Fréttablaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 26
26 31. janúar 2004 LAUGARDAGUR Í myndinni Big Fish leikur Al-bert Finney gamlan farandsölu- mann, Edward Bloom, sem liggur á dánarbeðinu. Sá þótti mikill stórlax á árum áður og alla sína tíð mátti sonur hans, sem leikinn er af Billy Crudup, hlýða á ýmsar frægðarsögur sem Bloom var óspar á. Frægðarsögurnar eru jafnan með miklum ólíkindum, og nú þegar sonurinn snýr heim til sín til þess að vera við dánarbeð föður síns tekur sonurinn til við að rifja upp þessar sögur og graf- ast fyrir um ástæður þeirra. Þetta er í grófum dráttum söguþráðurinn í nýjustu mynd Tim Burtons, sem frumsýnd var hér á landi í gær. Big Fish byggir á nánast óþekktri bók eftir lítt þekktan höfund, Daniel Wallace, en Big Fish var fyrsta bókin hans og var gefin út árið 1998. Síðan þá hefur hann sent frá sér bækurnar Ray in Reverse og The Watermelon King. Víst er að sú ákvörðun Tims Burton að byggja nýjustu mynd sína á bókinni hefur orðið Wallace mjög til uppdráttar. Handritið er gert af John August. Sérkennilegur leikstjóri Tim Burton er um margt sér- kennilegur leikstjóri. Hann er einn af þeim sem skipa bíóáhuga- mönnum jafnan í tvo andstæða hópa: þá sem líkar við hann og þá sem gera það ekki. Í takt við þetta hefur þessi nýjasta mynd Burtons fengið nokkuð misjafna dóma, allt frá einni stjörnu til fjögurra. Hér er því umdeild mynd á ferð eins og jafnan er raunin þegar Burton á í hlut. Stíll hans er ákaflega mynd- rænn og ævintýralegur, jafnan undir miklum áhrifum frá got- neskum stíl í myndlist og arki- tektúr. Tim Burton er sjálfur menntaður í myndlist og hóf ferill sinn í kvikmyndagerð upp frá því námi sem hann stundaði í Kali- forníu, þar sem hann er fæddur árið 1958. Vakti snemma athygli Burton vakti snemma athygli og var fljótur að mynda aðdáenda- hóp í kringum verk sín. Allt frá því að Beetlejuice kom í kvik- myndahúsin árið 1988 hafa áhang- endur hans beðið nýrra mynda með eftirvæntingu. Myndin Ed Wood frá 1994 þykir meðal hans betri verka, en í henni má greina einn af meginþráðum í hans kvik- myndagerð, sem er áhugi hans á undarlegum einförum og mönn- um sem ekki endilega binda bagga sína sömu hnútum og sam- ferðamenn. Á þessu verður engin breyting í Big Fish, en höfuðper- sónan, Bloom, er sérkennilegur maður og jafnvel svo furðulegur að sonur hans á í miklum erfið- leikum með að skilja hvað dreif hann áfram í lífinu og hver var rótin að sögum hans. Ævintýralegar sögur Blooms gefa síðan Burton tækifæri til að sýna hinn meginþráðinn í verkum sínum, sem er natnin við mynd- ræna útfærslu í senum. Burton hefur teiknað allt frá unga aldri og nálgun hans á kvikmyndir er mjög lituð af þeirri fortíð hans og áhugamáli. Eftir listaháskóla hlaut hann starf hjá Disney og vann um nokkurt skeið við gerð teiknimynda. Síðar komst hann að því að Disney-myndirnar sem hann vann að uppfylltu ekki alveg hans sköpunarþarfir og hann sagði því upp og fór sínar eigin leiðir. Þegar hann kom fram á sjónarsviðið með Pee Wee’s Big Adventure og svo Beetlejuice þótti stíll hans mjög þroskaður. Ljóst er að aðdáendur Burtons, að minnsta kosti, munu leggja leið sína í kvikmyndahús á næstunni til að berja nýjustu afurð meistarans augum. Og von er á framhaldi á veislunni, því þegar á næsta ári kemur í kvikmyndahús Kalli og súkkulaðiverksmiðan, sem verður án efa forvitnileg bíómynd. gs@frettabladid.is MYNDIR TIMS BURTON 1971 - 1984 Ýmsar myndir 1985 - Pee-Wee’s Big Adventure 1988 - Beetlejuice 1989 - Batman 1990 - Edward Scissorhands 1992 - Batman Returns 1993 - A Nightmare Before Christmas 1994 - Ed Wood 1996 - Mars Attacks! 1999 - Sleepy Hollow 2001 - Planet of the Apes 2003 - Big Fish væntanleg: 2005 - Charlie and the Chocolate Factory STÓRLAXINN Ewan McGregor leikur föðurinn, Edward Bloom, á yngri árum sínum. Big Fish fjallar um son Blooms sem reynir að upplifa margar af ævintýralegum sögum föður síns frá æskuárum sínum, í þann mund sem gamli stórlaxinn liggur á dánarbeðinu. Leikstjórinn Tim Burton á sér fjölmarga aðdáendur, ekki síst vegna þess hversu einstakan stíl hann hefur skapað í kvikmyndagerð sinni. Nýjasta mynd hans, The Big Fish, hefur fengið misjafna dóma í heimspressunni, en víst er þó að aðdáendur verða ekki sviknir af mynd- rænum snilldartöktum meistarans. Stóri fiskurinn FRUMSÝNINGIN Leikstjórinn Tim Burton kemur hér til frumsýningar á Big Fish í London á dögunum í fylgd ekki ómerkari þokkadísar en Helenu Bonham-Carter, en þau eru par. Fyrir skömmu eign- uðust þau soninn Billy.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.