de Zorrilla - útsölubók. Reynir Traustason 9. Konan í köflótta stólnum - útsölu- bók. Þórunn Stefánsdóttir 10. Stangveiðihandbókin 2 - útsölu- bók. Eiríkur St. Eiríksson SKÁLDVERK - INNBUNDNAR BÆKUR 1. Öxin og jörðin - tilboðsverð. Ólafur Gunnarsson 2. Plateró og ég - út- sölubók. Juan Ramón Jiménez 3. Þrjár sögur eftir Saki - útsölubók. Saki (H.H. Munro) 4. Vetrarferðin - útsölubók. Ólafur Gunnarsson 5. Heimsins heimskasti pabbi - útsölu- bók. Mikael Torfason 6. Höfundur Íslands - útsölubók. Hall- grímur Helgason 7. Dauðinn á Níl - útsölubók. Agatha Christie 8. Í allri sinni nekt - útsölubók. Rúnar Helgi Vignisson 9. Endurfundir - útsölubók. Mary Higg- ins Clark 10. Himinninn hrynur - útsölubók. Sid- ney Sheldon SKÁLDVERK - KILJUR 1. Kaldaljós. Vigdís Gríms- dóttir 2. Mýrin. Arnaldur Indriða- son 3. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason 4. Brennu-Njáls saga með skýringum. Mál og menning 5. Ár hérans. Arto Paasilinna 6. Flateyjargátan. Viktor Arnar Ingólfs- son 7. Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð. Arto Paasilinna 8. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason 9. Röddin. Arnaldur Indriðason 10. Á villigötum. Henning Mankell LISTINN ER GERÐUR ÚT FRÁ SÖLU DAGANA 22. 01.-28. 01. 2004 Í BÓKABÚÐUM MÁLS OG MENNINGAR, EY- MUNDSSONAR OG PENNANS. Í bókmenntasögunni hefurhjónaband Roberts Browning og Elizabethar Browning á sér goðsagnablæ. Nokkrar bækur hafa verið skrifaðar um sam- bandið og þekkt leikrit um það hefur orðið að tveimur kvik- myndum að minnsta kosti. Það var í september árið 1846 sem Robert Browning, þá 34 ára, nam hina fertugu Elizabeth á brott af heimili ráðríks föður hennar og fór með hana til Ítal- íu. Þau voru saman í fimmtán ár og Browning talaði ætíð um samband þeirra sem hið full- komna ástarsamband. Sannleik- urinn var hins vegar allt annar eins og kemur fram í nýrri ævi- sögu Roberts Browning eftir Ian Finlayson. Kona með stálvilja Elizabeth var undrabarn, svimandi greind og viðurkennd strax á unglingsárum sem ein- stakt ljóðskáld. Hún var sjúk- lingur og rúmföst mestan hluta ævinnar. Í Flórens, þar sem hjónin bjuggu, var Browning vanur að bera hana frá heimili þeirra út í vagn eins og væri hún brotthætt brúða. Elizabeth leit á ópíum sem besta meðal við veikindum sínum og var orðin ópíumsjúklingur 15 ára gömul. Þótt Elizabeth væri líkam- lega máttvana var hún andlega sterk, með járnvilja og stundum miskunnarlaus eins og sýndi sig í framkomu hennar við Lily, þjónustustúlku sína. Lily hafði fylgt húsmóður sinni til Ítalíu og starfaði hjá Browning-hjónun- um fyrir smánar- laun. Þegar hún fór fram á launahækk- un sagði Elizabeth henni að hún væri vanþakklát og gráðug. Seinna varð Lily barnshaf- andi og þá sendi Elizabeth hana til Englands til að fæða barnið en bannaði henni að snúa aftur til Ítalíu með það þar sem ungbarn myndi valda þeim hjónum of miklu ónæði. Lily kom barni sínu fyrir á Englandi og sneri aftur til hús- móður sinnar en fékk taugaáfall stuttu seinna. Óskiljanlegur skáldskapur Elizabeth fæddi son þegar hún var 43 ára gömul. Hún hafði viljað eignast stúlku og gerði sitt besta til að leyna kynferði barnsins. Þegar dreng- urinn var orðinn ellefu ára gam- all hafði hann aldrei klæðst venjulegum drengjafötum og var með gullna lokka niður á axlir því móðir hans vildi ekki láta klippa hann. Robert Brown- ing mótmælti harðlega því stelpulega uppeldi sem dreng- urinn fékk en Elizabeth varð ekki haggað. Eitt fyrsta verk Brownings eftir dauða eigin- konu sinnar var að senda dreng- inn í klippingu og koma honum í síðbuxur. Annað ágreiningsefni þeirra hjóna var dulhyggja Elizabeth- ar. Hún gerðist spíritisti og lærisveinn þekkts bandarísks miðils sem Browning leit á sem loddara. Browning kann einnig að hafa verið afbrýðisamur gagnvart miðlinum, sem Eliza- beth virtist mjög heilluð af. Samtíminn leit á Elizabeth sem mikið skáld en að sama skapi var hæðst að skáldskap Brownings. Ekkert eintak seld- ist