Fréttablaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 40
40 31. janúar 2004 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI Leikur Liverpool og Ev- erton á Anfield Road í dag verður 170. viðureign félaganna í deilda- keppninni. Engin nágrannafélög hafa leikið jafn oft í ensku deildinni. Leikir Arsenal og Tottenham eru orðnir 133, leikir Manchester-félag- anna 129 og Newcastle og Sunder- land hafa mæst 124 sinnum. Liverpool vann 3-0 á Goodison Park í haust með tveimur mörkum Michael Owen og einu frá Harry Kewell. Everton hefur hins vegar ekki haft betur í nágrannaslag síðan í september 1999 þegar mark frá Kevin Campbell færði þeim 1-0 sig- ur á Anfield. Samanlagt hefur Liverpool nokkuð forskot í leikjun- um við nágranna sína. Liverpool hefur sigrað í 62 leikjum, Everton í 54 en 53 hefur lokið með jafntefli. Spánverjinn Jose Antonio Reyes, dýrasti leikmaður Arsenal, leikur líklega ekki í heimaleiknum gegn Manchester City á morgun. Louis Saha leikur með Manchester United í fyrsta sinn þegar United fær Southampton í heimsókn í dag og Scott Parker, sem Chelsea keypti fram Charlton í gær, leikur líklega gegn Blackburn á morgun. Parker verður einnig gjaldgengur með Chelsea í meistaradeildinni en frestur til að skrá leikmenn fyrir næsta áfanga keppninnar rennur út á mánudagsmorgun. ■ Mætum Englend- ingum í Manchester Íslenska landsliðið í knattspyrnu tekur þátt í þriggja liða æfingamóti í júní ásamt Englendingum og Japönum. Fáum hugsanlega leik gegn Ítölum í ágúst. KNATTSPYRNA Íslenska landsliðið í knattspyrnu komst kannski ekki í úrslitakeppni EM sem fram fer í Portúgal í sumar en frammistaða liðsins hefur vissulega vakið at- hygli. Það kristallast í þeirri stað- reynd að landsliðinu hefur verið boðið að taka þátt í þriggja liða æfingamóti í Manchester í júní en ásamt okkur og heimamönnum leikur landslið Japana á mótinu. Einnig gæti vel farið svo að við fáum æfingaleik gegn Ítölum á Laugardalsvelli í ágúst. „Það er ekki spurning að ár- angur íslenska landsliðsins er far- inn að vekja athygli og við hefðum aldrei fengið að taka þátt í slíku móti ef Englendingar teldu okkur ekki vera verðuga andstæðinga,“ sagði Eggert Magnússon, formað- ur KSÍ, á blaðamannafundi í gær en leikur Íslands og Englands fer fram 5. júní næstkomandi og verður leikið á hinum nýja og glæsilega leikvangi Manchester City, The City of Manchester Stadium. Það verður jafnframt lokaleikur Englendinga áður en þeir halda til Portúgal þar sem þeir taka þátt í lokakeppni EM. Einnig kemur vel til greina að leika vináttulandsleik gegn Ítöl- um í ágúst en þar sem Ítalir leika gegn Norðmönnum í undankeppni HM næsta haust hentar þeim vel að æfa sig gegn liði Íslands á und- an. „Við höfum verið í sambandi við ítalska sambandið og þeir eru opnir fyrir þessum möguleika. En þar sem það er ekki víst hver verður landsliðsþjálfari í ágúst er ekki hægt að ganga frá neinu,“ sagði Eggert en Giovanni Trapattoni, landsliðsþjálfari Ítala, mun að öllum líkindum láta af störfum eftir EM í sumar. Ásgeir Sigurvinsson landsliðs- þjálfari var kátur í bragði enda alltaf gaman að fá leiki gegn sterkum þjóðum. „Þetta er alveg stórkostlegt og ljóst að Eggert og Geir framkvæmdastjóri hafa ver- ið að vinna frábæra vinnu. Þetta verður virkilega skemmtilegt verkefni og þar að auki er ekki verra að fá að hafa landsliðshóp- inn í tíu daga. Við hlökkum mikið til leikjanna og það er vissulega verðugt verkefni að mæta enska landsliðinu á fullum velli í Manchester.