Fréttablaðið - 31.01.2004, Page 16

Fréttablaðið - 31.01.2004, Page 16
16 31. janúar 2004 LAUGARDAGUR ■ Andlát ■ Afmæli Á þessum degi árið 1950 til-kynnti Harry S. Truman, þá- verandi forseti Bandaríkjanna, að verið væri að vinna að þróun vetn- issprengjunnar og þar með hófst einn skuggalegasti kafli í vígbún- aðarkapphlaupssögu stórveld- anna. Sovétmenn unnu einnig að gerð slíkrar sprengju á þessum árum. Rússar gerðu árangursríkar til- raunasprengingar í ágúst 1953, ári á eftir Bandaríkjamönnum. Vetnissprengjan er þúsund sinnum öflugri en eldri sprengjur sem byggðu á úraníum- eða plút- óníumgrunni og þegar Banda- ríkjamenn, Rússar og Bretar voru komnir á kaf í þróun sprengjunn- ar óttuðust menn að stríð með þessum nýju tólum myndi hafa heimsendi í för með sér enda drepa þær ekki einungis í sjálfri sprengingunni heldur einnig eftir á með geislavirkni. Dwight D. Eisenhower, fyrr- um hershöfðingi og forseti Bandaríkjanna, hafði þó ekki telj- andi áhyggjur af þessu. „Það er ekki hægt að heyja svona stríð. Það eru einfaldlega ekki til nógu margar jarðýtur til þess að skrapa saman öllum líkunum af götunum.“ ■ Elín Pálmadóttir blaðamaður er 77 ára. Jakob F. Ásgeirsson rithöfundur er 43 ára. Guðrún Soffía Hansen lést miðvikudag- inn 14. janúar. Útförin hefur farið fram. Jónína Helga Einarsdóttir, Njarðargötu 3, Keflavík, lést þriðjudaginn 27. janúar. Markús Sveinsson er látinn. Siggeir Björnsson, fyrrverandi bóndi og hreppstjóri frá Holti á Síðu lést fimmtu- daginn 29. janúar. 10.30 Baldur Kristinsson, Foldahrauni 40d, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum. 11.00 Pétur J. Haraldsson, Hlíf 1, Ísa- firði, verður jarðsunginn frá Ísa- fjarðarkirkju. 13.30 Gunnlaugur Tryggvason, bóndi, Þorsteinsstöðum í Svarfaðardal, verður jarðsunginn frá Urðarkirkju. 14.00 Elísabet Kristjánsdóttir, Eyja- hrauni 3, Vestmannaeyjum, verð- ur jarðsungin frá Landakirkju. 14.00 Guðbjörg Aðalheiður Gunnars- dóttir, Laugavöllum 5, Egilsstöð- um, verður jarðsungin frá Egils- staðakirkju. 14.00 Guðmundur Ámundason, bóndi, Ásum, Gnúpverjahreppi, verður jarðsunginn frá Stóra-Núpskirkju. 14.00 Ólafur Gíslason frá Hjarðar- brekku, Grenigrund 14, Selfossi, verður jarðsunginn frá Oddakirkju. 14.00 Torfhildur Guðlaug Jóhannes- dóttir, Hlíf 1, Ísafirði, verður jarð- sungin frá Ísafjarðarkirkju. SIGURÐUR PÉTUR HARÐARSON Sigurður Pétur hefur verið ötull stuðnings- maður Sophiu Hansen í baráttu hennar fyrir því að hitta dætur sínar í Tyrklandi. ??? Hver? Dagskrárstjóri á Stjörnunni FM 94,3 sem leikur eingöngu íslenska tónlist. ??? Hvar? Hjá Norðurljósum á Lynghálsinum. ??? Hvaðan? Úr Reykjavík og á ættir að rekja meðal annars til Húsavíkur, í Skagafjörðinn og í Húnavatnssýslu. ??? Hvað? Hef engan tíma fyrir áhugamál, alltaf í vinnunni eða að sinna þeim sem á hjálp þurfa að halda. ??? Hvernig? Lífið er svo fjölbreytt að það er ekki hægt að benda á eina sérstaka aðferð við að veita þeim styrk sem á þurfa að halda. ??? Hvers vegna? Þannig öðlast maður dýrmæta reynslu og getur einnig glatt þá sem á hjálp þurfa að halda. Þetta gefur lífinu veru- legt gildi. ??? Hvenær? Hvenær sem er, helst allaf. ■ Persónan JUSTIN TIMBERLAKE Söngvari og fyrrverandi kærasti sjálfrar Britneyjar Spears er 23 ára í dag. 31. janúar ■ Þetta gerðist 1606 Guy Fawkes, sem var fundinn sekur um landráð gegn James I Englandskonungi er tekinn af lífi. 1865 Robert E. Lee hershöfðingi verður æðsti yfirmaður herafla Suðurríkjasambandsins. 1944 Bandarískar hersveitir ráðast til atlögu við kóraleyjuna Kwaja- lein og Marshall-eyjar í seinni heimsstyrjöldinni. 1949 Fyrsta sápuóperan sem sýnd er í sjónvarpi, These Are My Children, hefur göngu sína hjá NBC. 1958 Bandaríkjamenn blanda sér í geimkapphlaupið þegar þeir koma gervihnettinum Explorer One út í geim. 1971 Bandarísku geimfararnir Alan B. Shepard, Edgar Mitchell og Stu- art Roosa halda af stað til tunglsins í Apollo 14. 1990 McDonald’s opnar fyrsta skyndi- bitastað sinn í Moskvu. VETNISSPRENGJAN Þessi alræmdi sveppur hefur haldið vöku fyrir mörgum jarðarbúanum síðustu ára- tugi enda þótti vetnissprengjan boða fátt annað en heimsendi. Ný ógn KALDA STRÍÐIÐ VIÐ FROSTMARK ■ Bandaríkjamenn byrja að þróa vetnis- sprengju og vígbúnaðarkapphlaupið fer á fulla ferð. 31. janúar 1950 Hafmeyjar og hönnun Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. 