af fyrstu ljóðabók hans. Önn- ur ljóðabók hans þótti óskiljan- leg. Sagt er að þegar ritstjóri Punch, Douglas Jerrold, var að jafna sig eftir alvarleg veikindi hafi hann lesið þá bók. Hann skildi ekkert í henni og taldi sig vera orðinn heilaskaddaðan. Hann hljóp úr herbergi sínu og hrópaði: „Ég er orðinn fáviti,“ en róaðist þegar honum var sagt að ekki nokkur maður skildi bókina. Bældur maður Robert Browning kom sam- tímamönnum ekki fyrir sjónir sem skáld. Thomas Hardy sagði að hann minnti helst á sjálfum- glaðan kaupmann. Aðrir líktu honum við bankamann eða þjón. Henry James skrifaði skáldsögu sem hann byggði á hugmyndum sínum um Browning en þar var fjallað um leikritahöfund sem á sér tvífara sem skrifar öll verkin fyrir hann. James hafði ein- hverju sinni á orði að Browning væri fullur af niðurbældri reiði og læsi ljóð sín eins og hann hefði andstyggð á þeim og vildi bíta þau í sundur. Browning var dulur maður og opinberaði aldrei tilfinningar sínar fyrir öðrum. Hann virðist hafa verið nokkuð þjakaður í hjónabandi þar sem kona hans, sem þarfnaðist stöðugrar um- önnunar, réði því sem máli skipti. Þar fékk hann ekki að njóta sín sem manneskja. Gagnrýnandi Sunday Times sem fjallar um þessa nýju ævi- sögu um Browning segir að hver sá maður sem hefði þurft að búa með Elizabeth Barrett Browning hefði lært að dylja tilfinningar sínar mjög vandlega. kolla@frettabladid.is ROBERT BROWNING Hann lýsti hjónabandi sínu sem fullkomnu en í nýrri ævisögu er efast rækilega um að þær staðhæfingar hafi verið réttar. Ný ævisaga um ljóðskáldið Robert Browning er kom- in út. Í henni kemur margt nýtt fram um hjónaband skáldsins, sem hann sjálfur taldi fullkomið. Bældur Browning Samtíminn leit á Elizabeth sem mikið skáld en að sama skapi var hæðst að skáldskap Brown- ings. Ekkert eintak seldist af fyrstu ljóðabók hans. Önnur ljóðabók hans þótti óskiljan- leg. ,, Rithöfundurinn Mark Haddonfékk fyrir nokkrum dögum hin virtu Whitbread-verðlaun fyrir skáldsögu sína The Curi- ous Incident of the Dog in the Night-Time. Bókin var bæði gefin út sem barnabók og full- orðinsbók og hefur unnið nokk- ur barnabókaverðlaun. Hún hefur selst í 97.000 eintökum í Bretlandi og er nú í efsta sæti metsölulistans. Haddon hefur alls gefið út 16 barnabækur en engin þeirra hefur vakið jafn mikla athygli og þessi nýja bók sem gagnrýnendur og lesendur keppast við að lofa. Í verðlauna- bókinni er sagan sögð frá sjón- arhóli 15 ára drengs með Asperger-heilkenni. Hann hefur sérhæfileika þegar kemur að tölum og reikningi, er aðdáandi Sherlock Holmes og ætlar sér að komast að því hver drap hund nágrannans. Dómnefndin komst snemma að þeirri niðurstöðu að bók Haddons ætti að hreppa verð- launin. Einn hrifningarfullur dómnefndarmaður sagði að bók Haddons nýtti sér fötlun til að varpa ljósi á heiminn. Formaður nefndarinnar sagði að Haddon tækist einstaklega vel að laða fram rödd drengsins sem birtist sem hugsandi og blíðlynd mann- eskja. Bókin væri einnig afar fyndin og enginn dómnefndar- manna hefði áður lesið bók sem líktist henni. Aðrar tilnefndar bækur voru ljóðabókin Landing Light eftir Don Paterson sem hlaut TS Eliot-verðlaunin í fyrra; Booker-verðlaunabókin Vernon God Little eftir DBC Pierre; verðlaunabarnabókin The Fire- Eaters eftir David Almond og rómuð ævisaga George Orwell eftir DJ Taylor. Almennum les- endum gafst tækifæri til að greiða atkvæði um bestu bókina á vefsíðu Whitbread og þar vann bók Haddons. Þegar hefur verið boðið í kvik- myndaréttinn og þar á í hlut fyrirtæki á vegum leikarans Brad Pitt. Bók kemur út í ís- lenskri þýðingu um næstu jól hjá Máli og menningu. ■ MARK HADDON Rómuð verðlaunabók hans fjallar um dreng með Asperger-heil- kenni. Ný Whitbread-verðlaunabók: Bók sem varpar ljósi á heiminn ELIZABETH BROWNING Hún var undrabarn og viðurkennd strax á unglingsárum sem einstakt ljóðskáld. En hún var líka sjúklingur og rúm- föst mestan hluta ævinnar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.