Fréttablaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 32
28 31. janúar 2004 LAUGARDAGUR Fréttiraf fólki Ellefu mánaða gamall strákurréðst að snák, sem fylgdi með í kaupunum í kartöflupoka úr kjörbúðinni, og beit hann. Móðir stráksins hafði keypt kartöflupokann í Wal-Mart í bænum Semes í Alabama, og sér til mikillar skelfingar sá hún snákinn of seint. Snákurinn renndi sér út úr kartöflupokanum stuttu eftir að hún lagði hann frá sér heima hjá sér. Um leið og hún sneri baki í pokann hafði sonur hennar tek- ið um snákinn, sett hann beint í munninn og tekið bita. Talið er að snákurinn hafi ver- ið ungur kornsnákur, sem er ekki eitraður. Hann heldur sig á dreif- býlissvæðum í Suðurríkjunum. Tíðindin voru skiljanlega mikið áfall fyrir Wal-Mart verslunarkeðjuna og ákvað hún að fjarlægja alla kartöflupoka frá þessum framleiðanda úr hillum sínum. ■ TÍSKAN Í BRASILÍU Nú er hrina tískuvikna að fara af stað. Karlatískuvikan í Milanó reið á vaðið í síð- ustu viku og nú er að hefjast tískuhátíð í Sao Paulo í Brasilíu. Þessi fyrirsæta sýndi hönnun Ellus á fimmtudag. Skrýtnafréttin ■ Ungbarn beit snák sem hafði skriðið út úr verslunarpoka. SNÁKUR UPP Í MUNN Að barn bíti snák er líklegast ekki mikið til- tökumál fyrir þessa kínversku konu sem treður snákum ofan í kok sér til þess að fagna nýju ári. Barn bítur snák Jennifer Lopez segist vera ígífurlegri ástarsorg. Hún segist hafa verið að undirbúa brúðkaup hennar og Bens Affleck fram að degin- um sem þau skildu. Hún segir að þau hafi síð- ast hist 19. janúar þegar Ben hafi loksins viðurkennt fyrir henni að hann væri ekki reiðubúinn til þess að giftast. Hún segist hafa ákveðið að einbeita sér að vinnu sinni og halda áfram með líf sitt. Fyrrum viðskiptafélagi Mich-aels Jackson segir að popp- kóngurinn hafi lengi verið háður morfíni og demeróli. Hann segir Jackson hafa leitað sér að- stoðar á með- ferðarstofnun í Seúl árið 1999. Jackson er ákærð- ur fyrir að beita 13 ára dreng kynferðislegu ofbeldi auk þess að gefa honum lyf og áfengi. Jack- son á að hafa blandað áfengi í gosdrykki drengsins og kallað vökvann Jesúdjús. Gwyneth Paltrow hefur ákveð-ið að barn hennar muni fæð- ast í Banda- ríkjunum. Madonna vin- kona hennar hræddi úr henni líftóruna þegar þær spjölluðu sam- an nýlega og því hefur leik- konan ákveðið að eignast barn sitt og Chris Martin Coldplay- söngvara heima hjá mömmu Gwyneth í Los Angeles. Ingi Jensson er líklega einn affáum mönnum hér á landi sem hefur atvinnu að því að búa til myndasögur. Hann teiknar dagleg- ar ræmur í DV, dónalegar heilsíð- ur um hinn seinheppna Sjonna í Bleikt & Blátt auk þess sem hann hefur kennt myndasögugerð í Myndasöguskúrnum, sem er hans eigin skóli. Nú er ný önn að fara af stað. „Þetta er í annað skipti sem ég held þetta prívat og persónulega. Annars kenndi ég í fjórar annir á vegum Mímis,“ segir Ingi. „Ég er líka að þessu til þess að vekja upp áhuga hjá krökkum svo að það verði meira um að vera í íslenskri myndasögugerð seinna. Ég er aðal- lega að kenna formið en kemst náttúrlega ekkert frá því að kenna smá teikningu líka. Ég byggi nám- ið aðallega á því hvar ég var að stranda í fyrstu. Það eru undir- stöðuatriði í þessu, hvar maður byrjar og hvernig maður þróar þetta áfram.“ Á hvert námskeið komast sex manns þar sem hann vill geta ein- beitt sér að hverjum nemanda og raðar Ingi í hópa eftir aldri. Hann aðstoðar nemendur sína við að skapa persónur og fræðir þá um erkitýpur í myndasögum með lýsandi dæmum úr myndasögu- heimum. „Það er til dæmis alltaf vondi og góði kallinn eða þetta týpíska dúó þar sem annar er heimskari en hinn. Ég bý til mögu- leika á árekstrum út frá týpunum og svo vinnum við með það. Svo búum við til einn ramma, næst annan og svo koll af kolli. Svo för- um við í það hvernig við getum lát- ið söguna gerjast. Það sem mér finnst skemmtilegast í þessu er að þeir sem eru frjóir heyra það sem ég segi og fá aðrar hugmyndir. Þannig gerist þetta alltaf,“ segir Ingi að lokum. Nemendur Inga eru á aldrinum 10-30 ára, svo líklega geta allir sótt um. Áhugasamir geta kíkt á heima- síðuna www.skurinn.ingi.net eða hringt í 865 8545. ■ Lærið að gera myndasögur INGI Teiknaði þessa sjálfsmynd. „Ég ákvað að teikna til þess að fá borgað fyrir það og gera þetta að mánaðarlegri innkomu í stað þess að vera í skúringavinnu á kvöldin og koma með myndasögu á markaðinn eftir nokkur ár. Kannski kemur stóra sagan seinna,“ segir Ingi, sem á drög að einni 49 blaðsíðna bók í skúffunni hjá sér. Myndasögur MYNDASÖGUSKÚRINN ■ Ingi Jensson, myndasöguhöfundur DV, er að hrinda af stað námskeiði fyrir þá sem vilja læra að gera myndasögur. BOO RADLEYS „When I start to look back/ I feel like I’ve spent my whole life/ just kicking round and not getting in the way/ And now, and maybe now I should change/ because I’m starting to lose all my faith/ while those around me are beaten down each day.“ - Áhyggjur heimsins og endalaust framskrið tímans íþyngdi Boo Radleys í hinu tignarlega lagi Lazarus af meistaraverkinu Giant Steps frá árinu 1993. Það er ekki auðvelt að vera framsækin popphljómsveit með grípandi lög og vera frá Liverpool. Popptextinn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.