Fréttablaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 28
28 31. janúar 2004 LAUGARDAGUR Það er til marks um mikilvægisjómannamenntunar og sjó- sóknar að Sjómannaskólahúsið á Rauðarárholtinu í Reykjavík er ein glæsilegasta skólabygging lands- ins. Hæðirnar eru fjórar og efst trónir turninn með klukkum sínum, ratsjám og innsiglingarljósum. Út- sýnið yfir sundin blá er með ólík- indum og auðvelt að gleyma sér við gluggana. Kynjaslagsíðan er algjör, þarna er ein kona á hverja áttatíu karla og nemendur utan af landi eru sjö á móti þremur höfuðborgar- búum. Almennt eru nemendurnir ánægðir með námið og félagslífið og ganga stoltir um ganga, albúnir að stíga ölduna þegar lærdómnum sleppir. Blaðamaður hélt á fund þriggja vaskra karla til að forvitn- ast um lífið og tilveruna í Sjó- mannaskólanum. Þeir voru að klára hádegisverðinn sinn, væna skammta af fiskibollum, og því saddir og sælir. Finnur fyrir smæð sinni á sjónum Einar Örn Einarsson er fertug- ur Skagamaður sem snemma fór til sjós og vann einnig í hvalstöð- inni í Hvalfirði hér í eina tíð. Hann hugði ungur á nám við Stýri- mannaskólann en rataði í tón- menntir og vann meðal annars sem organisti og kórstjóri í Kefla- vík um árabil. En hvers vegna tog- aði hafið? „Það er ekki gott að segja en þegar þú færð sjóinn í blóðið er erfitt að afneita því. Þú stendur frammi fyrir náttúru- öflunum og upplifir allt öfganna á milli, frá því að vera á sjó á sumar- nótt þar sem himinn og haf renna saman í eitt yfir í að vera í aftaka- veðri yfir hávetur þar sem þú finnur vel fyrir smæð þinni. Ég þekki líka samfélag blekkinganna þar sem allt er gert til að fá mann frá uppruna sínum, það er að segja samfélagið sem flestir hrærast í dag frá degi, og ég kýs að orða það sem svo að ég hafi fengið nýtt tækifæri,“ segir Einar Örn og á þar við þá blessun sína að komast í Stýrimannaskólann. Hann er heillaður af siglingafræðinni og finnst spennandi að reikna út sigl- ingaleiðir frá einum stað til ann- ars og gæti hugsað sér að starfa við slíkt á flutningaskipum í fram- tíðinni, einhversstaðar í heimin- um. „Það er nefnilega svo að menntun okkar er góð á alþjóðleg- an mælikvarða og menn með próf héðan geta víða fengið vinnu.“ Hann veit þó ekki almennilega hvað hann tekur sér fyrir hendur en gæti hugsað sér að sinna hvala- skoðun eins og hann hefur reynd- ar gert síðustu misseri. Einar Örn getur auðveldlega mælt með námi við Stýrimannaskólann: „Ég hvet þá sem eru tvístígandi í þessum efnum til að drífa sig í skólann því þetta er mikil endurnæring. And- inn innandyra er með þeim hætti að allir hafa gott af að kynnast honum og kennslan er með ágæt- um.“ Langar að vinna á Queen Mary Kristján R. Bjarnason er tutt- ugu og tveggja ára Eskfirðingur og vel á veg kominn með nám í Vélskólanum. Hann vann á verk- stæði Eskju og sótti líka sjóinn á skipum félagsins en hann er af sjómönnum kominn langt aftur í ættir. Ungur afrekaði hann meðal annars að þiggja hærri laun en faðir hans og var honum afar skemmt við að rifja það upp. „Ég byrjaði nú í rafvirkjun en hætti fljótlega og sneri mér að vél- stjórnarnáminu,“ segir Kristján, sem þrátt fyrir upprunann er ekki viss um að enda á sjónum. „Ég ætla samt að byrja þar til að ná mér í alþjóðleg réttindi og einn af stóru draumunum er að vinna í vélarrúmi skips eins og Queen Mary,“ en fleyið það er stærsta og glæsilegasta skemmtiferðaskip hafanna. „Svo er að koma álver í næsta firði þannig að ég hef ekki áhyggjur,“ segir hann. Kristjáni líður vel á sjónum þrátt fyrir að ógleði geri jafnan vart við sig fyrstu daga túranna: „Það er fínt að vera á sjónum ef mórallinn er góður