Fréttablaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 18
18 31. janúar 2004 LAUGARDAGUR
Nokkrar góðar
fréttir frá
Baggalúti
Smíðakennari sakaður
um ósæmilega hegðun
við kennslu
Einar Tumason, smíða-
kennari, er nú í haldi lögreglu
en hann er ákærður fyrir að
hafa ítrekað íþyngt nemend-
um sínum með ógeðfelldum
klúryrðum og klámfengnum
munnsöfnuði. Orð á borð við
'negla', 'bora' og 'hamra' voru
Einari mjög töm - og eins
orðasambönd á borð við 'að
kýtta vel í gatið', 'reka gaur-
inn á kaf' og 'að pússa spýt-
una'. Einar verður að líkum
aflífaður af starfsmönnum
barnaverndarstofu seinna í
dag.
(baggalutur.is 27/1/04)
Neitar að fara í peysu
Fannar Hannesson (35)
ætlar ekki að fara í peysu, þó
svo að sólin hafi lítið látið
sjá sig, aðeins sé farið að
blása og hitastig farið að
lækka. Hefur hann nú haldið
til í garðinum heima hjá sér
síðan í morgun í „svakaleg-
um sumarfíling“. „Mér er
ekkert svo kalt,“ sagði Fann-
ar í spjalli við Baggalút.
„Það er líka ekki eins kúl að
vera á peysunni.“ Móðir
Fannars hefur þrábeðið
hann að koma inn og klæða
sig betur, en Fannar ætlar
ekki að gefa neitt eftir og
hyggst hann vera á bolnum
úti í garði til tíu í kvöld, hvað
sem hún segir.
(baggalutur.is 30/5/03)
Neitar að hafa borað í
nefið
Bjarki Glúmur Arason,
endurskoðandi, harðneitar að
hafa borað í nefið á starfs-
mannafundi Íslandsbanka í
lok ágústmánaðar. Mynd sem
tekin var af Bjarka á fundin-
um sýnir glöggt að Bjarki ber
fingur upp að nefinu, en hann
segist aðeins vera að klóra sér
í vörinni.
Starfsmenn Íslandsbanka
hafa skipað sér í tvær fylk-
ingar, með og á móti Bjarka,
og fáist ekki fljótlega niður-
staða í málið er hætt við að
fyrirtækinu verði skipt upp.
(baggalutur.is 23/9/02)
Krafa um að viðskipta-
vinir Smáralindar tali ís-
lensku
Sú krafa hefir nú verið
gerð af leynilögreglu Smára-
lindar, að viðskiptavinir
verslunarmiðstöðvarinnar
tali óaðfinnanlega íslensku.
Viðskiptavinir munu þreyta
íslenskupróf við innganginn
og í kjölfarið verða „tossarn-
ir“ sendir á þriggja vikna
námskeið. Þeir sem ná 8,5 á
stafsetningarprófi fá hins-
vegar inngöngu, að því til-
skildu að þeir nái sömu ein-
kunn í hljóðfræði- og merk-
ingarfræðiprófum. Að sögn
Adolfs Guðmundssonar,
yfirmanns leyniþjónustu
Smáralindar (SS Íslands
ehf.) og formanns átaks-
verkefnisins „hreint land -
fagurt land“, er krafa þessi
gerð af illri nauðsyn: „Við
tókum eftir því að þágufalls-
sýki var veruleg meðal við-
skiptavina okkar, auk þess
sem nokkuð bar á eignar-
fallsflótta. Eitthvað hefir
einnig borið á útlendingum í
húsinu, sem við viljum eðli-
lega uppræta. Við getum ein-
faldlega ekki boðið starfs-
fólki okkar upp á þvílíkt
ástand“. Að sögn Adolfs
skulu viðskiptavinir einnig
bera á sér löggild skilríki og
vera reiðubúnir að framvísa
þeim, hvar sem þeir eru
staddir.
