Fréttablaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 | www.ikea.is ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 23 30 9 01 .2 00 4 © In te r IK EA S ys te m s B. V. 2 00 3 Snjallar lausnir dagana 22/01 – 22/02 Hvar er fjögurra gata flautan mín? MÅRD kassi 37x37 sm 490,- Bakþankar REYNIS TRAUSTASONAR Soðin eistu Hluti þjóðarinnar hefur matar-ást á súrum eistum úr hrút- um og fólki er jafnvel talin trú um að innbyrt eistu komi í stað viagra og geti þannig stuðlað að risi þeirra sem hafa látið undan síga. Kenningar um hvatana í súrsuðu eistunum er ágæt og kannski á þjóðin eftir að verða forrík á því að selja getulitlum milljónamæringum hluta af kyn- færum dauðra hrúta. FÓLK er mismunandi hrifið af því að borða mat sem framleidd- ur er samkvæmt þeirri fornu að- ferð að leggja í súr og stöðva þannig hefðbundið rotnunarferli. Víst er að fyrri kynslóðir borðuðu súrmatinn ekki endilega með bros á vör en fólk hreinlega neyddist til þess fyrir daga ís- skápa og frystikista. Fortíðarþrá þjóðarinnar hefur síðan orðið til þess að súrmaturinn hefur á ný verið hafinn til vegs og virðingar og menn eta í ómældu magni allt frá feitu, brenndu andlitsholdi af sauðfé og niður í súrar tær af sömu skepnu. Ákveðinn hópur hefur dálæti á ferskum, soðnum eistum sem borin eru fram með kartöflumús og þykja lostæti. Reyndar er það sama fólkið og þekkt er af því að snæða refa- kjöt. Merkja má ákveðna fölsun á staðreyndum þegar talað er um súru eistun sem punga. Þetta er álíka og að kalla konfekt „öskju“ af því það er selt í slíkum umbúð- um. Augljóst er að blygðunar- kennd viðkvæmra Íslendinga, og þá helst af kvenkyni, ræður því að eistu hrútanna eru ekki rétt- nefnd eftir súrinn. VIÐKVÆMNIN lýsir sér vel í sögunni af konu í Reykjavík sem var svo undurhrifin af súrum eistum. Hún gat þó sóma síns vegna ekki haft sér um munn þetta voðalega orð „pungur“ þótt hún væri áfjáð í að borða sama fyrirbæri. Sómaneyð konunnar varð til þess að hún lagðist í að auðga íslenska tungu. Hún fann upp nýtt orð yfir súru eistun sem var grundvallað á staðsetningu pungsins á skepnunni og dálæti hennar sjálfrar á bragðinu. Næst þegar hún fór í verslunina á horninu til að kaupa inn þetta góðgæti þá sagði hún við kaup- manninn óhikað og án þess að blikna: „Ég ætla að fá hálft kíló af millilærakonfekti“. SÓMAKÆRA konan var þó nær réttri skilgreiningu á súr- matnum með millilærakonfektinu en málvenjan sem lýsir því að keyptir séu súrir pungar þótt augljóslega vanti pokann. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.