“ ■ ■ ■ LEIKIR  12.15 KS og KA leika í Boganum í Powerade-mótinu í fótbolta.  13.30 KA og HK keppa í KA-heim- ilnu í 1. deild kvenna í blaki.  14.00 Nágrannaslagur í Njarðvík. Njarðvík og Keflavík keppa í 1. deild kvenna í körfubolta.  14.00 Stjarnan leikur við ÍBV í Ás- garði í 1. deild kvenna í handbolta.  15.15 Höttur mætir Hvöt í Bogan- um í Powerade-mótinu í fótbolta.  15.30 Fram og Grótta/KR keppa í Framhúsinu í 1. deild kvenna í hand- bolta.  16.00 Iceland Express Cup í fót- bolta. Leikið um þriðja sætið í Reykja- neshöllinni.  16.00 Víkingur leikur við FH í Vík- inni í 1. deild kvenna í handbolta.  17.00 Haukar fá KA/Þór í heim- sókn á Ásvelli í 1. deild kvenna í hand- bolta.  17.00 SA og Björninn keppa í skautahöllinni á Akureyri á Íslands- mótinu í íshokkí.  17.15 Grindavík leikur við KR í Grindavík í 1. deild kvenna í körfubolta.  18.15 Iceland Express Cup í fót- bolta. Úrslitaleikur í Reykjaneshöllinni. ■ ■ SJÓNVARP  11.25 EM í handbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Svía og Serba og Svarfellinga um sjöunda sætið.  11.45 US Champions Tour 2004 á Sýn. Fréttaþáttur um bandarísku móta- röðina í golfi.  12.15 Enski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Manchester United og Southampton.  13.50 EM í handbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Dana og Þjóðverja í undanúrslitum.  14.20 Trans World Sport (Íþróttir um allan heim) á Sýn.  15.15 Supercross (Qualcomm Stadium) á Sýn. Nýjustu fréttir frá heimsmeistaramótinu í Supercrossi.  16.10 Motorworld á Sýn. Kraftmik- ill þáttur um allt það nýjasta í heimi akstursíþrótta.  16.20 EM í handbolta á RÚV. Bein útsending frá leika Króata og Slóvena í undanúrslitum.  16.40 Alltaf í boltanum á Sýn. Út- sending frá leik Liverpool og Everton.  17.10 Enski boltinn á Sýn.  19.00 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  19.50 Sterkasti maður heims á Sýn. Kraftajötnar reyna með sér í ýms- um þrautum.  20.20 Spænski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Real Betis og Celta de Vigo.  22.35 Hnefaleikar á Sýn. Útsend- ing frá hnefaleikakeppni í Arizona í Bandaríkjunum. Á meðal þeirra sem mætast eru veltivigtarkapparnir (super) Fernando Vargas og Tony Marshall. hvað?hvar?hvenær? 28 29 30 31 1 2 3 JANÚAR Föstudagur DAVID BECKHAM Íslensku landsliðsmennirnir fá að taka á Beckham í Manchester í júní. Enska úrvalsdeildin: Nágrannaslagur í Liverpool DEILDALEIKIR FÉLAGANNA FRÁ LIVERPOOL Liverpool - Everton 169 62 53 54 230-205 LEIKIR Á ANFIELD ROAD Liverpool - Everton 84 35 26 23 129-98 LEIKIR Á GOODISON PARK Everton - Liverpool 85 31 27 27 107-101 STAÐAN I ÚRVALSDEILDINNI Arsenal 22 15 7 0 42:14 52 Man. United 22 16 2 4 40:15 50 Chelsea 22 14 4 4 40:17 46 Charlton 22 10 7 5 31:23 37 Liverpool 22 9 6 7 32:24 33 Newcastle 22 8 9 5 30:23 33 Fulham 22 9 4 9 34:32 31 Southampton 22 8 6 8 21:18 30 Birmingham 21 8 6 7 19:25 30 Bolton 22 7 8 7 26:33 29 Tottenham 22 8 3 11 26:31 27 Aston Villa 22 7 6 9 21:27 27 Middlesbrough 21 6 7 8 20:26 25 Everton 22 6 6 10 25:29 24 Man. City 22 5 8 9 31:33 23 Blackburn 22 6 5 11 32:36 23 Portsmouth 22 6 4 12 25:33 22 Leicester 22 4 8 10 31:38 20 Wolves 22 4 7 11 20:44 19 Leeds 22 4 5 13 19:44 17 Smíða glugga, opnanleg fög, fræsi gler og mála, hurðaísetningar og parketlagnir Geri tilboð, eða tímavinna allt eftir óskum Hagstætt verð. Hjalti sími 892 4592 / 581 1490

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.