(baggalutur.is 31/10/01)
Baggalútarnir skrifa ekki undirsínum réttu nöfnum heldur not-
ast við dulnefnin Enter, Herbert,
Myglar, Númi, Kaktuz og Spesi, sem
reyndar eru sum hver styttri útgáf-
ur á mun lengri og virðulegri nöfn-
um. Upphaf Baggalúts má rekja
nokkur ár aftur í tímann þegar leið-
ir sexmenninganna lágu saman í
menntaskóla. Þeir voru hugmynda-
ríkir og frjóir eins og títt er um
unga menn og hneigðust nokk til
bókmennta. Bókaútgáfa var enda
með fyrstu verkefnum Baggalúts
þó hvorki færi útgáfan hátt né víða.
Síðar tók háskólanám við og í kjöl-
far þess varð vefurinn til en þó
fyrst og fremst sem samskiptavett-
vangur fyrir piltana, sem hýstu þar
ljóð sín og önnur hugðarefni auk
þess sem þeir settu inn gamanfrétt-
ir til að skemmta sjálfum sér. Eins
og áður sagði eru Baggalútarnir sex
talsins og ætla að vera það áfram
þrátt fyrir tilraunir margra til að fá
að slást í hópinn og taka þátt í grín-
inu: „Margir sóttust eftir aðild á
sínum tíma en var hafnað,“ segir
Númi og lítur í augun á Enter, sem
kinkar kolli. Við sitjum á ónefndu
kaffihúsi í miðborginni og talið
berst næst að dulnefnunum. „Þetta
byrjaði af einhverri rælni, okkur
fannst fyndið að vera með sérstaka
karaktera í þessu og þetta hefur
bara haldist,“ segir Enter. „Þetta er
afskaplega þægilegt,“ bætir Númi
við „nafnleysið leyfir okkur að
segja meira en undir réttum nöfn-
um og í skjóli karakteranna skrif-
um við stundum þvert á eigin sann-
færingu.“
Engin brjóst
Fljótlega spurðist að á vefslóð-
inni www.baggalutur.is væri að
finna skondna lesningu og jókst
aðsóknin statt og stöðugt. Er nú
svo komið að innlitin eru á þriðja
þúsund á degi hverjum. Flestir
láta sér nægja að lesa en sumir
hafa ríka þörf fyrir að láta ljós
sitt skína og senda inn fréttaefni,
ljósmyndir eða annað slíkt. Þá
hefur spjallborð vefjarins öðlast
sjálfstætt líf en þar skiptast les-
endur á skoðunum um eitt og ann-
að, til dæmis pönnukökubakstri,
nýjum daganöfnum og joðskorti í
þróunarlöndunum og á Ítalíu. Ent-
er og Númi segja efnið á vefnum
verða til með ýmsum hætti: „Það
er upp og ofan hvort kemur á und-
an, textinn eða myndin. Atburðir í
samfélaginu verða okkur oft
kveikja og þá þurfum við að finna
góða mynd sem passar við. Svo
rekumst við líka á myndir, könn-
um hvað þær segja okkur og fær-
um það í texta.“ Grín getur verið
dauðans alvara og vandrataður
meðalvegurinn þegar fjallað er
um nafngreint fólk, félög eða
samtök. Hvar liggja mörk
Baggalúts? „Við fullyrðum að við
höfum aldrei farið yfir strikið í
okkar skrifum“ segja Enter og
Númi í kór. „Engin brjóst sjást á
vefnum okkar og við níðumst ekki
á neinum. Ef við höfum komist ná-
lægt einhverju slíku þá er það
skrifað á svo fjarstæðukenndan
hátt að ekki er leið að nokkur
maður trúi því.“
Hringurinn sár og lögreglan
með athugasemd
Engu að síður hafa verið gerð-
ar athugasemdir við skrif á
Baggalúti, nú síðast í vikunni.
Birt var frétt um samstarf Kven-
félagsins Hringsins og glæpa-
samtakanna Bandidos og með
fylgdi mynd af vígalegum konum,
ýmist leður- eða fáklæddum.
Þessu kunnu Hringskonur illa.
