Fréttablaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 31. janúar 2004 Leikritaskáldið fræga ArthurMiller skrifar eftir- mála að bókinni Cuba on the Verge, sem er safn verka um Kúbu eftir kúbanska og bandaríska rithöfunda og ljósmynd- ara. Þarna segir Miller frá ferð sinni til Kúbu árið 2000 en í þeirri ferð hitti hann Fidel Kastró. Kúbönsk stjórnvöld buðu níu einstaklingum úr menningargeiranum í ferðina, þar á meðal Mill- er og eiginkonu hans og rithöfundinum William Styron. Á öðrum degi ferðarinnar var hópnum boðið í mat til Kastró ásamt kólumbíska rithöf- undinum Gabriel Garcia Marquez. Kastró, sem var í jakka- fötum, minnti Miller á kvik- myndastjörnu. Miller segir að sér hafi fundist Kastró hafa sömu þörf fyrir ást og viðurkenningu og kvikmyndastjörnur, ásamt yfir- þyrmandi þorsta í völd. Barnaleg sýnikennsla Kynni Kastrós og Millers hófust á því að Kastró kallaði skyndilega til hans: „Hvaða af- mælisdag áttu?“ „17. október 1915,“ svaraði Miller. Kastró studdi vísifingri sínum við höfuð sitt og lagðist í þunga þanka. Loks benti hann vísifingri til lofts og sagði: „Þú ert ellefu árum, fimm mánuðum og fjórtán dögum eldri en ég.“ Miller segir að þessi barnalega sýnikennsla einræðisherrans í reikningshæfileikum sínum hafi komist ná- lægt því að vera hjart- næm. Talaði endalaust Yfir matnum kom Kastró víða við, ræddi um heimskulega þrjósku Rússa og gerði grín að misheppnuðum tilraunum CIA til að ráða hann af dögum. Kastró var satt að segja óstöðvandi í tali sínu og efldist mjög eftir því sem leið á kvöldið, enda hafði hann sofið mestallan daginn og var auk þess stútfullur af öflugum vítamíntöfl- um. Gestirnir voru orðnir ör- magna. Garcia Marquez sat upp- réttur í stól sínum en steinsvaf. Eftir tæpa fimm tíma setu gerði Miller sér grein fyrir því að Kastró hefði hug á að halda ein- ræðum sínum áfram til morguns. Dauðþreyttur rétti Miller upp hönd og sagði: „Fyrirgefið, herra forseti, en þegar við komum sagð- ir þú að ég væri ellefu árum, fimm mánuðum og fjórtán dögum eldri en þér. Þetta eru nú orðnir fimmtán dagar.“ Kastró fórnaði höndum, hló og sagði: „Ég hef far- ið yfir strikið.“ Einmana gamall maður Næsta dag var hópurinn uppi í sveit í hádegismat þegar þrír stór- ir glæsivagnar renndu í hlað. Dyrnar á bílnum sem var í miðj- unni opnuðust og út steig Kastró í hinum alkunna græna búningi sín- um. Nú hafði hann mestan áhuga á að ræða við William Styron og spurði hann hverjir væru mestu rithöfundar Bandaríkjanna á 19. öld. Miller segir að þar sem hann hafi fylgst með Kastró þennan dag hafi hann gert sér grein fyrir því að þarna væri einmana gamall maður sem hungraði í ný mannleg samskipti, sem yrðu æ sjald- gæfari eftir því sem hann eltist. ■ Útsalan í fullum gangi 20-70% afsláttur af völdum vörum s í m i 5 5 3 8 0 5 0 • w w w . e c c o . c o m G E R Ð U F R Á B Æ R K A U P ! afsláttur af tilboðsvörum – aðeins í nokkra daga 50-70% Útsölulok Ástralíupartí á Hressó! Í tilefni af þjóðhátíðardegi Ástrala, "Australia Day" Frá kl. 9 í kvöld og fram á nótt Tilboð í gangi allt kvöldið, 5 á 1500 kr Brimbretti og hattar að hætti Krókódíla-Dundee fylgja með á meðan birgðir endast. FIDEL KASTRÓ Miller segir að sér hafi fundist Kastró hafa sömu þörf fyrir ást og viðurkenningu og kvik- myndastjörnur, ásamt yfirþyrmandi þorsta í völd. Bob Dylan hefur lengi verið aðvinna að þriggja binda sjálfsævisögu sinni sem beðið er með