en auðvitað getur manni leiðst þar eins og annars staðar. Ég hef nú bara farið í tíu daga túra og er ekki viss um að mig langi í þrjá- tíu eða fjörutíu daga túra á frysti- togara,“ segir Kristján. Fyrirmyndirnar voru góðar Ríkarð Svavar Axelsson er tutt- ugu og fimm ára Norðfirðingur sem hefur lengi stundað sjóinn líkt og faðir hans og afar. Eins og títt er um unga menn langaði hann að verða atvinnumaður í knatt- spyrnu en auðnaðist ekki og varð hafið því hans fótboltavöllur. Rík- arð var til sjós á skipum Síldar- vinnslunnar; Barða, Berki, Beiti og Bjarti, og fór fyrsta túrinn sautján ára. „Ég bar mikla virð- ingu fyrir yfirmönnunum um borð og það má segja að ég hafi fengið áhugann á faginu frá þeim. Ég fylgdist með þeim að störfum og langaði að komast í þeirra stöður. Seinna varð ég bátsmaður og stýrði minni vakt um borð en til að ná hærra þarf réttindi og í þau ætla ég að ná,“ segir Ríkarð. Hann er opinn fyrir ýmsu þegar spurt er um framtíðardrauma, getur bæði hugsað sér að vinna að veiðum og flutningum. Og hann hefur engar áhyggjur af að fá ekki vinnu: „Það verður ekkert mál, menntunin er góð og alltaf er þörf fyrir góða menn með fína menntun.“ Þurfum ekki að greiða okkur Eins og áður sagði ríkir karla- veldi í Sjómannaskólanum og mórallinn er eftir því. Húmorinn er grófur og samskipti nemenda oft með hrjúfara móti. Kristján segir ákveðna kosti fylgja því að fáar stelpur séu í skólanum: „Sjáðu strákana í Versló, þeir þurfa að vakna klukkan sex á morgnana til að greiða sér fyrir stelpurnar en við getum vaknað fimm mínútum fyrir tíma án þess að hafa áhyggjur,“ segir hann og uppsker hlátur félaga sinna. Þá benda þeir á að á skipunum sé karlasamfélag og því eðlilegt að sama sé uppi á teningnum í skól- anum. Þjóðsagan af fylliríi sjó- manna er lífseig en Einar, Krist- ján og Ríkarð gefa lítið fyrir hana og hafna því alfarið að sjómenn drekki meiri en aðrar stéttir. Þeir fullyrða um leið að minna sé drukkið í Sjómannaskólanum en mörgum öðrum framhaldsskólum og benda á að ólíkt því sem gerist víða í skólum sé drykkja Sjó- mannaskólanema oftast nær lög- leg því þeir eru jú flestir orðnir tvítugir og þar með gjaldgengir í vínbúðum og á krám. Samkennd manna í glæsihúsinu á Rauðarár- holti er mikil. Sú var tíðin að rígur var milli skólanna tveggja, Stýri- mannaskólans og Vélskólans, en hann hefur minnkað mikið með árunum og er nú bara viðhaldið til að halda í gamlar hefðir. Menn matast saman, sitja saman í grunnfögum og skemmta sér sam- an auk þess sem sameiginlegir hagsmunir eru miklir. Það breytir því þó ekki að stýrimannanemum finnast vélstjóranemar hálfgerðir kjánar og öfugt! bjorn@frettabladid.is Samfélagið í Sjómannaskólanum í Reykjavík er um margt sérstakt. Þar sitja tvöhundruð þrjátíu og fimm karlmenn á skólabekk og þrjár konur! Yngsti nemandinn er sextán ára og sá elsti á sextugsaldri. Sjómannaskólinn er í raun ekki annað en hús, en í því eru Stýrimannaskólinn í Reykjavík og Vélskóli Íslands. Hafið togar FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA STEFNA Á SJÓMENNSKU „Þegar þú færð sjóinn í blóðið er erfitt að afneita því,“ segir Einar Örn Einarsson, fertugur Skagamaður. Hann og Rík- arð Svavar Axelsson og Kristján R. Bjarnason stefna á sjó- mennsku, eins og flest þeirra tvöhundruð þrjátíu og fimm karla og þriggja kvenna sem stunda vélstjóra- og stýrimannanám í Sjómannaskólanum á Rauðarárholti. Sjáðu strákana í Versló, þeir þurfa að vakna klukkan sex á morgnana til að greiða sér fyrir stelpurnar en við get- um vaknað fimm mínútum fyrir tíma án þess að hafa áhyggjur.“ ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.