„Við særðum þær, sem í raun er
óskiljanlegt því það sér það hver
maður að fréttin var algjör
þvæla. En um leið finnst okkur
þetta leiðinlegt því við metum
framlag Hringsins til mannúðar-
mála mjög mikils og virðum það
mjög,“ segir Númi. Og Enter rifj-
ar upp annað atvik. „Einu sinni
hringdi lögreglumaður í okkur og
sagði að sér þætti leiðinlegt að
vera að trufla okkur en það væri
óæskilegt að við værum mikið að
nota bréfsefni Alþingis. Við höfð-
um þá skannað inn bréf sem ein-
hver þingmaður hafði sent í próf-
kjörsbaráttu, endurskrifað það og
látið undirskrift hans fylgja.
Þingmanninum stóð á sama en
lögreglunni ekki. Við þurfum því
að falsa bréfsefni þingsins í stað-
inn og undirskriftina um leið og
það þótti löggunni skárra.“
Baggalútsmenn hafa ekki ein-
göngu fengist við hið ritaða mál,
þeir hafa líka daðrað við tónlist-
argyðjuna og sent frá sér þrjú
jólalög auk stuðningslags knatt-
spyrnulandsliðsins. Það varð
feiknavinsælt og stóð til að gera
handboltalandsliðinu jafn hátt
undir höfði fyrir EM í Slóveníu.
„Lagið var tilbúið en fór sem
betur fer ekki í loftið,“ segir
Númi og Enter bætir við að hugs-
anlega heyrist það í tengslum við
ólympíuleikana í Aþenu í ágúst.
Fleira fyndið en pólitík
Á mánudaginn hefjast dagleg-
ir pistlar Baggalúts í Dægur-
málaútvarpi Rásar 2 og verða
þeir á dagskrá eftir fimmfrétt-
irnar. Á þessum sama tíma flutti
Haukur Hauksson ekkifréttir
sínar til margra ára en hann hef-
ur látið af störfum. En hvað fá
hlustendur að heyra? „Þeir fá að
heyra fréttir og harðorða pistla,
hefðbundið útvarpsgrín í nýjum
búningi og óhefðbundið útvarps-
grín í gömlum búningi. Formið er
opið og þetta á eftir að þróast hjá
okkur,“ segja Enter og Númi.
Þeir líta ekki á sig sem fjórða
valdið eins og fjölmiðlar eru
stundum nefndir en lofa engu að
síður að veita stjórnvöldum að-
hald. „Þetta verður samt ekkert
mjög pólitískt enda er margt ann-
að fyndið en stjórnmálin.“ Þeir
ætla að leggja kraft í útvarps-
vinnuna og vonast til að geta gert
eitthvað annað og öðruvísi en
heyrst hefur hingað til. „Við
verðum svo bara að láta reyna á
hvort við erum jafn skemmtileg-
ir og af er látið,“ segir Enter, sem
að þessum orðum sögðum stend-
ur upp frá borðinu ásamt Núma
vini sínum og saman hverfa þeir
út í hversdaginn þar sem þeir
tjalda sínum réttu nöfnum og
andlitum og enginn veit að þar
fara Baggalútar.
bjorn@frettabladid.is
Æringjarnir á Baggalúti (baggalutur.is) hafa lengi skemmt grínþyrstum með hnyttnum fréttum af mönnum og
málefnum. Skrif þeirra þykja sérlega fyndin. Fram til þessa hefur Baggalútur haldið sig á vefnum en nú verður
breyting á: Hann er kominn á Rás 2.
Baggalútur á leið í útvarpið
Í SKJÓLI NAFNLEYNDAR
Drengirnir á bak við heimasíðuna baggalútur.is hafa
ætíð gætt nafnleyndar og skrifað undir leyninöfnum.
Hér eru þeir Enter, Númi og Kaktuz, en Herbert, Mygl-
ar og Spesa vantar. Frá og með mánudeginum verður
Baggalútur með daglega pistla á Rás 2.
Engin brjóst sjást
á vefnum okkar og
við níðumst ekki á neinum.
Ef við höfum komist nálægt
einhverju slíku þá er það
skrifað á svo fjarstæðu-
kenndan hátt að ekki er
leið að nokkur maður trúi
því.
,,
Bagga-lútur.
1 smákúlur úr ljósgrýti, til orðnar við
storknun þess, blóðstemmusteinn,
hreðjasteinn 2 lítill drengur 3 dording-
ull (Íslensk orðabók 2002 útg. Edda,
ritstj. Mörður Árnason)