50% afsláttur af öllum vörum Ein besta vinkona mín var aðkoma í heimsókn til mín hing- að til Danmerkur og við ætlum í afmælisdekur. Við förum í and- litsbað, nudd og fleira,“ segir Marín Manda Magnúsdóttir fata- hönnuður, sem er 25 ára í dag. „Í kvöld held ég stórveislu og er búin að bjóða rúmlega 30 manns. Helmingurinn verður Danir og hinir Íslendingar. Fyrir utan vin- konu mína sem kom út eru marg- ar af mínum bestu vinkonum fluttar hingað til Danmerkur. Hér hef ég kynnst nýju fólki, en gömlu vinirnir eru alltaf til staðar.“ Það verður kvikmyndaþema í veislu Marínar Möndu og kvik- myndin sem hún valdi er Mermaids, sem skartar Cher í aðalhlutverki. „Ég verð með sam- lokur og snittur sem verða stungn- ar út eins og hjörtu og stjörnur. Þetta verður algjör pæjuveisla, svona Mermaids-kokteilfest.“ Marín á ekki í vandræðum með að rifja upp skemmtilegt afmæli, þó úr mörgum sé að velja. „Þegar ég var um það bil átján ára hélt ég mjög skemmtilegt afmæli heima hjá foreldrum mínum. Við áttum karókítæki niðri í kjallara sem pabbi hafði keypt í Japan og allar veislur sem við héldum enduðu á því að fólk tróð upp. Afmælið mitt var ekkert öðruvísi og allir voru farnir að syngja eftir mætti áður en við fórum í bæinn að dansa. Þegar við komum heim aftur heyrðum við einhver gól niðri í kjallara. Þá hafði einn vinur bróð- ur míns verið einn alla nóttina í karókí og tók ekki einu sinni eftir því að við höfðum farið.“ Marín er flutt til kóngsins Köbenhavn og segist ekki vera á leið heim aftur þó hún sakni alltaf Íslands, nema bara í heim- sókn. Enda eru spennandi verk- efni fram undan hjá henni í fata- hönnun. „Ég er að byrja í mars í lítilli design-búð sem heitir Soulmate hérna í Kaupmanna- höfn og verð með flíkur sem ég hef sjálf saumað. Nú fyrir jól var ég með nokkrar flíkur í Retro en það ræðst á næstu mánuðum hvort það fer meira þangað eða hvort ég einbeiti mér að erlend- um markaði. Ég er að komast í ný verkefni sem gefa af sér ný tæki- færi og það verður að sjá til hvernig það þróast.“ ■ Skálatún fagnar tímamótum Skálatúnsheimilið í Mosfellsbæheldur upp á hálfrar aldar af- mæli sitt í dag. Í Skálatúni er vist- heimili og vinnustofa fyrir þroskaheft börn á vegum Bind- indissamtakanna IOGT og Styrkt- arfélags vangefinna. Heimilis- menn eru nú 44 og hefur aðbúnað- ur þeirra bæst til muna frá því starfsemin hófst í gamla bónda- bænum. Í tilefni afmælisins verður opið hús frá 10 til 14 í vinnustofu Skálatúns þar sem heimilisfólk sýnir vinnu sína. „Þetta verður sölusýning og sýnd bæði pökkun og handverk,“ segir Kristbjörg Richter, deildarstjóri vinnustofu. „Hér er mikil áhersla lögð á vefn- að og svo annað handverk og fólk verður að vefa og sauma á staðn- um.“ Jafnframt er verið að fagna 20 ára afmæli vinnustofunnar í þessu húsnæði á þessum tímamót- um. „Hér er fólk á breiðum aldri, allt frá 22 ára til 69 ára. Þetta er allt fólk sem býr á staðnum og hefur jafnvel unnið hér áratugum saman.“ Klukkan 14.30 verður svo boðið til kaffiveislu í Hlégarði í Mosfellsbæ. ■ ■ Jarðarfarir Námskeið i svæðameðferð Á námskeiðinu lærir þú grunnþekkingu og aðferðafræði i svæðameðferð. Námskeiðið verður haldið á Flughóteli í Keflavik Konur: 23.02.04 og 10. 05.04 Menn: 24.02.04 og 11. 05.04 Skráning á námskeið í síma 421 6158 eftir kl. 19.oo Birgitta Jónsdóttir Klasen, nátturulæknir Opið hús SKÁLATÚNSHEIMILIÐ ■ í Mosfellsbæ er 50 ára. Ráðist hefur verið í mikla uppbyggingu á síðastliðnum áratug. FÓLK AÐ VINNU Í SKÁLATÚNI „Undanfarin tíu ár höfum við byggt fjögur ný hús og einbeitt okkur að því að bæta að- búnað heimilismanna,“ segir Kristján Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Skálatúns. „Við erum mjög hreykin af því sem við höfum gert og viljum því bjóða gestum að koma og skoða.“ Afmæli MARÍN MANDA MAGNÚSDÓTTIR ■ er 25 ára. Dagurinn fer í dekur og end- ar á mikilli veislu. MARÍN MANDA MAGNÚSDÓTTIR Uppáhaldshönnuðir hennar eru Dolce & Gabbana og ítalski hönnuðurinn Patrizia Pete. Sjálf segist hún vera mjög kvenleg í sinni hönnun. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.