Fréttablaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 20
20 31. janúar 2004 LAUGARDAGUR Gutti breyttist í Gauja ■ Nafnið mitt Ég er skírður í höfuðið á Jónilangafa mínum og Guðbjörgu langömmu minni í móðurætt. Þau voru síðustu ábúendur í bænum Digranesi í Kópavogi þar sem Digranesskóli stendur nú,“ segir Guðjón S i g m u n d s s o n betur þekktur sem Gaui litli. „Þegar ég var krakki kom ég stundum þangað til að skoða húsatóftirnar með ömmu minni, Guðrúnu Jónsdóttur. Að öðru leyti kom ég aldrei í bæinn.“ Gaui litli segir marga hvá þeg- ar hann kynni sig fullu nafni. „Ég fæ allt önnur viðbrögð þegar ég kynni mig sem Guðjón Sigmunds- son en sem Gauja litla.“ Nafnið Guðjón er myndað af forliðnum „Guð“ sem merkir guð, – goð og viðliðnum „jón“ sem merkir drottinn er náðugur. Sum- ir telja nafnið vera komið af hebr- eska nafninu „Gideon“ sem merk- ir sá sem mer/særir sári eða brýt- ur, sá sem eyðir. Rúmlega 1.200 bera nafnið Guðjón sem fyrsta eiginnafn en 157 sem annað eiginnafn. Þegar Gaui litli var yngri var hann kallaður Gutti en það nafn festist við hann þegar hann var í sveit í Austur-Húnavatnssýslu. „Gauja litla nafnið festist hins vegar við mig þegar ég byrjaði að vinna við leikmyndagerð í kvik- myndabransanum. Þá var ég 175 kíló inni á litlu þröngu setti og ruddi hlutum niður. Nafnið er komið frá félögum mínum sem hafa unnið með mér,“ segir Gaui litli. „Þegar ég byrjaði svo með heilsuhornið í Dagsljósinu árið 1996 ákvað ég að nota Gauja litla nafnið. Það er kannski pínu þver- sögn í nafninu en Gaui litli er kannski svolítið lítill í sér.“ ■ GAUI LITLI Heitir Guðjón. Var kallaður Gutti en nú Gaui litli. „Þá var ég 175 kíló inni á litlu þröngu setti og ruddi hlutum niður. Íslendingar sem ferðast til útlanda mega oft þola spurningar um veðurfar á ferðum sínum. „Er ekki kalt þarna?“ er jafnan spurt. „Hvernig er veðrið núna?“ Nafnið á landinu gefur greinilega til kynna ís og kulda. En sé miðað við veðurfarið í hinum vestræna heimi undanfarið verður ekki betur séð en að áhyggjur útlendinga af veðrinu á Íslandi séu úr lausi lofti gripnar. Ísland hvað? Snjórinn fellur víða og ekki verður betur séð af þessum myndum, sem teknar voru í liðinni viku, en að það sé alveg hreint ágætt að búa á Ís- landi hvað kulda og vosbúð snertir. Ísland hvað? VIRGINÍA Þessi vegfarandi braust í gegnum snjóstorminn í Woodbridge í Virginíu í upphafi vikunnar. Í Bandaríkjunum hefur veturinn verið ákaflega harður. BRETLAND London er snævi þakin um þessar mundir og umferðin við Notting Hill Gate bar þess merki. Þess leigubíll göslaðist í gegnum snjóinn sem var orðinn blautur. HOLLAND Hjólreiðamenn í Hollandi eiga yfirleitt ekki að venjast því að þurfa að æða í gegnum snjóinn á ferðum sínum. Á því varð breyting í vikunni. RÚSSLAND Íbúar í Moskvu eru svo sem ekki óvanir miklum frosthörkum. Á því hefur ekki orðið nein breyting nú. Þessi biðu eftir strætó í nístingskulda. OKLAHOMA Fólk á frekar að venjast því að í Oklahoma í Bandaríkjunum ríki ofsahiti. Um þessar mundir vaða menn þar snjó eins og annars staðar í Vestur- heimi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.