mikilli eftirvæntingu. Á dög- unum þóttist hann hafa lokið við fyrsta bindið, sem var um 30.000 orð eða um það bil 120-130 blað- síðna bók. Útgefendum þótti handritið heldur stutt og sendu Dylan heim og nú hefur hann tvö- faldað orðafjöldann. Í fyrsta bind- inu segir Dylan frá lífi sínu á sjötta áratugnum þegar hann var að hefja feril sinn sem lagahöf- undur og söngvari. ■ Silja rýnir í jólabækurnar Skráning á endur-menntunarnám- skeið Háskóla Íslands eru að hefjast. Rétt er að vekja athygli á nám- skeiði Silju Aðalsteins- dóttur bókmenntafræð- ings þar sem rýnt verð- ur í jólabækur síðasta árs. Sex til átta bækur verða fyrir valinu; ís- lenskar skáldsögur, ljóð, þýðingar og ævisögur. Farið verður yfir feril einstakra höfunda og rætt um verk þeirra. Höfundar munu heimsækja leshringinn. Námskeiðið hefst 11. febrúar og það er skáldsaga Sjóns, Skugga- Baldur, sem er lesin fyrir fyrsta tímann. ■ ARTHUR MILLER Skrifar um kynni sín af Kastró í eftirmála nýrrar bókar um Kúbu. ■ Sagt og skrifað Blessunarlega er náttborðið hjámér þakið alla vega bókum þessa dagana. Ég er tiltölulega ný- búinn með Lygasögu Lindu Vil- hjálmsdóttur sem ég var afskap- lega ánægður með. Hún kann að spinna áfram söguþráinn og býr vel að reynslu sinni sem ljóðskáld í þessum lipru skrifum sínum. Af- skaplega trúverðug persónusaga,“ segir fjölmiðlamaðurinn og les- andi vikunnar, Sigmundur Ernir Rúnarsson. „Núna er ég að sökkva mér aft- ur ofan í Storminn hans Einars Kára, en bókina hraðlas ég fyrir þátt minn, Maður á mann, sem ég gerði með honum fyrir jólin. Þetta er ein þessara bóka sem maður einfaldlega neitar að láta frá sér. Sögupersónan Eyvindur Jóns- son, atvinnulúser, er á meðal eftirminnilegustu söguhetja í síðari tíma bókmenntum hér á landi. Og hana nú. Siggi Páls er líka innan seilingar við rúmið, nýja bókin hans er náttúrlega þeirrar gerðar að maður hættir eiginlega að yrkja sjálfur – og svo er haugur af öðrum ljóðabókum rétt við koddann, jafnt erlendar sem innlendar. Ég er þeirrar gerðar að geta ekki látið ljóð í friði, það er á að giska unaður að fletta tilviljana- kennt upp á einu ljóði í einhverri bókinni og hverfa með því inn í svefninn. Loks má þess geta að ég er með talsvert af fræðiefni inni við rúm- gaflinn hjá mér sem tengist sögu sem ég er að vinna að þessi miss- erin og kemur væntanlega út fyrir næstu jól. Það er fínt að blanda þessu öllu saman, fræðiefni og góðum skáldskap. Maður verður að minnsta kosti ekki þröng- sýnni fyrir vikið.“ ■ SIGMUNDUR ERNIR RÚNARS- SON „Siggi Páls er líka innan seilingar við rúmið, nýja bókin hans er náttúrlega þeirrar gerðar að maður hættir eigin- lega að yrkja sjálfur.“ Þakið borð af bókum Núna er ég að sökkva mér aftur ofan í Storminn hans Einars Kára, en bókina hraðlas ég fyrir þátt minn, Maður á mann, sem ég gerði með honum fyrir jólin. Þetta er ein þess- ara bóka sem maður ein- faldlega neitar að láta frá sér. Sögupersónan Eyvindur Jónsson, atvinnulúser, er á meðal eftirminnilegustu söguhetja í síðari tíma bók- menntum hér á landi. Og hana nú. ,, BOB DYLAN Hann hefur lokið við að skrifa fyrsta bindi endurminninga sinna. Dylan skrifar sögu sína SILJA AÐ- ALSTEINS- DÓTTIR Kennir á námskeiði þar sem rýnt verður í jólabækur síðasta árs. Arthur Miller segir frá kynnum sínum af Fídel Kastró í eftirmála nýrrar bókar: Leikritaskáldið og einræðisherrann

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.